Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 51 AUÐLESIÐ EFNI Banda-rísk stjórn-völd ákváðu á miðviku-daginn að minnka varnar-viðbúnað mikið á Keflavíkur-flugvelli. Þyrlur og her-þotur varnar-liðsins verða fluttar í burtu fyrir lok september. Banda-ríkin hafa haft varnar-lið hér síðan árið 1951. Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra segir á-kvörðunina hafa valdið vonbrigðum. Hann hefur sent George Bush, for-seta Banda-ríkjanna, bréf og beðið Jaap de Hoop Scheffer, fram-kvæmda-stjóra NATO, að ræða á morgun við Banda-ríkja-forseta um stöðuna sem hér er komin upp í varnar-málum. Geir H. Haarde utanríki-ráðherra segir að Banda-ríkja-stjórn hafi lengi viljað flytja orrustu-vélar sínar þangað sem meiri þörf er fyrir þær en hér á landi. Í staðinn vilja Banda-ríkja-menn bjóða upp á varnar-viðbúnað sem hentar betur nýjum tímum. Geir segir að full-trúar land-anna muni hittust til að ræða hvernig Banda-ríkin geti staðið við skuld-bindingar sínar sam-kvæmt varnar-samningnum. Í við-ræðunum verður rætt sér-staklega um nánara sam-starf um varnir gegn hryðju-verkum og alþjóð-legri glæpa-starfsemi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-maður Sam-fylkingar, segir þessa niður-stöðu Bandaríkja-manna ekki koma á óvart því að N-Atlants-hafið væri öruggasti hluti heimsins í dag. Herþotur og þyrlur fara Morgunblaðið/RAX Flug-völlur varnar-liðsins. Slobodan Milosevic, fyrr-verandi for-seti Júgóslavíu, fannst látinn í fang-elsi stríðs-glæpa-- dóm-stólsins í Haag, síðasta laugar-dag. Hann var 64 ára. Krufning benti til að hann hefði dáið úr hjarta-áfalli. Milosevic var á-kærður fyrir þjóðar-morð og glæpi gegn mann-kyninu í stríðinu á Balkan-skaga, og m.a. fyrir morð á 8.000 múslímum í Bosníu. Fjöl-miðlar í Serbíu og fjöl-skylda Milosevics segja dóm-stóllinn bera á-byrgð á dauða hans þar sem hann fékk ekki að fara til Rúss-lands í læknis-- með-ferð. Milosevic sagðist daginn áður en hann dó halda að eitrað hefði verið fyrir honum. Carla Del Ponte, aðal-sak-sóknari stríðs-- glæpa-dóm-stólsins, segir þetta sögu-sagnir. Hún sagði það líka „mikla synd fyrir rétt-lætið“ að Milosevic skyldi hafa dáið áður en réttar-höldunum lyki. Það svipti fórnar-lömbin rétt-læti sínu. Milosevic hefur verið lýst sem ó-freskju í manns-mynd. Hann stóð fyrir 4 styrj-öldum á Balkan-skaga, sem kostuðu um 200.000 manns lífið og 3 milljónir misstu heim-ili sín. Milosevic iðraðist aldrei og sagðist stoltur af gjörðum sínum. Stuðnings-menn Milosevics eru reiðir yfir því að hann hafi ekki fengið opin-bera viðhafnar-útför, en hann var jarð-settur í gær í heimabæ sínum Pozarevac. Slobodan Milosevic látinn Reuters Stuðnings-menn Milosevics við kistu hans í Byltingar-safn- inu í Bel-grad. Á miðviku-daginn fóru fram upp-tökur á mynd-bandinu við lagið „Til ham-ingju Ísland“ með Silvíu Nótt. Eins og allir vita keppir lagið fyrir hönd Íslands í Evró-visjón söngva-kepninni sem haldin verður í Aþenu 18. og 20. maí næst-komandi. Tökur fóru fram í Loft-- kastalanum í Reykja-vík og þeim stjórnaði Gaukur Úlfarsson. Hann var einnig samstarfs-maður Silvíu Nóttar við gerð sjónvarps-- þáttanna „Sjáumst með Silvíu Nótt“, auk þess sem hann samdi textann við lagið ásamt Silvíu Nótt. Þema mynd-bandsins er að „tíundi ára-tugurinn sé hinn nýi níundi ára-tugur“, og skiptir Silvía Nótt oft og mörgum sinnum um búninga á þeim 3 mínútum sem lagið er. Í mynd-bandinu fær Silvía Nótt auðvitað að-stoð frá vinum sínum Pepe og Romario, en einnig frá Ís-lenska dans-- flokknum. Mynd-bandið verður frum-sýnt hér á landi um miðjan apríl-mánuð. Silvía Nótt gerir mynd-band Morgunblaðið/Brynjar Gauti Silvía Nótt og vinir í góðum gír á töku-stað. Héraðs-dómur Reykja-víkur sýknaði á miðviku-daginn alla sex ákærðu í Baugs-málinu, af öllum átta ákæru-liðum. Jón Gerald Sullenberger var lykil-vitni ákæru-valdsins í ákæru vegna tolla-laga-brota. Fram-burður hans þótti ekki sann-færandi þar sem vitað er að hann ber þungan hug til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl-skyldu hans. Banda-rískur bíla-sali, Ivan G. Motta, þótti heldur ekki trú-verðugt vitni. Þau sönnunar-gögn sem ákæru-valdið lagði fram í málinu, þóttu ekki vega upp ótrú-verðug-leika vitn-anna. Héraðs-dómur féllst heldur ekki á að fjórir á-kærðu hefðu sett fram rangar upp-lýsingar í árs-reikningum Baugs. Lánin sem forsvars-menn Baugs fengu frá félaginu, þóttu ekki eigin-leg lán. Sigurður Tómas Magnússon, settur sak-sóknari í málinu, segir að á næstu vikum verði á-kveðið hvort á-frýjað verði til Hæsta-réttar, og hvort gefin verði út ný á-kæra í þeim 32 liðum sem vísað var frá dómi. Hreinn Loftsson, stjórnar-formaður Baugs, segir að nú verði kannað hvort hægt sé að krefjast skaða-bóta frá yfir-völdum. Allir sýknaðir Morgunblaðið/ÞÖK Sigurður Tómas svarar frétta-mönnum. Samkomu-lag um vatna-lög Samkomu-lag náðist á þriðjudags-kvöld milli allra þing-flokka um frum-varpið til nýrra vatna-laga. Gildis-töku laganna er frestað til 1. nóvember 2007. Sam-fylkingin segist ætla að beita sér fyrir því að leitað verði sátta um breyt-ingar á lögunum eftir næstu kosningar. Vinstri hreyfingin – grænt fram-boð mun reyna að fá lögin af-numin. Eldur á Breiðdals-vík Á þriðju-daginn varð mikill eldur laus í frysti-húsinu á Breiðdals-vík. Tók 14 klukku-stundir að slökkva eldinn. Lík-legt er að bilun hafi orðið í rafmagns-búnaði tengdum dælunum. Miklar skemmdir urðu á eldri hluta hússins, m.a. er allt í véla-salnum ónýtt. Stefnt er að því að hefja starf-semina á ný strax eftir helgi, en þar starfa um 40 manns. Stúdentar mót-mæla Franska þingið sam-þykkti ný-lega lög um 2 ára ráðningar-samninga við fólk undir 26 ára aldri, þar sem vinnu-veitendur geta rift samningnum fyrir-vara-laust. Hundruð þúsundir stúdenta um allt Frakk-land hafa mótmælt lögunum. Lögreglan hefur hand-tekið mót-mælendur, beitt tára-gasi og öflugum vatnsdælum á þá, en þeir svara með því að kasta grjóti í lög-reglu og kveikja í bílum. Taka þarf á for-dómum Rio Ferdinand, mið-vörður Manchester United og enska lands-liðsins, segir að nú þurfi Alþjóða-knattspyrnu-sam- bandið, FIFA, og Knatt-- spyrnu-samband Evrópu, UEFA, að taka kynþátta-fordóma á knatt-spyrnu-völlum föstum tökum. Hingað til hafi verið tekið á málum með silki-hönskum. Stutt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.