Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HINN kunni verkalýðsforingi Guð- mundur Gunnarsson, foringi í Rafiðn- aðarsambandinu, mæðist í mörgu. Hann er raf- magnsmaður, og ætla því sjálfsagt margir að hann hafi vit að mæla, sem hann gerir jafnan. Er hann kemur nú fram á ritvöllinn og segir rafmagnið á vell- inum sé 110 Volt og öllu þurfi að skipta út, verð ég að segja fáein orð. Spennan á almenn- um tenglum er 120 Volt, hvorki 115 né 110. Í hverju húsi eru annaðhvort 208 eða 240 volt í töflum. Sum nýrri hús hafa einnig 480 og 240 Volt, önn- ur 416/240. Nýjustu íbúðahúsin hafa einfasa tengingar 240 og 120 Volt í hverri einingu. Háspennudreifing er við 4.160 og 13.200 Volta spennu. Spennubreyta mætti nota áfram með 50 Hertz rafmagni í stað 60 Hz. Þeir ættu varla að ofhitna við smá breytingu á spennu og tíðni. Mótorar mundu starta bara með betra átaki við hærri spennu og lægri tíðni. Nýtnin yrði svipuð, en snúningshrað- inn mundi minnka. Yrði minna hvin í sumum loftræstikerfum, önnur hafa hraðastýringu með tíðnibreytum. Auðvitað þarf að líta á þetta allt og stilla. Breyta þyrfti vörum og teng- ingum í töflum, en þetta er nú ekki allt glatað, eins og Guðmundur gefur í skyn. Rafstöðin yrði væntanlega af lögð, og spennubreytum breytt. Varaaflsstöðvar eru víða, en þær yrðu að ganga hægar við 50 Hertz. Álagið er misjafnt, en víða væri þetta allt í lagi. Ekki trúi ég því, að Ameríkanarnir mundu rífa allt í sundur og flytja tæki og tól með sér. Ef til vill tækju þeir fjarskiptabúnað og önnur tæki hers- ins en ekki neinn grunnbúnað. Ég finn nú ekki útprentun mína á Varn- arsamningnum, en ég man ekki betur en að öll mannvirkin yrðu eign Ís- lendinga við samningsslit. Menn segja, að annars staðar er þeir ruku í burt, hafi þeir skilið fullar inn- kaupakörfurnar eftir og bjór í ís- skápnum! Varla verða slík vinslit við bandarísku þjóðina eftir áratuga samvinnu. Þá væru þeir árásarlið, ekki varnarlið. Einu sinni voru annars voru 100 þjálfaðir hermenn, landgönguliðar, bardagamenn. Síðan voru þeir bara 50, nú eru þeir löngu farnir. Eftir eru kannski einhverjir fjarskiptafræð- ingar. Stjórnstöðvar eru enn, en vitn- eskja um ferðir óvina eru engar að verða. Líklega eru þeir með fæturna þar uppi á borði og horfa á videó á stóra skjánum. Kafbátaleitarvélarnar farnar, leitartækin í Atlantshafi af- tengd og húsin á landi rifin. Fjórar þotur hafa undanfarið sportað sig um skýin. Flugskýlið við flugtaksenda flugbrautar 11, sem hýsti fjórar þotur fullbúnar vopnum og áhafnir í húsinu, eru því óvirk í raun. Ég skrifaði um þessi brot á Varnarsamningnum í Morgunblaðinu árið 2002, en lands- feðrunum kemur allt á óvart í marz 2006. Spaugstofan hefur nóg af efni til að sýna foringjann! SVEINN GUÐMUNDSSON verkfræðingur. Spennufall á Keflavíkurflugvelli Frá Sveini Guðmundssyni: Sveinn Guðmundsson ENN EINU sinni mælist svifryk yf- ir mörkum í Reykjavík. Svifryk er einhver versta mengun sem við get- um fengið hér. Getum við gert eitt- hvað í málunum? Ekur þú um á nagladekkjum, einn í bíl á hverjum degi til og frá vinnu? Hafa menn hugleitt það hve oft í vetur naglar hafa í raun komið að notum? Getur verið að það hafi svo til engin þörf verið fyrir nagla í vetur, frekar en undanfarna vetur í Reykjavík? Er það það kannski það versta sem gæti gerst að vera ekki á nöglum og þurfa að hægja örlítið á sér í einstaka und- antekningartilfelli þegar færð er ekki eins og best verður á kosið? Eða er kannski kominn tími til að breyta um hugsunarhátt? Ég er ný- kominn frá London, þar sem götur voru hreinar og loftið bara ansi tært. Ég efast um að við getum lengur markaðssett Reykjavík sem „hreina“ höfuðborg. Hvernig væri að slá tvær flugur í einu höggi og spara bílinn, t.d. 2–3 sinnum í viku og taka strætó? Með því vinnst að umferð mundi minnka, tíðni ferða mundi aukast með fleiri farþegum, og best af öllu, við minnkum mengun og spörum pening í minni rekstr- arkostnaði bílsins. Það eru kosn- ingar í nánd. Ætlar ekkert stjórn- málaafl að taka þetta mál upp á áberandi hátt? HALLDÓR EIRÍKSSON kerfisfræðingur, Aflagranda 23, 107 Reykjavík. Ryk í Reykjavík Frá Halldóri Eiríkssyni: Í LEIÐARA Morgunblaðsins fimmtudaginn 30. mars er fjallað um hugmyndir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra um sameiningu stofnana sem vinna að atvinnu- og byggðaþró- un í landinu. Í ljósi van- þekkingar leiðarahöf- unda á hlutverki og starfi Byggðastofnunar verður að teljast eðlilegt að þeirra vilji sé að leggja stofnunina niður. En það er jafnframt sjálfsögð og eðlileg krafa að „blað allra landsmanna“ vandi um- fjöllun sína um menn og málefni og jafnvel op- inberar stofnanir stað- settar á landsbyggðinni og kynni sér mál áður en dómar eru felldir. Til að koma leiðarahöfundum aðeins á spor- ið í upplýsingaöflun sinni koma hér nokkar staðreyndir: 1. Byggðastofnun hefur ekki aðeins það hlutverk að lána fyrirtækjum á landsbyggðinni peninga, heldur gegn- ir hún miklu hlutverki í atvinnuþróun, upplýsingaöflun, ráðgjöf og samþætt- ingu og samstarfi við atvinnuþróun- arfélögin og aðra þá aðila sem vinna að eflingu byggðar í landinu. 2. Við ákvörðun um lánveitingar er fyrst og fremst horft til verðleika verkefnis en ekki einungis byggða- sjónarmiða eins Mbl. lætur í veðri vaka. 3. Fjöldinn allur af fyrirtækjum á landsbyggðinni hefur orðið öflugur og sterkur m.a. vegna aðkomu Byggða- stofnunar þegar viðskiptabankarnir hafa ekki viljað sinna þeim. Þessi fyr- irtæki eru miklu fleiri en þau sem ekki hafa lifað. 4. Við núverandi aðstæður má draga í efa að Nýsköpunarsjóður sé í stakk búinn til að taka við verkefnum Byggðastofnunar, en hins vegar er Byggðastofnun vel fær um að taka við verkefnum Nýsköpunarsjóðs. Byggðastofnun er vel rekin stofn- un og veitir margháttaða þjónustu við atvinnulífið á landsbyggðinni. Það er jákvætt að bankarnir eru til- búnir að lána meira til fyrirtækja á landsbyggðinni en það hefur margoft komið fram að þeir eru ekki tilbúnir til lánveitinga hvar sem er á landinu. Byggð stendur höllum fæti víða um land, m.a vegna breyt- inga á lífsháttum fólks og ýmissa stjórnvalds- aðgerða á undan- gengnum áratugum. Það er ekki séríslenskt fyrirbæri að hið op- inbera vinni að styrk- ingu þeirra byggða sem verst hafa orðið úti í bú- setuþróuninni, miklu heldur er það stefna stjórnvalda í öllum hin- um vestræna heimi og þykir sjálfsögð og eðli- leg. Með þessum orðum hvet ég Morgunblaðsmenn til að kynna sér starfsemina betur og býð þá velkomna norður á Sauðárkrók. Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nú liggur fyrir að iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Valgerður Sverr- isdóttir, hyggst leggja fram frum- varp þess efnis að sameina þá atvinnuþróunarstarfsemi sem undir hennar ráðuneyti heyrir í eina stofn- un, Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hið opinbera stuðningskerfi við atvinnu- lífið í landinu er býsna marg- breytilegt og full þörf á að samræma það og gera það markvissara. Sam- kvæmt þeim tillögum sem ráðherra hefur lagt fram er gert ráð fyrir að mótuð verði ein byggða- og at- vinnuþróunarstefna fyrir allt landið. Þannig er verið að sporna við þeirri neikvæðu ímynd og orðfæri, að landsbyggðin sé eitthvert sérfyr- irbæri sem lúti öðrum lögmálum en höfuðborgarsvæðið hvað varðar skil- yrði fyrir öflugu og góðu atvinnu- og mannlífi. Í tillögunum er einnig gert ráð fyrir að atvinnuþróunarstarfið verði eflt um allt land m.a. með sér- stökum þekkingarsetrum sem byggð verði upp og rekin í nánum tengslum við háskólastofnanir og aðra aðila sem starfa á viðkomandi svæðum. Þessi hugmyndafræði er nátengd þeirri hugmyndafræði sem vaxt- arsamningar, sem gerðir hafa verið, byggjast á, þ.e. að nýta og samhæfa þá styrkleika sem einstök svæði búa yfir, hvort sem þeir felast í skóla- stofnunum eða öðrum opinberum stofnunum, atvinnufyrirtækjum, hagsmunasamtökum af ýmsu tagi og ekki síst einstaklingunum sjálfum, til að efla og styrkja nærumhverfið. Með samvinnu og samþættingu af þessu tagi er líklegra en ella að skapa megi ný og fjölbreytileg störf sem m.a. krefjast menntunar og þekk- ingar af ýmsum toga. Í tillögunum er jafnframt gert ráð fyrir að hið op- inbera stuðningskerfi geti veitt margvíslega tæknilega og fjárhags- lega aðstoð á öllum stigum í fyrir- tækjarekstri, hvort sem er á frum- stigi fyrirtækisins, þróunar- og þroskastigi þess eða þegar fyr- irtækið er fullburða. Tillögur þessar fela augljóslega í sér verulega aukin tækifæri til að efla það starf sem þegar er til staðar og jafnframt til nýrra vinnubragða og nálgunar í at- vinnu- og byggðaþróun sem leiða munu til meiri margbreytileika í at- vinnulífinu sem og fleiri starfa þar sem þeirra er þörf. Það er mikilvægt að vel verði staðið að því að hrinda þessum tillögum í framkvæmd, þannig að ekki fari forgörðum það góða starf sem nú þegar er unnið í þessum stofnunum. Með ákvörðun sinni um að höf- uðstöðvar þessarar nýju stofnunar verði á Sauðárkróki sýnir ráðherra áræði og undirstrikar að opinberar stofnanir geta fullt eins náð árangri og verið öflugar þótt þær séu ekki staðsettar í hringiðu höfuðborg- arinnar. Mestu skiptir hvaða þjón- ustu opinberar stofnanir veita, og hvernig hún er veitt. Staðsetning stofnana er ekki lykilatriði í því sam- hengi. Ráðherra sýnir með þessari ákvörðun þá stefnu stjórnvalda í verki, að efla opinberar stofnanir sem nú þegar eru staðsettar á lands- byggðinni. Morgunblaðið og Byggðastofnun Herdís Á. Sæmundardóttir fjallar um Byggðastofnun og gerir athugasemd við leiðara Morgunblaðsins ’Mestu skiptir hvaðaþjónustu opinberar stofn- anir veita, og hvernig hún er veitt.‘ Herdís Á. Sæmundardóttir Höfundur er formaður stjórnar Byggðastofnunar. HINN 23. mars sl. voru liðin hundrað ár frá dánardægri hins mikilhæfa norska rithöfundar Hen- riks Ibsens. Ég hafði í einfeldni minni talið, að hér yrði hans vel minnst. Sú varð ekki raunin og því sendi ég þessar línur. Fyrir mér er Ibsen einstakur á margan hátt. Kjarkur hans og gagnrýni á margvíslegar misfellur í norsku og raunar fleiri þjóðfélögum er einstök. Sannarlega má telja Ib- sen brautryðjanda hvað varðar auk- in kvenréttindi. Kannski þann fyrsta sem eitthvað kvað að. Einnig var hann hvassyrtur um misferli í viðskiptum og hvernig hinir ríku reyndu að fá meira. Þessi viðhorf ólu af sér vissa andúð á honum á sínum tíma. Lengi dvali Ibsen í Danmörku og víðar og naut jafnvel meiri virðingar erlendis. Á þessum tímamótum og til að heiðra minningu skáldjöfursins hafa Norðmenn minnst hans á mjög veg- legan hátt. Mörg leikverk Ibsens hafa verið sýnd hér og notið hylli. Sumir bestu leikarar okkar hafa túlkað margslungnar persónur skáldsins frábærlega vel. Ég hélt því í einfeldni minni að bæði Rík- isútvarpið og leikhúsin myndu fjalla eitthvað um hann. Ég fór í Nor- ræna húsið en þar var þögnin ein. Ef til vill rumska menn og koma saman seinna og sýna minningu snillingsins Henriks Ibsens verðuga virðingu. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, Birkigrund 59, Kópavogi, áhuga- maður um norska menningu og gott samband. Í minningu Ibsens Frá Jóni Ármanni Héðinssyni: Henrik Ibsen ÁRBORG og önnur vaxtarsvæði utan höfuðborgarinnar njóta margs af nábýlinu við suðvest- urhornið. Um það er engum blöð- um að fletta. Hins vegar eiga þau ekki að þurfa að gjalda fyrir sína góðu granna með afskipta- leysi stjórnvalda í byggðamálum og upp- byggingu á þjónustu- og atvinnufyrir- tækjum. Tími bæjarútgerð- arinnar er liðinn sem betur fer. Hlutverk nútímalegrar sveit- arstjórnar er hins vegar að búa í haginn og skapa kjör- aðstæður fyrir frumkvöðla og hug- myndaríkt fólk til að setja á stofn atvinnurekstur. Þetta hafa at- vinnuþróunarnefnd og bæjarstjórn Árborgar gert og farið nýstárlegar leiðir til að efla atvinnulífið á svæðinu. Nú nýverið kynnti nefndin til- lögur að markaðssetningu Árborg- ar fyrir atvinnurekstur og þjón- ustufyrirtæki. Óhætt er að binda miklar vonir við það átak og þann stórhug sem ríkir í bæjarfélaginu til að efla enn frekar atvinnulífið, fjölga störfum og stuðla að því að laun hækki hér. Eitt og annað geta yfirvöld gert til að draga að bæði fólk og fyrirtæki. Fólkið streymir á Árborgarsvæðið og við þurfum að treysta atvinnugrunn- inn samhliða því. Fólksfjölgunin í Árborg var 6,5% árið 2005. Langt umfram spár eða áætlanir. Gleðileg þróun sem kemur ekki á óvart. Hér er gott að búa. Þjónustan í sveitarfé- laginu er í fremstu röð og síðustu fjögur árin hafa bæjaryf- irvöld unnið út frá markvissri fjöl- skyldustefnu sem samþættar alla þjón- ustu við íbúana í gegnum fjölskyldu- miðstöðina. Hvers vegna Árborg? Síðastliðin þrjú ár hefur At- vinnuþróunarnefnd Árborgar ásamt Atvinnuþróunarsjóði Suður- lands unnið að markaðssetningu Sveitarfélagsins Árborgar. Þessi vinna var kynnt á dögunum í tveimur auglýsingum í Morg- unblaðinu. Markaðssetning- arnefndin hefur skilað af sér og er óhætt að segja að vinna hennar veki athygli og skili vonandi góð- um árangri. Atvinnu- þróunarnefndin lítur til mikillar íbúafjölgunar á svæðinu og þess að treysta grunninn samhliða því að hlúð sé að þeim fyrirtækjum sem eru til staðar í sveitarfé- laginu. Efla atvinnulífið með það að markmiði að skapa fleiri og fjölbreyttari störf sem gefa íbúum kost á að vinna á heimavelli við fjölbreytt og vel launuð störf. Núna er komið að lokaþættinum í þessu kynningarátaki. Það eru áðurnefndar auglýsingar sem birt- ar eru með tveggja vikna millibili þar sem vísað er á vefslóð þar sem spurt er „Hvers vegna Árborg?“ Þar er reynt að svara öllum þeim spurningum sem hugsanlega kynnu að vakna hjá þeim sem finnst þetta sveitarfélag þess virði að leita eftir frekari upplýsingum um það. Þetta er markaðssetning Árborgar til framtíðar og er ég þess fullviss að það mun skila sér ríkulega í fjölbreyttari störfum og hærri launum á svæðinu öllu. Að því að efla Árborg og Suður- land enn frekar sem framtíð- arsvæði fyrir bæði fólk og fyr- irtæki munum við vinna á næsta kjörtímabili fáum við til þess um- boð í Samfylkingunni. Ábyrgt áframhald í Árborg. Árborg og atvinnutækifærin Torfi Áskelsson skrifar um sveitarstjórnarmál í Árborg ’Tími bæjarútgerð-arinnar er liðinn sem bet- ur fer.‘ Torfi Áskelsson Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 5. sæti á framboðslista Samfylking- arinnar í Árborg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.