Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 54

Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 54
54 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Málfríður Hann-esdóttir fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1920. Hún andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík 8. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Andrea Kristín Andrésdóttir og Hannes Jónsson kaupmaður í Reykjavík. Móðir Málfríðar lést sama dag og hún fæddist og tók hálfsystir móður hennar, Málfríður Jónsdóttir, hana að sér sem sína dóttur. Síðari kona Hannesar Jónssonar var Ólöf Guðrún Stefánsdóttir og áttu þau saman ellefu börn. Hálfsystkini Málfríðar eru: Sveinbjörn, Stefán, Pétur, Sesselja, Ólafur Hannes, Andrea Kristín, Björgvin, Jóhann, Jón Stefán, Sigurður Ágúst og Þorbjörg Rósa. Fyrri maður Málfríðar Jóns- dóttur var Gunnar Þórðarson kaupmaður, d. í Kaupmannahöfn 1926, þau áttu þrjá syni, Jón og Þórleif, sem dóu í frumbernsku, og Kristin hæstaréttarlögmann, f. 10. september 1919. Síðari maður hennar var Kol- beinn Högnason skáld og bóndi í Kollafirði, d. 1949. Þau bjuggu í Kolla- firði á Kjalarnesi til ársins 1943 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Mál- fríður var síðari kona hans. Börn þeirra eru Gerður kennari, f. 3. apríl 1932, og Gunnar kennari, f. 16. febr- úar 1937. Börn Kol- beins með fyrri konu sinni, Guð- rúnu Jóhannsdóttur kennara, voru Helga, Kolbeinn, Björn og Unnur. Málfríður útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík 1939. Hún starfaði um tíma á skrifstofu Sveinbjörns Jónssonar og Gunnars Þorsteinssonar hæstaréttarlögmanna en lengst vann hún við símavörslu í Búnað- arbanka Íslands. Þar starfaði hún þangað til hún fór á eftirlaun. Síð- ustu fjögur árin dvaldist hún á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Málfríðar var gerð frá Lágafellskirkju 14. mars, í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Við Málfríður Hannesdóttir eða Fríða Hannesar eins og hún var jafn- an kölluð vorum systkinabörn. Faðir minn og móðir hennar, Andrea Kristín Andrésdóttir, voru hálf- systkin, sammæðra. Andrea Kristín dó sama dag og Fríða fæddist og gekk Málfríður Jónsdóttir föður- systir mín henni í móður stað og leit Fríða ætíð á hana sem móður sína og börn hennar sem systkini sín. Fríða dáði líka Hannes föður sinn og var hreykin af húnvetnskum uppruna sínum. Hún hafði síðar meir gott samband við hálfsystkini sín og Ólöfu móður þeirra. Ég minnist Fríðu fyrst þegar ég átti heima á Marargötunni og í sumarbústaðnum í Ártúnsbrekku, Litla koti. Fríða var 8 árum eldri en ég og fékk oft að gæta mín og gerði það af mikilli sam- viskusemi og var ætíð afar góð við mig. Ég var svo heppinn að eiga margar frænkur á barnapíualdri sem kepptust um að passa mig. Þær áttu einkum að gæta þess að ég færi mér ekki að voða í Elliðaánum. Ég man eftir að við Fríða fórum stund- um upp í Árbæ til Margrétar og Kristjönu sem bjuggu þar. Þær gáfu okkur oft límonaði. Fríða hélt því stundum fram að ég hefði verið erf- iður og óþekkur sem barn en mér er ekki grunlaust um að hún hafi haft skömm og gaman af prakkarastrik- um mínum og jafnvel alið á þeim því að hún var alltaf til í eitthvað sprell. Mér finnst ég enn geta heyrt tístandi hlátur hennar þegar ég gerði eitt- hvað af mér. Ég man vel eftir Fríðu frá árunum sem hún bjó í Kollafirði. Það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja ættingja og vini í Kolla- firði. Þar var ætíð góður andi, jafn- ræði með húsráðendum, mikið af ungu og skemmtilegu fólki og þar undi hún sér afar vel við leik og störf. Hún hjálpaði mömmu sinni og gætti systkina sinna Gerðar og Gunnars. Náin og gagnkvæm vinátta var líka alltaf milli hennar og Kristins bróður hennar sem var ári eldri en hún og eins barna Kolbeins af fyrra hjóna- bandi, einkum Björns sem var á sama aldri og hún og gekk með henni í skólann á Klébergi. Fríða fór í Kvennaskólann í Reykjavík árið 1935 og útskrifaðist árið 1939. Þau ár sem hún var í Kvennaskólanum og oft endranær bjó hún hjá náfrænku okkar Þuríði Kolbeinsdóttur, sem við kölluðum Æju, og eiginmanni hennar Gretari Ó Fells lögfræðingi og rithöfundi á Ásvallagötu 14. Þau hjón voru barn- laus og litu næstum á Fríðu sem dóttur sína. Ég minnist þess hve gaman var að koma með Fríðu á Ás- vallagötuna og njóta gestrisni og hlýju þeirra Æju og Gretars. Fríða giftist ekki og átti enga af- komendur en hún var systkinabörn- um sínum og þeirra börnum eins og besta móðir og aðstoðaði þau á margvíslegan hátt. Hún naut þess að sjá til með yngri frændum og frænk- um og þegar þau uxu úr grasi komu alltaf nýir árgangar til sögunnar og alltaf var Fríða tilbúin að sjá til með þeim. Fríða var glaðlynd, hún var fíngerð og hæversk í framkomu. Hún var vel lesin einkum í þjóðleg- um fræðum og hafði góða kímnigáfu en gat þó verið dálítið gráglettin þegar svo bar við. Árið 2002 fékk hún inni á Hrafn- istu og undi hag sínum mjög vel. Hún kynntist þar mörgu áhugaverðu fólki og þar naut hún sérstaklega góðrar aðhlynningar. Eins sýndi mágkona hennar, Svanfríður Kr. Guðmundsdóttir, henni sérstaka ræktarsemi. Heilsu Málfríðar fór mjög hrakandi einkum sjóninni og heyrnin dvínaði stöðugt. Ég og fjöl- skylda mín þökkum Fríðu fyrir að hafa verið til. Jón Sveinbjörnsson. MÁLFRÍÐUR HANNESDÓTTIR Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði                                                  !"#  ! $  "%%# &      '              (! )) (  &  ((    *  )  )  +      ,    (( -     . (    .      '  !  /   .  .  !       .!0    .   (  '  '  !  1   '   . !    0       ,.  !--2         1343 "5%% 6'(  343 "5%7     1 8 .  4 7%3 9'   :! --2  0    !   !: 1 !""###$  $ ;--2     < /.  '$   '    (      (  ) ((! 7=4=  '   (     .    9'  0-              0       '  7- "%%# Þökkum samúð og vinarhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA PÁLSSONAR fyrrv. leigubílstjóra, Hólmgarði 56, Reykjavík. Sjöfn Helgadóttir, Valur Helgason, Harpa Bjarnadóttir, Sævar Helgason og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR MAGNÚSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Kirkjuvegi 11. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild 2B á Hrafnistu. Kolbrún Vilbergsdóttir, Fanney Eva Vilbergsdóttir, Gísli Haraldsson, Þóra Vilbergsdóttir, Júlíus Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI KRISTINSSON, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 14. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 22. mars kl. 14. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á dvalarheimilið Höfða. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Edda Árnadóttir, Hallgrímur Eðvarð Árnason. Ástkær eiginkona mín, mamma, tengdamamma, amma og langamma, SIGRÚN GRÉTA GUÐRÁÐSDÓTTIR, Dalbraut 16, Reykjavík, sem lést á Landspítala Hringbraut fimmtudaginn 9. mars, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 13.00. Sigurjón Ágústsson, María Hrund Sigurjónsdóttir, Jafet Óskarsson, Guðráður Jóhann Sigurjónsson, Unnur Ólöf Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, KARLS NÍELSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Hrafnistu fyrir góða umönnun. Þorsteinn Karlsson, Hanna B. Herbertsdóttir, Ólafur G. Karlsson, Ásdís Karlsdóttir, barnabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.