Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 88. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Velduþaðbesta Skrautlegir staðir í Berlín Barbíbar og vertshús með loðnum, bleikum veggjum Daglegt líf Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Saab-jeppi og Renault Megane í reynsluakstri  Fréttir úr formúlunni Íþróttir | Keflvíkingar kjöldrógu Skallagrím  Figo líkir Real Madrid við fjölleikahús HVER stórsinubruninn rak annan í gær og verður vinnudag- urinn hjá slökkviliðum og björgunarsveitum að líkindum í minnum hafður. Allra mestur var sinubruninn á Mýrum í Borgarfirði þar sem allt að 12 jarðir brunnu og naumlega tókst að stöðva eldinn rétt við nokkur íbúðarhús. Að öðru leyti varð ekki við neitt ráðið og eldurinn látinn hafa sinn gang á meðan hann stefndi til sjávar. „Reykurinn var biksvartur og sólin var eins og eldrauður hnöttur,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, bóndi í Laxárholti, í gær. „Það var dimmt í dag og ég hef aldrei séð annað eins.“ Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettuglóð við Snæfellsnesveg og geystist eldhafið áfram og brenndi jarðir og þykka sinu svo reykurinn skyggði á sólu og barst langt út á haf. Fundu togarasjómenn fyrir mistrinu. Ekki urðu slys á fólki eða skepnum svo vitað sé. Ein öfl- ugustu björgunartæki gærdagsins voru án efa haugsugur sem bændur keyrðu þar sem eldurinn var hvað mestur. Sinueldar brunnu einnig í Reykholtsdal og Skorradal auk þess sem slökkvilið var sent að sinubruna í Grafarvogi í Reykjavík. Veður í gær var afar þurrt og var gróður því eins viðkvæmur fyrir bruna og hugsast gat. | 4 Morgunblaðið/RAX Allt að tólf jarðir brunnar á Mýrum Madrid. AP. AFP. | Neðri deild spænska þingsins samþykkti í gær umdeilda áætlun um aukna sjálfs- stjórn Katalóníu. Voru lögin sam- þykkt með 189 atkvæðum gegn 154, en þingmenn Þjóðarflokksins (PP) og flokks vinstrisinnaðra lýðveldis- sinna í Katalóníu (ERC) voru á móti. Lögin fara nú til öldungadeildar spænska þingsins, en þau þarf svo að samþykkja á katalónska þinginu. Samþykki þingið lögin er reiknað með að þau verði tekin til almennrar atkvæðagreiðslu í Katalóníu í júní. Samþykkja aukna sjálfsstjórn Katalóníu VERÐBÓLGUHORFUR hafa dökknað verulega að undanförnu, að mati bankastjórnar Seðlabanka Ís- lands. Bankastjórnin hækkaði í gær stýrivexti bankans um 0,75 pró- sentustig og eru þeir nú 11,5%. Þetta var þrettánda vaxtahækkun Seðla- bankans frá því í maí 2004. Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabankans, sagði á blaðamannafundi í gær að dekkri horfur í verðbólgumálum mætti rekja til þess að gengi krónunnar hefði lækkað umtalsvert undanfarn- ar vikur. Einnig skipti verulegu máli að hagvöxtur undanfarin tvö ár hefði verið mun meiri en áður var talið. „Að gefnum óbreyttum stýrivöxt- um og gengi virðast nú hverfandi lík- ur á því að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð innan tveggja ára,“ sagði Davíð. Bankarnir brugðust við Viðskiptabankarnir þrír tilkynntu hækkun vaxta á óverðtryggðum lán- um í gær í samræmi við hækkun stýrivaxta. Þá hækkuðu þeir vexti af nýjum verðtryggðum íbúðalánum. „Mér sýnist af yfirlýsingu Seðla- bankastjóra í kjölfar vaxtaákvörðun- arinnar að frekari aðhaldsaðgerða sé þörf,“ segir Bjarni Ármannsson, for- stjóri Glitnis. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ekki duga að aðeins Seðlabankinn og viðskipta- bankarnir bregðist við. Takast þurfi á við „velmegunarsjúkdóm í efna- hagskerfinu“. Í Hálffimmfréttum KB-banka í gær kemur fram það mat greining- ardeildar bankans að hækkunin geti ekki stöðvað þá verðbólgu sem sé nú í pípunum. Dekkri horfur í verðbólgumálum Viðskiptabankarnir brugðust strax við vaxtahækkun Seðlabanka  Verðbólguhorfur | 34 Morgunblaðið/Eyþór Davíð Oddsson seðlabankastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.