Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. janúar 1976: „Umræður þær, sem fram hafa farið síðustu daga um landhelgismálið og þær leið- ir, sem fara ber í baráttunni við Breta hafa verið gagn- legar. Í þeim hafa nokkrar grundvallarstaðreyndir í af- stöðu okkar til landhelg- isdeilunnar við Breta skýrzt mjög. Velheppnaðar togvíra- klippingar varðskipanna í upphafi þorskastríðsins hafa ef til vill vakið upp vonir um, að hinn takmarkaði varð- skipafloti okkar Íslendinga gæti hrakið breska togara- flotann á brott eða spillt veið- um hans svo mjög, að lítill afli fengist þrátt fyrir her- skipaverndina. En það á við nú eins og í fyrri landhelg- isdeilum, að við ofurefli er að etja.“ . . . . . . . . . . Sunnudagur 19. janúar 1986: „Um áramótin voru for- ystumenn stjórnmálaflokk- anna sammála um nauðsyn þess, að tafarlaust yrði geng- ið fram við það að endur- skipuleggja bankakerfið. Fyrir liggur álit nefndar um nauðsyn þessa verks og staða Útvegsbankans kallar á skjótar aðgerðir. Jafnframt er ljóst, að skipt- ar skoðanir eru um það milli stjórnmálaflokka, hvernig að framkvæmdinni verður stað- ið. Deilan stendur um það, hvort sameina eigi ríkisbanka eða auka hlut einkabanka.“ . . . . . . . . . . Sunnudagur 21. janúar 1996: „Samtök iðnaðarins eru í hópi öflugustu atvinnuvega- samtaka landsmanna. Í bréfi til Alþingis hafa þau lýst ein- dregnum stuðningi við þings- ályktunartillögu þingmanna Þjóðvaka um að tekið verði gjald fyrir veiðirétt úr sam- eiginlegri auðlind lands- manna. Í bréfinu segja þessi fjölmennu atvinnuvega- samtök að „fámennur hópur fái gefins stórkostlega verð- mæti, sem lögum samkvæmt eru sameign okkar allra“. Auk þessarar almennu rök- semdar, sem byggist á rétt- lætissjónarmiðum, benda Samtök iðnaðarins á hag- kvæmnisrök máli sínu til stuðnings. Þannig segir í bréfi þeirra, að það skekki samkeppn- isstöðu atvinnugreina, ef ein atvinnugrein fær gefins að- föng umfram aðrar og síðan er bætt við: „Við það myndast forskot, sem ómögulegt er fyrir aðrar atvinnugreinar að vinna upp og útkoman fyrir þjóðarbúið verður lakar en ella. Staða einstakra fyrir- tækja innan sjávarútvegs er einnig misjöfn með tilliti til aðgangs að auðlindinni og samkeppnisaðstaðan því skökk.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. B aráttan fyrir jafnrétti kynjanna, eins og við þekkj- um hana, hefur staðið í rúma öld. Þetta hefur fyrst og fremst verið barátta kvenna fyrir réttindum sínum; að brjótast út úr hefðbundnu kynhlutverki inni á heim- ilinu; að ná völdum og áhrifum í samfélaginu til jafns við karla; að fá að hugsa og gera það sem þeim sýnist. Áratugum saman snerist jafnréttis- baráttan ekki sízt um það hvað konur mættu eða mættu ekki gera. Máttu þær ganga í menntaskóla eða háskóla eins og karlar? Máttu þær fá kosn- ingarétt og kjörgengi? Máttu þær verða prestar, lögregluþjónar, forseti? Máttu þær ganga í bux- um? Máttu þær reykja? Í sumum tilfellum fólust svörin í formlegum réttindum eða lagasetningu, í öðrum fyrst og fremst í samfélagslegri viðurkenn- ingu. Þær, sem tóku að sér hlutverk brautryðjend- anna, þurftu iðulega bæði að berjast fyrir viður- kenningu karla og annarra kvenna á því að fá að stíga inn á yfirráðasvæði karla. Á hundrað árum hefur hlutverk kvenna í sam- félaginu breytzt gífurlega. Og konur hafa breytzt; ungar konur hafa allt aðrar hugmyndir um stöðu sína og hlutverk en ömmur þeirra eða langömmur. Konur hafa sótt inn á hér um bil öll svið, sem áður voru frátekin fyrir karla, þótt þær standi þeim hreint ekki alls staðar jafnfætis. En hvað með karlana? Hafa þeir breytzt? Hefur hlutverk karlmannsins, eða hugmyndir okkar um það, tekið breytingum? Hafa karlar sótt inn á svið, sem áður voru frátekin fyrir konur? Þurfa þeir þess yfirleitt? Vilja þeir það? Það verður að segj- ast eins og er, að þessum spurningum hefur verið miklu minni gaumur gefinn. Karlar hafa sjálfir ekki spurt þeirra að ráði í opinberum umræðum, nema þá alveg nýlega. Þátttaka þeirra í umræðum um jafnréttismál hefur meira og minna takmark- azt við svörin við spurningunum um það hvað kon- ur megi eða megi ekki. Það hefur verið miklu minna um að karlar spyrji hvort þeir megi sjálfir sækja á ný mið og skilgreina eigin hlutverk upp á nýtt, eins og konur hafa gert. Oft eru gerðar kröfur til kvenna um að þær þurfi að breytast ennþá meira til að raunverulegt jafnrétti náist fram; verða t.d. kröfuharðari og áræðnari á vinnumarkaðnum og í kröfum sínum um sömu laun og sömu stöðu og karlar. En eru gerðar kröfur til karla um að þeir breytist? Þarf samfélagið á því að halda að þeir breytist, eins og konurnar hafa breytzt? Hinn úrelti karl iðnbylting- arinnar Spurningum af þessu tagi var velt upp á einkar forvitnilegri ráðstefnu, sem haldin var í Tallinn í Eistlandi í síðasta mánuði, undir yfirskriftinni New Masculinity, eða ný karl- mennska. Ráðstefnan var haldin á vegum eist- neska félagsmálaráðuneytisins og norrænu ráð- herranefndarinnar og fyrirlesararnir komu frá Eystrasaltsríkjunum, Norðurlöndum og Norður- Ameríku. Tilgangurinn var að beina sjónum að karlmennsku og karlhlutverkinu og hvernig það væri að þróast. Einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar var Ingemar Gens, sænskur atferlisfræðingur, sem meðal annars hefur lagt sitt af mörkum til hug- mynda um uppeldisstefnu í skólum, sem felst í því að kenna strákum það sem stelpur kunna betur en þeir, t.d. samskipti og tilfinningatjáningu, og stelpum það sem strákar kunna betur, t.d. frum- kvæði, áræði og hreyfingu. Gens er þar á sömu slóðum og t.d. Margrét Pála Ólafsdóttir og Hjalla- stefna hennar. Gens dró upp harla neikvæða mynd af stöðu karlmannsins í vestrænum samfélögum. Málflutningur hans var eitthvað á þessa leið: Karl- hlutverkið, sem ennþá nýtur viðurkenningar, þ.e. fyrirvinnuhlutverkið, er afsprengi iðnbyltingar- innar. Konur þurftu að vera heima, fæða börn og ala þau upp. Karlarnir þurftu að sjá fyrir heimilinu og stjórnun og völd í stjórnmálum og efnahagslífi voru þeirra svið. Stelpur voru aldar upp undir pils- faldi móður sinnar og búnar undir eigið móður- hlutverk, strákar ólu sig upp að verulegu leyti sjálfir, í hópi annarra stráka, þar sem allt gengur út á að reyna að ná völdum og klifra sem hæst í valdapýramídanum – og tala ekki við stelpur fyrr en kynþroskaaldri er náð og þeir fara að leita sér að maka. Þessi kynhlutverk eru úrelt, segir Gens. Konur hafa lagað sig að breytingum í efnahagslífinu. Ein ástæðan fyrir sókn þeirra inn á vinnumarkaðinn er að dregið hefur úr erfiðisvinnu og til hafa orðið ótal störf, sem konur geta unnið ekkert síður en karlar. Þær eru meirihluti stúdenta í háskólum, þær hafa hæfileikana til tjáskipta og að setja sig í spor annarra, sem nýtast í upplýsingaþjóðfélagi nútímans. Karlarnir eru staðnaðir í innantómri eftirsókn eftir stöðu og valdi. Kynhlutverk kvenna hefur breikkað; þær halda áfram að hafa hlutverki að gegna á heimilinu og í barnauppeldi, auk þess sem þær hafa gert sig gildandi á sviðum, sem áður tilheyrðu körlunum eingöngu. Hlutverk karlanna hefur hins vegar þrengzt; þeir tapa hverju víginu á fætur öðru í hendur konum, en hafa ekki unnið nein ný lönd sjálfir. Gens segir að konum gangi þannig betur og bet- ur, en körlum verr og verr. Þeir séu að verða undir í menntakerfinu og verði fyrir vikið undir á vinnu- markaðnum þegar fram líða stundir. Þeir lenda fremur í glæpum og eiturlyfjaneyzlu, eru ofbeldis- hneigðari og ástunda alls konar óskynsamlega áhættuhegðun og óhollt líferni. Við þetta bætist sú þversögn, að þótt konum gangi alltaf betur og bet- ur og þær öðlist meiri völd og hærri tekjur, leita þær enn að maka, sem hefur meiri völd og tekjur en þær sjálfar. Niðurstaðan verður sú, segir Gens, að hinn gamli karlmaður iðnaðarsamfélagsins mun hvorki finna sér konu né vinnu. Eftir fáeina áratugi munu konur hafa völdin í samfélaginu, í stað karla. Ingemar Gens segir að til að forðast að þetta verði niðurstaðan, þurfi að ala börn öðruvísi upp en við gerum í dag. Það þurfi að breyta vænting- unum til stráka og stelpna og leyfa báðum kynjum að þróa með sér fleiri hæfileika, sem mannkynið búi yfir, í stað þess að ætlast til að kynin búi yfir gjörólíkum eiginleikum. Þetta sé ekki sízt hlut- verk skólans; að styrkja strákana t.d. á tilfinninga- og samskiptasviðinu, en stelpur í frumkvæði, kjarki og sjálfstæði. Viðhorfið til föðurhlut- verksins Eins og áður sagði, dregur Ingemar Gens upp harla dökka mynd af framtíðarhorfum karlkynsins. Aðrir fyr- irlesarar á ráðstefn- unni voru ekki eins svartsýnir. Duncan Fisher, framkvæmdastjóri Fathers Direct í Bretlandi, samtaka sem berjast fyrir tækifærum feðra til að sinna börnum sínum betur, lagði þannig áherzlu á þær breytingar, sem hefðu orðið á viðhorfi karla til eigin föðurhlutverks. Fisher dró fram niðurstöður vísindarannsókna, sem sýna fram á að feður, ekki síður en mæður, eru „líffræðilega forritaðir“ til að sjá um börn, og niðurstöður úr könnunum, sem sýna að jafnvel í Bretlandi, þar sem kynhlutverkin virðast í mun fastari skorðum en á Norðurlöndum, vildu tveir þriðjuhlutar nýbakaðra feðra að þeir hefðu tækifæri til að vera virkari í uppeldi barna sinna. Fisher bendir á að þessi breyting sé bæði sprottin af innri hvötum karla og af þjóðfélagslegri nauðsyn. „Undanfarin 100 ár hafa konur barizt fyrir breytingu á hlutverki sínu. Þær hafa sagt að þær kæri sig ekki um það hlutverk, sem hafði ver- ið þröngvað upp á þær,“ segir hann. „Konur hafa menntað sig og hagkerfið þarfnast þeirra. Fyrir vikið þarf hagkerfið líka á því að halda að karlar verði virkari í umönnun barna. Efnahagslífið virk- ar ekki ef konur eiga að vinna, en karlar halda áfram að skipta sér ekki af börnunum. Eina lausn- in er þá að fá láglaunakonur til að sjá um börnin fyrir hálaunakonur, á meðan karlarnir halda sínu striki.“ En Fisher segir að hér sé ekki eingöngu um ein- hvers konar efnahagslega nauðhyggju að ræða; að konur hafi breytzt og þess vegna verði karlar að breytast, í þágu atvinnulífsins. „Margir karlar bera í brjósti von um eitthvað betra en það sem þeir hafa nú. Þeir vilja breytast. Af hverju? Af því að það fylgir því mikill kostnaður að vera aðskilinn frá börnunum sínum – að vera sendur niður í námu eða burt í stríð. Viðkvæðið að menn vilji ekki vera eins fjarlægir börnunum sínum og feður þeirra voru þeim, er orðið mjög algengt.“ Fisher bendir á að viðhorfsbreytingin hvað varðar þátt karla í umönnun barna á sér ekki að- eins stað hjá þeim sjálfum, heldur ekki síður hjá konum. Þannig hafna um 60% nýbakaðra foreldra í Bretlandi, jafnt karla sem kvenna, þeirri hug- mynd að meginhlutverk föðurins sé að vinna fyrir fjölskyldunni. Þetta er mikil breyting frá niður- stöðum kannana, sem voru gerðar fyrir aðeins 20 árum. Það vill svo til að viku áður en ráðstefnan í Tall- inn var haldin, gekkst Árni Magnússon félags- málaráðherra fyrir karlaráðstefnu í Salnum í Kópavogi, sem var eingöngu opin körlum. Tilefni ráðstefnunnar var hvatning Vigdísar Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta Íslands, til karla að taka þátt í umræðum um jafnréttismál. Það, sem vakti mesta athygli á þeirri ráðstefnu, var að frum- mælendurnir ræddu ekki fyrst og fremst um það hvernig mætti greiða götu kvenna í atvinnulífinu eða í valdastöðum í þjóðfélaginu. Rauði þráðurinn í öllum umræðum á ráðstefnunni var skýr krafa LÆGSTU LAUN HÆKKI Í RAUN Ákveðið var á launamálaráð-stefnu sveitarfélaganna áföstudag að lægstu laun starfsmanna sveitarfélaganna yrðu hækkuð. Þetta er grundvallar- ákvörðun og nú tekur við yfirferð launanefndar sveitarfélaga yfir til- lögur og hugmyndir um leiðir til lausna í kjaramálum starfsmanna sveitarfélaganna og á hún að kynna niðurstöður sínar fyrir 10. febrúar. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, for- maður launanefndarinnar, sagði við Morgunblaðið í gær að ætlunin væri að heimila sveitarfélögum að greiða hærri laun en núgildandi kjara- samningar segðu til um: „Við viljum mjög gjarnan láta það gerast í þetta skiptið að það verði raunverulega lægstu launin sem hækka.“ Gunnar vildi ekki ræða tölur, en sagði að um verulegar upphæðir yrði að ræða. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, lagði fram tillögur þar sem starfsfólk sveitarfélaga með lægstu launin fengi á bilinu 120 til 180 þúsund króna hækkun á árs- grundvelli. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær hefðu margir viljað fá skýrari niðurstöðu á launamálaráð- stefnunni, enda hefur iðulega verið vísað til hennar í umræðunni um launamál á undanförnum vikum. Björg Bjarnadóttir, formaður félags leikskólakennara, gengur svo langt að segja að staðan sé óbreytt vegna þess að ráðstefnan hafi ekki svarað neinum spurningum og ekki sé að vita hvenær þolinmæði leikskóla- kennara þrjóti. Mikil ólga hefur verið meðal leik- skólakennara eftir að laun ófaglærðs starfsfólks á leikskólum í Reykjavík hækkuðu í framhaldi kjarasamningi Reykjavíkurborgar og stéttar- félagsins Eflingar. Launamál leik- skólakennara voru rædd sérstak- lega á launamálaráðstefnunni, en ekki var eining um það hvaða leiðir ætti að fara í launamálum þeirra. Mikil samkeppni er um starfsfólk á vinnumarkaðnum. Líta má á deil- una um hækkun lægstu launa frá mörgum hliðum, en sennilega er ein- faldast að gera það út frá lögmálinu um framboð og eftirspurn. Um þess- ar mundir er mikið sóst eftir ófag- lærðu starfsfólki á vinnumarkaði. Þegar þau laun, sem sveitarfélögin greiða, duga ekki til að manna störf í félagslegri þjónustu verður að taka eitthvað til bragðs. Vandinn við að fá fólk til starfa á leikskólum hefur ekki farið fram hjá neinum. Hann kemur ekki aðeins niður á foreldr- um, heldur öllu atvinnulífinu. Hið sama hefur gerst á fleiri sviðum og hefur til dæmis verið skortur á starfsfólki við heimaþjónustu aldr- aðra. Þetta getur komið sér illa fyrir foreldra og aðstandendur og tor- veldað þeim að sinna vinnu sinni af fullum krafti. Þessi vandi hefur því margfeldisáhrif og því er það ekki aðeins hagur foreldra eða aðstand- enda, heldur samfélagsins alls að kjör þeirra, sem vinna þessi störf, séu samkeppnishæf. Það er síðan annað mál í þessari launaumræðu hvað kjörin segja um það hvernig störf þeirra, sem annast okkar yngstu og elstu borgara, eru metin. Allir virðast sammála um mikilvægi þessara starfa, en oft verður fátt um svör þegar spurt er hvernig eigi að meta þau að verð- leikum. Niðurstaða launamálaráðstefn- unnar ber því vitni að þrátt fyrir þá gagnrýni, sem í upphafi beindist gegn Steinunni Valdísi Óskarsdótt- ur, borgarstjóra í Reykjavík, fyrir að beita sér fyrir þeirri samnings- niðurstöðu, sem leiddi til mikilla launahækkana lægst launuðu starfs- manna borgarinnar, hefur nú skap- ast sátt um að hækka lægstu launin. Þetta er mikilvægt skref og gæti jafnvel verið upphafið að því að binda enda á úrelta miðstýringu kjarasamninga sveitarfélaganna. Nú er hins vegar að sjá með hvaða hætti fyrirheit ráðstefnunnar um að hækka lægstu laun í raun verða efnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.