Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Klossarnir gætu verið fjörugrjót úrBorgarfirði eystra; þaktir litumsem finnast einungis þar og ávinnustofu málarans. Vogskoriðandlit rammað inn í svört gler- augu. Elías B. Halldórsson tekur á móti blaðamanni í heimreiðinni, en ekki fyrr en í lok vinnudags. – Ég er að nýta birtuna. Og birtan er dýrmæt í skammdeginu. Elías vísar blaðamanni í vinnustofuna að mál- verkakistu, tveim stólum, kaffikönnu og boll- um. – Sestu og fáðu þér kaffi, gæskur. Þegar við erum sestir, kaffi í bollum og velt- andi í maga, spjallið að hefjast, þá bætir hann við: – Þú færð ekkert upp úr mér. Listaverk uppi um alla veggi bera vott um vald Elíasar á ólíkum formum og stílbrögðum. Á miðju gólfi stendur borð með gulum lita- klessum, málningartúbum og sjógrænni ter- pentínu í dalli; það er litaorgelið í helgidómi málarans. Handan við ganginn er heimilið, en hann er svo til hættur að skipta sér af heim- inum fyrir utan; hann situr yfir myndum sín- um og fer hvergi. – Þegar maður hefur lifað þannig í mörg ár, þá nennir maður ekki einu sinni að tala, segir hann glettinn í bragði. Ég get ómögulega ver- ið að heimsækja fólk, því þá heimsækir það mig. Þá verður svo mikið tímatap! Listin á hug Elíasar; hið óvænta kviknar á striganum og lífið í penslinum. – Það verður ekki sagt í orðum sem maður málar, segir hann. Listaverki er ekki hægt lýsa, þó að maður standi fyrir framan það. Engin leið er að gera grein fyrir byggingu, lit eða línu, nema sýna það. Og það er kjarni listaverksins. Ef menn kunna ekki skil á því, þá er það aldrei annað en hundakrafs. – Hvenær uppgötvaðirðu að þú hefðir lista- mannstaug? – Ég hef ekki uppgötvað það ennþá, segir hann og hlær innilega. Svo ég segi 100% satt, þá datt mér ekki til hugar að ég hefði neitt í handíðaskólann að gera. Ég ætlaði mér ann- að. En ég var duglegur eftir að ég komst á sporið. Þá gildir aðeins lærdómur og vinna. Og ekki skorti áhugann. En mér fannst ólík- legast að ég gæti málað. Oft er því þannig far- ið þegar menn hafa vantrú á sjálfum sér, þá er það fyrir það að eitthvað býr undir. Því var hvíslað að blaðamanni norður í landi að Elías væri einn fárra núlifandi sagna- manna sem kynnu þá list að segja frá, flétta ýkjur við frásögnina á látlausan en áhrifarík- an máta. En Elías segist löngu hættur að segja sögur, enda nærist sagnamenn á öðrum sagnamönnum; þeir skiptist á sögum. – Sumir eru svo góðir sagnamenn að þeir eru alltaf að skapa bókmenntir, segir hann. Þetta eru alþýðuskáld, sem hvergi eru við- urkennd. Þannig var Björn Andrésson frændi minn frá Njarðvík í Borgarfirði. Hann fann sögu í atburðum sem engum þóttu tíð- indaverðir. Í sögunum kom fram einkennilega falleg myndskreyting á landslaginu. Hann staðfærði nákvæmlega og sagði frá með sínu lagi. Hann sagði sögur af fólki og staðfesti þær í landinu. Ef ég ætti að segja sögu sem hann sagði mér, þá væri það ekki hægt. Hún yrði að engu. Þannig hverfa oft heilu heimarnir með góð- um sagnamönnum. Og annað sem er að hverfa úr mannlífinu er að menn kunni lausavísur. – Þær voru svo bundnar í frásögninni þegar ég var að alast upp og lengi framan af. Ég vann oft með mönnum sem voru sjóar af vís- um. Ég man til dæmis eftir því þegar tvær stúlkur, systir mín var önnur þeirra, voru að fara á Hallormsstaðarskóla. Sveinn frá Brúnavík, faðir hinnar stúlkunnar, ætlaði að fylgja þeim áleiðis frá Borgarfirði á hestum. En þegar hestur systur minnar kom í hlaðið, þá vantaði á hann skeifu. Pabbi var allra manna röskastur, rauk til og járnaði hestinn í logandi hvellinum. Sveinn sat í tröppunni, horfði á og datt úr honum gömul vísa: Þetta bannsett fum og fát og ferðalag um pallinn eru gömul gleiðamát sem Guð hefur sett á kallinn. Elías er fæddur árið 1930, alinn upp á Borgarfirði og átti viðburðaríka æsku, þó að byggðirnar væru afskekktar. Það sést vel á því að ekki komst á vegasamband fyrr en um 1950. – Það skeði svo margt skemmtilegt á stríðs- árunum, segir Elías. Fleiri kúta af rommi rak á víkurnar sunnan við Borgarfjörð, sem þá voru við það að leggjast í eyði. Þetta var 80% romm í 80 potta kútum, sem kom í góðar þarf- ir eins og nærri má geta. Það var selt út um allt fyrir austan og upphófst mikið drykkju- tímabil. Allir vonuðust eftir að rommkút ræki á sínar fjörur. Heima á Nesi bjó Andrés Björnsson móð- urbróðir minn á hinum helmingnum af jörð- inni. Hann var mikill gleðimaður og vínmaður. Hann beið alltaf eftir því að færi að brima, þá fór hann í fjöruna til að fylgjast með. Ég man að einu sinni í ofsaveðri, alveg í beljandi veltu- brimi, kemur hann heim og heldur þá á tunnu- staf í hendinni. Svo sest hann við eldavélina heima; við bjuggum í tvíbýli. Hann sat með stafinn svona, segir Elías og lyftir ímynd- uðum stafnum að vitum sér, og hnusaði af honum. Og fann rommlyktina! Elías hallar sér aftur í stólnum og dæsir: Það var nú meira. – Hann sá alveg óskaplega eftir því. Elías segir að á Nesi hafi verið svo klettótt að ekkert hafi komist heilt í land, en aftur í víkunum fyrir sunnan, þar hafi verið sandar fyrir botninum. – Og allt komst heilt í land. Í Brúnavík bjó Sveinn sem ég fór með vís- una eftir áðan. Hann bjó þar í þrjú ár og þang- að rak kút. Þeir voru tveir bræðurnir og sonur Sveins sem sáu kútinn koma í ferlegu brimi. Hann var ósyndur strákurinn. Þá bundu þeir reipi utan um hann og hann stökk á kútinn. Þannig náðu þeir kútnum heilum! Í Breiðuvík rak nokkra kúta, sem prófaðir voru á hundum og heimaalningum, því menn voru hræddir við tréspíritus. Í Húsavík rak einn kút. Farið var með hann heim og er átti að drekka úr honum, þá kom í ljós að það var barkarlitur, sem not- aður var til að lita segl. – Húsráðandi var fljótur að hrækja honum út úr sér. – Svona er óréttlæti heimsins, segir blaða- maður fullur samúðar. Elíasi verður hinsvegar hugsað til áranna í skólanum á Eiðum, þar sem hann var í heima- vist áður en hann fór í handíðaskólann. – Ég man á Eiðum að við komumst upp á lagið með að stela kökudropum úr búrinu, segir hann. – Það var hroðalega vont. – En það virkaði? – Já, það virkaði. Við urðum vitlausir af því, segir hann og hlær. Við litaorgel málarans Morgunblaðið/Einar Falur ELÍAS B. HALLDÓRSSON LISTMÁLARI „Ég get ómögulega verið að heimsækja fólk, því þá heimsækir það mig.“ VIÐMANNINNMÆLT Pétur Blöndal ræðir við Elías B. Halldórsson ’Í mínum huga sýnist mér aðeins og málin standa í dag sé í raun og veru Norðlingaaldan þegar sett á ís. Það er engin sér- stök þörf fyrir því að það verði farið í þessa framkvæmd á þess- ari stundu.‘Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverf- isráðherra, um virkjunaráform í Þjórs- árverum. ’Íranir fjármögnuðu hana, Sýr-lendingar skipulögðu hana og Palestínumenn framkvæmdu hana.‘Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, um sjálfsmorðsárás í Tel Aviv á fimmtudag þar sem 30 manns særðust. ’Til að taka dæmi má nefna aðforstöðumaður í sundlaug úti á landi er með lægri laun en skóla- liðar í Reykjavík.‘Árni Guðmundsson, formaður Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar, skoraði á full- trúa á launamálaráðstefnunni, sem hófst á föstudag, að jafna kjör bæjarstarfsmanna. ’Á biskup þjóðkirkjunnar aðhafa rétt til að hindra það að Hjörtur Magni gifti mig í sumar, vegna þess að biskup er ekki reiðubúinn að veita samkyn- hneigðum jafnrétti í þjóðkirkju sinni?‘Sigursteinn Másson, í ræðu í messu í Frí- kirkjunni í Reykjavík sem helguð var bar- áttu samkynhneigðra. Hjörtur Magni Jó- hannsson er fríkirkjuprestur. ’Hver hefði trúað því fyrir tutt-ugu, tíu eða fimm árum að kona yrði kjörin forseti Chile?‘Michelle Bachelet, 54 ára sósíalisti, eftir sigur í forsetakosningunum. ’Frá því í febrúar í fyrra og framá haust var fíflalegt verð í gangi hjá lágvöruverðsverslunum sem engin innistæða var fyrir.‘Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Bónus, bregst við verð- könnun á mánudag í Morgunblaðinu, sem leiddi í ljós að verðmunur hjá Bónus og Krónunni var 0,9% og matarkarfan hafði hækkað um rúm 30% síðan í maí. ’Ég fæ ekki með nokkru mótiskilið, að þá skuli ekkert hafa grunað.‘Richard Horton, ritstjóri Læknablaðsins Lancet um tilbúnar rannsóknaniðurstöður, sem norski krabbameinssérfræðingurinn Jon Sudbø birti í tímaritinu. Því er haldið fram að þettu séu einhver mestu vís- indasvik sem um getur. ’Við vitum að með atkvæði ykk-ar voruð þið að lýsa stuðningi við breytingar, við frið, við öryggi.‘Ellen Johnson-Sirleaf er hún sór embætt- iseið forseta Líberíu á mánudag. Hún er fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforsetinn í Afríku. ’Ættingjar mínir leyfa mér ekkiað fara inn í húsið mitt vegna þess að þeir telja mig vera draug.‘Indverjinn Raju Raghuvanshi sem sneri aftur heim í þorp sitt eftir að hafa setið í fangelsi. Fjölskylda mannsins var sann- færð um að hann væri látinn og neitar nú að viðurkenna tilvist hans. ’Þau viðbrögð gætu verið íkrafti hefðbundinna vopna en þau gætu einnig verið annars eðl- is.‘Jacques Chirac forseti í ræðu er hann hót- aði hryðjuverkaríkjum kjarnorkuárás réð- ust þau gegn Frökkum. ’Ég get ekki sagt neinar æs-ingasögur af hvítum göngum eða að öll mín ævi hafi runnið mér fyrir hugskotssjónir. Ég var bara að reyna að halda bílnum á hjól- unum meðan ég gat og síðan tók hitt við.‘Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, var fluttur á sjúkrahús með 13 brotin rif- bein og fleiri áverka eftir að hann lenti í al- varlegri bílveltu við Húnaver á þriðjudag. ’Þetta er óskaplega mikil þjálf-un fyrir hugann og þessir krakk- ar eiga svo miklu auðveldara með að muna og einbeita sér.‘Guðrún Erla Björgvinsdóttir, skólastjóri Engjaskóla, í tilefni af því að í vetur hefur verið kennd skák í 3., 4. og 5. bekk skólans á skólatíma og skákæfingar utan skólatíma að auki. Reuters Á fundi landsnefndar repúblikana í Bandaríkjunum í vikunni þar sem hundruð flokksmanna komu saman hafði einn gesta lagt bók um George Bush forseta, sem hafði verið skreytt með rauðum borða. Ekki vildi þó bet- ur til en svo að borðinn var bundinn fyrir augu forsetans. Tilgangur fund- arins var að leggja drög að því hvernig sigra eigi demókrata í kosning- unum í nóvember. Væntanlega hafa fundarmenn ekki verið með bundið fyrir augun á fundum sínum. Með bundið fyrir augun Ummæli vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.