Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 37
eltast við að kaupa hluti eftir fræga
hönnuði og talað um að þeir séu bara
að sýnast sem berist svona mikið á
að eiga fræga hluti. En hvað er þá sá
sem kaupir eftirlíkingar af frægum
hlutum að meina? Það er alveg hægt
að velta því fyrir sér hvor sé að sýn-
ast meira, sá sem fjárfestir í alvöru
eða hinn sem eyðir í eftirlíkingar.
Það er nefnilega fjárfesting í klass-
ískum hönnunargripum alveg eins og
það er fjárfesting að eiga klassíska
myndlist og kannski er þetta ekki
einu sinni spurning um hvort hlutur
er klassík eða ekki heldur einfaldlega
um alvöru og eftirlíkingu.
Saga hlutarins skiptir máli
Þegar ég las þessa frétt um dóm-
inn útaf Bombo-stólnum fór ég að
velta því fyrir mér hvað eftirlíkingar
væru og hvað er það sem gefur ein-
um hlut gildi en ekki öðrum ef þeir
eru alveg eins. Í hverju liggja verð-
mætin og getur maður gert sig
ánægðan með eitthvað sem maður
veit að er ekki ekta?
Mig langar til dæmis í einn hæg-
indastól með skemli sem var hann-
aður eitthvað í kringum 1950 af
frægum hönnuðum í Ameríku. Mér
finnst stóllinn alveg rosalega fallegur
og eftir að ég las bók um hönnuðina
langaði mig ennþá meira í hann.
Þessi stóll er meira að segja oft not-
aður sem tákn um „góðan smekk“
einhvers í bíómyndum og til dæmis á
Fraiser einn svona stól. Það er hægt
að fá stólinn í einni búð hér í bænum,
eða láta þá panta hann fyrir sig og
hann kostar þá rétt yfir hálfa milljón.
En nú er komin önnur búð í bæinn
sem selur eftirlíkingu af stólnum á
u.þ.b. einn fjórða úr verði hins.
Ég viðurkenni að ég varð spennt
yfir því að geta nú kannski keypt
mér stólinn fyrir viðráðanlegt verð
og á myndinni í auglýsingunni sást
varla nokkur munur á þessum stól
og svo alvöru stólnum. En ég fæ það
ekki af mér. Ég get ekki réttlætt það
fyrir sjálfri mér sem vöruhönnuði að
kaupa eftirlíkingu jafnvel þótt enginn
þyrfti að komast að því að þetta er
ekki alvöru stóllinn. Svarið liggur að
einhverjum hluta í þeirri staðreynd
sem ég nefndi áðan að eftir að ég las
bók um hönnuðina og kynnti mér
sögu stólsins, þá langar mig enn
meira í hann. Saga stólsins skiptir
máli.
Virðing gagnvart hæfileikum fólks
Það sem skilur á milli alvöru hluta
og eftirlíkinga er sú saga sem alvöru
hluturinn geymir. Á bakvið hann er
hugsjón og tilgangur og í honum
liggur vinna sem heillar mig. Öll
rannsóknarvinnan, allar tæknilegu
hindranirnar sem hönnuðirnir þurftu
að leysa og allar tilraunirnar sem
þau gerðu og hvernig formið mót-
aðist í höndunum á þeim. Mér finnst
þetta merkilegur stóll fyrir það og
þess vegna langar mig í hann.
Þetta er það sem skilur á milli al-
vöru hluta og eftirlíkinga, alvöru
hlutirnir eiga sér sögu sem eftirlík-
ingin á sér ekki. Eftirlíking er ein-
hver að stytta sér leið og hún getur
aldrei staðið fyrir neitt. Þetta snýst
einfaldlega um virðingu gagnvart
vinnu fólks og hæfileikum þess og
trú á því að faglært fólk hafi vit á því
sem það er að gera.
Eftirlíkingar gefa manni ekkert,
þær segja í mesta lagi til um hvaða
stöðu þig langar að hafa í samfélag-
inu og hvaða augum þig langar að
aðrir líti þig, en ekki hvaða stöðu þú
raunverulega hefur. Svo eru þær
ekki einu sinni það ódýrar að hægt
sé að réttlæta kaupin þannig. Hugs-
anlega mun þessi nýfallni dómur um
sölu eftirlíkinga, hjálpa til við þá
hugarfarsbreytingu sem þörf er á
hér á Íslandi gagnvart hönnun svo
hún getir blómstrað sem alvöru fag.
Morgunblaðið/Ásdís
Hinn frægi Bombo-barstóll eftir Stefano Giovannoni. Stóllinn hefur mikið verið falsaður og hægt var að fá eftirlíkingar af
þessum stól hér í bænum þangað til nú fyrir skemmstu. Alvöru Bombo-stól færðu hinsvegar í Epal.
Höfundur er vöruhönnuður.
Morgunblaðið/Ásdís
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 37
Barnaleiksýning ársins 2005
ÚTSALA
50% afsláttur af öllum vörum
v/Laugalæk • sími 553 3755