Morgunblaðið - 19.03.2006, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fim 23. mars kl. 20 Fors. UPPSELT
Fös 24. mars kl. 20 Frums. UPPSELT
Lau 25. mars kl. 19 UPPSELT
Lau 25. mars kl. 22 UPPSELT
Sun 26. mars kl. 20 UPPSELT
Fim 30. mars kl. 20 örfá sæti laus
Fös 31. mars kl. 19 UPPSELT
Lau 1. apríl kl. 19 UPPSELT
Lau 1. apríl kl. 22 nokkur sæti
Sun 2. apríl kl. 20 nokkur sæti
Fim 6. apríl kl. 20
Fös 7. apríl kl. 19 UPPSELT
Lau 8. apríl kl. 19 örfá sæti laus
Lau 8. apríl kl. 22 AUKASÝNING
Sun 9. apríl kl. 20
Mið 12. apríl kl. 19
Fim 13. apríl kl. 19
Lau 15. apríl kl. 19
Lau 15. apríl kl. 22 AUKASÝNING
Frumsýnt 24. mars
FRÁBÆRT FORSÖLUTILBOÐ:
GEISLADISKURINN FYLGIR MEÐ MIÐUM
SEM KEYPTIR ERU Í FORSÖLU!*
*Gildir þegar keyptir eru tveir eða fleiri miðar og meðan birgðir
endast. Hver að verða síðastur!
Kemur í ver
slanir 15. m
ars!
í l i
. !
Verð á kjarnfóðrihefur hækkað um4–5% á síðustu
dögum. Lífland hækkaði í
byrjun mánaðarins og
Fóðurblandan hækkaði
stuttu síðar. Eyjólfur Sig-
urðsson, framkvæmda-
stjóri Fóðurblöndunnar,
segir að ástæðan fyrir
hækkuninni sé hækkun á
heimsmarkaðsverði á hrá-
efnum, en verð á bæði
hveiti og maís hafi hækkað
um yfir 10%. Þá hafi fiski-
mjöl, sem mikið er notað
til fóðurgerðar á Íslandi,
hækkað um 40% á undanförnum
vikum og sé enn að hækka vegna
lélegra veiða á loðnu. Ennfremur
hafi gengi krónunnar lækkað mik-
ið á síðustu vikum. Í reynd sé
hækkunin of lítil.
„Við höfum ákveðið að hækka
ekki frekar verð í þessum mánuði,
en það er ljóst að það er óhjá-
kvæmilegt að hækka fóðurverð
fljótlega aftur ef krónan verður
áfram veik,“ sagði Eyjólfur.
Ekki eru allir bændur sáttir við
þessa hækkun fóðurfyrirtækj-
anna. „Ég hef keypt kjarnfóður
síðan árið 2000 en ekki hef ég tek-
ið eftir því að verðið hafi lækkað í
neinu samræmi við það sem krón-
an styrkist, nei það er sko himinn
og haf á milli,“ sagði Guðni Ragn-
arsson bóndi á Guðnastöðum í
Rangárvallarsýslu á vef Lands-
sambands kúabænda.
Eyjólfur segir það ekki rétt að
verð á fóðri hafi ekki lækkað á síð-
ustu árum þegar gengi krónunnar
hefur hækkað. Það kunni að vera
að bændur telji fóðurfyrirtækin
sein að lækka en Fóðurblandan
telji líka að hún þyrfti að vera búin
að hækka meira eftir nýjustu
gengisbreytingar.
Elvar Eyvindsson, bóndi á
Skíðbakka II í Landeyjum, hefur
einnig gagnrýnt fóðurfyrirtækin
og segir litla samkeppni vera í
innflutningi á fóðri. Hann sagði
frá því á fundi með kúabændum í
janúar að bændur í Landeyjum
hefðu gert tilraun til að ná hag-
stæðari kjörum með útboði, en
fóðurfyrirtækin hefðu bæði sent
bændum bréf og bent á almenn af-
sláttarkjör. Elvar hefur einnig
skoðað kjarnfóðurverð hér á landi
og í Danmörku og niðurstaða hans
var að verðið í Danmörku væri 18
kr/kg en 35 kr á Íslandi. Hluti af
þessum mun liggur í fóðurtolli
sem lagður er á innflutt fóður.
Búnaðarþing samþykkti fyrir
skömmu ályktun þar sem segir að
nauðsynlegt sé „að innheimta fóð-
urtolls á tilbúnum innfluttum fóð-
urblöndum verði lækkuð verulega
eða felld niður, til að skapa eðli-
legt verðaðhald á íslenskum fóð-
urvörumarkaði“.
Sambærileg ályktun var sam-
þykkt á búnaðarþingi árið 2002.
Ekki liggur fyrir hvort stjórnvöld
munu fara að þessari tillögu, en
þess má geta að nú er starfandi
nefnd sem falið var að gera til-
lögur um lækkun á matvælaverði.
Ljóst er að slík lækkun gæti stuðl-
að að ódýrari landbúnaðarfram-
leiðslu.
Fóðurtollurinn er lagður ann-
ars vegar á hráefni til fóðurgerðar
og er 800 kr. á tonnið og hins veg-
ar á fóðurblöndur, en þar er hann
7.80 kr á hvert kg. Nær allt fóður
sem flutt er til landsins er blandað
hér á landi. Spurningin er hins
vegar hvort það breytist verði
þessi tollur afnuminn.
Þórólfur Sveinsson, formaður
Landssambands kúabænda, segir
óljóst hver áhrifin af afnámi fóð-
urtolls verði. Hann segir ekki víst
að hafinn verði innflutningur á
blönduðu fóðri. Ástæðan sé m.a.
þær hörðu kröfur sem gerðar séu
til fóðurs hér á landi, en þær eru
til komnar vegna ótta við sjúk-
dóma í fóðri. Þórólfur segir enn-
fremur að 50 milljónir séu ekki
stór upphæð þegar horft sé á allan
fóðurkostnað bænda, en skipti
engu að síður máli.
Eyjólfur segir að fóðurfyrir-
tækin séu tilbúin til að styðja
lækkun fóðurtolla. Hann hefur
hins vegar efasemdir um að afnám
þeirra leiði til þess að farið verði
að flytja inn tilbúnar fóðurblöndur
og vísar þar m.a. til heilbrigðis-
krafna sem hafi verið hertar
vegna ótta við fuglaflensu og kúa-
riðu. Hann segir að ef af verður
verði tilbúið fóður flutt inn í lok-
uðu kerfi sem sé mjög dýrt og
mun dýrara en að flytja inn hrá-
efni sem síðan séu hitameðhöndl-
uð nálægt notanda og minnki þar
með hugsanlega sjúkdómaá-
hættu.
Fóðurfyrirtækin þurftu að
afskrifa miklar skuldir
Þegar horft er á hátt fóðurverð
hér á landi er ekki óeðlilegt að rifj-
að sé upp tap sem fóðurfyrirtækin
urðu fyrir í tengslum við stór
gjaldþrot í svína- og kjúklinga-
rækt fyrir fáum árum. Mjólkur-
félag Reykjavíkur, sem nú heitir
Lífland, afskrifaði 345 milljónir á
gjaldþroti eins stórs framleiðanda
í kjúklinga- og svínarækt. Fyrir-
tækin þurftu einnig að afskrifa há-
ar upphæðir vegna viðskipta við
ýmsa aðra aðila, aðallega í svína-
rækt. Þessi töp gengu svo nálægt
Mjólkurfélaginu að félagið riðaði
til falls. Tæplega þarf að deila um
að bændur og neytendur þurfa á
endanum að bera þetta tap í formi
hærra verðlags.
Fréttaskýring | Gengishækkun krónunnar
hefur áhrfi á bændur
Verð á fóðri
hækkar
Búnaðarþing samþykkti ályktun þar sem
hvatt er til afnáms kjarnfóðurstolls
Margir bændur kvarta yfir háu verði á fóðri.
Um 50 milljónir inn-
heimtar á hverju ári
Fóðurtolli var upphaflega
komið á í kringum 1980 og var
þá hugsað sem tæki til að draga
úr offramleiðslu á landbún-
aðarvörum. Tollurinn var upp-
haflega 200%, en er núna miklu
lægri. Innheimtan skilar árlega
um 50 milljónum. Þessi upphæð
fer til Framleiðnisjóðs landbún-
aðarins sem úthlutar henni aftur
til ýmissa verkefna í þeim bú-
greinum sem nota fóður. Neyt-
endasamtökin skoruðu nýlega á
stjórnvöld að afnema tollinn.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Grímsey | Ekki væri verið að landa
góðum fiski dag eftir dag og færa
þannig auð í þjóðarbúið ef ekki
nyti hjálpar þess góða, fingrafima
fólks sem stokkar upp eins og það
er kallað. Það var gaman að kíkja
við hjá Fiskmarkaði Grímseyjar og
sjá hópinn sem vinnur við að und-
irbúa bala í svokallaða línubáta
sem leggja þar upp. Enn er orðið
bali notað, þó allir bátar í Grímsey
raði krókum sínum í stokka en áð-
ur var línunni með önglunum
hringað niður í bala. Algengustu
balastærðir eru 600 krókar og 480
krókar.
Guðrún Gísladóttir, útgerðarfrú
og eigandi markaðarins, er ein af
þeim sem ekki láta sitt eftir liggja,
hún stendur og stokkar með sínu
fólki. Hún sagði að í dag væru 14
uppstokkarar en alls vinna hjá
Fiskmarkaði Grímseyjar 17 manns.
Veðrið frá áramótum hefur gert
það að verkum að sennilega hefur
aldrei verið annað eins „stokkerí“ í
Grímsey. Róið hefur verið nánast
dag hvern, frá fyrstu dögum jánú-
armánaðar og samkvæmt veð-
urspám sér ekki fyrir endann á því.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Glaðbeittir stokkarar hjá Fiskmarkaði Grímseyjar; frá vinstri Anna María Sigvaldadóttir, Magnús Bjarnason,
Guðrún Gísladóttir, Ída Jónsdóttir og Vilberg Héðinsson. Nóg hefur verið að gera í eyjunni að undanförnu.
Fólkið á bak við tjöldin