Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Til frænkunnar(Bäsle-Häsle íAugsburg), en litla frænkan hét Maria Anna Thekla Mozart (1758- 1851). Þau, Wolfgang og hún, voru bræðrabörn. Mannheim, 5. nóvember 1777 Elskulega kúsína rús- ína! Fegins hendi hefi ég móttekið bréf yðar trévið- ar og af því séð téð, að frændi minn, endeminn, frú mín frænka rænka sem og þér sjálfar hálfar séuð öll hress fress. Einnig okk- ur líður vel hel, sé Guði þökk klökk. Ég fékk í dag bréf frá pabba ha! ha!, sem ég hef milli klónna flónna. Vona að þér hafið líka píka fengið bréf þref frá mér, sem ég póstaði hóstaði í Mannheim. Því fer betur betur fer því. Nú kem ég að öðru gáfulegra. Það fékk mjög á mig að herra Síra minn gíraffinn skuli enn hafa fengið snert stert af slagi, æi! Vona samt að hann með Guðs hjáp hjálp ní sér fái smér. Þér segist regist munu halda loforð oforð yðar, sem þér gáfuð mér áður en ég fór frá Augsburg og það bráðlega háðlega. Jæja! Það myndi vissu-pissu-lega gleðja, seðja mig. Þá segið þér enn fremur, já þér kveðið skýrt á, þér gefið greinilega til kynna, þér tjáið mér, æsk- ið þess, bjóðið, biðjið að ég sendi yður mynd, ó!mynd af mér sér. Eh bien, ég mun senda yður hana vana. […] Ég lýk mínu máli, það veldur mér brjáli. Yðar náð! eigum við ekki að skreppa snöggvast að krossinum helga og gá hvort nokkur sé þar uppi – Við verðum fljót, horfum bara, – annað ekki. En nú má ég til með að segja yður raunasögu sem gerðist rétt í þessu meðan ég sat í bezta gengi við að skrifa þetta bréf: Ég heyri eitt- hvert hljóð koma utan frá götunni, hætti að skrifa og geng að glugganum – og – heyri ekkert! – sezt á ný niður við skriftirnar – festi varla 10 orð á blað áður en aftur heyrist hljóð – stend upp, en þá dofnar hljóðið – þá er eins og ég finni keim af viðbrunnu – og hvert sem ég sný mér fylgir mér versti fnykur. Líti ég út um gluggann, hverfur daunn- inn; snúi ég mér við, vex ólyktin – loks segir mamma við mig: Ég þykist vita að þú hafir leyst vind – Það held ég ekki, mamma. Og þó, kannske svo sé. Ég rannsaka málið, sting vísi- fingri í rassinn og færi hann síðan upp að nefinu, – og – Ecce Probatum est; mamma hafði rétt fyrir sér. Lifið nú heilar og sæl- ar, ég kyssi yður 1000 kossa og er, sem ætíð, yðar gamli síungi montinrass Wolfgang Amadé Rosenkranz Þúsundfaldar kveðjur frá okkur báðum ferða- löngunum til herra frænda og frú frænku. Bið einnig að heilsa vinum hrinum vel hel. Addio, mitt kæra flón- grjón. ♥ 333 til æviloka, ef ég þartil doka. Þinn einlægur Amadé Wolfgang Amadeus Mozart 27. janúar 1756– 5. desember 1791 MOZART-MOLAR Sjálfsögð kurteisi ÞEGAR ég var lítil kunnu börn að leika sér án þess að fyrir þau væri allt skipu- lagt, leiktæki og íþróttir alls stað- ar eins og nú. Við vorum ekki möt- uð og lærðum að skapa leiki sjálf úti í náttúrunni. Lækur og mold voru okkar tæki- færi til enda- lausrar frjórrar starfsemi. Ég átti bú í sveitinni og drullumallaði mikið handa strákn- um á bænum, jafnaldra mínum, því hann var bóndinn og eltist við rollur um brekkuna fyrir ofan bú- ið. Ég átti svosem líka reiðskjóta, frúargæðing, sem var lærleggur úr stórgrip með löngu bandi fyrir beizli. Þegar ég fann hrúgu af lambaspörðum gat ég notað þau fyrir rúsínur. Drullukökurnar, skreyttar brennisóleyjarblöðum og snarrót- arpunti, þornuðu í sólinni, á dósa- lokum og flötum steinum. Þegar „bóndinn“ svo kom heim í búið, þreyttur og svangur eftir smalamennsku, bar ég á borð ný- bakaðar kökurnar. Hann var mjög kurteis og át þær í alvöru! Ég starði á hann orðlaus: – Borðarðu þær í alvöru? Hann saup á kaffinu úr skörðóttum hankalausum boll- anum, kaffinu sem var dökk mó- mold hrærð út í vatni úr læknum. Maður á að kunna að meta það sem gert er fyrir mann, ekki satt? Guðrún Kristín Magnúsdóttir, rithöfundur og myndlistarmaður. Hjálpsemi HVERNIG stendur á því að Reykvíkingar hugsa svona mikið um sjálfa sig? Sjaldan hef ég séð fólk í Reykjavík hjálpa öðrum í neyð s.s. ef viðkomandi er fastur eða á í einhverjum örðugleikum í umferðinni eða annars staðar. Ef maður fer t.d. á Selfoss berst fólk næstum við að fá að hjálpa manni og er það aðdáunarvert. Er fólk í Reykjavík komið með sama hugsunarhátt og fólk í stór- borgum úti? Hugsar bara um sjálft sig og lokar augunum fyrir öðrum? Ef svo er bið ég ykkur lesendur um að gera fólki greiða og hjálpa því, jafnvel þótt það sé ókunnugt. Ég held að allir þekki það að vera fastir einhvers staðar og komast ekkert. Komið fram við aðra eins og þér viljið að aðrir komi fram við yður. Hanna Benediktsdóttir. Þýski fótboltinn MIG langar að spyrja íþróttadeild RÚV að því hvort eða hvenær þeir ætli að sýna frá þýska fótbolt- anum. Kveðja, Óli. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. ÖSKUBUSKA - La Cenerentola eftir ROSSINI Frumsýning sun.5. feb. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 – 5. sýn. fös. 24. feb. kl. 20 AÐEINS SÝND Í FEBRÚAR OGMARS www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Stóra svið SALKA VALKA Í kvöld kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! WOYZECK Su 29/1 kl. 20 UPPSELT SÍÐASTA SÝNING! KALLI Á ÞAKINU Í dag kl. 14 UPPSELT Lau 4/2 kl. 14 AUKAS Su 5/2 kl. 14 AUKAS. CARMEN Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Fö 3/2 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 11/2 kl. 14 FORSÝNING UPPSELT Su 12/2 kl. 14 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 18/2 kl. 14 Su 19/2 kl. 14 Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Í kvöld kl. 20 Fö 3/2 kl. 20 AUKASÝNING ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 16/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 20 UPPSELT Lau 25/2 kl. 20 Su 26/2 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Lau 28/1 kl. 20 UPPSELT Su 29/1 kl. 20 Mi 1/2 kl 20 UPPS. Lau 4/2 kl. 20 UPPS. Su 5/2 kl. 20 Fi 9/2 kl. 20 Fö 10/2 kl. 20 Lau 11/2 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Fi 26/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Fi 2/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20 Naglinn Í kvöld kl. 20 UPPSELT Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Fö 3/2 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - heldur áfram! Fös. 20. jan. kl. 20 UPPSELT Lau. 21. jan. kl. 19 UPPSELT Fös. 27. jan. kl. 20 Örfá sæti laus Lau. 28. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Lau. 28. jan. kl. 22 AUKASÝNING Fös. 3. feb. kl. 20 Nokkur sæti laus Lau. 4. feb. kl. 19 Laus sæti Lau. 4. feb. kl. 22 AUKASÝNING 10/2, 11/2, 18/2. - Síðustu sýningar Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Snjór í fjallinu! Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum. Sýnt á NASA við Austurvöll Fimmtudagur 26 . janúar - Laus sæti Föstudagur 27 . janúar - Laus sæti Laugardagur 28 . janúar - Laus sæti Fimmtudagur 2 . febrúar - Laus sæti Föstudagur 3 . febrúar - Laus sæti Laugardagur 4 . febrúar - Laus sæti Fimmtudagur 9 . febrúar - Laus sæti Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30 Miðasala í verslunum Skífunnar, www.midi.is og í síma: 575 1550 Ódauðlegi Mozart! Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einsöngvarar ::: Sarah Fox, Gunnar Guðbjörnsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir og Hallveig Rúnarsdóttir Kór ::: Hljómeyki W.A. Mozart ::: Mildi Títusar FIMMTUDAGINN 26. JANÚAR KL. 19.30 rauð tónleikaröð í háskólabíói SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. SÝNT Í IÐNÓ KL. 20 MIÐASALA: WWW.MIDI.IS OG Í IÐNÓ S. 562 9700 UPPSELT UPPSELT örfá sæti laus örfá sæti laus laus sæti UPPSELT örfá sæti laus sunnudagur laugardagur sunnudagur laugardagur sunnudagur föstudagur laugardagur 22.01 28.01 29.01 04.02 05.02 10.02 11.02 mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.