Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
UMÖNNUNARSTÖRF
Það er mjög einföld aðferð tilvilji menn kynna sér þauumönnunarstörf, sem unnin
eru á dvalarheimilum og hjúkrun-
arheimilum fyrir aldrað fólk, hvort
sem er af ófaglærðu fólki eða fag-
lærðu. Sú einfalda aðferð er að
ganga um þessi heimili. Þá átta
menn sig fljótt á hversu erfið þessi
störf geta verið og hvað þau eru
unnin af mikilli ósérhlífni af þeim
fjölda starfsmanna, sem sjá um
þau.
Sennilega er svo komið að við Ís-
lendingar gætum ekki veitt öldruð-
um borgurum þessa lands viðun-
andi þjónustu án þess fjölda
útlendinga, sem hingað hefur flutt
til lengri eða skemmri dvalar.
Að veita öldruðu fólki þá þjón-
ustu, sem það þarf á að halda, er
erfitt starf, á stundum mjög erfitt,
og þótt sumir þættir þessara starfa
séu mjög gefandi eru aðrir þættir
þannig að fæstir mundu telja þá eft-
irsóknarverða.
Launakjör þessa fólks eru óvið-
unandi með öllu. Það þýðir ekkert
fyrir stjórnvöld að reyna að loka
augunum fyrir þeim veruleika. Það
þýðir heldur ekkert að vísa til gild-
andi kjarasamninga. Það þýðir
heldur ekkert fyrir fjármálaráðu-
neytið að vísa til þess að gerðir hafi
verið þjónustusamningar við þessar
stofnanir og ekki standi til að
breyta þeim. Það þýðir heldur ekki
fyrir ráðuneytið að vísa til þess, að
það sé ekki aðili að þessari deilu.
Stundum þarf að höggva á hnút-
inn. Í þessu tilviki þarf að gera ná-
kvæmlega það.
Flestir Íslendingar vita í hverju
störf þessa fólks eru fólgin. Full-
yrða má, að nánast allir landsmenn,
sem á annað borð kynna sér í hverju
störfin eru fólgin og hins vegar
hvað borgað er fyrir þau, geri sér
grein fyrir því, að launakjörin eru
einfaldlega hneyksli.
Fyrir einu og hálfu ári lýsti
Morgunblaðið þeirri skoðun að það
væri kominn tími til að hækka laun
kennara mjög verulega vegna
þeirrar gífurlegu þýðingar, sem
störf þeirra hafa fyrir framtíð þess-
arar þjóðar. Það ætti að hefja störf
kennara á nýtt plan og sýna þeim
þá virðingu, sem þeir eiga skilið.
Nú er ástæða til að endurtaka
þessa skoðun gagnvart þeim hópi
fólks, sem starfar við umönnun,
hvort sem er aldraðra, sjúkra eða
annarra, sem á slíkri þjónustu
þurfa að halda.
Þessi störf eru þýðingarmikil og
þau snúast um það, hvort Íslend-
ingar vilji sýna öldruðum borgurum
virðingu. Hvort ein ríkasta þjóð
heims vill taka eitthvað af ríkidæmi
sínu og verja því til þess að veita
eldri kynslóðum viðunandi umönn-
un og þjónustu.
Um þetta þarf ekkert miklar um-
ræður. Þetta er einfalt mál og lín-
urnar eru skýrar.
Stjórnvöld eiga að höggva á hnút-
inn.
HVASSARI TÓNN
Það kveður við hvassari tón íákvörðunum og yfirlýsingum
Seðlabankans en áður. Auk þess að
hækka stýrivexti um 0,75 prósentu-
stig, sem er það hæsta, sem tals-
menn bankanna höfðu spáð, dró
Davíð Oddsson, formaður banka-
stjórnar Seðlabankans, upp býsna
dökka mynd af þróun efnahagsmála
í fyrirsjáanlegri framtíð á blaða-
mannafundi í gærmorgun. Sagði
seðlabankastjóri, að verðbólguhorf-
urnar hefðu versnað mjög, jafnvel
til lengri tíma litið.
Í Peningamálum, tímariti Seðla-
bankans, segir m.a.: „Seðlabankinn
mun hins vegar herða aðhald pen-
ingastefnunnar uns hann sannfærist
um að það sé orðið nægilegt til að
beina verðbólgu og verðbólguvænt-
ingum að markmiði bankans. Þótt
aðhaldssöm peningastefna kunni að
leiða til tímabundins samdráttar í
þjóðarbúskapnum telur Seðlabank-
inn að of slök peningastefna við
ríkjandi skilyrði muni að lokum
leiða til harkalegri aðlögunar en
strangt aðhald nú.“
Og ennfremur: „Eitt af því, sem
gæti stuðlað að hraðari miðlun
stýrivaxtahækkunar að þessu sinni,
er að vextir fara nú hækkandi víða
um lönd og aðgangur fjármálastofn-
ana að erlendu lánsfé er ekki jafn
greiður og áður var. Á meðal þess,
sem veldur því, að áhættuálag bank-
anna hefur hækkað á alþjóðamörk-
uðum að undanförnu, er vaxandi
ójafnvægi í íslenzkum þjóðarbú-
skap. Viðkvæmni innlendra fjár-
málastofnana fyrir ójafnvægi í ís-
lenzkum þjóðarbúskap virðist
ofmetin af mörgum vegna þess hve
stór hluti starfsemi þeirra er er-
lendis. Vegna þessa ofmats kann
lækkun áhættuálags á skuldabréf
þeirra að vera torsóttari en ella ef
ekki dregur úr ójafnvægi í þjóð-
arbúskapnum.“
Ekki fer á milli mála, að það er
mikill þungi í yfirlýsingum Seðla-
bankans.
Þegar horft er til nokkuð stöðugra
hækkana stýrivaxta í fyrirsjáan-
legri framtíð, þrengra aðgengis að
lánsfé á erlendum mörkuðum, auk-
ins kostnaðar við lántökur miðað við
það, sem verið hefur, og þeirrar
augljósu ákvörðunar allra bank-
anna, að hægja mjög á lánveiting-
um, er ljóst að sú mikla uppsveifla,
sem hér hefur ríkt undanfarin miss-
eri, hefur náð hámarki sínu.
Framundan eru rólegri tímar og
að mörgu leyti erfiðari en það er
óhjákvæmilegt.
Það verður flókin aðgerð að stýra
þjóðarbúskap Íslendinga til mjúkr-
ar lendingar eftir það, sem á undan
er gengið.
BANKASTJÓRN Seðlabanka Ís-
lands hækkaði stýrivexti um 0,75
prósentustig í gær og eru stýrivextir
nú 11,5%. Þetta er þrettánda vaxta-
hækkun Seðlabankans frá því í maí
2004 en hann hefur alls hækkað
vexti um tvö prósentustig frá því í
september á síðasta ári.
Davíð Oddsson, formaður banka-
stjórnar Seðlabankans, skýrði frá
þessari ákvörðun bankastjórnar á
blaðamannafundi í gær vegna út-
komu Peningamála.
Í máli hans kom m.a. fram að
verðbólguhorfur hefðu dökknað
verulega frá síðasta útgáfudegi Pen-
ingamála í byrjun desember og síð-
ustu stýrivaxtahækkun í lok janúar.
Þetta megi rekja til þess að gengi
krónunnar hafi lækkað umtalsvert
undanfarnar vikur og einnig skipti
verulegu máli að hagvöxtur undan-
farin tvö ár hefur verið mun meiri en
áður var talið. Sagði Davíð að fram-
leiðsluspenna væri því meiri og
verðbólguhorfur eftir því óhagstæð-
ari en Seðlabankinn hefði reiknað
með til þessa, sérstaklega í ljósi þess
hve gengisþróunin hefði verið verð-
viðbótar því sem komið e
urnar enn verri,“ sagði
hefur það gerst að geng
lækkaði fyrr og mun hra
ir gerðu ráð fyrir. Það h
þess að verðbólguvænt
aukist og dregið hefur
áhrifum peningastefnun
kvæmilegt er að pen
bregðist við því af fullu
Davíð sagði að Seðlaban
herða aðhald peningaste
hann sannfærðist um a
orðið nægilegt til að bein
og verðbólguvæntingum
miði bankans. Þótt aðha
ingastefna kynni að lei
bundins samdráttar í
skapnum teldi Seðlaban
bólgumarkmiðinu öndverð að und-
anförnu. Að auki hefði viðskiptahall-
inn í fyrra reynst nokkru meiri en
spáð var í desember og launakostn-
aður hefði aukist langt umfram
framleiðni. Sagði Davíð launaþróun
og viðskiptahallann til samans valda
því að verðbólguhorfur væru óvið-
unandi, jafnvel til lengri tíma litið.
Brugðist við af fullum þunga
„Að gefnum óbreyttum stýrivöxt-
um og gengi virðast nú hverfandi lík-
ur á því að verðbólgumarkmiði
Seðlabankans verði náð innan
tveggja ára. Ef gert er ráð fyrir að
stýrivextir fylgi spám greiningar-
aðila, sem jafnframt fela í sér að
gengi krónunnar veikist nokkuð til
Seðlabankinn hækkaði s
Verðbólguho
dökkar og óvið
) ) )) )6 ), )
:
B C #(; D/--- /--E
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
SEÐLABANKINN birtir endur-
skoðaða þjóðhagsspá í Peninga-
málum. Samkvæmt spánni verður
hagvöxtur 4,2% á þessu ári og 0,4% á
því næsta. Er þetta lækkun um 2,4%
á þessu ári miðað við síðustu spá
bankans og um 3,7% á því næsta.
Þá spáir Seðlabankinn nú verð-
bólgu í fyrsta sinn með hjálp nýs lík-
ans sem gefur færi á að greina nánar
en áður áhrif mismunandi stýri-
vaxtaferla á verðbólgu. Þannig má fá
þeirri spá mun verðbólga hal
út spátímabilið sem er til ársi
Þetta er töluvert meiri verðb
Seðlabankinn spáði við útgáf
ustu Peningamála í desembe
var því spáð að verðbólgan yr
3% eftir ár.
Mikilli óvissu háð
Fráviksspá, sem byggist á sp
ingaraðila um þróun stýrivax
Seðlabankans til næstu tvegg
vísbendingar um hve háir stýrivextir
gætu þurft að verða til að ná verð-
bólgumarkmiðinu innan viðunandi
tíma. Verðbólgumarkmið Seðlabank-
ans er 2,5%.
Samkvæmt grunnspá Seðlabank-
ans, án breytingar á stýrivöxtum
sem ákvörðuð var í gær, þ.e. 10,75%
stýrivextir, og gengi krónunnar, eru
vísbendingar um að verðbólga nái
hámarki um mitt næsta ár er hún
verður rúmlega 6%. Samkvæmt
Spáir minni hagvexti
„ÉG tel að þetta hafi verið
mjög skynsamleg aðgerð
hjá Seðlabankanum og að
hún muni hjálpa til við að
endurheimta trúverð-
ugleika íslensku peninga-
málastefnunnar,“ segir
Tryggvi Þór Herbertsson,
forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar Háskóla Ís-
lands, um ákvörðun Seðla-
bankans í gær um 0,75%
hækkun stýrivaxta bankans.
Verðbólguskot óhjákvæmilegt
Tryggvi segir einnig að viðbrögð markaðarins í
kjölfar ákvörðunar Seðlabankans séu ánægju-
leg þar sem bankarnir hafa strax hækkað vexti,
sem sýni að þessi aðferð Seðlabankans sé að
virka.
Þá sé gengið að styrkjast, „sem þýðir að fjár-
festar eru raunverulega að koma aftur og nýta
sér þennan vaxtamun.“
– Ertu sammála því mati Seðlabankans að
ólíklegt sé að takist að halda verðbólgunni innan
markmiðs bankans?
„Það er alveg ljóst að gengislækkunin sem við
höfum séð á undaförnum vikum, mun leiða til
þess að það mun koma eitthvert verðbólguskot.
En þessi viðbrögð og ef Seðlabankanum tekst
að ná stjórn á verðbólguvæntingunum með því
að stíga svona þungt til jarðar eins og hann ger-
ir núna, eykur manni bjartsýni á að þetta verð-
bólguskot verði skammvinnara en ef tekið hefði
verið lint á móti því.
Það er engin leið að komast hjá því að hér
komi einhver verðbólga upp.“
Skynsamleg
aðgerð
Seðlabankans
Tryggvi Þór
Herbertsson
„ÞETTA er mjög afdráttarlaus hækkun og
skilaboð um að Seðlabankinn álíti verð-
bólguhorfur hafa versnað til muna,“ segir
Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor
við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,
um stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands
í gær.
Ólafur bendir á að þessi aðgerð Seðla-
bankans hafi strax í gær haft áhrif á vaxta-
ákvarðanir bankanna og telur hann að hún
muni einnig leiða til einhverrar styrkingar
á krónunni.
Seðlabankinn virðist einmana í
þessu hlutverki að veita viðnám
Að mati Ólafs er vaxtaákvörðun Seðlabankans einnig ák
skilaboð um að bankinn vilji láta til sín taka við þær aðst
sem nú eru uppi í efnahagslífinu. „Það er samt umhugsu
efni hvað Seðlabankinn virðist vera einmana í þessu hlut
sínu að veita viðnám og leitast við að stuðla að jafnvægi
hagslífinu,“ segir Ólafur.
Hann bendir á að matsfyrirtækið Fitch Rating hafi lý
stöðu stjórnvalda í ríkisfjármálum með þeim hætti að þa
hjá. „Það er rétt að hafa í huga að mikilvæg ástæða þess
Fitch setti spurningarmerki við lánshæfismat ríkisins va
mitt þessi stefnuafstaða í ríkisfjármálum, sem Fitch lýsi
legri skýrslu. Það hlýtur því að vera mönnum umhugsun
efni hvort ekki væri rétt að huga að auknum stuðningi v
verðbólgumarkmið sem Seðlabankanum hefur verið fali
Ólafur segir einnig að miklar væntingar séu uppi í efn
hagslífinu og hugsanlega hafi verið kynt undir þeim að e
hverju leyti, m.a. með ýmsum ráðagerðum um framkvæ
sem sumar hverjar sýnist vera illa grundaðar og jafnvel
óþarfar.
„Ég vil leyfa mér að taka undir með þeim sem hafa hv
þess að slíkum framkvæmdum verði slegið á frest eða þæ
slegnar af. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistof
unar, hafa eindregið lýst þessari skoðun og ég vil taka u
með þeim og öðrum sem hafa lýst samskonar viðhorfum
Mjög afdráttar-
laus hækkun
Ólafur Ísleif