Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UNDIRRITAÐUR bjó í Gufudal
frá 1952 til 1989. Ég ætla nú að rifja
upp hvernig færð og samgöngum var
háttað við sveitina á þeim tíma.
Fyrstu árin byggðust þær á sjóflutn-
ingum. Flóabátur gekk með vörur úr
Flatey á allmarga viðkomustaði.
Enginn bryggja var til og varð að róa
í land og flytja síðan vörurnar á
baggahestum heim.
Síðar var byggð
bryggja á Kleifastöðum
og kom flóabáturinn
Baldur með vörur
þangað stöku sinnum.
Hjallaháls lokaðist
vanalega í fyrstu snjó-
um á meðan vegurinn
lá yfir Vörðufell og nið-
ur í Krossgil.
Þá var ekki um opn-
un að ræða fyrr en
snjóa tók að leysa. Að
vorinu var lokað vegna
aurbleytu. Upp úr 1980
var svo endurbyggður vegur yfir
hálsinn. Í snjóavetrum setti mikinn
snjó á þennan veg, aðallega í Mýr-
arlundi og einnig mjög víða vestar í
sveitinni. Það mátti moka stöku sinn-
um ef lítill snjór var. Annars var ekki
um reglulega opnun að ræða. Í snjó-
þungum vetrum var oftast lokað í
margar vikur, en skólabílar og póst-
ur brutust áfram þegar veður leyfði.
Minnisstæðastir eru veturnir
1983, 1989, 1990 og 1995. Þá voru
víða „stórar þiljur“ á láglendi. Þegar
tíðarfar batnaði var send ýta til að
troða braut í snjóinn og taka af hlið-
arhalla. Varð þá fært að komast á vel
búnum jeppum. Bændur í Gufudal og
aðrir urðu oft að fara á ís um leir-
urnar og Gufufjörð vegna snjóa í
Barminum. Skólabílstjórar brutust
oft áfram við þessi erfiðu skilyrði.
Framan af var heimavist skólans í
notkun. Síðar var daglegur akstur
mánudaga til föstudaga. Veturinn
1995 komust börn úr Gufudalssveit
ekki í Reykhólaskóla svo vikum
skipti vegna ótíðar og ófærðar. Raf-
mangslaust var í janúar 1995 í
nokkra daga. Snjóflóð hafði brotið
staura. Kom flóðið úr Miðhúsabrún
þar sem gert er ráð fyrir vegi á D-
leið. Vegagerðin fullyrðir „að ekki sé
vitað um að snjóflóð hafi fallið á
framlögðum kostum“. Það er ekki
rétt. Í umhverfismati sem lagt var
fram til Skipulagsstofnunar ákveður
Vegagerðin að fjalla
ekki neitt um veður eða
snjóalög, en vísar á
Veðurstofuna. Það er
slæm og undarleg
ákvörðun. B-leið hefði
mikla kosti umfram
Hálsana. Á Klettshálsi
verða veður mjög hvöss
og snjór safnast fljótt.
Því er ennþá meiri
ástæða til að gera ekki
þau mistök að fara yfir
Hjallaháls. Gilsfjarð-
arvegurinn olli straum-
hvörfum. Íbúar beggja
megin fjarðar gátu átt samskipti.
Læknar í Búðardal áttu greiða leið á
heilsugæslustöðina á Reykhólum.
Rekstur Þörungaverksmiðjunnar
varð betri. Hún getur núna afgreitt
nokkra gáma á viku til kaupenda.
Áður söfnuðust upp birgðir á okuraf-
urðalánum. Umferðin margfaldaðist
og var á árunum 2001 til 2005 sem
hér segir:
5 ára meðaltal ársdagsumferðar
181, sumardagsumferð 344. Vega-
málastjóri gat þess í vígsluræðu að
framkvæmdin væri „arðbær“. Þáver-
andi samgönguráðherra Halldór
Blöndal gaf í skyn í vígsluræðu sinni
að áfram yrði haldið að þvera firði og
stytta leiðir. Þrjú dauðaslys höfðu
orðið í Gilsfirði á fáum árum áður en
vegurinn yfir Gilsfjörð opnaðist. Á
Klettshálsi var umferðin á þremur
árum 2003–2005: sumardagsumferð
142 bílar og ársdagsumferð 70 bílar.
Umferð á Hjallahálsi er mun meiri.
Fólk úr Gufudalssveit sækir alla
þjónustu, samkomur, skóla og heilsu-
gæslu yfir hálsana, auk þess sem fólk
sækir vinnu. Það er því óskiljanlegt
að heyra að það sé í lagi að fara með
veginn yfir Hálsana af því að Klett-
sháls sé aðalþröskuldurinn og mikið
veðravíti. Ábyrgðarleysi þeirra sem
leggjast gegn B-leið er mikið. Slysa-
hætta á Hálsunum er verulega meiri
t.d. í roki og hríð þegar ekki sér á
milli stika. Hálka í talsverðum halla
er hættulegri en á hallalitlum vegi.
Ég tel að það séu ansi blindir menn
sem leggjast gegn bestu leiðinni.
Vegur eftir B-leið er jafnsjálfsagður
og Gilsfjarðarvegurinn var og að
hafna henni er hrein lítilsvirðing við
íbúa og aðra sem eiga eftir að ferðast
á Vestfirði. Þó umferðarþungi sé
ekki meiri en að framan greinir
breytist það örugglega verði B-leið
valin, auk þess sem áformuð jarð-
göng undir Rafnseyrarheiði stytta
þjóðveg 60 um 25 km. Þau rök að ör-
yggi vegfarenda sé meira á D-leið
vegna meiri nálægðar við sveita-
bæina eru ósköp haldlítil. Fremri
Gufudalur t.d. er um 5 km frá D-leið
á Hofstaðahlíð, en um 7 km frá B-leið
á Melanesi. Sama mætti segja um
ferðaþjónustu. Nú þeysir samgöngu-
ráðherra um landið að kynna „fjar-
skipaáætlun“. Við sölu Símans lofaði
hann „gemsasambandi“ á stofnveg-
um. Það ætti að gilda á þjóðvegi 60.
Eyðibyggðin úr Kollafirði vestur á
Barðaströnd er hátt í 70–80 km, en
B-leið 15,5 km. Nú styttist í að kæru-
frestur renni út. Það er sjálfsögð
krafa að sveitarfélögin og vega-
málastjóri kæri úrskurð Skipulags-
stofnunar til umhverfisráðherra.
Þverun fjarða í Gufudalssveit
Kristinn Bergsveinsson fjallar
um samgöngubætur ’Ég tel að það séu ansiblindir menn sem leggj-
ast gegn bestu leiðinni.‘
Kristinn Bergs
Höfundur bjó í Gufudal
frá 1952 til 1989.
Hlíðasmári 15 • 201 Kópavogur • Sími: 585 0100
Guðmundur St. Ragnarsson - Löggildur fasteignasali
FAXABRAUT 35D - KEFLAVÍK - 5 HERB.
OPIÐ HÚS KL. 16-18 Í DAG
Stærð í fermetrum: 171,3
Fjöldi herbergja: 5
Tegund eignar: Raðhús
Verð: 21,9
Lýsing eignar:
Fallegt og mikið endurnýjað 5 herbergja endaraðhús á tveimur hæðum ásamt 39 fm bílskúr og sér-
garði. Nýlagt eikarparket á neðri hæð í stofu og borðstofu. Útgengi út í sér afgirtan garð úr stofu. Ný
eldhúsinnrétting, gott eldhús og þvottahús innaf eldhúsi. 4 góð svefnherb. á 2. hæð og baðherbergið
er mjög rúmgott með hvítum flísum á gólfi og nýlegum blöndunartækjum, nýju klósetti. Bílskúrinn er
sérlega stór með hita, rafmagni og heitu og köldu vatni. Innst í bílskúr er hólfuð geymsla með hirslum
og útgengi út í garð. Bílaplan fyrir framan bílskúr er upphitað. Nýlegt ofnakerfi í íbúð og Danfosskerfi.
Nýleg rafmagnstafla. Eignin er öll nýmáluð, veggir, loft og gluggar! Ekki missa af þessari eign. Góð eign
á góðum stað í Keflavík þar sem er stutt í alla þjónustu svo sem grunn-, framhaldsskóla, íþróttahús,
íþróttaakademíuna, matvöruverslun. !
Allar nánari upplýsingar veitir Áslaug Baldursdóttir, sölumaður í síma 822 9519.
SÍÐUMÚLI 1 - TIL LEIGU
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali.
Í mjög vel staðsettri húseign á horni Ármúla og Síðumúla er til leigu
rúmgott húsnæði sem getur hentað bæði sem skrifstofuhúsnæði og/eða
aðstaða fyrir ýmiskonar félagsstarfsemi. Rýmið, sem um ræðir, er á þriðju
hæð, sem er rishæð hússins með góðri lofthæð. Hæðin skiptist í gott 40
fm fundarherbergi, sem rúmar allt að 16 manns á fundi og síðan mjög gott
og bjart 107 fm rými sem áður var notað sem mötuneyti með bæði gafl-
gluggum og þakgluggum. Gæti nýst fyrir stærri fundi og þess háttar.
Einnig er til leigu gott geymslurými í kjallara í sama húsi.
Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson á skrifstofu Húsakaupa
eða í síma 840 4049.
Hrafnhólar - Selfoss - Parhús
Til sölu glæsilegt nýtt parhús með
innbyggðum bílskúr, samtals 160
fm. Húsið er á einni hæð. Húsið
afhendist fullbúið að utan. Klætt
að utan á vandaðan máta. Tilbúið
til innréttingar að innan afhend-
ist húsið þ.e. fullmálað. Rafmagn
fullfrágengið, hiti í gólfum, lóðin
er grófjöfnuð. Sjón er sögu ríkari.
Teikningar á skrifstofu. Róleg og
góð staðsetning. Suðursvalir.
Verð 26,9 millj.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali
Til sölu er einstaklega vel staðsettur og fallegur sumarbústaður á þessum eftirsótta stað við Flúðir. Húsið er
eitt sinnar tegundar, teiknað af Ólafi Mathiesen arkitekt. Það hefur sérstakan og skemmtilegan „karakter“ sem
skilur það að frá meginþorra sumarhúsa. Einkenni hússins er mikil og góð lofthæð í stofurými og stórir
gluggar sem gera það mjög bjart. Lóðin er innst í lokuðum botnlanga, nánast efst í hlíðinni. Hún er því
tiltölulega út af fyrir sig með opið svæði til norðurs og er stærð hennar 1/4 hektari. Norðan við landið er mjög
fallegt dalverpi með læk. Í landinu er fallegt, hæðótt landslag og töluverður og fjölbreyttur trjágróður. Aðkoma
að húsinu með göngustíg og gróðri er mjög vinaleg og skemmtileg. Húsið telst vera 50 fermetrar en gólfflötur
þess er mun meiri með manngengri efri hæð/svefnlofti.
Upplýsingar gefur Brynjar Harðarsson á skrifstofu Húsakaupa eða í síma 840 4040.
SUMARHÚS VIÐ FLÚÐIR
-Einstaklega vel staðsettur og fallegur sumarbústaður-