Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RUGOVA FALLINN FRÁ Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, lést í gærmorgun 61 árs að aldri. Hann var greindur með lungna- krabbamein í september á síðasta ári en Rugova var fram að þeim tíma stórreykingamaður. Rugova var í miklum metum hafður meðal Kosovo-Albana en hann hafði verið leiðtogi sjálfstæðishreyfingar þeirra frá því á níunda áratugnum. Hann heitir Kristján Friðrik krónprins Danmerkur og kona hans, Mary Donaldson, létu í gær skíra frumburð sinn, hlaut hann nafnið Kristján Valdemar Henri John. Kristján Valdemar er þriggja mánaða gamall en hann kann einn góðan veðurdag að verða konungur Danaveldis. Hagstætt að fá nýtt kúakyn Hægt er að auka afurðir í mjólk- urframleiðslu um 60–70% með því að flytja inn danskt kúakyn, að mati Péturs Diðrikssonar, bónda á Helgavatni í Borgarfirði. Við- skiptaháskólinn á Bifröst vann í vet- ur skýrslu um áhrif þess á rekstur búsins á Helgavatni ef þar yrði not- ast við danskar kýr. Niðurstaðan er að hagnaður búsins ykist um tæp- lega 20% ef skipt yrði um kúakyn. Kollvarpar vísindakenningu Niðurstöður nýlegrar greinar í vísindatímaritinu Nature kollvarpa áður viðteknum hugmyndum í taugavísindum. Fyrsti höfundur greinarinnar er ungur, íslenskur vísindamaður, Ragnhildur Kára- dóttir. Hún stundar doktorsnám í taugavísindum við University College London undir handleiðslu David Attwell. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 60/64 Hugsað upphátt 33 Myndasögur 60 Forystugrein 38 Víkverji 60 Reykjavíkurbréf 38 Staður og stund 62 Sjónspegill 40/41 Velvakandi 64 Auðlesið efni 44 Leikhús 64 Umræðan 46/53 Bíó 70/73 Bréf 53 Sjónvarp 74 Hugvekja 54 Staksteinar 75 Minningar 54/57 Veður 75 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblaðið Sérferðir frá Ferðaþjónustu bænda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GEIR Haarde formaður Sjálf- stæðisflokksins og utanríkisráð- herra hélt fund á Akureyri í gær- morgun með trúnaðarmönnum flokksins í Eyjafirði. Fundurinn var liður í fundaferð formannsins um landið um þessar mundir. Í gær hitti hann stjórnarmenn flokksfélaga við Eyjafjörð, full- trúaráð og kjördæmisráð, sveit- arstjórnarmenn, þingmenn og nokkra frambjóðendur flokksins til sveitarstjórnarkosninganna í vor. Að baki Geir er Björn Magnús- son, formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri, með ljósmynd af formanninum, sem Björn kom með á fundinn. Hún verður hengd upp við hlið mynda af fyrrverandi formönnum flokks- ins á skrifstofunni. Í baksýn má sjá myndir af Geir Hallgrímssyni og Þorsteini Pálssyni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Geir í góðum félagsskap NIELS Jacobsen, stjórnarfor- maður danska fjárfestingar- félagsins William Demant Invest A/S, segir fyrirtækið ekki stefna að yfirtöku á Össuri og ekki hafa í hyggju að kaupa fleiri hlutabréf í fyrirtækinu. Fjárfestingarfélagið á um 37% hlut í Össuri, en yfir- tökuskylda myndast við 40% eign- arhlut. Haft var eftir Jafet Ólafssyni, framkvæmdastjóra Verðbréfa- stofu, í Morgunblaðinu á föstudag, að ekki væri útilokað að William Demant, sem er skráð í Kauphöll- inni í Kaupmannahöfn, myndi yf- irtaka Össur. Jacobsen leggur áherslu á að hér sé um getgátur að ræða og engar aðgerðir af hálfu fjárfestingafélagsins gefi tilefni til þeirra. William Demant Invest hafi fyrst fjár- fest í Össuri sumarið 2004 og þá hafi fé- lagið aukið hlut sinn í fyrirtæk- inu í fyrrasum- ar. Við það til- efni sagði Jacobsen að yf- irtaka á Össuri væri ekki á döfinni. „Afstaða okkar hefur ekki breyst frá því við jukum hlutafé okkar í fyrirtækinu í fyrra.“ „Þá gerðum við skýra grein fyrir því að við teldum þetta góða lang- tímafjárfestingu og að við vildum styðja vöxt Össurar sem skráðs fyrirtækis á hlutabréfamarkaði,“ segir Niels Jacobsen. Stefna ekki að yfirtöku á Össuri Niels Jacobsen BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að vísa til umfjöllunar á aðal- fundi Samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um niðurfellingu strætis- vagnafargjalda barna og unglinga að 18 ára aldri ásamt fargjöldum aldraðra og öryrkja. Í tillögu Ólafs, sem hann lagði fram á fundinum, er lagt til að kostnaði vegna niðurfellingar far- gjalda hjá þessum hópum verði mætt með auknu framlagi sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu til fyrirtækisins. Samhliða niðurfell- ingu fargjaldanna verði lögð mikil áhersla á að sem flestir íbúar höf- uðborgarsvæðisins nýti almennings- samgöngur, með því að gera sér- stakt átak í þeim efnum. Í greinargerð vegna tillögunnar bendir Ólafur á að kostnaður vegna niðurfellingar fargjaldanna verði um 220 milljónir króna á ári. Þetta sé lág upphæð miðað við þann ávinning sem af gæti hlotist. „Hug- arfarsbreyting og stóraukin nýting strætisvagna er eins og áður segir markmið tillögunnar. Ef það næst fram myndi draga úr yfirgengilegri notkun einkabíla og mikilli mengun í borginni. Heilsuspillandi útblástur frá bifreiðum og svifryk á götum borgarinnar fer æ oftar yfir hættu- mörk og við því verður að bregð- ast.“ Miklar fargjaldahækkanir Í málsmeðferðartillögu Reykja- víkurlistans segir að í ljósi þess að gjaldskrármál Strætó bs. séu til umfjöllunar í umhverfisráði Reykja- víkurborgar og þess að stjórn Strætó bs., sem er í eigu sjö sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu, fari með ákvörðunarvald í gjaldskrár- málum, sé tillögunni vísað til um- fjöllunar á aðalfundi Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í bókun borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna vegna málsins segir að einhverjar mestu fargjalda- hækkanir í sögu almenningssam- gangna í Reykjavík hafi orðið að veruleika fyrir nokkrum dögum. Sjálfstæðismenn harmi þau vinnu- brögð stjórnar Strætó bs. að hækka gjaldskrá án samráðs við umhverf- isráð Reykjavíkurborgar. Málsmeðferðartillaga meirihlut- ans var samþykkt með 14 sam- hljóða atkvæðum, en Ólafur F. Magnússon sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Börn fái ókeypis í strætó ÞEIR sem búa í atvinnuhúsnæði sem breytt hefur verið í íbúðarhúsnæði þurfa ekki að borga hærra þrep fast- eignaskatts sem lagt er á atvinnuhús- næði, samkvæmt dómi sem gengið hefur í Héraðsdómi Reykjaness. Þetta getur haft mikla þýðingu fyrir þá sem búa í atvinnuhúsnæði og inn- rétta í því íbúð. Fasteignaskattur á atvinnuhús- næði er allt að 1,32% af fasteigna- mati, en fasteignaskattur á íbúðar- húsnæði allt að 0,5%. Fjöldi fólks í sömu aðstöðu Málavextir voru þeir að Kópavogs- bær stefndi íbúum í húsnæði við Hafnarbraut í Kópavogi og krafðist þess að húsnæði þeirra yrði skattlagt sem atvinnuhúsnæði og þannig hnekkt úrskurði yfirfasteignamats- nefndar ríkisins að húsnæðið yrði skattlagt sem íbúðarhúsnæði. Stefndu keyptu umrætt húsnæði árið 2000 og innréttuðu það sem íbúð. Hafa þau haft þar lögheimili og vinnustofu frá þeim tíma. Kröfðust stefndu sýknu af kröfum Kópavogs- bæjar og auk þess að staðfestur yrði úrskurður yfirfasteignamatsnefndar. Þá gagnstefndu stefndu og kröfðust endurgreiðslu oftekinna fasteigna- skatta með dráttarvöxtum. Niðurstaða dómsins var sú að engu skipti hvort fólk hefði tilskilið leyfi til að íbúð væri í atvinnuhúsnæði. Ef fólk býr sannarlega í húsnæðinu skal skattleggja það sem íbúð. Féll dómur því stefndu í vil og var Kópavogsbær ennfremur dæmdur til að endur- greiða íbúunum 710.994 krónur með vöxtum auk málskostnaðar. Grímur Sigurðsson, hdl. hjá Landslögum lögfræðistofu, flutti mál- ið fyrir hönd kærðu. Segir hann ljóst að umtalsverðir fjármunir séu hér í húfi fyrir fjölda fjölskyldna, en gera megi ráð fyrir að tugir ef ekki hundr- uð fjölskyldna séu í sömu aðstöðu og í þessu máli. Þórður Clausen Þórðarson hdl. flutti málið fyrir hönd Kópavogsbæj- ar. Dómari var Finnbogi H. Alexand- ersson. Atvinnuhúsnæði sem búið er í skattleggist sem íbúðir Getur haft verulega þýðingu fyrir fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.