Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 67

Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 67
Sýnd kl. 10 - Allra síðustu sýningar Sýnd kl. 8 EIN ATHYGLISVERÐASTA MYND ÁRSINS SUM ERU HÆTTULEGRI EN ÖNNUR ALLIR EIGA SÉR LEYNDARMÁL Rolling Stone Magazine Kvikmyndir.com eeee Roger Ebert Empire Magazine ee e Topp5.is eeee GOYA VERÐLAUNIN Besta Evrópska myndin Scarlett Johansson Jonathan Rhys Meyers MATCH POINT Sýnd kl. 8 og 10:15 Ein besta mynd Woody Allen Sýnd kl. 2, 4 og 6 TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 18 krakkar. Foreldrarnir. Það getur allt farið úrskeiðis. Sýnd kl. 2, 4 og 6 eee S.V. Mbl. ALLRA SÍÐASTA SÝNINGARHELGI VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA SÝNUM VIÐ ÞESSA STÓRKOSTLEGU VERÐLAUNAMYND AFTUR. EINGÖNGU UM HELGINA 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU eeee „…listaverk, sannkölluð perla“ DÖJ – kvikmyndir.com Sími - 551 9000 Vinsælasta myndin á Íslandi 2 vikur í röð BEYONCÉ KNOWLES STEVE MARTINKEVIN KLINE JEAN RENO BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI RACHEL WEISZ G.E. NFS e e e M.M.J. Kvikmyndir.com e e e S.K. DV e e e Ó.H.T Rás 2 e e e e L.I.B. - topp5.is Bleiki demanturinn er horfinn og heimsins frægasta rannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu… Big Momma´s House 2 kl. 4, 6.50, 9 og 11.10 Rent kl. 2.40 og 5.20 B.i. 14 ára Capote kl. 5.30 og 8 B.i. 16 ára Constant Gardener kl. 2.40 og 10.20 B.i. 16 ára HINSEGIN BÍÓDAGAR Hetjur-nasistar kl 4 Strákar-strákum kl 6 Í gini rokksins kl 8 Transamerica kl 8 Síðari dagar kl 10 Brokeback Mountain kl 10.15 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu eee Kvikmyndir.com eee Kvikmyndir.is eee RollingSTone eee Topp5.is eeee Topp5.is eee kvikmyndir.com eee A.B. Blaðið eeee S.K. / DV -bara lúxus MARTIN LAWRENCE Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM 200 kr. afsláttur fyrir XY félaga www.xy.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 67 HINN þekkti danski leikari Lars Brygmann kom hingað til lands í vik- unni, en hann leikur lítið en mik- ilvægt hlutverk í kvikmyndinni Köld slóð sem nú er verið að gera í leik- stjórn Björns Brynjúlfs Björnssonar. Brygmann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið í kvikmyndinni Festen, auk þess sem hann lék í sjónvarps- þáttunum Forsvar sem sýndir voru hér á landi við töluverðar vinsældir. Allar senur sem Brygmann kemur fram í í myndinni voru teknar í Búr- felli og hann var þar þá þrjá daga sem hann var staddur hér á landi. „Ég kom til landsins seint um kvöld og var keyrður beint upp í Búrfell í myrkri, þannig að ég sá ekki neitt,“ sagði Brygmann, sem var á leiðinni aftur til Danmerkur þegar blaðamað- ur náði tali af honum. „Við erum á leiðinni út á flugvöll núna, en ég er með mjög elskulegan bílstjóra sem sýnir mér eitt og annað. Núna sé ég allavega eitthvað, þótt það sé reyndar hellidemba.“ Hrifinn af handritinu Brygmann segir nokkuð langt síð- an honum var boðið að leika í mynd- inni. „Það var fyrst haft samband við mig fyrir um ári síðan og ég spurður hvort ég vildi leika í íslenskri kvik- mynd. Ég samþykkti það en svo gerðist ekkert þangað til fyrir um mánuði síðan er það var hringt í mig aftur og ég spurður hvort ég gæti komið. Ég las handritið og sagði svo já,“ segir hann. „Ég þarf ekkert að tala í myndinni sem er mjög gott, enda leik ég ís- lenskan bónda. Það hefði samt getað orðið fyndið ef ég hefði þurft að læra eitthvað í íslensku,“ segir Brygmann og bætir því við að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann þurfi ekkert að segja í hlutverki sínu. „Það hefur gerst áður og það var líka í erlendri mynd. Mér finnst betra að tala ekk- ert þegar ég leik í myndum sem eru ekki á dönsku, annars ætti ég á hættu að gera mig að fífli. En venjulega tala ég mjög mikið í mínum hlutverkum.“ Brygmann segist hafa hrifist mjög af handriti myndarinnar. „Ég hefði aldrei samþykkt að leika í myndinni ef mér hefði ekki líkað handritið. Mig hefur alltaf langað að koma til Ís- lands þannig að þetta var alveg kjörið tækifæri í ljósi þess hve handritið er gott,“ segir hann. Aldrei unnið svo hátt uppi Aðspurður segist hann hafa haft mjög gaman af því að leika uppi í fjöllum. „Það var mjög fallegt þarna. Það hefur ekki verið mikill snjór hér í vetur og það þurfti mikinn snjó í öll- um senunum sem ég var í. Það vildi svo vel til að það byrjaði að snjóa mikið þegar ég kom, og svo hætti að snjóa um leið og tökunum lauk. Þann- ig að þetta var alveg fullkomið,“ segir hann, en bætir því við að kuldinn hafi verið mikill. „Ég var hins vegar var- aður við því áður en ég kom þannig að ég tók með mér hlý og góð föt,“ segir Brygmann, sem hefur aldrei unnið svona hátt uppi áður. „Ég hef aldrei unnið uppi í fjöllum enda er ég danskur. Hæsta fjallið í Danmörku er 172 metrar á hæð,“ segir hann og hlær. „Ég verð að koma aftur til Íslands þegar ég hef meiri tíma því framleið- endur myndarinnar gáfu mér bók með myndum frá Íslandi. Nú sé ég af hverju ég er að missa,“ segir leik- arinn að lokum. Köld slóð er spennumynd um harð- svíraðan íslenskan blaðamann sem lendir í mikilli hættu þegar hann rannsakar dularfullt dauðsfall á virkjunarsvæði á hálendi Íslands. Myndin er framleidd af Sagafilm og Birni Brynjúlfi Björnssyni og með helstu hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Helgi Björns- son, Tómas Lemarquis og Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir. Kvikmyndir | Þekktur danskur leikari í Kaldri slóð Þurfti ekkert að segja Brygmann leikur íslenskan bónda í myndinni, en hann þurfti þó ekkert að tjá sig á íslensku. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Hollywood-stjörnurnar berjast núum hlutverk í fyrirhugaðri kvikmynd sem gerð verður eftir sjón- varpsþáttunum Dallas og segir Ro- bert Luketic, tilvonandi leikstjóri myndarinnar að „fólk komi ýmist færandi gjafir eða tilbúið til að klóra augun úr keppinautum sínum. Þetta kemur fram á fréttavef Sky. Þegar hefur verið greint frá því að leik- og söngkonan Jennifer Lopez komi sterklega til greina í hlutverk Sue Ellen og einnig hafa John Tra- volta, Shirley MacLaine og Luke Wilson verið orðið við hlutverk í myndinni. Þá munu Marcia Cross, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt í Að- þrengdum eiginkonum og fleiri sjón- varpsþáttum og Bill Murray hafa sýnt myndinni áhuga. Samkvæmt upplýsingum Daily Mirror er baráttan þó hvað hörðust á milli ungstjarnanna Lindsay Lohan og Jessicu Simpson, sem báðar munu sækjast eftir hlutverki hinnar ungu Lucy Ewing. Haft er eftir Charlene Tilton, sem fór með hlutverkið í sjón- varpsþáttunum sem voru sýndir á ár- unum 1978 til 1991, að henni finnist Lohan tilvalin í hlutverkið. Stefnt er að því að tökur mynd- arinnar geti hafist í október á þessu ári. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.