Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 53
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞEGAR ÞENSLA er á vinnumark-
aði, næg atvinna fyrir alla, er erfitt
fyrir leikskólana að keppa um starfs-
fólk. Leikskólarnir eru fyrirfram með
tapaða stöðu. Hvers vegna? Jú, það
liggur í augum uppi, fyrir störfin við
„gæslu“ þess dýrmætasta sem allir
foreldrar eiga, (nei ég á ekki við verð-
bréfin), eru ekki margar krónur í boði.
Hverjum finnst börnin ekki vera það
dýrmætasta af öllu því sem foreldrar
nokkurn tímann geta eignast? Börnin
eiga foreldrar reyndar ekki í þess orðs
fyllst merkingu. Foreldrum er ein-
faldlega falið það vandasama hlutverk
að ala þau upp, eða réttara sagt for-
eldrar taka það hlutverk að sér við
fæðingu hvers barns. Heita því að
koma barninu til manns, bera ábyrgð
á því að það þroskist og dafni þannig
að þau megi njóta alls þess besta sem
lífið hefur að bjóða þeim, ekki bara á
meðan foreldrar bera ábyrgðina, held-
ur það sem þau eiga eftir ólifað.
Grunnurinn er lagður að hamingju og
velferð barns á meðan það er á ábyrgð
foreldra. Nú er það svo að við höfum
valið það, bæði mæður og feður að
leyfa öðru fólki að hjálpa til við þetta
vandasama hlutverk, uppeldið. For-
eldrar hafa mörgum öðrum hlut-
verkum að gegna eru líka makar, syn-
ir, dætur, systkini, frænkur, frændur,
fyrir utan öll hlutverkin sem þeir taka
að sér s.s. að vera starfsmenn í öllum
stéttum og stöðum sem þjóðfélagið
þarf á að halda hverju sinni.
Börn eru frá unga aldri félagsverur
og hafa því þörf fyrir að vera innan um
annað fólk. Því er bara gott fyrir börn-
in að geta verið innan um sína jafn-
aldra. Börn læra mikið hvert af öðru, í
öruggu og vel skipulögðu barnvænu
umhverfi. Til þess að skapa þetta
örugga, vel skipulagða og barnvæna
umhverfi fyrir mörg börn samtímis
þurfa foreldrar (samfélagið) á að
halda hjálp frá öðrum fullorðnum,
ábyrgum einstaklingum, ein-
staklingum sem hafa til þess kunn-
áttu og þekkingu.
Þá er ég komin að því sem ég vildi
sagt hafa, til þess að gegna því vanda-
sama hlutverki að vera þessi viðbót
við uppeldi foreldra og aðstoð við fjöl-
skyldum höfum við leikskólakenn-
arana, þeir eru sérfræðingarnir í upp-
eldi á því dýrmætasta sem sérhvert
foreldri nokkurn tímann eignast,
barninu. Leikskólakennarar hafa lagt
að baki 3 ár í háskóla til að sérhæfa
sig í þessu hlutverki, margir hafa enn
frekari menntun svo sem í sér-
kennslufræðum, listgreinum og
stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Þetta
hafa þeir gert eingöngu til að vera
betur í stakk búnir til að aðstoða for-
eldra við uppeldi og „gæslu“ þess
dýrmætasta sem foreldrar eiga.
Margir leikskólakennarar eru hug-
sjónafólk og sinna störfum sínum út
frá því. En hvers virði eru leikskóla-
kennarar í krónum og aurum talið, að
þínu mati ágæti lesandi? Ég bara
spyr svona að gefnu tilefni.
MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR,
móðir, amma og leikskólastjóri,
Kvíholti 1, Hafnarfirði.
Umhugsunarefni fyrir
foreldra leikskólabarna
Frá Maríu Kristjánsdóttur
Hvort sem þú þarft að selja eða leigja
atvinnuhúsnæði, þá ertu í góðum
höndum hjá Inga B. Albertssyni.
Nú er góður sölutími framundan,
ekki missa af honum.
Vandaðu valið og veldu fasteignasölu
sem er landsþekkt fyrir traust og
ábyrg vinnubrögð.
Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali
ATVINNUHÚSNÆÐI
HAFÐU
SAMBAND
Einbýlishús (kjallari, hæð og ris) auk geymsluskúrs. Samt.189m2.
Núverandi eigendur hafa nánast endurnýjað allt í húsinu. Þó hefur
verið haldið í gamla stílinn og hann látinn njóta sín. Fjögur til fimm
svefnherbergi, tvö baðherbergi. Glæsileg elhúsinnrétting frá HTH,
tæki frá AEG. Vönduð gólfefni og innréttingar. Húsið er nýklætt að
utan með lituðu báruáli. Hagstæð áhvílandi lán. Húsið er laust til
afhendingar í febrúar 2006.
VERÐ: 28,2 millj.
Sjá nánari lýsingu, og myndir á
fasteignavef Morgunblaðsins:
www.mbl.is/mm/fasteignir/
SUÐURGATA 25
AKRANESI
Opið hús í dag sunnudag
milli kl. 14 og 16
Ágústa Friðfinnsd. löggiltur fasteignasali
Sími 431 4747 og 698 4747
Sléttuvegur
Vönduð 4ra herb. íbúð ásamt bílskúr
Vönduð, 133 fm, 4ra herb. endaíbúð
á 2. hæð, ásamt 23 fm bílskúr í
þessu eftirsótta lyftuhúsi. Íbúðin
skiptist í forstofu með skápum,
gestasn., samliggjandi stofur, eld-
hús með góðum innréttingum og
borðaðstöðu, tvö góð herbergi með
skápum og baðherbergi. Flísalagðar
suðvestursvalir út af stofu, lokaðar að hluta, með stórkostlegu útsýni og
svalir í norðaustur út af öðru herberginu. Parket á gólfum. Geymsla innan
íbúðar með innréttingum og möguleika á þvottaaðstöðu. Sameiginlegt
þvottaherb. á hæðinni. Mikil sameign, m.a. matsalur, húsvarðaríbúð, setu-
stofa, gufuböð o.fl. Verð tilboð.
Spítalastígur
Timburhús í hjarta Þingholtanna
Afar fallegt 198 fm timburhús, kjall-
ari, hæð og ris, í hjarta Þingholt-
anna. Eigninni hefur verið vel haldið
við og upprunalegt útlit þess að inn-
an sem utan hvergi skemmt. Tvö-
faldar útihurðir og hvítlakkaðar upp-
runalegar fullingahurðir í herbergj-
um. Gólffjalir og línóleumdúkar. Full
lofthæð í risi og lítið undir súð. Auð-
velt að útbúa séríbúð í kjallara.
Eignarlóð, ræktuð hávöxnum trjám. Eign með "sál og sögu", einstakt tæki-
færi. Verð 49,7 millj.
Þingholtsstræti - glæsileg íbúð
Glæsileg 4ra herb. 110 fm íbúð á 1.
hæð í mjög fallegu og mikið endur-
nýjuðu bárujárnsklæddu timburhúsi
í miðborginni þ.m.t. 30 fm rými í
kjallara með góðum glugga sem
hægt er að tengja við íbúðina. Íbúð-
in skiptist m.a. í eldhús/borðstofu,
rúmgóða setustofu, tvö herbergi og
baðherbergi. Útgangur á nýjar svalir
til suðvesturs með tvöfaldri svala-
hurð. Nýlegt gler og gluggar og hús-
ið nýmálað. Verð 30,9 millj.
Kjarrmóar-Garðabær
Mjög gott 140 fm raðhús á tveimur
hæðum með 21 fm innb. bílskúr.
Eignin skiptist m.a. í gestasn., eld-
hús með góðu skápaplássi, fjögur
herbergi, parketlagða stofu/borð-
stofu og baðherbergi auk sjón-
varpsrýmis á um 25 fm millilofti yfir
eldhúsi. Mikið útsýni úr stofu til
norðurs. Ræktuð lóð. Stutt í þjón-
ustu. Verð 37,0 millj.
Unnarbraut - Seltjarnarnes
Fallegt og mikið endurnýjað 158 fm
einlyft einbýlishús, þ.m.t. 42 fm bíl-
skúr á sunnanverðu Seltjarnarnesi.
Húsið var nánast allt endurnýjað ár-
ið 2002, t.d. gólfefni, raf- og pípu-
lagnir og gler og gluggar. Eignin
skiptist í forstofu, þvottaherbergi,
geymslu, eldhús, stofu, fjögur her-
berg og flísalagt baðherbergi. Sjáv-
arútsýni. 712,0 fm eignarlóð með
timburverönd. Verð 44,6 millj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
LAUFBREKKA 18 – EINBÝLI
OPIÐ HÚS Í DAG KL.14 – 17.
Fallegt 194 fm sérbýli, hæð og ris á góðum útsýnisstað. Á neðri hæð eru
flísalögð forstofa, hol með góðum skápum, rúmgóðar stofur með útgengi í
suðurgarð og eldhús. Uppi eru 2 herbergi og baðherbergi. Frábært útsýni.
Verð 41,9 millj.
OPIÐ Á LUNDI FRÁ KL. 12-14 LAUGARD. OG SUNNUD.
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur
skipað innflytjendaráð til fjögurra
ára. Meginverkefni ráðsins verður að
fjalla um helstu atriði er snerta aðlög-
un innflytjenda að íslensku samfélagi.
Meðal annars skal ráðið vera stjórn-
völdum til ráðgjafar við stefnumótun
í málaflokkum.
Sannarlega tímabært! En athygli
hefur vakið hins vegar að í ráðinu er
bara ein kona af erlendum uppruna
og hún verður fulltrúi innflytjenda á
Íslandi. Ha? Hvernig í ósköpunum
getur bara ein manneskja verið
fulltrúi fólks með mismunandi upp-
runa, hugsanir, væntingar og skoð-
anir. Ég bara spyr?
Þetta er alls ekki sama og til dæm-
is að kjósa fólk til Alþingis sem full-
trúa flokkanna. Af hverju eru ekki
fleira í ráðinu af erlendum uppruna?
Hefði það ekki verið mun gagnlegra.
Hvenær ætlar ríkistjórnin að læra frá
öðrum mistökum? Það margborgar
sig að láta fólk með eigin reynslu sem
innflytjandi sjá um aðlögun innflytj-
enda og hafa meira atkvæðisrétt í
málum sem að þeim snúa. Sama má
segja um nefnd um flóttafólk sem
einnig hefur verið skipuð en þar er
engan að finna af erlendum uppruna.
Þetta er sorglegt. Því á Íslandi í dag
eru margir innflytjendur sem eru
mjög hæfir til að takast á við slík
verkefni. En það virðist sem félags-
málaráðherra geri sér ekki grein fyr-
ir þessu. Svo er annað. Vita innflytj-
endurnir sjálfir einu sinni um þetta
ráð? Ég efast um það.
SAMUEL RICHARDS,
ráðgjafi í mannréttindamálum.
Innflytj-
endaráð
Frá Samuel Richards
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111