Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég held því fram að það séenginn atvinnuvegur á Ís-landi sem á önnur einstækifæri og mjólkurfram-leiðslan. Ef það er skipt um kúakyn er hægt að auka nytina um 60–70%. Hvaða annar fram- leiðsluatvinnuvegur getur náð ann- arri eins hagræðingu með einu pennastriki með sama vinnuafli?“ segir Pétur Diðriksson, bóndi á Helgavatni í Borgarfirði. Kúabúið á Helgavatni hefur verið í fremstu röð hér á landi í áratugi. Fað- ir Péturs, Diðrik Vilhjálmsson, reisti snemma á sjöunda áratugnum stórt fjós og viðbyggingu við það á áttunda áratugnum. Synir hans, Pétur og Vil- hjálmur, búa félagsbúi á Helgavatni í dag með eiginkonum sínum, Karítas Hreinsdóttur og Ágústu Gunnars- dóttur. Á Helgavatni eru núna 70–80 kýr og meðalafurðir á búinu eru um 6.300 lítrar eftir hverja kú. Það er talsvert yfir meðaltalinu hér á landi. Samanburðarrannsókn háskólans á Bifröst Sex nemendur í Viðskiptaháskól- anum á Bifröst rannsökuðu í haust arðsemi mjólkurframleiðslunnar á Helgavatni með þeim kúm sem þar eru notaðar í samanburði við svart- skjöldóttar danskar kýr af svokölluðu SDM-kúakyni. Í stuttu máli má segja að nemendurnir hafi sett dönsku kýrnar inn í fjósið á Helgavatni í stað íslensku kúnna og athugað hvaða áhrif það hefði á tekjur búsins og út- gjöld. Byggt var á þeirri forsendu að beingreiðslur yrðu óbreyttar en að af- urðastöð myndi greiða u.þ.b. 40 kr. á lítra af mjólk sem væri umfram greiðslumark. Þetta er sú upphæð sem afurðastöðvar greiða fyrir um- frammjólk í dag. Í skýrslu nemend- anna kemur fram að meðalafurðir á Helgavatni eru um 6.300 lítrar, en að meðalafurðir dönsku kúnna séu um 9.000 lítrar. Dönsku kýrnar éta held- ur meira en íslensku kýrnar, en annar breytilegur kostnaður hækkar ekki. Fastur kostnaður hækkar aðeins, en ekki mikið. Niðurstaða skýrslunnar er að hagnaður búsins myndi aukast um tæplega 20% ef skipt yrði um kúa- kyn. Meðalafurðir íslenskra kúa eru í kringum 5.200 lítrar og því eru afurð- ir á Helgavatni rúmlega 20% yfir landsmeðaltali. Pétur sagði að hann yrði óánægður ef afurðir á Helga- vatni með dönskum kúm yrðu ekki yf- ir meðaltali. Hann segist telja raun- hæft að þær yrðu a.m.k. 10.000 lítrar. Tekjuaukning búsins ætti því að geta orðið meiri en kemur fram í skýrsl- unni. Mikil tækifæri Pétur sagðist hafa velt fyrir sér möguleikum til hagræðingar í mjólk- urframleiðslu í mörg ár. Hann hefur ferðast mikið og m.a. kynnt sér kúabú í Danmörku, Noregi og Nýja-Sjá- landi. „Ég hef stundum spurt mig af hverju ætti að vera munur á því sem íslenskur bóndi afkastar eða danskur bóndi. Tæknibúnaðurinn er sá sami, fjósið er það sama og mjaltabúnaður- inn er sá sami. Eini munurinn er að íslenskur bóndi þarf að eiga heldur fleiri fóðureiningar að hausti en sá danski til að geta fóðrað gripina í fjós- inu þessa níu mánuði sem kýrnar eru inni.“ Pétur benti á að bóndi sem ætti nýtt fjós með 60 kúm og mjaltaþjón gæti framleitt um 312 þúsund lítra á ári. Ef hann fengi sér hins vegar danskar kýr gæti þetta sama fjós framleitt 540 þúsund lítra. „Þessar tölur sýna vel hvað afkastamunurinn er mikill og það er augljóst miðað við þessar tölur að það er hægt að hafa annað verð á mjólkurlítranum. Þetta leiðir líka til þess að maður hugsar að þessi atvinnuvegur hljóti að eiga ómæld tækifæri. Það er spurning hvort það er til annar framleiðsluat- vinnuvegur á landinu sem á önnur eins tækifæri.“ Pétur var spurður hvort ekki yrði offramleiðsla á mjólk ef framleiðslan ykist svona mikið með nýju kúakyni. Hann sagði að talsvert væri búið að skoða möguleika á útflutningi á mjólk frá Íslandi og ýmislegt benti til þess að það gæti verið raunhæft. Eins og staðan væri í dag væri ekki til mjólk á Íslandi til að láta reyna á þessa mögu- leika. Pétur bætti við að aðstæður til að stunda mjólkurframleiðslu væru ágætar á Íslandi. Við hefðum nóg land, nóg vatn og auðvelt væri að rækta hér gras. Hann sagði að það væri að sjálfsögðu ódýrara að fram- leiða mjólk á Nýja-Sjálandi. Þar væri þó vatnsskortur víða mikið vandamál. Hann hefði t.d. heimsótt bónda á Nýja-Sjálandi sem hefði þurft að dæla vatni úr borholu og sprauta því yfir túnin með allri þeirri fyrirhöfn og kostnaði sem því fylgdi. Í rannsókn Viðskiptaháskólans var skoðað hvort hagkvæmt væri að kaupa kvóta samhliða því að skipta um kyn. Niðurstaðan er að það sé ekki hagkvæmt miðað við það verð sem nú er á kvótanum. Það myndi taka 19,6 ár að endurheimta þann kostnað sem fylgdi þeirri fjárfestingu að kaupa 200 þúsund lítra kvóta. Fyrir nokkrum árum var gerð skoðanakönnun meðal bænda um hvort gera ætti tilraun með að flytja inn nýtt kúakyn. Umræða var mikil og ekki síst um hugsanlega áhættu varðandi heilbrigði stofnsins. Á þeim tíma var mikil umræða um kúariðu á Bretlandi. Niðurstaðan var sú að bændur höfnuðu því að gera þessa til- raun. Pétur sagðist ekki vilja taka neina áhættu varðandi heilbrigði kúa- stofnsins og þessi umræða ætti fullan rétt á sér, en á sínum tíma hefði það legið fyrir að það væri hægt að leysa þessi atriði í sambandi við heilbrigði stofnsins ef innflutningur yrði leyfð- ur. „Þá liggjum við kúabændur flatir“ Að margra mati hefur íslenski kúa- stofninn ákveðið verndunargildi. Pét- ur var spurður hvort líta mætti svo á að í beingreiðslunum fælist að nokkru leyti styrkur ríkisins til bænda til að vernda stofninn. Greiðslur ríkisins væru að hluta til kostnaður sem bændur hefðu af því að nota íslenskar kýr. Pétur sagði að það væri vissulega hægt að stilla málum upp með þess- um hætti. Grundvallarspurningin væri hins vegar hvort við ætluðum að framleiða mjólk fyrir Ísland eða ekki. Ef sú leið yrði valin að hafa áfram hátt verð á mjólkinni samhliða því að opnað yrði fyrir einhvern innflutning myndu íslenskir kúabændur tapa markaðshlutdeild tiltölulega hratt. Ódýrari innfluttar vörur tækju upp ákveðið hillupláss í verslunum sem innlendar vörur hafa í dag. „Versta mögulega niðurstaðan sem gæti orðið væri ef það yrði opnað fyr- ir innflutning með lækkun á tollum og ekkert annað yrði gert. Þá liggjum við kúabændur algerlega flatir.“ Pétur sagði að það sem væri drif- kraftur í kúabúskapnum væri metn- aður bændanna sjálfra. Það væri mikill metnaður í greininni í dag hjá nokkuð stórum hópi kúabænda, sem leitaði allra leiða til að bæta rekstur búanna og hagræða í vinnu. Hann sagðist vera sannfærður um að ef þessum bændum yrði meinað að ná fram þeirri hagræðingu sem hægt væri að ná með innflutningi á nýju kúakyni væri hætta á að þessi metn- aður nýttist ekki greininni sem skyldi. „Það er hætta á því að það áræði og bjartsýni sem þarf til þess að fara inn í þennan atvinnuveg vanti ef þessir bændur og tilvonandi bændur fá ekki að nýta öll hugsanleg tækifæri til að ná fram þeirri hagræðingu sem blasir við að þurfi að verða til að standast þá samkeppni sem í vændum er. Hver hefur áhuga á að fara inn í atvinnu- grein ef menn fá ekki að nýta þá möguleika sem búa í greininni?“ sagði Pétur. „Menn hætta samt“ Á síðustu árum hafa verið miklar fjárfestingar hjá kúabændum, bæði í fjósum og tækjum. Nú eru í landinu um 40 róbótar eða mjaltaþjónar. Pét- ur sagði engan vafa leika á að hægt væri að nýta þessa miklu fjárfestingu betur með því að flytja inn nýtt kúa- kyn. Ef t.d. hver mjaltaþjónn mjólk- aði 60 kýr þá myndu þeir afkasta við núverandi aðstæður um 12,5 milljón- um lítra á ári. Ef þessir mjaltaþjónar væru notaðir til að mjólka danskar kýr væru þeir að afkasta 21,5 millj- ónum lítra eða um 20% af allri mjólk sem framleidd er í landinu. Pétur var spurður hvort þessar töl- ur sýndu ekki að hann gerði ráð fyrir mikilli fækkun kúabænda í framtíð- inni og hvort það væri óumdeilt að það væri það sem við ættum að stefna að. Hann svaraði því til að bændum myndi fækka hvort sem er. „Í landi eins og Noregi, þar sem eru miklir styrkir, fækkar bændum samt. Þró- unin hér á landi er sú sama og annars staðar. Bændum fækkar þó að styrk- irnir séu miklir.“ Pétur sagðist hafna því að hann væri kominn með einhvern verk- smiðjubúskap þó að framleiðsla á Helgavatnsbúinu færi úr 450 þúsund lítrum í 600–700 þúsund lítra. Það þyrfti ekki að bæta við vinnuafli á búinu þó að framleiðslan ykist þetta mikið. Þetta yrði eftir sem áður fjöl- skyldubú. Hraðari framfarir hjá öðrum kúakynjum Meðalnyt íslenskra kúa hefur hækkað mikið á síðustu árum. Fyrir 15 árum var hún um 4.100 lítrar, en er í dag um 5.200 lítrar. Pétur var spurð- ur hvort þessi árangur sýndi ekki að það væri hægt að ná miklum árangri með áframhaldandi kynbótum á ís- lenska stofninum. Pétur sagði að þessi árangur væri vissulega mikill. „En kúabændur í ná- grannalöndum okkar ná bara enn meiri árangri. Tölurnar sýna að fram- farirnar eru hraðari hjá þeim.“ Pétur sagði að stærð íslenska kúa- stofnsins þýddi að við gætum aldrei náð jafnmiklum framförum með kyn- bótum og bændur sem gætu valið úr- valsgripi úr miklu stærri stofni. Þá mætti ekki gleyma því að meðalnytin á Íslandi hefði hækkað mikið á síðustu árum með betri aðbúnaði og bættri fóðrun. Jafn jafnstórstígra framfara væri ekki að vænta á þessu sviði á næstu árum og á undanförnum árum. Pétur benti á að íslenskir svína- bændur hefðu fengið frelsi til að flytja inn svín til kynbóta. Árangurinn hefði ekki látið á sér standa. Frá 1995–2003 hafa meðalafurðir á hverja gyltu auk- ist um 63,8%. „Ef þeir bændur sem sjá þessi tækifæri fá að ráða ferðinni hef ég ekki miklar áhyggjur af mjólkurfram- leiðslunni á Íslandi. Ef það á hins veg- ar að sitja ofan á þeim sem hafa trú á framförunum þá hef ég áhyggjur af framtíð greinarinnar,“ segir Pétur. Mikil tækifæri til hagræðingar í mjólkurframleiðslunni Pétur Diðriksson, bóndi á Helgavatni, segir hægt að ná gríðarlegri hagræðingu í mjólkurframleiðslu með innflutningi á nýju kúakyni. Hann óttast hins vegar um framtíð greinarinnar ef tollar verða lækkaðir en bændum verði meinað að nýta þá möguleika sem búa í greininni. Morgunblaðið/RAX Á Helgavatni í Þverárhlíð hefur lengi verið rekið öflugt kúabú. Í fjósinu eru 70—80 mjólkandi kýr. Á Helgavatni búa félagsbúi Pétur Diðriksson (lengst til vinstri), Ágústa Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Diðriksson og Karítas Hreinsdóttir. Elvar Evindsson, bóndi á SkíðbakkaII, Landeyjum, verður með fyrir-lestur á ráðstefnu Félags kúa- bænda á Suðurlandi í lok mánaðarins en í honum skoðar hann möguleika til lækkunar á framleiðslukostnaði á kúabúum. Elvar hefur stundað nám við Háskól- ann á Akureyri og rannsakaði þá sér- staklega þann mun sem er á rekstri ís- lenskra og danskra kúabúa. Í rann- sókninni kannaði hann hvaða áhrif það hefði á rekstur og afkomu íslensks kúa- bús ef danskar kýr framleiddu mjólkina í stað íslenskra kúa. Elvar segir að nið- urstaðan sé mjög afgerandi. Framlegð eftir kú aukist um tugi prósenta með dönskum kúm. Elvar tók fram að í þess- um útreikningum meti hann í engu verðmæti þess að viðhalda íslensku kúakyni eða gæði mjólkurinnar, en kenningar hafa verið settar um að ís- lensk mjólk hafi ýmislegt umfram mjólk sem framleidd er í öðrum löndum. Elvar skoðaði einnig fóðurkostnað og niðurstaðan er að hann sé miklu hærri á Íslandi en í Danmörku. Fóðrið kosti 15–16 krónur á kíló í Danmörku en 32–34 krónur á Íslandi, en þar af er um 7 kr. fóðurskattur. Elvar segist vera viss um að hægt sé að gera miklu betur í rekstri kúabúa á Íslandi. Hann segist vera bjartsýnn fyrir hönd greinarinnar fái bændur frelsi til að nýta þá möguleika sem séu til hagræð- ingar. „Ef hins vegar verður heimilaður innflutningur á mjólkurvörum á lágum tollum og verð lækkar, en menn fá ekki að reka búin á hagkvæmasta máta, þá tel ég að þessi atvinnugrein eigi sér enga framtíð,“ segir Elvar. Hægt að gera mun betur í kúabúskap Elvar Eyvindsson egol@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.