Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Oaxaca City er höfuðborg í Oaxaca-héraði í Suður-Mexíkó. Oaxaca erlandsvæði á stærð við Ísland meðstórbrotna náttúru og miklar sögu- slóðir og íbúafjöldinn í héraðinu öllu er um þrjár milljónir. Oaxacaborg er smáborg á stærð við Reykjavík og virðist vera margt að gerjast þar í listum og menningu. Borgin er á hálendinu í nágrenni við merkar minjar frá fornu sam- félagi því sem Mixtekar og Zapotekar byggðu en það leið undir lok á 15. öld. Oaxacaborg byggðist upp sem nýlenduborg undir yfirráðum Spánverja og er þar mikið af aldagömlum og fallegum byggingum. Slíkar byggingar setja svip sinn á gamla borgarhlutann og eru þær oft með gróðursælum húsagörðum og súlnagöng- um. Þar er oft heillandi litaspil því Mexíkóbúar eru ekki hræddir við að nota litina og byggja þar á einhverri tilfinningu fyrir samræmi sem hlýtur að hafa áunnist með tímanum í menning- arhefðum þeirra. Hjarta borgarinnar slær Stóra, gamla torgið Zocalo er umkringt fal- legum byggingum nýlendutímans með skugg- sælum súlnagöngum og á torginu er engin um- ferð ökutækja. Hringinn í kring eru veitingahús og í miðju er torgið athafnasvæði tónleikahalds, danssýninga, skóburstara og iðandi mannlífs. Tónleikar á vegum borgarinnar eru á hverjum degi og ýmsar tónlistaruppákomur aðrar á kvöldin. Einnig eru sýningar á hefðbundnum dönsum héraðsins oft í viku og dansleikir fyrir almenning öðru hverju þar sem hverjum er frjálst að bregða sér í salsa. Mannlífið á torginu er svo sannarlega litríkt og torgið hjartfólgið íbúum og fleirum sem til þekkja. Enda er það víðfrægt og kjarni gamla borgarhlutans sem kominn er á heimsminja- skrá Unesco. Maður hátt á sjötugsaldri dragnast með gamlan bekk á bakinu gegnum miðborgina. Maðurinn er rúnum ristur og grannvaxinn og virðist kannski frekar eiga að sitja á bekk og hafa það notalegt. En allt á sínar skýringar og þarna var frækilegur gjörningur sem Fransisco Toledo myndlistarmaður framdi í ákveðnum til- gangi. Með þessu var hann að bregðast við því að heldur geyst var farið í breytingar á Zocalo eða torginu gamla og meðal annars hafði verið búið að fjarlægja gömlu bekkina og steinsteypt- ir kubbar voru komnir í staðinn. Þessi bekkj- arburður vakti slíka athygli að borgaryfirvöld komu gömlu bekkjunum aftur fyrir á sínum stað en ýmsar aðrar breytingar eru enn í fram- kvæmd og eru skiptar skoðanir hjá umhverf- isáhugafólki um ýmis atriði þeirra. Barist gegn McDonald’s Samstaðan var greinileg árið 2002 þegar McDonald’s-keðjan hugðist setja upp hamborg- arastað við sjálft gamla torgið í þessum gamla friðaða borgarhluta. Oaxaca er borg sem er víðfræg fyrir mat- argerðarlist sína. Sósurnar frægu, „mole“, og margt annað í matargerð byggist á fornum upp- skriftum og er ekki hægt að segja annað en að heimamenn eigi fullan rétt á að vera stoltir af list sinni á því sviði. Þá eru skyndibitar þeirra líka vel boðlegir þótt djúpsteiktu engisprett- urnar sem alls staðar voru á boðstólum rynnu ekki auðveldlega niður hjá sumum ferðalangn- um. Baráttan gegn McDonald’s í Oaxaca náði hámarki er hópur umhverfisáhugafólks undir forystu Toledos myndlistarmanns efndi til veislu á torginu þar sem boðið var uppá smá- rétti eða tamalas og safnað var undirskriftum gegn komu McDonald’s á svæðið. Um 4.000 manns tóku þátt í veislunni og samhugur var mikill enda var síðar samþykkt hjá borgaryf- irvöldum að McDonald’s fengi annan stað fyrir sína starfsemi. Nú er hamborgarastaður McDonald’s starfræktur fjarri miðborginni í Oaxaca. Umhverfis- og mannréttindamál Toledo er einn af þekktari listamönnum sinn- ar kynslóðar í Mexíkó. Hann hefur sýnt á söfn- um og í galleríum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann stundaði listnám í París en valdi þá ungur að árum að snúa aftur til Oaxaca, heimaborgar sinnar, og lifa og starfa þar. Hann hefur alla tíð sýnt þjóðfélagsumbótum mikinn áhuga og getað haft þar áhrif. Til dæmis stofnaði hann Instituto des Artes Grafico sem er skóli, sýn- ingarstaður og listasögubókasafn ásamt mynd- arlegu grafíksafni. Einnig hefur hann staðið að eða átt þátt í að stofna barnabókasöfn í fátæk- um þorpum, ProOax samtökin til verndar um- hverfis- og menningarverðmætum og ýmislegt fleira til uppbyggingar í menntun og menningu í Oaxacahéraði. Hann hefur einnig verið ötull baráttumaður fyrir mannréttindum indíána í héraðinu sem hafa margir hrakist burt af jörð- um sínum og staðið í baráttu fyrir réttindum sínum til mannsæmandi lífs. Árið 2005 fékk Toledo verðlaunin „The Right Livelihood Award“ sem hefur verið úthlutað í Svíþjóð árlega til einstaklinga fyrir störf í þágu mannréttinda og umhverfismála. Þessi verð- laun hafa stundum verið kölluð „Alternativa Nobelpriset“ og hafa verið veitt til 100 einstak- linga frá 48 löndum frá árinu 1980. Það eru vissulega góð fordæmi fyrir því að listamenn í Mexíkó láti sig varða líf og hlut- skipti þeirra sem minna mega sín og taki af- stöðu með þeim og sýni varðveislu menning- arverðmæta áhuga. Sem fleiri dæmi frá Oaxaca má nefna Rodolfo Morales og Rufino Tamayo. Morales (1925–2001) var listmálari sem naut velgengni á síðari hluta ævinnar. Hann flutti þá í heimabæ sinn, Ocotlan, sem er nálægt Oax- acaborg. Þar fór hann að byggja upp og láta lagfæra hin ýmsu menningarverðmæti, stofn- aði menningarmiðstöð með hljóðfæri, tölvur, bækur og fleira til stuðnings menntun og heil- brigði og þar á meðal sjóð fyrir baráttu gegn al- næmi í Oaxaca-héraði. Morales vann málverk er fjölluðu um mannlíf hversdags og hátíðar er hafa yfir sér blæ einhverrar mikilvægrar óræðrar merkingar. Önnur leið, okkar leið Rufino Tamayo (1899–1991) var mexíkóskur myndlistarmaður vel þekktur í listasögu 20. aldarinnar. Hann safnaði ötullega mexíkóskri list frá því fyrir spænska nýlenduveldið til að forða slíkum listaverkum frá því að hverfa úr landinu. Hann taldi mikilvægt að treysta tengsl og skilning á menningararfi þeim sem væri ekki síðri en það sem þróast hafði í listum í Evrópu. Tamayo hélt því fram að arfurinn í myndlistinni væri eitt af því sem væri nauðsynlegt til að treysta sjálfsmynd Mexíkana og sjálfstraust gagnvart vestrænu valdi og að það væri mik- ilvægt að fara sínar eigin leiðir með rætur í eig- in menningarheimi í leitinni að gildum til fram- tíðar. Tamayo var listmálari sem vann í anda módernisma 20. aldarinnar. Hann miðlaði bæði nýrri formsýn og hita og dulúð náttúru og mannlífs hins forna mexíkóska menningar- heims. Áhugi á slíkum vinnubrögðum er greinilega mikill hjá mörgum mexíkóskum listamönnum enn og var dæmi um það að finna á vinnustofum og í galleríum í Oaxacaborg. Einn þeirra sem vinnur að myndlist þar er Juan Alcazar. Hann vinnur bæði málverk og grafík og eru verk hans hlaðin dulúð í ljóðrænu táknmáli sem virðist leita tengsla við alheiminn og eiga vel heima á þessum slóðum í því andrúmslofti sem þar ríkir. Museo de Arte Prehispánico de México nefn- ist safnið sem Tamayo gaf til samfélagsins. Það var opnað fyrir nokkrum árum í gamalli ný- lendubyggingu. Öll uppsetning og umgjörð er í góðu samræmi við það sem Tamayo vildi leggja áherslu á sem mikilvægan eiginleika þeirrar listar sem honum var svo annt um. Þarna birtist gestinum list sem horfir inn á við og höfðar til hins óútskýranlega skilnings okkar. Skoðand- inn fær tækifæri til að njóta verkanna í um- hverfi sem bæði gefur ró og örvar hugann og lit- ir eru notaðir á veggi til að gefa heildræna stemningu og skapa umgjörð sem vekur. Geng- ið er úr bleikum sal í grænan og síðan gulan og svo framvegis. Stígðu inn í heiminn minn „Step into my world“ eða „stígðu inn í heim- inn minn“ eru áskorunarorð á kynningu frá samtökum sem vinna að stuðningi við fátæk börn. Grunnskóli og aðrir skólar eru ekki ókeypis í Oaxaca og einnig geta börn þurft að vinna eða komast ekki í skóla vegna fátæktar og er talsvert um það í Oaxacahéraði sem og víða annars staðar í Mexíkó. Ýmis samtök eru starfrækt í heiminum sem hjálpa einstaklingum til mannsæmandi lífs og meðal þeirra eru þessi samtök sem hófu starf- semi í Oaxaca fyrir um 20 árum og hafa lagt áherslu á að styðja börn til skólagöngu. Nú njóta um 500 börn stuðnings þeirra til náms. Þessi samtök reka skóladagheimili með máltíð- ir og athvarf og aðstoð við heimanám þar sem fagfólk ásamt sjálfboðaliðum vinnur ómetanleg störf. Upplýsingar um þeirra starf er að finna á www.oaxacastreetchildren.org Margt í Oaxacaborg vekur von um möguleika til mannsæmandi tilveru allra. Juan Alcazar við verk á vinnustofu sinni. Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir Í matsal barnaathvarfs í Oaxacaborg. Sjálfboðaliði frá Bandaríkjunum.Danssýning á torginu í Oaxaca. Mexíkósk list frá því fyrir nýlendutímann á safni í Oaxaca. Verðmætin í til- verunni – líf og listir í Oaxacaborg Oaxacaborg í Mexíkó er vettvangur spennandi lista og framtaks í baráttu fyrir betri heimi. Jóhanna Bogadóttir skoðaði þar mannlíf og listir. Höfundur er myndlistarkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.