Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 40
40 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MARGIR telja það mistök að ekki
var unnið með þeim hætti við nýtt
tónlistarhús allra landsmanna, að
allur helsti óperuflutningur færi þar
fram. Ég er því sammála og veit að
með þriggja sala byggingu hefði
fengist farsæl lausn enda margir
aðrir er nýtt geta sal, svið og hljóm-
sveitarhluta sem óperur og söng-
leikir útheimta. En „gert er gert og
búið það sem búið er eins“, og segir í
leikritinu. Um lausina sem liggur í
loftinu, þ.e. óperuhús á safna- og
menningarreitnum í Kópavogi, ætla
ég ekki að fjalla að þessu sinni, nema
að einu leyti. Ef dæma má af grein í
Morgunblaðinu velta einhvejir
Kópavogsbúar fyrir sér hvort bygg-
ingin eigi heima þar sem gert er ráð
fyrir henni og, það sem mér þykir
svaravert í bili, hve margir hafi
áhuga á svona tónlist og hvort „borgi
sig“ nokkuð að byggja óperuhús eða
reka starfhæfa óperuheild í landinu.
Fullt af aurum
Engar kannanir eru til um áhuga
Íslendinga á óperum eða íslenskum
óperuflutningi, ekki frekar en menn
hafa kannað áhuga á tónlist sem Sin-
fóníuhljómsveit Íslands og ein-
hverjir tugir annarra hljómsveita
(stórra og smárra) flytja árlega. Hitt
veit ég að ársvelta tónlistargeirans
er að lágmarki 7 millj-
arðar króna. Svo segir
Ágúst Einarsson pró-
fessor eftir töluverðar
hagrænar rannn-
sóknir. Gleymum því
ekki að íslensk ópera
og söngnám hefur get-
ið af sér tugi söngvara
sem vinna í útlöndum.
Ekki amaleg útrás.
Góð aðsókn
Svo skoða megi
áhuga landsmanna á
fyrirbærinu ópera má
taka fyrsta skref með
því að líta á aðsókn að
óperusýningum og flutningi óperu-
tónlistar á alls konar tónleikum
hljómsveita og söngvara/einleikara.
Hún er afar góð og í stórum dráttum
er uppselt á allar helstu óperu-
sýningar. Íslenska óperan „af-
greiðir“ 3.500-4.500 manns með
hverri óperuuppfærslu en sýningar
mega helst ekki vera nema 10 per
óperu því ella verður tapið (ávallt
fyrirséð vegna of fárra sæta sem
hægt er að fylla) of mikið. Óperumiði
er hlutfallslega ódýr á Íslandi. Svo
er unnt að líta til Evrópu. Nánast
alls staðar er aðsókn á uppleið. Af
hverju? Af því þetta sérstæða sam-
bland tónlistar, leiklistar og söngs
hrífur í nútímanum og
nýir söngleikir og óp-
erur vitna um að grein-
in er ekki stöðnuð.
Vissulega fá óperuperl-
urnar að njóta sín líka,
rétt eins og menn
verða ekki leiðir á mál-
verkum da Vincis,
grískum arkitektúr eða
bókinni um Ahab og
Moby Dick. Aðsókn
hér mun einnig aukast
enn og aftur og æ fleiri
erlendir gestir fá
áhuga á að sjá óp-
eruuppfærslur á Ís-
landi. Með mörgum þúsundum
óperugesta á ári gengur dæmið upp.
En auðvitað þarf að hyggja að því að
Óperan, leikhús og hljómsveitir loki
ekki fyrir alla starfsemi á sumrin.
Þar tapast gestir og ekki vanþörf á
að skoða málið.
Öskubuska er fín
Nýafstaðnar sýningar á hinni
gömlu Öskubusku Rossinis í Ís-
lensku óperunni sönnuðu að fyr-
irtækið er á góðri siglingu. Aftur
staðfesti fólkið þar að við getum
haldið úti þessu listformi, í þetta
skipti með því að gæða stykki frá
1816 þrótti og lífi með sætum flutn-
ingi sem hefði sómt sér í mörgu er-
lendu óperuhúsinu. Sumar sýning-
anna sem ég hef séð náðu enn
lengra, t.d. Macbeth eftir Verdi og la
Bohemé eftir Puccini.
Svo er orðið ljóst að svokölluð
Óperudeigla fæðir af sér nýjabrum
sem óskað var eftir þegar gagnrýnin
umræða hófst um verkefnaval
Óperunnar. Hið opinbera mun
áfram styðja við þessa menningu.
Það er tilhlýðilegt við svo margt,
sem skiptir marga en ekki endilega
alla máli, en telst samt mikilvægt
fyrir sjálfsmynd þjóðar, menntun
eða aðhlynningu í siðuðu samfélagi.
Og fínir íslenskir söngvarar munu
koma að utan til að syngja með, eins
og Einar Guðmundsson gerði í
Öskubusku, erlendir söngvarar
sömuleiðis, eins og stundum áður.
Kurt Kopecky, tónlistarstjóri Óper-
unnar, sá snjalli músíker, hefur
framlengt samning sinn. Þegar allt
kemur til alls get ég fullvissað Kópa-
vogsbúa sem og aðra að Óperan er
alveg á garð setjandi, hún er engin
venjuleg Öskubuska.
Óperan lifir
Ari Trausti Guðmundsson
fjallar um tónlist ’...Óperan er alveg ágarð setjandi...‘
Ari Trausti
Guðmundsson
Höfundur er jarðeðlisfræðingur og
áhugamaður um tónlist.
Rofabær - Reykjavík
Nýkomin í einkasölu sérlega
falleg björt ca 60 fm íbúð á 3.
hæð (efstu) í litlu fjölbýli. Sér-
inngangur, s-svalir, parket.
Góð staðsetning. Verð 14,9
millj.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Hraunbrún - Hf.
Þvottahús/efnalaug. Höfum
fengið í einkasölu rótgróna
efnalaug/þvottahús ásamt
fasteigninni Hraunbrún 40
þ.e. ca 250 fm einb/tvíb. sem
skiptist þannig: Jarðhæð og
bílskúr (hluti af efnalaug) þar
sem efnalaug er til húsa, efri
hæð og ris. Aðalhæð sérinn-
gangur, stofa, borðstofa, eld-
hús, svefnherb., sjónvarpshol
o.fl. Ris 4 svefnherb. o.fl. Góð staðsetning, miklir möguleikar, góð
húseign, húseign og fyrirtæki selt saman. Rótgróið fyrirtæki. Upplýs-
ingar gefur Helgi Jón á skrifstofu.
Daggarvellir - Hf. - 5 herb.
Glæsileg 133,9 fm íbúð m. sér-
inng. og séreignarlóð. Góður
sérinngangur. Forstofa. Gott
forstofuherbergi, geymsla
með glugga, hol. Eldhús opið
inn í bjarta stofu og borð-
stofu, gott sjónvarpshol,
glæsilegt baðherbergi, tvö
góð barnaherbergi með skáp-
um, gott hjónaherbergi og
þvottahús. Glæsilegar innrétt-
ingar og gólfefni. Afgirtur stór sólpallur. Verð 30,4 millj.
Suðurhlíðar Kópav. - Sérh.
Glæsileg efri sérhæð við Gnípuheiði í Kópavogi, klasahús, (endaíbúð),
samtals 144,3 fm, sérinng., forstofa, skápur, flísar. Sjónvarpssk., björt
stofa, útgangur út á suðursvalir. Glæsilegt eldhús með vönduðum
innr., flísar á gólfi í eldhúsi og á milli skápa, vönduð tæki í eldhúsi.
Bjartur útsýnisskáli við eldhús, útgangur út á svalirnar. Gott þvottah.
með skápum og vaskaborði. Mjög fallegt baðh., baðkar með sturtu,
góður sturtuklefi, vönduð innrétting, flísar á gólfi og veggjum,
gluggi. Rúmgott svefnh. með skáp upp í loft. Tvö góð barnaherb.
Parket á gólfum stofu, sjónvarpsskála og herbergjum. Hiti í gólfi út-
sýnisskála og baðherbergi. Góður bílskúr, rúmgóð sérgeymsla í sam-
eign. Óvenju glæsilegt útsýni. Frábær staðsetning. Myndir á netinu.
Verð 37,9 millj.
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali
Til leigu er stór hluti húsnæðis sem nú þegar er vel þekkt á Reykjavíkursvæðinu. Nýir eigendur hafa gert um-
talsverðar breytingar á húsinu ásamt því að byggja nýja hæð á húsið að hluta. Einnig hefur lóðin verið endur-
skipulögð m.t.t. þess að fjölga bílastæðum. Að utan verður húsið álklætt með hvítu áli og allt útlit fært í nú-
tímalegra form. Að innan verður leitast við að hafa húsnæðið látlaust en aðlaðandi og bjart. Í húsinu verður
lyfta sem getur flutt sjúkrarúm. Óþarft er að benda á gott aðgengi fyrir fatlaða. Loftræstikerfi verða fullkomin
auk loftkælingar. Arkitekt er Tryggvi Tryggvason.
Húsnæðið er vel staðsett með tilliti til samgangna og gott aðgengi frá öllum bæjarhlutum um stórar umferðar-
æðar. Einnig ganga almenningsvagnar að svæðinu m.a. úr Vesturbæ, frá Lækjargötu, Hlemmi og Mjódd.
Hluti húsnæðisins hefur verið ráðstafað fyrir heilbrigðistengda starfsemi og er það von eigenda að slík starf-
semi verði sem mest ráðandi í húsinu.
Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson á skrifstofu Húsakaupa eða í síma 840 4049.
ÁLFTAMÝRI 1-5
TIL LEIGU
Til leigu Hlíðasmára, Kópavogi
6 hæða verslunar-, þjónustu- og skrifstofubygging
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
www.valholl.is
Jarðhæð - verslun og þjónusta 324 fm.
2.-6. hæð - skrifstofur og þjónusta 324 fm hver hæð.
Mögulegt er að skipta hverri hæð upp í 2-4 einingar.
Húsnæðið afhendist fullbúið þ.e. með kerfisloftum, dúk á
gólfum, 4-6 herb. á hverri hæð. Veggir málaðir í ljósum
lit. Sameign fullbúin með lyftu. Fullbúið að utan.
Mjög góð framtíðarstaðsetning á einum besta stað í
Smáranum, efst við Hlíðasmára, glæsilegt útsýni.
Mjög góð bílastæði eru við húsið. Húsið er mjög áberandi
og er aðgengi og staðsetning mjög góð.
Húsnæðið afhendist í september 2006.
Leiguverð: Óskað er eftir tilboði í leiguverð.
Byggingaraðili er Gissur og Pálmi ehf.
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242
Sími 588 4477