Morgunblaðið - 19.03.2006, Síða 31
okkur þrjár nælur frá Skíðasambandi
Íslands. Við Enrico höfðum ekki
fundið miða á keppnina á netinu en
við höfðum heyrt að það yrði örugg-
lega hægt að fá miða í Sestriere. En
svo var ekki. Það var mikið sett út á
að miðar fengjust ekki á hinar ýmsu
greinarr en þegar keppni hófst var
fullt af lausum sætum. Ástæðan var
sú að þau fyrirtæki sem auglýstu á Ól-
ympíuleikunum höfðu keypt fullt af
miðum til að gefa áhrifafólki en það
fólk hafði ekki mætt til að fylgjast
með.
Miklar væntingar voru bundnar við
ítalska skíðamanninn Giorgio Rocca
og var hann fyrstur til að keppa. En
hann féll fljótt úr keppni, Ítölum til
mikilla vonbrigða. Ítölunum gekk
mjög illa í þessari svigkeppni en ekki
var hægt að segja það um einn af ís-
lensku keppendunum, Björgvin
Björgvinsson. Hann varð 22. í keppn-
inni. Allir íslensku karlkeppendurnir
kepptu í þessari svigkeppni, það er
Björgvin Björgvinsson, Sindri Páls-
son, Kristján Uni Óskarsson og Krist-
inn Ingi Valsson.
Sestriere er einn af skíðastöðum
fræga fólksins. Fyrstu heimildir um
Sestriere er að Napóleon lét leggja
veg frá Ítalíu til Frakklands árið 1814
og var þessi vegur gjöf til Piemonte
héraðsins. Fyrstu heimildir um byggð
í Sestriere eru frá árinu 1864 þegar
hornsteinn var lagður að fyrsta hót-
elinu. Á 4. áratug síðustu aldar stóð
Agnelli fjölskyldan fyrir uppbygg-
ingu Sestriere sem skíðasvæðis fyrir
íbúa Tórínó. Sagt er að þegar Giov-
anni Agnelli, Lögfræðingurinn, þurfti
aðeins að slappa af frá vinnunni sem
forstjóri Fiat verksmiðjanna lét hann
þyrlu fara með sig frá Tórínó til Sest-
riere og fór á skíði í 2 klukkustundir
og sneri hann síðan aftur til starfa
sinna í Tórínó og þá endurnærður.
Íslensku ólympíufararnir gistu í ól-
ympíuþorpinu í Sestriere. Bestum ár-
angri íslensku þátttakendanna náði
Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Ak-
ureyri en hún varð í 23. sæti í bruni og
risasvigi og í 28. sæti í alpatvíkeppni.
Það var ótrúlegt að sjá það að Ítal-
irnir biðu ekki eftir seinni umferðinni
í sviginu af því að Giorgio Rocca var
úr keppni og heyrði ég eina ítalska
konu segja: „Verður nokkuð haldin
seinni umferðin?“ Eins og að þetta
væri einkakeppni Giorgio Rocca en
ekki Ólympíuleikar með þátttakend-
um frá öllum heimsálfunum!
50 kílómetra skíðaganga
karla í Pragelato
Þrátt fyrir að hafa ekki fengið miða
á svigkeppnina í Sestriere höfðum við
keypt á netinu miða á 50 kílómetra
skíðagöngu karla. Ítalir áttu góða
möguleika á að komast á verðlauna-
pall. Veðurspáin var líka góð. En um
nóttina kom babb í bátinn. Við Enrico
höfðum bæði fengið í magann, hvort
sem það var einhverjum mat að
kenna eða vírus sem hefur verið að
ganga hérna á Ítalíu í allan vetur.
Skynsemin varð því að ráða. Við
þurftum að vera í Flórens daginn eftir
svo að við pökkuðum niður í von um
að komast heim án þess að fá aftur í
magann en það er 5 klukkustunda
akstur frá Tórínó til Flórens. Veðrið
var himneskt en við urðum að sætta
okkur við að geta ekki séð keppnina.
Það mikilvægasta var að Giorgio Di
Centa vann til gullverðlauna og
fannst mér frábært að sjá í sjónvarp-
inu á lokahátíðinni systur hans, Ma-
nuelu Di Centa, skíðagöngukonu af-
henda honum gullverðlaunin.
Almenningsálit á skipulagningu
Ólympíuleikanna
Í heimi hryðjuverka má segja að ör-
yggisgæsla í sambandi við Ólympíu-
leikana hafi verið til fyrirmyndar. Opn-
unar- og lokahátíðin voru undir berum
himni á Ólympíuleikvanginum í Tór-
ínó. Sjálfboðaliðar jafnt sem starfs-
menn Ólympíuleikanna voru allir eins
klæddir sem var mjög jákvætt. Sam-
göngur á milli Tórínó og keppnisstað-
anna voru til fyrirmyndar og ekkert
umferðaröngþveiti myndaðist.
Bæði laugardagskvöldin, sem Ól-
ympíuleikarnir stóðu yfir, voru haldn-
ar svokallaðar „hvítar nætur“ en þá
voru söfn og verslanir opnar fram á
nótt í Tórínó og á keppnisstöðunum
með ýmsum uppákomum. Sjálfir Tór-
ínóbúar voru mjög hrifnir af þessari
nýjung. Að þeirra eigin áliti er lítið
um næturlíf í Tórínó. Opnunar- og
lokaathöfnin voru mjög íburðamiklar.
Vaxandi áhugi á krullu og
skautaíþróttinni á Ítalíu
Margir karlmenn á Ítalíu vilja
byrja að æfa Curling eða krullu. Eig-
inkonunum finnst að þeir gætu alveg
eins sópað gólfin heima þeim að
kostnaðarlausu heldur en að borga
fyrir að æfa krullu. Einnig virðist
áhugi almennings á Ítalíu hafa aukist
á skautaíþróttinni.
Vancouver árið 2010
Næstu Vetrarólympíuleikarnir
verða haldnir í Vancouver í Kanada
árið 2010. Hver veit nema við hjónin
förum yfir í aðra heimsálfu til að fylgj-
ast með Ólympíuleikunum.
Tórínó
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins á Ítalíu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 31
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
8
2
2
Aðalfundur Símans hf. verður haldinn miðvikudaginn
22. mars 2006 kl. 17.00 á Nordica hotel sal H og I.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að berast
stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins
liggja frammi á skrifstofu Símans, Ármúla 25, hluthöfum til sýnis
viku fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Stjórn Símans
Dagskrá:
1. Tillaga um breytingu á gr. 19.1. í samþykktum þess efnis að
stjórnarmenn verði allt að sjö talsins.
2. Tillaga um að gr. 26.2. í samþykktum félagsins falli niður.
3. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa
hluti í félaginu samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.
4. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
5. Önnur mál löglega fram borin.
Aðalfundur
2006
Rammaskipulagssvæðið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, strönd
og fyrirhuguðum landfyllingum, Gullinbrú og Vesturlandsvegi.
Auk formanns skipulagsráðs Dags B. Eggertssonar, og embættismanna
munu skipulagsráðgjafar mæta á fundinn og kynna verkefnið.
Hagsmunaðilar á svæðinu eru hvattir til að mæta og
kynna sér verkefnið og ræða það.
Fundurinn verður haldinn í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
þriðjudaginn 21.mars kl 17:00.
Elliðaárvogur og nágrenni
Rammaskipulag - fundarboð
Skipulagsráð og Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur boða til
almenns fundar þar sem kynnt verður staða vinnunnar og leiðarljós
í áframhaldandi vinnu.
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur • Borgartún 3 • 105 Reykjavík • Sími 411 3000
0
HVENÆR ER LÁN LÁN?
Hádegisfundur í Háskólanum í Reykjavík
Laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík standa fyrir
hádegisfundi mánudaginn 20. mars 2006 kl. 11:50 - 13:00
í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, undir
yfirskriftinni:
Hvenær er lán lán?
Tilefni: Nýfallinn dómur héraðsdóms Reykjavíkur í
„Baugsmálinu“.
Áslaug Björgvinsdóttir dósent við lagadeild HR og Stefán
Svavarsson dósent og forstöðumaður MSc náms við við-
skiptadeild HR fjalla um hugtakið lán í skilningi ársreikn-
ingslaga vegna nýfallins héraðsdóms í „Baugsmálinu“.
Umræður að lokinni framsögu.
Fundurinn er opinn öllum.