Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 18
Ég og samstarfskona mínsátum saman fyrir lönguog spjölluðum eftir langandag á rannsóknarstofunni.Við grínuðumst með hvað það væri nú gaman að fá einhvern tímann birta eftir sig grein í Nature. Hugmyndin virkaði hins vegar fráleit og okkur óraði ekki fyrir að hún yrði að veruleika!“ segir Ragnhildur. Uppgötvunin sem þær og sam- starfsfólk þeirra gerðu kollvarpar áð- ur viðteknum hugmyndum í tauga- vísindum. Þótt langt sé í land áður en hægt verður að huga að lyfja- framleiðslu, er ljóst að niðurstöð- urnar gætu aukið verulega skilning á því hvað gerist við mænuskaða, heila- lömun, heilablóðfall og hjá sjúk- lingum með MS. Almennt séð munu niðurstöðurnar beina augum vísinda- manna að frumum sem áður voru lítt rannsakaðar en gætu verið margfalt mikilvægari en áður var talið. Uppgötvuðu viðtaka í stoðfrumum Taugafrumurnar bera boð um lík- ama okkar og það er þannig sem við hreyfum okkur og hugsum. Til að boðin berist frá einni taugafrumu til annarrar nógu hratt þannig að við getum sem dæmi hugsað um að hreyfa á okkur stóru tána og gert það sekúndubroti síðar, þarf þar til gert slíður að vera utan um taugaendana. Ákveðnar tegundir af stoðfrumum, svokallaðar smágriplufrumur, mynda þetta slíður. Skemmist þessar stoðfrumur eða deyi, ná taugaboð ekki að fara á milli með eðlilegum hætti. Það er eitt af því sem gerist við ofangreinda taugasjúkdóma. Ragnhildur bendir á að það sem að hluta til orsaki skemmdina sé tauga- boðefnið glútamate. Þótt efnið sé nauðsynlegt geti of mikill styrkur þess verið hættulegur. Hún og sam- starfsfólk hennar uppgötvuðu hvern- ig taugaboðefnið getur mögulega skemmt umræddar stoðfrumur. Það binst viðtaka, eða prótíni sem kallað er NMDA-viðtaki, sem áður var ein- ungis talinn vera á taugafrumum. Vísindafólkið fann hann hins vegar í þessum stoðfrumum. Viðtakinn hleypir of mörgum kalk-jónum inn í frumurnar og orsakar dauða þeirra. Það er fundur þessa viðtaka sem telst til nýmæla í taugavísindum og hnekkir áður viðteknum hugmynd- um um stoðfrumurnar. „Það var orðin hálfgerð kennisetn- ing að stoðfrumurnar hefðu ekki þessa ákveðnu viðtaka og menn hugsuðu ekki einu sinni um aðra möguleika. Ef hægt er að hindra að viðtakinn verði virkur, er að öllum líkindum hægt að hindra að stoð- frumurnar skemmist,“ segir Ragn- hildur. Aðferðafræðin sem hún not- aði við rannsóknina var óvenjuleg. Um aðferð var að ræða sem tauga- frumur eru venjulega rannsakaðar með. Sérhæfð meðferð ef til vill möguleg Ragnhildur var fyrsti höfundur greinarinnar í Nature en vann rann- sóknina ásamt hinni norsku Lindu Bergersen, Pauline Cavelier frá Frakklandi og leiðbeinandanum David Attwell. „Þetta er eins og að hafa unnið gull í 4 sinnum 100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum,“ var haft eftir Lindu í norskum dagblöðum. Sjálf er Ragnhildur glöð og sæl með upp- götvunina og segir að hún hafi ekki átt von á að rannsóknin næði þetta langt. Fundurinn gæti haft þýðingu varð- andi þróun lyfja í framtíðinni. „Ég legg áherslu á að hann gæti það, en gerir það ekki sjálfkrafa,“ segir hún. „Við getum auðvitað bara látið okkur dreyma. Það er ekki fyrr en eftir kannski 10 eða 15 ár sem einhver lyf gætu komið á markaðinn, því þessar niðurstöður eru nýjar og þetta tekur allt tíma. Það sem er mikilvægt núna er að við höfum uppgötvað að stoð- frumurnar hafa þennan viðtaka og auk þess komumst við að því að hann hefur athyglisverða eiginleika. Þótt þetta sé sami viðtaki eða sama prótín og er í taugafrumum, hefur hann aðra eiginleika. Það gefur von um að hægt verði að þróa sértæk lyf sem eingöngu virka á stoðfrumurnar en ekki allar taugafrumur í heilanum. Með því mætti komast hjá alvarleg- um aukaverkunum og meðferðin yrði markvissari,“ segir Ragnhildur. Lyfjameðferðin hefði þá ekki áhrif á alla almenna heilastarfsemi. „Hugsanlega – og ég endurtek hugsanlega – má í framtíðinni finna lyf sem hægt verður að gefa í erfiðri barnsfæðingu til að koma í veg fyrir skaða á stoðfrumum í heila og mænu barnsins. Þannig mætti minnka líkur á heilalömun þess. Það sama má segja um heilablóðfall. Rannsóknir á MS-sjúkdómnum þurfa hins vegar meiri tíma.“ Það sem rennir enn styrkari stoð- um undir óvænta niðurstöðu Ragn- hildar og félaga er að á sama tíma og þau fundu NMDA-viðtakann í stoð- frumum í heila og mænu músa, fundu vísindamenn í Leicester hann í sjón- taug músa. „Það að niðurstöðurnar séu birtar samtímis er í raun gott fyr- ir báða aðila því það gefur þessu meira vægi,“ segir Ragnhildur. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Tímaritið Science valdi nið- urstöður hópanna sem uppgötvun vikunnar í taugavísindum (breakthrough of the week) og út- dráttur úr greinunum mun birtast í Nature Review. Þar eru birtar vel valdar yfirlitsgreinar í taugavísind- um. Grundvallaratriði fyrir góð lyf er skilningur á sjúkdómunum MS er taugasjúkdómur sem leggst á taugafrumur miðtaugakerfisins, það er heila og mænu. Þetta er al- gengasti taugasjúkdómurinn sem veldur fötlun í Evrópu. Vegna skemmda á taugaslíðrunum fara taugaboð að berast of hægt. Afleið- ingarnar verða þær að sjúklingurinn missir stjórn á hreyfingum líkamans og margvíslegri líkamsstarfsemi og endar oft mikið fatlaður. Á íslensku nefnist sjúkdómurinn heila- og mænusigg en hann gengur oftast undir erlendu skammstöfuninni MS (multiple sclerosis). MS er enn ólæknandi, þótt köstum megi fækka í takmarkaðan tíma með lyfjagjöf og sjúkraþjálfun geti komið að gagni. „MS er afar flókinn sjúkdómur og margir þættir virðast spila saman. Ýmsum lyfjum er beitt gegn MS en af því að við skiljum sjúkdóminn ekki nógu vel eru lyfin ekki nógu góð. Ef við ætlum að geta lagað eitthvað verðum við fyrst að skilja það,“ segir Ragnhildur. Hana langar að halda áfram að rannsaka áðurnefndar stoð- frumur og sjá að hverju hún kemst varðandi mögulegan þátt þeirra í MS. Í bígerð er að sækja um rann- sóknarstyrk hjá Royal Society til næstu fjögurra ára. „Fundur NMDA-viðtakans er ekki töfralausnin fyrir MS. Mig langar hins vegar að athuga hversu stórt hlutverk hann leikur og nýta tæknina sem ég er með til að skoða þetta á annan hátt en gert hefur verið. Með nýjum aðferðum komast menn oft að einhverju nýju, enda er sjónarhornið þá annað. Þegar velt er við steinum hlýtur eitthvað að finnast og þessum steinum hefur ekki verið velt al- mennilega fyrr.“ Stúdentspróf á þremur árum Ragnhildur er fædd í Reykjavík árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá MH á einungis þremur árum og BS- prófi í lífefnafræði frá Háskóla Ís- lands árið 2000. Ragnhildur deildi Hvatningarverðlaunum Jóhanns Ax- elssonar með Mörtu Guðjónsdóttur þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2001. Þau eru veitt ungum vísinda- mönnum fyrir framúrskarandi rann- sóknir í lífeðlisfræði og skyldum greinum. Aðspurð hvers vegna hún ákvað í doktorsverkefninu að beina sjónum að stoðfrumunum sem mynda tauga- slíðrið, segir hún einlæg: „Veistu, mig hefur hreinlega alltaf langað að rannsaka þær. Af einhverjum skrýtnum ástæðum hefur mér alltaf fundist þær spennandi. Mér fannst áhugavert að skoða eitthvað sem lítið hefur verið rannsakað. Ég vann líka einu sinni hjá Sjálfsbjörg við með- höndlun MS-sjúklinga og hefur alltaf langað að gera eitthvað með þennan sjúkdóm. Það er afar erfitt að finna lækninguna en mig langaði að reyna að skilja MS betur. Mig langaði líka að skilja betur heilann yfirhöfuð. Frá því að ég man eftir mér hefur mér fundist heilinn vera ofsalega spenn- andi! Þegar ég var 17 ára vissi ég að vildi læra taugavísindi. Ég var hins vegar mjög ung þegar ég sagðist ætla að verða vísindamaður, án þess reyndar að vita hvað það væri!“ Legókubbar á rannsóknarstofu Rannsóknin er hluti af doktors- verkefni Ragnhildar sem skilaði doktorsritgerðinni síðastliðinn fimmtudag. Einungis 8 af 200 voru teknir inn í námið. Ragnhildur við- urkennir að á bak við verkefnið sé mikil vinna. „Jú, jú, ég kom stundum ekki út af rannsóknarstofunni fyrr en seint um nóttina,“ segir hún og hlær. „En það var ekki alltaf!“ Sambýlismaður Ragnhildar er Massimiliano Polli frá Ítalíu. Þau eiga dótturina Melkorku Eleu sem er 5 ára, að verða 6. „Massimiliano hef- ur verið meira og minna heima að sjá um hana. Melkorka fær samt stund- um að vera hjá okkur á rannsókn- arstofunni og finnst það voða gaman. Hún er með legókubbana sína hérna,“ segir Ragnhildur. Hún bendir á að víða standi ís- lenskir vísindamenn sig vel. „Til að þeir sem eru á Íslandi nái hins vegar að birta greinar á þessum stóra markaði, vantar meira fjármagn. Við höfum hæfileikana og vinnuþrekið en missum vísindafólk gjarnan erlendis og seljum því allt í burtu. Það er sorglegt. Ég er viss um að ef lagt væri meira fjármagn til grunnrann- sókna á Íslandi, væri vel hægt að stunda frábærar rannsóknir þar.“ Ragnhildur bendir á að hvað gerist í framtíðinni varðandi rannsóknir og lyfjaþróun fyrir taugasjúkdóma verði að koma í ljós. Næsta verkefni hjá henni sjálfri verður hins vegar að verja doktorsverkefni sitt. 18 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN Axelsson, prófessor emeritus í lífeðlisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, var leiðbeinandi Ragnhildar í lokaverkefni hennar í Háskólanum. „Ferill Ragnhildar er glæsilegur, bæði hér heima og erlendis,“ segir hann. Fyrstu kynni Jóhanns af Ragnhildi voru þegar hún knúði dyra hjá honum og kvaðst ætla að verða taugalíf- eðlisfræðingur. „Þetta gladdi mig. Ég hafði haft þessa drauma sjálfur en spurði hana samt hvort þetta hefði komið yfir hana nýlega. Hún sagðist alltaf hafa ætlað sér þetta. Þegar Ragnhildi bar að garði var ég einmitt að íhuga að leita skýringa á skammdegisþunglyndi og vant- aði aðstoðarmann. Fólk með köllun er ekki á hverju strái svo ég réð Ragnhildi á staðnum,“ segir Jóhann. Hann bætir við að þetta sé ein þeirra augnabliks- ákvarðana sem hann hafi aldrei iðrast. Merkileg uppgötvun sem kollvarpar viðteknum hugmyndum „Ragnhildur hafði grunnmenntun í lífefnafræði og átti ekki erfitt með að skilja mólikúlið og manneskjuna, sameindina og heildina. Hún fór fljótlega að hafa sjálf frumkvæði. Hún flutti erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um niðurstöð- urnar og birti grein með mér sem fyrsti höfundur og fleiri greinar sem annar höfundur – allt á meðan hún var enn í námi við Háskólann,“ segir Jóhann. Að sögn Jóhanns eru niðurstöðurnar sem birtar eru í Nature afar þýðing- armiklar. „Þetta er tímamótagrein og afar merkileg uppgötvun. Hún getur jafnvel boðað alveg nýja leið til að eiga við sjúkdóm á borð við MS. Vísinda- rannsóknir byggjast á því að kollvarpa áður viðteknum hugmyndum og kenn- ingum og Ragnhildur gerir það svo sannarlega í þessari rannsókn.“ Vísindakona veltir við steinum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ragnhildur Káradóttir hefur ásamt samstarfsfólki sínu gert merkilega uppgötvun í taugavísindum. „Ég var mjög ung þegar ég sagðist ætla að verða vísindamaður, án þess reyndar að vita hvað það væri!“ segir Ragnhildur. Niðurstöður nýlegrar greinar í vísindatímaritinu Nature gætu aukið verulega skilning á MS-sjúkdómnum og öðrum taugasjúkdómum. Fyrsti höfundur greinarinnar er ung, ís- lensk vísindakona, Ragnhildur Káradóttir. Sigríður Víðis Jónsdóttir ræddi við Ragnhildi sem á að baki glæsilegan feril og var ein af fáum útvöldum til að komast í doktors- nám í taugavísindum við University College London. ’Mér fannst áhuga-vert að skoða eitt- hvað sem lítið hefur verið rannsakað. Ég vann líka einu sinni hjá Sjálfsbjörg við meðhöndlun MS- sjúklinga og hefur alltaf langað að gera eitthvað með þenn- an sjúkdóm.‘ sigridurv@mbl.is Fólk með köllun er ekki á hverju strái
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.