Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 57 MINNINGAR Íslands- og Hafnarfjarðarvinurinn Rolf Peters, formaður vinabæjar- félagsins Cuxhaven-Hafnarfjörður í Þýskalandi, er látinn. Rolf lést á heimili dóttur sinnar í Berlín sl. föstu- dagskvöld, 13. janúar, en þar hafði hann dvalið í góðu yfirlæti yfir hátíð- irnar. Hann hafði átt við veikindi að stríða sl. tvö ár, en virtist á góðum batavegi þegar hann lést úr hjarta- áfalli. Rolf var fæddur í Braunschweig hinn 27. janúar árið 1929 og hefði því orðið 77 ára nk. föstudag. Eftir nám í heimabænum hóf hann störf hjá fyr- irtækinu Schmalbach-Lubeca, sem framleiðir dósir og tæknibúnað fyrir niðursuðuiðnaðinn, en fyrirtækið var með starfsemi víða í Þýskalandi. Síð- ar var honum boðin staða hjá fyrir- tækinu í Cuxhaven, sem hann þáði, en þar bjó hann síðan ásamt fjöl- skyldu sinni til dauðadags. Í starfi sínu sá Rolf m.a. um sölu- málin til Íslands og það urðu hans fyrstu kynni af landi og þjóð. Hann kom í fyrsta skipti til Íslands árið 1957 og upp frá því urðu ferðir hans til landsins að meðaltali tvær á ári. Hann þurfti að koma víða við vegna vinnu sinnar og heimsótti niðursuðu- verksmiðjur víða um land. Hann kynntist því mörgum og sá mikið af landinu. Sjálfur sagði hann í blaðaviðtali, sem tekið var við hann þegar hann var hér í sinni síðustu heimsókn fyrir síðustu jól, að hann hefði strax orðið fyrir miklum áhrifum af náttúrufeg- urð landsins og hreinlega fallið fyrir landi og þjóð. „Þið eigið dásamlegt land, fólkið er vingjarnlegt og hingað vil ég koma sem oftast,“ sagði Rolf í viðtalinu. Árið 1988 var formlega stofnað til vinabæjarsamstarfs milli Cuxhaven og Hafnarfjarðar og var þá leitað til Rolfs um að taka að sér stjórn þeirra mála í Cuxhaven, en þá hafði hann lokið farsælu ævistarfi sínu hjá Schmalbach-Lubeca. Vinabæjarfélag var stofnað og var hann formaður þess og aðaldriffjöður allt til dánar- dags. Rolf lagði mikla alúð við vinabæj- arsamstarfið, enda dafnaði það hratt undir hans stjórn og fljótlega voru komin á föst samskipti á ýmsum svið- ROLF PETERS ✝ Rolf Petersfæddist í Braunschweig í Þýskalandi hinn 27. janúar 1929. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Berlín föstudagskvöldið 13. janúar síðastlið- inn. Eiginkona Rolfs var Inge Charlotte Peters, en hún lést 9. ágúst 2003. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll lifa foreldra sína. Rolf fékk riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 5. júlí 1999. Hann var fyrsti heiðursfélagi vinabæjarfélagsins Cuxhaven- Hafnarfjörður í Hafnarfirði. Útför Rolfs fór fram í Cuxhav- en, föstudaginn 20. janúar. um eins og á lista- og menningarsviðinu og einnig milli íþrótta-, æskulýðs- og skóla- hópa. Sjálfur lagði Rolf mesta áherslu á ung- mennasamskiptin, en það er einmitt unga fólkið sem mest hefur notið vinabæjarsam- starfsins. „Æskan er framtíðin. Þess vegna eigum við að leggja áherslu á þau sam- skipti,“ sagði Rolf í áð- urnefndu viðtali. Hann sagði einnig: „Fyrir mig er vináttan það mikilvægasta. Ef þú átt góða vini þá er allt hægt og það er einmitt það sem einkennt hefur vina- bæjarsamstarfið frá upphafi.“ Rolf var mikill náttúruunnandi og eitt hans helsta áhugamál, þegar hann kom í heimsókn, var að fylgjst með gróskunni í Vinalundi, trjáræktarreit vinabæjarsamstarfsins við Hvaleyr- arvatn. Það gladdi hann mjög að sjá þann vaxtarkipp sem trén höfðu tekið síðustu árin, en það hefur frá upphafi verið fastur liður að planta trjám í lundinn þegar hópar koma í heim- sókn. Þessi öflugu og nánu vinabæjar- tengsl milli Cuxhaven og Hafnar- fjarðar þykja mjög einstök og af mörgum talin einsdæmi í heiminum. Þau hafa líka vakið mikla athygli og þann 5. júlí 1999 hlaut Rolf Riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir dugandi og einlæg störf sín að vina- bæjartengslunum. Áður hafði hann hlotið sambærilega orðu frá þýska ríkinu fyrir störf sín að félagsmálum, en hann var einnig formaður tenn- isklúbbsins í Cuxhaven í 30 ár og síð- ar heiðursformaður. Hann var líka fyrsti heiðursfélagi vinabæjarfélags- ins í Hafnarfirði. Eiginkona Rolfs var Inge Charl- otte Peters, en hún lést 9. ágúst árið 2003. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll lifa foreldra sína. Eins og áður segir kom Rolf í sína síðustu heimsókn til Íslands fyrir síð- ustu jól, í byrjun aðventu, þegar ljós- in voru tendruð á sautjánda jólatrénu sem vinabærinn Cuxhaven sendir okkur Hafnfirðingum árlega fyrir jól- in. Það mátti greinilega sjá að veik- indin höfðu tekið sinn toll, en Rolf lét það ekki aftra sér frá því að heim- sækja vini sína í Hafnarfirði og landið sem hann hafði bundist svo tryggum böndum. Það mátti heyra á honum að ef til vill yrði þetta hans síðasta heim- sókn, en þrátt fyrir þrekleysið naut hann sín til fulls og lék við hvern sinn fingur eins og honum var einum lagið, hress og kátur. Við kveðjum vin okkar, Rolf Pet- ers, hinstu kveðju með miklum sökn- uði og sendum fjölskyldu hans og vin- um nær og fjær, hjartanlegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar vinabæjarfélagsins í Hafnarfirði, Erlingur Kristensson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Minningar- greinar Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GESTS INGVA KRISTINSSONAR, Torfnesi, Hlíf 1, Ísafirði, áður Hlíðarvegi 4, Suðureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og heimahjúkrun á Hlíf, Torfnesi. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Hulda Kristjánsdóttir, Þuríður Kristín Heiðarsdóttir, Páll Ólafsson, Kristinn Gestsson, Jóhanna Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, Óðinn Gestsson, Pálína Pálsdóttir, Gunnhildur Gestsdóttir, Albert Högnason, Jón Arnar Gestsson, Sveinbjörn Yngvi Gestsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Kjörvogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2B á hjúkr- unarheimilinu Eir. Alda Guðjónsdóttir, Ásgeir Gunnarsson, Laufey Kristinsdóttir, Elísabet Guðjónsdóttir, Bragi Eggertsson, Sólveig Guðjónsdóttir, Guðmundur H. Guðjónsson, Dagný Pétursdóttir, Guðrún M. Guðjónsdóttir, Óskar Pétursson, Haukur Guðjónsson, Vilborg G. Guðnadóttir, Fríða Guðjónsdóttir, Karl Ómar Karlsson, Rannúa Leonsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Þórir Stefánsson, Daníel Guðjónsson, María Ingadóttir, Þuríður H. Guðjónsdóttir, Garðar Karlsson, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HELGA INGVARS VALDIMARSSONAR, Brekkubyggð 93, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á göngudeild 10E á Landspítalanum. Bryndís Stefánsdóttir, Jónína Helga Helgadóttir, Kristinn Gunnarsson, Þorsteinn Baldur Helgason, Ásta Sveinsdóttir, Valdimar Helgason, María Sif Númadóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru BRYNJU SIGURÐARDÓTTUR, Reynimel 72. Sérstakar þakkir til Sigurðar Böðvarssonar læknis, starfsfólks krabbameinslækningadeildar Land- spítalans, hjúkrunarþjónustunnar Karitasar og vin- kvenna Brynju. Erla Ingadóttir, Húnbogi Þorsteinsson, Erla Inga Hilmarsdóttir, Dagbjartur Eiður Ólafsson, Brynja Rán Eiðsdóttir, Þorfinnur Hilmarsson, Sigurður Sigurðsson, Guðný Björk Hauksdóttir, Þorsteinn Húnbogason, Siv Friðleifsdóttir, Védís Húnbogadóttir, Snorri Bergmann. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DAGMARAR INGÓLFSDÓTTUR, Álftamýri 58, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun. Anna Bára Pétursdóttir, Davíð B. Guðbjartsson, Ingólfur G. Pétursson, Dagmar L. Jónasdóttir, Kjartan Sigurðsson, Svanhildur F. Jónasdóttir, Ásmundur Vilhjálmsson, Pétur Már, Maríanna Björk, Rebekka Sól, Kristófer Máni og Aþena Mist. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall bróður okkar og mágs, EINARS GUÐNASONAR viðskiptafræðings. Gerður Guðnadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Bjarni Guðnason, Anna Guðrún Tryggvadóttir, Þóra Guðnadóttir, Baldur H. Aspar, Bergur Guðnason, Hjördís Böðvarsdóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir, Sveinn Snæland, Elín Guðnadóttir. Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærs föður okkar og tengdaföður, PÉTURS SIGURÐSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild 4B Hrafnistu fyrir hlýju og góða umönnun. Fyrir hönd afkomenda, Ingibjörg Pétursdóttir, Magnús Karl Pétursson, Halldóra Karlsdóttir, Kristján Pétursson, Erla Magnúsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Björn Ólafsson, Sigurður Kr. Pétursson, Helga Magnúsdóttir, Sigþór Pétursson, Collen Mary Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.