Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ „Hundurinn Loki sem á skoskan föður og síbiríska móður stendur á tröppum á Umsvölum hjá Regínu og Ella sem hafa verið í Ástralíu og Alsír og í Texas þar sem grasið er hátt og þurrt og skortíturnar syngja svo fallega. Þannig hljóðar textinn á síðu 8 í bókinni Frá Umsvölum eftir Jóhann Hjálmarsson. Í þeirri bók rekur skáldið að nokkru leyti sögu hjónanna Regínu Stefnisdóttur og Elíasar V. Ágústs- sonar í máli og myndum, auk þess að gefa lesanda hlutdeild í hugrenning- um sínum og sýn á þann veruleika sem við blasir. Við lestur bókarinnar dylst ekki að aðalpersónurnar hafa lifað ævin- týraríku lífi. „Þau voru fyrstu hipparnir,“ sagði Jóhann Hjálmarsson um Regínu og Ella mann hennar. En allt á sér sínar skýringar, líka ævintýraferðir og langdvalir úti í heimi. „Við vorum ævintýragjörn og óbundin,“ segir Regína blátt áfram þegar ég spyr um ástæðuna fyrir ferðum hennar og Elísar á framandi slóðir. „Við vorum barnlaus, hefði svo ekki verið hefðum við vafalaust verið hér heima á Íslandi við uppeldis- störf,“ bætir hún við. „Ekki það að við höfum ekki sinnt slíkum störfum, heimili okkar var sjaldnast barnlaust, oftast var margt við matborðið, systkinabörnin sum voru hjá okkur langdvölum, sem og yngri systkini,“ heldur Regína áfram. Ég sit hjá henni í eldhúsinu henn- ar í litla húsinu við Sogaveginn og þigg veitingar, gott kaffi og ristað brauð. Klukkan er rétt um tíu og samtalið að hefjast. Regína átti frænda sem þvoði sér aldrei nema upp úr snjó. Í herberginu hans var þögnin löng þegar hún kom í heimsókn lítil telpa, en henni leið vel í þögninni. „Ég fæddist 18. maí 1935 á Seyð- isfirði og ólst þar upp,“ segir Regína. „Mamma var 17 ára þegar ég fæddist, hún hafði eignast fjögur börn 21 árs. Pabbi var fjórum árum eldri, hann var að sunnan, múrari, en mamma var Austfirðingur eins langt og hægt er að rekja ættir hennar. Ég var alltaf í sveit á Héraði á sumrin, þetta var á stríðsárunum og Seyðisfjörður varð nokkuð hart úti, þýskar flugvélar sveimuðu yfir bæn- um og það voru sprengingar. Ég man eftir þegar olíuskipið El Grillo sökk, ég var þá komin í skóla og við fengum skólasystkinin að standa úti og horfa á skipið sökkva. Pabbi hafði góða atvinnu eftir að herinn kom en árið 1946 ákváðu hann og mamma að flytja með okkur þrjár systurnar suður í Kópavog, lít- ill bróðir okkar lést skömmu eftir fæðingu.Mamma fór að vinna utan heimilis, m.a. á veitingastofu í mið- bænum. En það kom lítið við mig, ég fór aftur til Seyðisfjarðar eftir eitt sum- ar í Kópavogi,“ segir Regína. – En hvers vegna? „Ég settist að hjá vinafólki mömmu, konan var rúmliggjandi en fóstri minn og dætur þeirra tvær tóku við mér. Ég var ellefu ára þegar ég flutti alveg til þeirra en hafði ver- ið með annan fótinn hjá þeim lengi, þar fékk ég að njóta mín vel. Fóstri minn kenndi mér að lesa þegar ég var á fimmta árinu, hjá þessu fólki fékk ég svar við þeim spurningum sem á mér brunnu, mamma hafði lít- inn tíma og pabbi alltaf að vinna. Hann kenndi mér þó að dansa Charleston þegar ég var fimm ára. Fóstri minn, Sigurður Sigfússon, var landpóstur og síðan póstur á Seyðisfirði eftir að hann fullorðnað- ist og húsvörður hjá Landsímanum. Þá þótti gott að hafa fasta vinnu, fá- tæktin var geysileg í þorpinu áður en herinn kom. Ég var eins og jólatré hjá þessari fjölskyldu allan ársins hring, fékk ný föt og allt var gert sem hægt var til þess að rækta mig, ég var eins og stofublóm meðan systkini mín þurftu að berjast harðri baráttu hér fyrir sunnan. Ég fór í skóla á Eiðum. Það var ansi mikið stökk að fara af Seyðis- firði, úr því verndaða umhverfi sem ég bjó í. Einnig varð ég á þessum ár- um fyrir því óláni að fá botnlanga- bólgu, það sprakk í mér botnlanginn og ég var flutt á spítala. Ekki var hægt að taka botnlangann og þótti undravert að ég skyldi lifa þetta af. Ég hef alltaf verið seig að ná mér eftir áföll. En þetta varð afdrifaríkt, vegna þessa eignaðist ég ekki börn en um þær afleiðingar veikindanna vissi ég ekki fyrr en löngu síðar.“ Regína er líka sögð skartgjörn. Hún geymir skartgripina sína í Mackintosh’s dós og Helga hleður þeim á sig þegar hún kemur í heimsókn, segir svo: Er ég ekki fín? „Ég var fimmtán ára þegar ég lauk náminu á Eiðum og þá fékk ég vinnu á símstöðinni – mér fannst það harla gott, þá átti ég nóga peninga fyrir fötum. Ég bæði fékk föt að sunnan og saumaði heilmikið sjálf. Þá var aðalmálið að taka sig vel út. Ég las þó einnig mikið og saumaði út, – þá þótti mjög fínt að vinna handavinnu. Þetta breyttist allt þeg- ar ég gifti mig. Elli minn reykti og brenndi dúkana sem ég hafði saum- að út. Ég vann á símstöðinni í fimm ár, þá fór ég suður til Reykjavíkur til þess að læra hjúkrun. Mér fannst það ágætt því í skólanum var heima- vist og nemendur fengu dálitla vasa- peninga. Þótt kona fóstra míns væri alltaf rúmliggjandi var það ekki ástæðan fyrir þessari ákvörðun, né heldur að ég teldi hjúkrun eiga betur við mig en margt annað. Mig hafði bara allt- af langað í frekara nám og um tví- tugt var ég orðin þreytt á að vera á Seyðisfirði og fannst allt vera að verða að engu hjá mér. Helst hefði ég viljað fara í Menntaskólann á Akureyri og svo í háskólann, í íslensku og samanburð- armálfræði, ég átti strax gott með að læra tungumál, skrifaði bréf til leik- aranna í Hollywood á ensku sem ungur krakki, Grímur Helgason kennari skrifaði í unglingadeild undir stíl frá mér: „I admire your abilities“. En menntaskóla- og há- skólanám var dýrt, þetta góða fólk hafði gert svo margt fyrir mig að ég vildi ekki leggja á það meiri fjár- hagslegar byrðar mín vegna.“ Það koma margir að Umsvölum til að fá bót meina sinna eða ráðgast við Regínu um verk eða of háan blóðþrýsting. Regína tók upp samband við for- eldra sína og systkini. „Pabbi sagði stundum við yngri systkini mín, „Þið eigið að vera dug- leg að læra eins og Regína,“ – þeim fannst það ekki skemmtilegt sem von var. En námið í hjúkrunarskólanum og samvistir við stelpurnar þar og kennarana gaf mér mikið. Enn höldum við sambandi gömlu „hollsysturnar“, sem í upphafi voru 17, ég hef þó oft langtímum saman ekki getað haldið saumaklúbba en þær aðstæður hafa mætt miklum skilningi hjá vinkonum mínum, ég er þakklát fyrir að hafa alltaf fengið að vera með, þótt ég hafi óneitanlega farið dálítið ólíka leið en þær. Námið var 3 ár og 2 mánuðir að auki í forskóla. Ég byrjaði eftir forskólann á handlæknisdeild karla og hafði aldr- ei séð beran karlmann fyrr. Mér brá við satt að segja. Ég man eftir einu atviki, ég átti að baða ungan strák áður en hann fór heim. Ég fór með strákinn inn á bað, setti hann þar á fjöl og ég er viss um að enginn mað- ur hefur farið af spítala eins vel skúraður og hann, svo mikið vandaði ég mig. Stelpunum fannst ég lítið lesa en ég tók vel eftir í tímum. Það sem heillaði mig frá upphafi mest var heilsugæslan, fyrirbyggjandi að- gerðir. Þegar ég fór að kenna löngu síðar þá tók ég ýmislegt nýtt upp, t.d. kyn- fræðslu. Þá var samkynhneigð ekki rædd en ég sá í hópi nemendanna nokkur lítil og kvalin andlit og kem þessu því inn í umræðuna. Bróðir minn næstyngsti var hommi og ég mundi hvað hann hafði þurft að líða fyrir það á sínum ungdómsárum. Hann var mikið hjá mér sem barn og unglingur, við áttum vel saman systkinin, en hann settist síðar að er- lendis og lést ungur að árum úr al- næmi. Það var mér mikið áfall, það var eins og slokknað hefði á sólinni. Ég var komin með 25 ára reynslu þegar ég byrjaði að kenna og fannst þegar ég leit til baka að ég hefði lítið kunnað um líkamann þegar ég fór að eiga við fólk í mínu starfi. Mörgum, t.d. líffræðingunum, fannst kannski ekki það besta að ég væri að kenna líffærafræði og búa til kennsluefni, en svona var þetta, ég festist í þessu fagi og kenndi það alla tíð. Ég hafði að leiðarljósi hve fáfróð ég var í upp- hafi, ef fólk í heilbrigðisstéttum hef- ur ekki næga undirbúningsmenntun um bein og vöðva og líkamann al- mennt þá er það ekki vel sett.“ En einmitt þegar Regína var ung og fáfróður hjúkrunarnemi kynntist hún verðandi mannsefni sínu á Hótel Borg. Regína sýnir mér mynd af henni og Ella á Ísafirði þegar þau voru gefin saman. Elli tíndi blóm handa henni í Lystigarð- inum; á vörum hans Æðeyjarbros sem hefur fylgt honum um heiminn og hjálpað honum við að vera hann sjálfur, týnast ekki inn í blóm myrkursins Í Alsír, Sydney eða Texas eða í Kína. „Elli var 24 ára og nýkominn frá Ameríku, hann var heimsborgari þegar ég kynntist honum, hann hafði verið í skóla í Danmörku fyrir útstill- ingarmenn og skiltaskrifara, var einn af frumkvöðlunum í þeirri grein hér. Einnig hafði hann verið í námi og starfi í sömu grein í Bandaríkj- unum og í Bretlandi og ferðast víða. Ég hafði séð marga sæta stráka en fannst ég ekki hafa séð neinn slík- an þegar ég hitti Ella. Það var eins og almættið væri þarna að verki – þetta var ást við fyrstu sýn. Það voru strangar útivistarreglur í hjúkrunarskólanum en einhvern veginn hafðist þetta. Líklega giftum við okkur þó fyrr en ella vegna þess- ara reglna. Samt finnst mér þegar ég lít til baka að þetta hafi verið í góðu lagi, agaleysið nú til dags er miklu verra. Eins og Bertrand Russ- el sagði: „Frelsið er ekki meðal við öllu.“ Ég var nemi á spítalanum á Ísa- Lindi úr tunglskini! Sumir eiga ævintýralegra líf að baki en aðrir. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Regínu Stefnisdóttur hjúkr- unarfræðing og kennara um störf hennar á erlendum vettvangi og hér heima á Íslandi. Morgunblaðið/Kristinn Regína Stefnisdóttir við húsið á Sogaveginum. Frá Umsvölum sé ég hrafnana í slyddunni. Þegar ég kom í þorpið gekk ég niður að sjónum. Það er pósthús á sjávarkambinum og þaðan sendi ég orð mín. Þú verður að hlusta. Þú verður að vera tómur. Þannig hefst bókin Frá Umsvölum eftir Jó- hann Hjálmarsson sem kom út árið 1977. „Ég og fjölskylda mín hittum Regínu og Elías á Spáni,“ segir Jóhann Hjálmarsson skáld. „Ragnheiður kona mín hafði kynnst Regínu í hjúkrunarskólanum, þær eru báðar hjúkrunar- fræðingar. Ég hafði hins vegar ekki hitt þau hjón áður en kynntist þeim í ferðinni og það var mikið spjallað. Eftir að við komum heim fékk ég rithöfundarlaun og var í fríi og þá buðu Elli og Regína mér til Kópaskers í heimsókn, en þau bjuggu þar þá. Ég var hjá þeim í nokkrar vikur. Það má sjá á bókinni að í fyrstu virtist þetta ætla að verða heimspekilegt og tilvistarlegt ljóð en það breytist fljótt í ljóðsögu um Ella og Regínu, þau tók við af skáldinu og ortu sína ævisögu sjálf. Um- hverfið fyrir norðan og margt fólk þar kemur við sögu, brotin úr ævi hjónanna á Umsvölum eru fléttuð inn í þann texta, auk margs annars sem fram kemur. Ég skrifaði eitthvað á hverjum degi, ljóðsagan varð til jafnt og þétt. Ég hef skrifað fleiri bækur sem ég get kallað ljóðsögu. Ég hef haldið sambandi við þau Ella og Regínu í áranna rás.“ Tilurð bókarinnar Jóhann Hjálmarsson 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.