Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 65 MENNING Ó lafur hefur búið og starfað í Hamborg í Þýskalandi um árabil og sýnt verk sín víða í Evrópu. Lítið hefur þó borið á honum á sýningarvett- vangi á Íslandi síðustu árin. Síðast mátti berja verk hans augum í Gallerí Fugli sl. haust, þegar hann sviðsetti ótta barna sem eru að uppgötva veruleikann fyrir utan fjölskyldu sína, en fram að þeirri sýningu höfðu liðið sjö ár frá síð- ustu sýningu hans hér á landi. Þá var það sýningin Deila með og skipta í i8 árið 1998. En hvaða Fiskidrama er þetta sem Ólafur er að vísa í? Er eitt- hvert dramatískt í gangi í dag í kringum fisk eða fiskiðnað? „Þetta er veruleikatengdur texti sem ég er að vinna út frá,“ segir Ólafur. „Ég er að taka púlsinn á þessum alþjóðabissness í kringum fiskiðn- aðinn og því hvernig Ísland kemur að málum og hver sýn þessa ákveðna manns er á það. Ég hef áhuga á þessu þema, hvað þetta er allt orðið alþjóðlegt og í raun ósýnilegt og hvernig þessi al- þjóðavæðing virkar á vinnuaflið og einnig hvernig peningarnir fúnk- era í þessu. Mér finnst áhugavert hvernig peningar hafa áhrif á at- vinnumarkaðinn. Það er eitthvað svo einkennandi fyrir okkar tíma.“ Ólafur segir að fiskibransinn sé orðinn dálítið geggjaður. „Fiskur er í flugvélum. Honum er flogið á milli heimshluta og verkaður langt frá þeim stað sem hann er veiddur á og svo er honum flogið aftur á markaði.“ Í hinni listrænu útfærslu Ólafs í i8 hefur texti sem hann hefur eftir framkvæmdastjóra Icelandic France SA verið tekinn og færður í nýtt umhverfi og lagður þar í munn ólíkra einstaklinga við ólík- ar aðstæður. Í raun ekki ósvipað því þegar fiskur er fluttur frá því svæði sem hann var veiddur á og unnið eitthvað nýtt úr honum ann- ars staðar við aðrar aðstæður. Dramað í þessu öllu sem Ólafur talar um er það hvernig fótunum er kippt undan fólki þegar fyr- irtæki ákveða að hagræða eða jafnvel þegar ríki færa út fisk- veiðilögsögu sína, eins og hann út- skýrir síðar. Í raun fjalla þessi verk Ólafs um hvernig utanaðkom- andi ákvarðanir geta breytt sam- félögum með dramatískum hætti. „Það er svipuð þróun alls staðar hvað varðar fiskiðnaðinn. Ég hef skoðað þetta í Þýskalandi, í Nor- egi og hér heima og þetta hangir allt saman. Það er sama þróun, svipaðar afleiðingar af þessari þróun, sömu einkenni.“ Fiskurinn hvarf í Cuxhaven Verkið í i8 er ekki fyrsta verkið í þessum dúr. Í Cuxhaven í Þýska- landi, skammt frá heimaborg Ólafs setti hann t.d. upp verkið Strukturwandel í fyrra, sem fjallaði um samskonar umbreyt- ingar. „Í Cuxhaven voru fyrir um það bil 20 árum gerð út um 70 skip en nú eru eiginlega engin eft- ir. Þessari þróun hafa fylgt alls- konar erfiðleikar. Íslensk fyr- irtæki tengjast þessu því þau keyptu fyrirtæki á staðnum sem var grunnurinn að fiskiðnaðinum. Fyrirtækið var hlutað í sundur og starfsemin færð annað. Reyndar var fyrirtækið komið að fótum fram þegar Íslendingarnir komu, þannig að ég er ekki að kenna þeim um, en þetta eru bara stað- reyndir, bara ákveðinn raunveru- leiki. En ef við horfum aðeins lengra aftur þá byrjaði þetta í raun að dala þegar landhelgi Ís- lands færðist í 200 mílur. Þá misstu þeir miðin sem þeir höfðu alltaf stundað. Þetta var örlagarík ákvörðun fyrir þetta samfélag, og fleiri svipuð.“ Fólkið verður úrgangur Umfjöllunarefni Ólafs á þessari sýningu á einkar vel við í um- ræðunni á Íslandi í dag þar sem innflytjendum hefur fjölgað mjög á Íslandi hin síðari ár, að miklu leyti vegna góðs atvinnuástands og tilheyrandi eftirspurnar eftir vinnuafli. „Þarna í Cuxhaven voru þeir með um 5-6 þúsund manns frá Portúgal í vinnu sem höfðu verið fengnir í störf sem Þjóðverj- arnir vildu ekki vinna. En nú er engin atvinna fyrir þetta fólk lengur og af því skapast vanda- mál. Þetta er einhverskonar af- gangur; úrgangur af einhverju. Fólk er flutt inn í rými sem þarf að fylla og svo breytast aðstæður. Þetta hefur gerst á öðrum sviðum iðnaðar í Þýskalandi einnig. Þetta er mjög viðkvæmt mál.“ Hann segir að á Íslandi virðist sér vera að gerast svipaðir hlutir og gerðust fyrst í Þýskalandi fyrir 40 árum síðan þegar Tyrkir fluttu í stórum stíl til landsins í hin ýmsu störf. „Þar hafa skapast mikil vandamál af því menn hafa ekki tekið nógu vel á þessum inn- flytjendamálum. Þessvegna er mikilvægt að hafa það í huga nú þegar sama þróun er að verða hér, að vera undir það búin að eitthvað geti farið úrskeiðis á atvinnumark- aðnum. Spurningin er að gera þetta svo það fari vel – það er vandinn í þessu, að fólk nái að renna saman við heimamenn. Þetta hefur ekki tekist vel í Þýskalandi. Það var til dæmis ekki fyrr en Græningjar komust þar til valda í síðustu ríkisstjórn að þriðja og fjórða kynslóð inn- flytjenda fékk ríkisborgararétt.“ Enginn boðskapur Við ræðum aðeins um það þegar myndlistarmenn færast, meðvitað eða ómeðvitað, inn á hið pólitíska svið, og hvenær maður verður pólitískur í verkum sínum. Ólafur segist ekki vera með boðskap. Hann sé eingöngu upptekinn af samfélaginu og fólkinu. Hann seg- ir samt að um leið og búið sé að staðsetja einstaklinginn í ein- hverju samhengi þá sé það orðið pólitík. „Það er eiginlega allt póli- tík ef maður tengir sig veru- leikanum,“ segir Ólafur að lokum. Sýningin í i8 stendur til 25. febrúar og er opin miðvikudaga – föstudaga frá kl. 11-17 og laug- ardaga frá kl. 13-17. Frekari upplýsingar um verk Ólafs má finna á vefsíðu hans www.olafur- gislason.de og á heimasíðu Gall- erís i8. Geggjaður fiskbransi Ólafur Gíslason myndlistarmaður opnaði á dögunum sýninguna Fiskidrama í Galleríi i8 við Klapparstíg. Á sýningunni gefur að líta skúlptúr, einhverskonar kofa eða svið með götum á, myndbandsverk og teikningar. Í myndbandinu sjást leikarar standa í kofanum með höfuðin upp úr götunum og fara með texta sem unninn er upp úr viðtali Ólafs við framkvæmdastjóra fisksölufyrirtækisins Icelandic France SA í Frakklandi. TENGLAR .............................................. www.i8.is Eftir Þórodd Bjarnason tobj@mbl.is Kjarni verksins Úr barnaherberginu, sem Ólafur sýndi m.a. í galleríi Fugli sl. haust, fjallar um hræðsluhugmyndir barna á sex til sjö ára aldri. „Útgangspunkturinn var hvað það er sem kemur upp í huga barnsins þegar það fer að sofa á kvöldin. Ég tók viðtöl við börn sem lýstu fyrir mér hugmyndaflugi sínu, þessi texti var til lestrar. Einnig bjó ég til myrkt barnaherbergi sem áhorfendur gátu aðeins horft inn í gegnum lúgu, þar sem sjá mátti ýmsa þætti sem kveikja hjá börnum þessar hræðsluhugmyndir,“ segir Ólafur Gíslason. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Gíslason skoðar heiminn frá sjónarhorni Fiskidramans. Tækniþróunarsjóður Umsóknarfrestur er til 15. febrúar Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs. Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna saman- lagt á þrem árum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.