Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 20

Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 20
20 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Akademían kom skemmti-lega á óvart er tilkynnt-ir voru sigurvegarar 78.afhendingarhátíðarinn-ar, en sjálfsagt finnst mörgum heiðursóskarinn hans Ro- berts Altmans ánægjulegasti við- burðurinn og gott ef ekki toppurinn á veislunni. Það hefur ekki spillt ánægjunni að Crash, myndin sem var kjörin besta mynd ársins, og Syriana (færði George Clooney Óskarsverð- launin í ár fyrir besta leik í auka- hlutverki og var tilnefnd fyrir besta frumsamda handritið) eru í anda sem gjarnan er kenndur við leik- stjórann og er áberandi í Nashville (’75), Short Cuts (’93) og fleiri marg- þættum kvikmyndum sem Altman hefur skapað gegnum árin. Það var sannarlega kominn tími til að Altman fengi hið gullna tákn velgengninnar í kvikmyndaheimin- um í sínar hendur. Akademían hefur tilnefnt hann í fimm skipti, fyrst 1970, fyrir M*A*S*H, Nashville (’75), The Player (’92), Short Cuts (’93), og Gosford Park (’01). Hún sá að við slíkt varð ekki lengur unað og leikstjórinn farinn að tifa á 9. ára- tuginn. Akademían grípur gjarnan til þessara meðala þegar önnur brestur, bæði til að sefa sárindi snið- genginna listamanna og halda sínu umdeilda höfði í augum samtíðar- innar og ekki síður þeirra sem spá í störf hennar í framtíðinni. Réttlæt- inu er þó ekki nema að hluta til full- nægt, Altman átti að fá fyrsta Ósk- arinn fyrir hálfum fjórða áratug, þegar akademían kaus að taka Pat- ton fram yfir M*A*S*H. Valið olli deilum og sagan endurtók sig árið 1975, þegar One Flew Over the Cuckoo’s Nest bar sigur úr býtum í samkeppni við hina seiðmögnuðu Nashville. Langur og litríkur ferill Altman (1925–), sem fæddist og ólst upp í landbúnaðarfylkinu Kan- sas, kynntist kvikmyndagerð í her- skóla, en hann þjónaði föðurlandinu í síðari heimsstyrjöldinni sem að- stoðarflugmaður á B 24 „Liberator“, sprengjuflugvélum. Að stríðinu loknu vann hann við heimildar- myndagerð og reyndi fyrir sér sem rithöfundur. Bók hans, The Body- guard, var kvikmynduð af RKO árið 1948, og hann fenginn til að hjálpa til við handritsgerðina. Þar með var Altman kominn með annan fótinn inn í kvikmyndaheiminn og ekki aft- ur snúið þó hvorki gengi né ræki um nokkra hríð. Við tóku áratugir við leikstjórn heimildarmynda, stuttmynda og sjónvarpsþátta, þ. á m. Alfred Hitchcock Presents, Combat og Bonanza, sem allir nutu feiknavin- sælda á þessum tíma. Sjónvarpið var, þá sem nú, „æfingabúðir“ fyrir margan leikstjórann sem átti eftir að láta að sér kveða á hvíta tjaldinu. Ein og ein ódýr leikin mynd í fullri lengd fór að fljóta með, sú fyrsta, The Delinquents (’57), ber það ekki með sér að leikstjórinn átti eftir að lenda í hópi þeirra virtustu áður en langt um liði. Heimildarmyndin The James Dean Story var fumsýnd sama ár og við betri undirtektir. Röskur áratugur leið við sjónvarps- myndagerð áður en Altman lauk við næstu kvikmynd, That Cold Day in the Park, með Sandy Dennis í aðal- hlutverki og hlaut hún þokkalega dóma. Altman kom því utan úr buskan- um með stórvirkið M*A*S*H, árið 1970, og iðnaðurinn, sem hefur löngum litið á leikstjórann sem vandræðagrip, hefur oft reynt að bola honum þangað aftur. En Alt- man hefur jafnan haft ráð undir rifi hverju, þrautseigju og einstaka hæfileika sem blossa upp annað slagið. Honum tókst fljótlega að skapa annað kassastykki, sem var California Split, en á fyrri hluta 8. áratugarins gerði hann hvorki meira né minna en fimm merkar myndir sem flestir telja meistarastykki: M*A*S*H er óumdeilanlega hans besta og vinsælasta verk, og í kjöl- farið komu McCabe & Mrs. Miller (‘71), The Long Goodbye (‘73), Thie- ves Like Us (‘74), og Nashville (’75), allar hreinræktaðar „Altman“- myndir. Sérstæð, forvitnileg höf- undarverk á frjósamasta ferli hins óbifanlega leikstjóra sem hefur ætíð haldið sínu striki á hverju sem geng- ur. Það eru ekki síst ofangreindar myndir sem halda munu nafn Alt- mans í heiðri um ókomin ár Hugarfarsástandið á 8. áratugn- um var nákvæmlega rétti jarðveg- urinn fyrir lausbeislaða sköpunar- gáfu og áhættusama kvikmyndagerð Altmans. Á þessu litríka tímabili útrásar tilfinning- anna og almenns hömluleysis, vissu kvikmyndaforstjórarnir ekkert í sinn haus, sem er óvenjulítið í Holly- wood. Ólíklegustu myndir skiluðu gróða en stórmyndir, sem þóttu lík- legar til afreka, brugðust herfilega. Loftið var blandað blómailmi og grasreyk. Hinn hárbeitti og kaldhæðni Alt- man var réttur maður á réttri stund og stað. Þeir andfélagslegu straum- ar og ábyrgðarlausu samtöl sem ein- kenndu M*A*S*H , blönduð frá- bærum ærslaleik, hittu beint í mark. Altman-formið breyttist ári síðar, McCabe & Mrs Miller var mun þyngri og framandlegri. Þessi óvenjulegi vestri sýnir samfélag verða til og vaxa fyrir augum áhorf- andans. Skítugur námubær sem kemst um sinn á landakortið ásamt fjölskrúðugum íbúunum, sligaður af vaxtarverkjum, skammvinnri gleði og mikilli þjáningu. Tónlist Cohens svífur yfir frosnum vötnum og kröp- uðu mannlífi. Líkindasagan McCabe & Mrs. Miller, er ein eftirminnilegasta, bandaríska myndin frá þessum um- brotatímum, þegar lýðræðið í land- inu lá undir stanslausri gagnrýni og hæfni leiðtoganna var stórlega dreg- in í efa. Ekki síst af frjálslyndum kvikmyndagerðarmönnum með Ro- bert Altman í fararbroddi. Áður en langt um leið var Altman búinn að safna um sig hirð sér- stæðra aðstoðarmanna og leikara- hóp sem hann treysti til að flytja pólitískan og tilfinningaþrunginn texta og léttgeggjaða kímni, svo honum líkaði. Í mislitri hjörðinni var leikkonan Shelley Duvall innsti koppur í búri, auk Keiths Carradine, Michaels Murphy og Elliotts Gould. Það var ekki á allra færi að láta að stjórn sérvitringsins Altmans, frægt er að þáverandi erfðaprinsinn í Hollywood, Warren Beatty, sem fór með annað titilhlutverkið í McCabe & Mrs. Miller, sagði eftir tökurnar að oftsinnis hefði hvarflað að sér að drepa karlinn. Lunginn af hópnum kom við sögu Nashville, ásamt herskara annarra leikara. Hún dregur nafnið af há- borg sveitatónlistarinnar og segir frá örlögum fjölda persóna sem lítið tengjast innbyrðis en myndin er engu að síður snjöll samfella í heild. Óvægin ádeila á máttarstólpana og þjóðfélagið, sama viðhorf er ráðandi í flestum verkum leikstjórans frá þessu tímabili; The Long Goodbye, Thieves Like Us og California Split. Vonbrigði einkenna sögupersónur myndanna en sú virðist ekki raunin hvað snerti Altman sjálfan. Ástæð- una má sjálfsagt rekja til þess hversu langan tíma það tók hann að uppfylla drauma um listræna vel- gengni og hve seint hann komst í gleðskapinn í Hollywood. Það kem- ur skýrt fram í flestum hans verkum að vonbrigðin frekar herða mann en drepa. „Það er allt í lagi með mig,“ margtyggur Philip Marlowe (Gould), í The Long Goodbye; „It Don’t Worry Me …,“ syngur fólkið í lok Nashville, hafandi upplifað hrikalegt ofbeldi. Leikstjórinn tekur undir og veitir ekki af. Hæðir, þó einkum lægðir Eftir velgengni Nashville kom í ljós að eftirspurnin eftir sterkum höfundareinkennum Altmans fór minnkandi. Leikhópurinn tvístrað- ist, áhorfendurnir hans, sem flestir voru á menntaskólaárunum, eltust Vandræðagripurinn heiðraður Umdeildur en óumdeil- anlega einn merkasti leikstjóri samtímans, hlaut heiðursóskarinn í ár. Sæbjörn Valdimarsson rifjar upp langan og litríkan feril Roberts Altmans. Maryl Streep í hlutverki sínu í nýjustu mynd Altmans, A Prairie Home Companion, sem sýnd var í Berlín í síðasta mánuði við frábærar móttökur. Reuters Robert Altman tekur við heiðurs Óskarnum. M*A*S*H kom Robert Altman óumdeilanlega á kortið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.