Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 39
MENNING
Viðar Böðvarsson
viðskiptafræðingur
og löggiltur
fasteignasali
Þjónustusími sölumanna eftir lokun 694 1401
Langholtsvegur 43-47
Þrjár lóðir við Langholtsveg sem eru samtals 1472 fm. Staðsetningin er afar góð og miklir möguleikar
fyrir hendi með breyttu og betra nýtingarhlutfalli. Lóðirnar eru við Langholtsveg 43, 45 og 47.
Langholtsvegur 43: Lóðin er skráð 472 fm og er með 471 fm byggingu sem áður hýsti útibú Lands-
banka Íslands. Inngangur á jarðhæð er að framanverðu og einnig á hlið hússins. Komið er inn í stóran
tvískiptan sal þegar gengið er inn um aðaldyrnar frá Langholtsvegi. Þar er einnig skrifstofurými. Linol-
eum-dúkur á gólfum. Einnig er innangengt frá norðurhlið hússins. Þessi hæð mælist 208,7 fm.
Efri hæðin,108,9 fm, er með skrifstofurými og linoleum-dúk á gólfi. Hæðin er undir súð en með góðri
lofthæð.
Kjallari er alls 153,4 fm og skiptist í nokkur herbergi, meðal annars eldhús/mötuneyti, peningaskáp
með stálhurð, búningsherbergi, skrifstofu, snyrtingu og geymslur. Dúkur á gólfi. Gengið er niður í kjall-
ara frá jarðhæð, en einnig er hægt að ganga inn í kjallarann að utan.
Langholtsvegur 45: Lóðin er 472 fm og hefur verið notuð undir bílastæði.
Langholtsvegur 47: Lóðin er 528 fm og á henni er 90,9 fm einbýlishús úr timbri.
Óskað er eftir tilboðum.
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is.
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Hverafold 25 - bílskúr
Opið hús milli kl. 15 og 17 í dag
Falleg 80,8 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt 21 fm bílskúr. Íbúðin
skiptist í 2 stór herb., flísalagt baðherb. m. tengi f. þvottavél, opið eld-
hús og stofu m. v-svölum og fallegu útsýni. Fallegt nýlegt parket er á
íbúðinni. Örstutt er í leikskóla, skóla og þjónustu. Fyrir 2-3 árum var
húsið málað ásamt því að stigagangur var málaður og teppalagður.
Verð 21,5 millj.
Birna og Sigurður taka vel á móti gestum í dag milli kl. 15 og 17.
Bjalla merkt 02-02
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Falleg og björt 3ja
herbergja íbúð á
3. hæð í lyftuhúsi.
Stórar suðursvalir -
mjög gott útsýni.
Húsið var málað að
utan fyrir ca 3 árum.
Snyrtileg sameign.
Sonja tekur á móti
gestum. V. 15,8 m.
7213
KRUMMAHÓLAR 2
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-15
Í DAG mun Ólafur Ingi Jónsson, for-
vörður á Listasafni Íslands, halda er-
indi um möguleika við forvörslu mál-
verksins Kona frá Súdan, eftir
Gunnlaug Blöndal. Ólafur Ingi mun
taka til umfjöllunar áleitnar spurn-
ingar varðandi forvörslu og viðgerðir
listaverka með hliðsjón af umræddu
verki.
„Gunnlaugur málaði verkið árið
1927 en eftir eldsvoða í kringum 1960
fékk hann það til viðgerðar. Hann
breytti verkinu örlítið í viðgerðinni og
ég mun fjalla um þessar breytingar,“
segir Ólafur Ingi. „Breytingarnar eru
þannig að hann
raunverulega fær-
ir myndina nær
1960, hann gerir
við hana eins og
hann er að mála
þá og það eru stíl-
breytingar líka.
Tækni lista-
mannsins er mjög
ólík á þessum
tveimur tímabil-
um og það kemur saman í verkinu.
Ég mun velta fyrir mér hvert sé hið
raunverulega verk og hvort hægt sé
að nema í burtu þessa yfirmálningu
og hvort það sé siðlegt, sem leiðir til
spurningarinnar hvað sé nauðsynlegt
út frá forvörslu verksins.“
Hann segir forvörslu snúast um að
gera við og sjá um að verk skemmist
ekki. „Forvarsla gengur út á það að
breyta engu heldur að koma því heim
og saman sem aflaga hefur farið. Það
er grundvallar-siðaregla forvarða.“
Myndlist | Ólafur Ingi Jónsson heldur erindi um forvörslu
Málverk frá tvennum tímum
Erindi Ólafs Inga hefst kl. 14 í
Listasafni Íslands. Aðgangur er
ókeypis.
Ólafur Ingi
Jónsson
ÞAÐ ER dálítið skrýtið að uppgötva
aldur sinn þannig að maður sé að
hlýða á tónleika hljóðfæraleikara 40
árum eftir að hafa hlýtt á hann í
fyrsta skipti, svo maður tali ekki um
50 árum síðar eins og kom fyrir mig
á dögunum er ég hlustaði á Erling
Blöndal Bengtsson flytja frábær-
lega vel sellókonsert Jóns Nordal
með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Skrýtnast af öllu er þó það hvað
manni finnst vera stutt síðan þessir
hlutir í fyrndinni gerðust og þó allra
merkilegast að finnast hljóðfæra-
leikararnir eftir allan þennan tíma
hafa aldrei verið betri.
Þannig greip leikur Jónasar Ingi-
mundarsonar mig í Laugarborg
sunnudaginn góða, og ég hafði á til-
finningunni að hrífandi flutningur
hans í tilefni af fjörutíu ára einleik-
araferils síns bæru ekki eingöngu
góðum píanista fagurt vitni heldur
miklu frekar gerði tímann mark-
lausan og gamla sögu nýja.
Sögurnar sem Jónas sagði og
söng voru ekki af verri endanum
eftir þá Mozart, Beethoven, Schu-
mann og Brahms þegar þeir voru á
aldrinum 21 árs til 33 ára, Schu-
mann þeirra yngstur og Beethoven
elstur.
Fyrsta sagan var sónatan í A-dúr
eftir Mozart. Hún var trúlega samin
í München í byrjun árs 1781 eða í
Vín þá um vorið. Mozart átti þá mik-
illi velgengni að fagna, óperan
Idomeneo hafði fengið góða dóma
og viðtökur í München, þar sem hún
hafði verið frumflutt í janúar sama
ár og fleiri öndvegisverk runnu
fram eins og glaður fjallalækur, þar
með talinn óbókvartettinn og són-
öturnar KV 330 - 332. Þessum glað-
beittu en ofurblíðu einkennum
verksins var vel til skila haldið af
Jónasi.
Í blíðu og stríðu hljómaði svo
næsta frásögn, þar sem Jónasi tókst
í senn að draga fram baráttu storms
og blíðalogns í sónötunni, sem kennt
er við ástríðuna, apassionata.
Sónatan var samin 1804 á miklu
afreksskeiði í tónsmíðum Beetho-
vens. Hann hafði þá samið sinfón-
íuna nr.3, Eroica, og mikill sig-
urandi og tilfinningahiti fylgir
öðrum verkum frá þessum tíma eins
og umræddri sónötu op. 57.
Í nóvember 1831, á sama tíma og
Schumann háði átakanlega innri
baráttu vegna handarmeins og viss-
unnar um að draumurinn um að
verða píanósnillingur mundi ekki
rætast kom út fyrsti ljóðasveigur
hans fyrir píanó, Papillon op.2.
Og jafnvel það verk eitt hefði
haldið nafni Schumanns á lofti sem
eins af snjöllustu píanótónskáldum
19. aldarinnar. Verkið er samsett úr
12 þáttum og reynir svo sannarlega
á öll þolrif góðs píanóleikara.
Jónasi tókst með ágætum að nota
hið fjölbreytta litróf tilfinningaskal-
ans í verkinu, og náði bæði að túlka
hið innhverfa og einnig hina „flór-
estönsku“ úthverfu (sbr. Florestan
og Eusebius).
Það fór svo vel á því að Brahms
kórónaði tónleikana og hans verk
frá 1862, Tilbrigði og fúga op. 24 við
stef Händels yrðu einskonar eft-
irmæli eftir Schumann, hinn mikla
vin og velgjörðarmann Brahms.
Þetta verk er eins og mörg önnur
verk Brahms, eins konar dæmi um
alla þá kunnáttu og tækni sem hægt
var að beita í tónsmíðum og flutn-
ingi á þeim tíma og þar er sko sann-
arlega bikarinn drukkinn í botn. En
við bætist svo allri fullkomnuninni í
tækninni listnæmi sem lyftir verk-
unum á vængi glitskýja. Jónasi
tókst að halda verkinu vel saman og
fá það til að flæða af smekkvísi og
miklu öryggi. Í 25 tilbrigðum er
Brahms kominn út fyrir ýtrustu
tæknilegar kröfur, en Jónas lét það
ekkert á sig fá og komst af miklum
myndarskap að endamarki. Leik
hans var ákaft fagnað og þakkaði
Jónas með þremur píanólögum eftir
Mozart frá barnæsku.
Það er mikið þakkarefni að fá að
upplifa slíka afmælisveislu og hægt
að óska sjálfum sér til hamingju
með það!
Takk Jónas, takk!
Á fertugu flugi
TÓNLIST
Tónlistarhúsið Laugarborg
Mozart: sónata í A-dúr KV 331; Beetho-
ven: sónata í f-moll op. 57 (Apassio-
nata); Schumann: Papillion op. 2;
Brahms: Tilbrigði og fúga um stef eftir
Händel op. 24. Jónas Ingimundarson, pí-
anó. Sunnudaginn 12. mars 2006, kl. 15.
Píanótónleikar
Jón Hlöðver Áskelsson