Morgunblaðið - 31.03.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.03.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Ég er sjúkur í flottar laglínur.“ á morgun ÚR VERINU ÍSFIRÐINGARNIR Guðmundur Guðmundsson og Jón Páll Hall- dórsson komu færandi hendi í sjáv- arútvegsráðuneytið í gær og afhentu Einar K. Guðfinnssyni sjávarútvegs- ráðherra forláta mynd af fyrsta ís- lenska vélbátnum, Stanley frá Ísa- firði. Guðmundur er fyrrverandi útgerðarmaður og framkvæmda- stjóri útgerðarfélagsins Hrannar hf. sem gerði út aflaskipið Guðbjörgina. Jón Páll er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Norðurtangans á Ísa- firði. Myndin var í eigu Guðmundar og prýddi skrifstofu Hrannar hf. um árabil. Árni Gíslason og Sophus J. Nielsen höfðu á sínum tíma forgöngu um að vél yrði sett í Stanley og 25. nóv- ember 1902 var bátnum siglt fyrir eigin vélarafli um Pollinn á Ísafirði. Fjórum dögum eftir reynslusigl- inguna fór Árni í fyrstu veiðiferðina á íslenskum vélbáti. Þetta markaði upphafið að mestu framfarasókn í at- vinnusögu þjóðarinnar. Í hugum flestra er vélvæðing í sjávarútvegi og tilkoma togaranna í upphafi síðustu aldar tákn iðnbyltingar á Íslandi. Með henni varð verðmætaaukning í þjóðarbúskapnum slík, að þær breyt- ingar sem urðu á samfélaginu í kjöl- farið, á undraskömmum tíma, eiga sér vart hliðstæður meðal þjóða. Þeg- ar litið er til atvinnusögu okkar þá hlýtur upphaf vélvæðingar þýðing- armesta atvinnuvegarins að rísa hæst. Mikil saga býr í myndinni af Stanl- ey. Einar K. Guðfinnsson veitti gjöf- inni viðtöku og þakkaði fyrir þann hlýhug sem býr að baki gjöfinni. Vestfirðingar Jón Páll Halldórsson, Einar K. Guðfinnsson og Guðmundur Guðmundsson með myndina af fyrsta vélbátnum. Höfðingleg gjöf TRILLUKARLINN Jón Trausti Jónsson á neta- bátnum Gunnari RE, var að venju brosmildur er hann var að landa afla sínum í Reykjavík nú í vikunni. „Æ, vinur það var ekki mikill afli í dag,“ svaraði Jón að- spurður um aflabrögð. „Ég er bara með 7 net, sem ég lagði út af Kjal- arnesinu, ætli ég sé ekki með um 100 kíló í dag. Ég er ekkert að stressa mig á þessu enda ekki nema með 7 tonna þorskkvóta. Ég er í annarri vinnu með þessu, ég er háseti á sanddæluskipinu Sóley og tek mér frí til að ná þessum kvóta,“ sagði Jón, „en annars er ég að hugsa um að selja kvótann og hætta þessu.“ Jón sagði að tíð- arfar hafi verið með eindæmum leiðinlegt í vetur og lítið fiskerí, og ekki hafi hann orðið við að loðnan hafi gengið inn á miðin, sem væri bagalegt þar sem fisk- inn vantar æti. Morgunblaðið/Alfons Æ, vinur, það var lítið í dag HOLLVINIR skattgreiðenda, sem eru nýstofnuð félagasamtök, kynntu starfsemi sína fyrir almenningi í Kringlunni í gær. „Hollvinir skattgreiðenda hafa það að markmiði að standa vörð um hagsmuni skattgreiðanda en fjár- munir þeirra eru afar eftirsóttir af ýmsum aðilum, þ. á m. marg- víslegum hollvinasamtökum öðrum. Málsvarar skattgreiðenda eru mjög fáir og fyrirferðarlitlir í samanburði við þá sem telja sig umkomna þess að krefjast útgjalda af hálfu skatt- greiðenda í margskonar sérhags- muna- og gæluverkefni. Með stofn- un samtakanna Hollvinir skattgreiðenda er brugðist við þessu ófremdarástandi,“ segir í frétta- tilkynningu frá samtökunum. Markmiði sínu hyggjast Hollvinir skattgreiðenda ná með tvíþættum hætti. Annars vegar með því að berj- ast gegn ásókn hins opinbera í fjár- muni fólksins í landinu og hins vegar með því að berjast gegn hvers konar sóun á þeim fjármunum sem heimtir hafa verið af skattgreiðendum í krafti valdheimilda hins opinbera. Hollvinir skattgreiðenda ræddu við skattgreiðendur Morgunblaðið/RAX Gunnar Þórðarson ræðir um ferilinn og áhrifavaldana í við- tali við Bergþóru Jónsdóttur. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Hákon Örn Atlason, 27 ára, í 3 ára fangelsi fyrir m.a. hættulega lík- amsárás með hafnaboltakylfu og fyrir ofbeldis- og líflátshótanir í garð lögreglufulltrúa og fjölskyldu hans. Maðurinn var einnig dæmd- ur til að greiða manninum, sem hann réðst á, rúma 1 milljón króna í miskabætur. Héraðsdómur Norð- urlands eystra hafði áður dæmt ákærða í 18 mánaða fangelsi og var sú refsing þyngd í Hæstarétti. Ákærði var sakfelldur fyrir al- varlega líkamsárás á þjóðveginum í Öxnadal í ágúst 2004 með því að slá annan mann eitt eða fleiri högg í höfuðið með hafnaboltakylfu. Sá sem fyrir höggunum varð höfuð- kúpubrotnaði og fékk heilablæð- ingu og tapaði heyrn á vinstra eyra. Hæstiréttur segir, að Hákon Örn hafi neitað að hafa barið hinn manninn með kylfunni í höfuðið, en framburður hans hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið talinn ruglingslegur og mótsagnakennd- ur og því í heild ekki trúverðugur. Þóttu ummæli, sem vitni höfðu eft- ir Hákoni Erni bæði um fyrirætlan hans fyrir atburðinn og um at- burðinn sjálfan eftir hann, benda til sakar hans. Þá taldi Hæstirétt- ur sannað að hafnaboltakylfa hafði verið flutt á staðinn að ósk Há- kons. Ákærði var að auki fundinn sek- ur um aðra líkamsárás og fyrir að hafa hass í fórum sínum. Þá var hann fundinn sekur um brot gegn valdstjórninni með því að hafa hót- að lögreglumanni lífláti. Ákærði hafði verið úrskurðaður í gæslu- varðhald í kjölfar líkamsárásarinn- ar á Öxnadalsheiði og þegar lög- reglumaður og fangavörður kynntu honum úrskurðinn brást hann mjög illa við, henti frá sér af- riti því sem honum var afhent, rauk til og sparkaði í klefahurð og sagði að þegar hann yrði laus myndi hann fara í næstu holu og finna sér vopn og ganga frá lög- reglumanni. Þessar hótanir margítrekaði hann á næstu dögum. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson. Verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari. 3 ára fangelsi fyrir hættu- lega líkamsárás og hótanir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.