Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 31

Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 31 MENNING Í KVÖLD á milli 20 og 21 flytur Sigríður Dóra Jóhannsdóttir myndlistarmaður gjörning sem hún nefnir „fram og til baka“, í Galleríi Dverg í kjallara bakhúss á Grund- arstíg 2. Gjörningurinn verður einnig fluttur á morgun, laug- ardaginn 1. apríl, á sama tíma og síðan á föstudegi og laugardegi að viku liðinni á milli 20 og 21. Sigríður Dóra útskrifaðist með BA-gráðu úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2002 og hefur stundað framhaldsnám í myndlist við UIAV-listaakademíuna í Fen- eyjum á Ítalíu. Hún hefur m.a. sýnt verk sín á Ítalíu, s.s. í Fondazione Bevilacqua La Masa í Feneyjum, og á Íslandi, s.s. í Listasafni Árnes- inga í Hveragerði. Sýningarrýmið Gallerí Dvergur hefur verið starf- rækt í nokkra mánuði á ári síðan 2002 og hafa verið haldnar þar alls 10 einkasýningar ungra lista- manna, innlendra sem erlendra, svo og tónleikar og myndbandssýn- ingar. Ókeypis er inn og allir eru vel- komnir. Sýningar ársins 2006 munu taka mið af tímatengdri list, með áherslu á rýmistengda vinnu. Sigríður Dóra mun fremja gjörning í Galleríi Dverg í kvöld. Gjörningur í Galleríi Dverg ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.