Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express BORGARFERÐ TIL BERLÍNAR 59.900 kr. INNIFALI‹: BERLÍN 27. JÚLÍ – 1. ÁGÚST Njótið Berlínar undir leiðsögn Hjálmars Sveinssonar sem gjörþekkir borgina. Í þessari fimm daga ferð verður farið á alla markverðustu staði Berlínar. Boðið upp á skemmtilega siglingu í gegnum borgina, farið á djasstónleika, kabarett og spennandi veitingahús. Heilsdagsferð til Potsdam og Wannsee, staðir sem eiga sér langa sögu og merkilega. Gist á Park Inn hótelinu á Alexanderplatz í hjarta borgarinnar. Flug með sköttum, gisting í 5 nætur með morgunverði og íslensk fararstjórn. Fararstjóri Hjálmar Sveinsson, dagskrárgerðarmaður HEIMSBORGIN GÍFURLEGUR sinubruni varð á Mýrum í Borgarfirði í gær þegar eld- ur kviknaði við Snæfellsnesveg og breiddist hratt út vestur á bóginn í átt til sjávar og ógnaði bæjum á leið- inni. Slökkviliðið í Borgarnesi, ásamt íbúum á svæðinu, barðist í allan gær- dag og fram á nótt við að verja hús- eignir á svæðinu en þegar mest var loguðu miklir eldar í skraufþurri og þykkri sinunni og mosa á 60 ferkíló- metra svæði. Ekki urðu slys á fólki eða skepnum en 70 kúm á bænum Laxárholti stóð ógn af eldinum sem var allt í kringum bæinn. Eldveggurinn var geysihár, eða allt að 4 metrar og reykjarkófið var svo þykkt að ekki sást til sólar um hábjartan daginn. Ein ástæða þess að eldurinn varð eins magnaður og raun bar vitni var sú að lítið er beitt á svæðunum og eldsmatur því gríð- arlegur. Það voru hins vegar allt að tólf bújarðir sem fóru undir eldinn að sögn Guðjóns Kristjánssonar í Skíðs- holtum, en hann taldi tún hafa bjarg- ast. Mjög tæpt stóð með björgun hans eigin býlis en eldurinn átti eftir 10 metra upp að húsunum þegar tókst að stöðva framrás hans. Tilgáta um logandi sígarettu Lögreglan í Borgarnesi fékk til- kynningu um brunann í gærmorgun kl. 9 og voru upptök hans við Snæ- fellsnesveg við bæinn Fíflholt. Lög- reglan telur að einhver hafi hent log- andi sígarettu í grasið með þessum hrikalegu afleiðingum. Búskapur er á Laxárholti og Ökrum en sumarhús er í Vogi, auk þess sem búið er á bænum Skíðsholtum þótt ekki sé þar stund- aður landbúnaður. Unnsteinn Jóhannsson bóndi á Laxárholti sagðist aldrei nokkurn tíma hafa upplifað annað eins, jafnvel þótt menn hefðu í gegnum tíðina brennt sinu á jörðum. „Það er gríð- arlegur hiti af þessu og við höfum reynt að verja okkur með haugsugu og aðstoð slökkviliðs,“ sagði hann. „Við höfum verið að bleyta mikið í kringum húsin til að fá ekki eldinn að þeim. Það er ekki eingöngu hætta af eldinum heldur reyknum sem gæti farið inn í fjósið. Vindáttin er hag- stæð eins og er, norðaustan, en var mun norðlægari fyrr í dag. Þótt eld- urinn sé allt í kring hefur reykurinn ekki lagst yfir bæinn heldur er rétt yfir honum.“ Í gærkvöldi í ljósaskiptunum var Unnsteinn ásamt liði sínu á leið að eldlínunni til að troða niður óbrunnin svæði með dráttarvélum til að hindra að reykurinn bærist yfir að bænum. „Reykurinn var biksvartur og sólin var eins og eldrauður hnöttur. Það var dimmt í dag og ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði hann. Eins og náttúruhamfarir Að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra í Borgarnesi tókst að hindra að eldur kæmist í tvö nýleg íbúðarhús í Skíðsholtum. Líkti hann ástandinu við náttúruhamfarir og kvað lítið hægt að gera til að slökkva eldinn. Eldurinn var það mikill að hann sást til Akraness og hringdu íbúar í bænum í slökkvilið til að spyrja hvað væri að gerast. Að sögn Guðjóns í Skíðsholtum var enn 20-30 km langur eldrani um tíu- leytið í gærkvöld og hafði öllum hugs- anlegum mannskap verið safnað sam- an til að hefta eldinn. „Vatnsöflun er nokkuð góð og vandinn liggur ekki þar, heldur frekar í því að Flóinn er frostlaus og við komumst ekki út í hann á móti eldinum,“ sagði hann. „En það eru engar byggingar lengur í hættu. Það skíðlogar þó á 20-30 km löngum kafla. Ætli það séu ekki átta til tólf beitarjarðir brunnar. Túnin hafa sloppið í flestum tilfellum en það brann alveg heim að bæ hjá okkur.“ Eitt notadrýgsta slökkvitækið sem sannaði heldur betur gildi sitt í gær voru öflugar haugsugur sem bændur beittu gegn eldinum með ágætum ár- angri. Sameinuðust þeir um nokkrar haugsugur í einu og færðu þær á milli þar sem eldurinn brann heitastur. Við Laxárholt var eldurinn hvað mestur þegar líða tók á kvöldið og var farið þangað með flestar haugsug- urnar og bænum bjargað. „Þær gera ótrúlega hluti, því með stórum drátt- arvélum er hægt að komast út í Fló- ann þar sem ófært er bílum. Haug- sugurnar gerðu því mjög stóra hluti og björguðu miklu,“ sagði Guðjón. Hann taldi ekki ólíklegt að girðingar væru víða stórskemmdar, hvort held- ur væru venjulegar girðingar eða raf- magnsgirðingar. Gífurlegur sinubruni á Mýrum ógnaði bæjum og brenndi tug jarða á um 60 ferkílómetra svæði „Reykurinn biksvartur og sólin eins og eldrauður hnöttur“                         !"  #    $           Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Hross voru á beit ekki fjarri eldveggnum, en ekki er vitað til þess að þau hafi lent í vandræðum. Búist er við að eldarnir logi áfram í dag. SLÍKUR var reykurinn frá sinu- brunanum á Mýrum í gær að skip- verjar á frystitogaranum Baldvin Njálssyni GK 400, gömlu Ráninni, fundu fyrir reyknum lengst úti á hafi. 26 manna áhöfn er á togar- anum og sagði Björn Guðmundsson matsveinn að mistur sæist mjög greinilega í lofti. „Maður getur rétt ímyndað sér hvernig Skaftáreld- arnir hafa verið,“ sagði hann. Skip- ið var um 20 mílur undan landi á Faxaflóanum, miðja vegu milli Reykjaness og Snæfellsness. Togarasjó- menn fundu fyrir reyk SINUELDUR fór úr böndunum í Reykholtsdal í gærkvöld og var unnið hörðum höndum að því að slökkva hann áður en hann nálg- aðist trjágróður á bænum Kletti þar sem er ættarsetur Steingríms Hermannssonar fyrrverandi for- sætisráðherra en þar hafði faðir hans Hermann Jónasson fyrrver- andi forsætisráðherra hafið skóg- rækt á árum áður. Tveir bændur sem leyfi höfðu til að brenna sinu misstu tök á eld- inum í gær og að sögn Péturs Jónssonar slökkviliðsstjóra í Borgarfjarðardölum logaði eldur á stóru svæði á afar þurri jörð- inni. Flytja þurfti vatn langa leið frá Reykjadalsá. Lið Péturs var að koma úr öðru brunaútkalli við Mófellsstaði í Skorradal þegar það fékk þetta útkall. Steingrímur Hermannsson lýsti mikilli furðu sinni á því að mönn- um skyldi leyft að kveikja í sinu við aðrar eins aðstæður og voru í gær. „Mér finnst það alveg fárán- legt við svona aðstæður að leyfa sinubruna yfirleitt. Mér skilst að samkvæmt lögum geti slökkvilið leyft slíkt ef viðkomandi ábyrgist stjórn á eldinum. En hver ábyrg- ist það við svona aðstæður? Það ætti náttúrlega að banna þetta yf- irleitt og halda þá ábyrga sem gera svona lagað.“ Misstu tök á sinu- eldi í Reykholtsdal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.