Morgunblaðið - 31.03.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 39
MINNINGAR
✝ Henning PeterChristian Niel-
sen fæddist í Kaup-
mannahöfn 16. sept-
ember 1923. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Seli 23.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Olof Christian Viggo
Nielsen vélvirki hjá
dönsku járnbrautun-
um, D.S.B., f. í Vor-
dingborg á Sjálandi
29. júlí 1896, d. 18.
febrúar 1962, og
Laura Nielsine Nielsen, fædd Lar-
sen, matráðskona í Kaupmanna-
höfn, f. í Ballerup 5. október 1898,
d. 5. febrúar 1993. Bróðir Henn-
ings er Robert Nielsen, f. 8. októ-
ber 1921, búsettur í Danmörku.
Hinn 19. september 1971 kvænt-
ist Henning Ragnheiði Valgarðs-
dóttur kennara, f. 3. september
1927. Börn Ragn-
heiðar eru Valgarð-
ur Stefánsson, f.
1946, kona hans er
Guðfinna Guðvarð-
ardóttir; Hanna
Gerður Haraldsdótt-
ir, f. 1949, d. 1980,
maður hennar var
Gunnar Frímanns-
son; Ingibjörg Guð-
rún Haraldsdóttir, f.
1951, maður hennar
er Sigurður Klau-
sen; og Ragnheiður
Haraldsdóttir, f.
1954, maður hennar er Veturliði
Rúnar Kristjánsson. Barnabörn
Ragnheiðar eru 12 og barnabarna-
börnin 10.
Henning var rafvirki hjá Slipp-
stöðinni á Akureyri frá 1970-1993.
Henning verður jarðsunginn frá
Höfðakapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Árið 1969 hitti Henning Nielsen
móður mína í fyrsta sinn, það var
úti í Kaupmannahöfn. Nokkrum
vikum síðar hittust þau aftur, hann
var kominn í heimsókn til þess að
skoða sig um og kanna allar að-
stæður. Fáeinir mánuðir liðu og svo
var hann alkominn til hennar. Hann
fékk strax vinnu við sitt fag, raf-
virkjun í Slippstöðinni á Akureyri.
Henning byggði sér, ásamt móður
minni, fallegt heimili að Dalsgerði
3. Þau létu síðan pússa sig saman í
september 1971. Auðvitað fylgdu
þessum danska heims- og heiðurs-
manni nýir siðir sem maður þurfti
að læra. Aukadiskur fyrir salatið og
ávallt rétt staup fyrir hverja tegund
af áfengi með steikinni. Koníak fór
ekki í vatnsglas og þaðan af síður í
kaffibolla, það voru algjör helgi-
spjöll gagnvart góðum dýrum veig-
um og bjór úr dós var vitanlega
ódrekkandi gutl.
Lífið sem Henning átti að baki
áður en hann flutti til Íslands var
ævintýri líkast. Hann hafði á þriðja
áratug starfað hjá verktakafyrir-
tæki sem annaðist stórframkvæmd-
ir víða um heiminn. Þannig starfaði
hann í 15 ár í Venesúela m.a. við
flugvallagerð og virkjanir. Í 5 ár
starfaði hann í Afríku, nokkur ár í
Svíþjóð og víðar. Líkast til voru ár-
in í Venesúela þau ár sem mótuðu
hann mest, hann unni suður-amer-
ískri menningu, sérstaklega tónlist-
inni og spænska var hans annað
móðurmál, þrátt fyrir meira en
þriggja áratuga búsetu á Íslandi.
Ég sé hann fyrir mér í Venesúela
með mjallhvítan eyðimerkurhatt og
púandi stóran Havana vindil, ak-
andi um í stórum amerískum pall-
bíll, sem stjórnanda yfir stórum
vinnuflokki innfæddra starfsmanna.
Robert bróðir hans starfaði einnig í
Venesúela í nokkur ár ásamt Henn-
ing og voru miklir kærleikar með
þeim bræðrum. Það er einnig auð-
velt að sjá Henning fyrir sér við
lagningu flókinna rafmagnstaflna í
Slippstöðinni þar sem allt varð að
vera rétt tengt upp á millimetra og
varð svo. Henning hafði yndi af því
að deila um landsmálin eða hvað-
eina sem honum þótti stundum svo-
lítið öðruvísi á Íslandi heldur en
hann hafði vanist, þær umræður
gátu staðið lengi, en að lokum var
þó alltaf hlegið og allir skildu sáttir.
Henning hafði einnig gaman af því
að rifja upp atburðarík fyrri ár úr
lífi sínu og stundum fylgdu kjarn-
miklar sögur með frá Afríku þar
sem honum var meðal annars boðið
til málsverðar hjá sjálfum Haile
Selassie Eþíópíu keisara. Á Kúbu
var Henning einnig um tíma fyrir
byltinguna og hann naut þess að
segja frá iðandi lífinu og fjörinu áð-
ur en Fídel umbreytti þar öllu. Þeg-
ar Henning fluttist til Íslands lokaði
hann um leið á stóran kafla úr lífi
sínu. Hann hafði nokkru áður geng-
ið í gegnum erfiðan skilnað og
börnin hans þrjú Jana, Mikael og
Dario voru eftir hjá móður sinni,
tvö þeirra sá hann aldrei framar.
Henning yfirgaf þar með nauðugur
fjölskyldu og fallegt heimili sem
hann hafði búið sér. Gekk út alls-
laus, með eina tösku, föt til skipt-
anna, rakvél, tannbursta og eitt
myndaalbúm.
Á Íslandi fékk Henning veiðidellu
um árabil, hann hafði gaman af að
renna fyrir lax með góðum félögum,
en óskiljanlegar reglur veiðifélags-
ins bundu um síðir enda á þetta
tómstundagaman, því Henning vildi
ekki afsala sér dönskum ríkisborg-
ararétti fyrir eitt veiðifélag. Á
sumrin dvaldi Henning oft í Dan-
mörku langdvölum, þar gat hann
gengið í fasta vinnu hvenær sem
var hjá vini sínum sem starfrækti
þar raftækjafyrirtæki. Ásamt móð-
ur minni ferðaðist Henning mörg-
um sinnum um þvera og endilanga
Evrópu á Citroen bílnum sínum,
þar fékk hann auðvitað dágóða út-
rás fyrir ferðaþrána. Fjölskylda
Hennings bjó að mestu í Danmörku
og hann hélt góðu sambandi við
hana. Á Íslandi eignaðist Henning
hins vegar nýja fjölskyldu og vini
sem hann mat mikils og þau kunnu
einnig vel að meta góða kosti hans.
Móðir hans Laura, kom oft í heim-
sókn. Síðast komin á tíræðisaldur,
ferðaðist hún alein til landsins að
venju með fullar töskur af dönsku
kjöti sem hún laumaði í gegnum
tollinn. Hún sá vitanlega sjálf um
alla matseldina og ilmurinn úr eld-
húsinu í Dalsgerði 3 gleymist seint.
Síðustu mánuðina sem Henning
lifði dvaldi hann á hjúkrunarheim-
ilinu Seli ásamt eiginkonu sinni við
gott atlæti og umönnun, þar deildu
þau sama herbergi. Hann var hvíld-
inni feginn, skömmu áður en hann
sofnaði út af, skáluðum við í síðasta
sinn, staupin voru að vísu lítil blá
lyfjastaup úr plasti en vínið var
ósvikið.
Valgarður Stefánsson.
Henning kom inn í líf fjölskyldu
okkar um sama leyti og við syst-
urnar. Afi þreyttist ekki á að segja
okkur að þegar skeyti barst ömmu
okkar sem stödd var í Kaupmanna-
höfn, um fæðingu barnabarns (Rut),
voru þau að stíga sín fyrstu skref
saman – eins og til að undirstrika
það að hann tilheyrði fjölskyldunni
engu síður en við. Þannig var það
líka að þegar amma og afi Henning
ákváðu að rugla saman reitum sín-
um eignaðist hann aftur fjölskyldu
sem hann óviljugur hafði misst
nokkrum árum áður og við eign-
uðumst afa sem setti danskan blæ á
uppeldi okkar. Það gerði hann líka
sérstaklega glaðan að vera kallaður
afi, þá meyrnaði hann allur og átti
jafnvel til með að hnika til skoð-
unum sínum, sem annars voru all-
ákveðnar. Hann vildi okkur alltaf
allt hið besta og var umhugað um
að það yrði eitthvað úr okkur. Hann
átti samt erfitt með að skilja að við
þyrftum á námslánum að halda til
að halda okkur uppi á námsárunum,
sjálfur hafði hann unnið bæði á
morgnana fyrir skóla og eftir að
skóla lauk, og fannst ómögulegt að
við gætum ekki gert slíkt hið sama.
Hann var líka talsmaður hins vinn-
andi manns, hafði aldrei dregið af
sér við vinnu og bölsótaðist yfir því
að þjóðfélagið væri alltof fullt af
kóngum – það væru of fáar vinn-
andi hendur í landinu! Þegar Sergio
kom í fyrsta skipti í heimsókn í
Dalsgerðið sáum við nýja og nost-
algíska hlið á afa. Hann fór að tala
spænsku, dró fram gamalt albúm
með myndum frá Venesúela, og
sagði okkur sögur frá veru sinni
þar, frá ferðum til Ítalíu, Afríku og
víðar. Afi hætti að vera afi og varð
veraldarvanur maður sem hafði séð
heiminn. Hann talaði spænsku eins
og innfæddur og var hjartanlega
glaður að geta dustað rykið af
tungumálinu í hvert sinn sem Ser-
gio kom í heimsókn. Hann rifjaði
jafnvel upp nokkur orð á ítölsku og
kvaddi Sergio aldrei öðruvísi en
með arrivederci. Íslensku neitaði
hann hinsvegar að læra vel – men
det var bare ágætt, eins og hann
sagði oft á sinni einstöku danís-
lensku. Þannig vöndumst við að
heyra og skilja annað tungumál og
við erum ekki frá því að það hafi
þjálfað upp í okkur innsæið. Það
hefur líka ekki komið til greina að
kalla stjörnublys annað en stjerne-
kastere.
Núna hefur afi Henning loksins
fengið hvíld frá löngum veikindum,
og við sjáum hann fyrir okkur sitj-
andi einhversstaðar í þægilegum
stól, með tólf ára viskí í réttu glasi,
góða plötu á grammafóninum, hann
brosir og segir jah, NÅ har jeg det
sko fint!
Kristbjörg, Rut og Sergio.
Afi Henning er dáinn.
Afi flutti til Íslands frá Dan-
mörku þegar hann kynntist ömmu.
Amma og afi héldu í ýmsar
danskar hefðir, t.d. fékk maður oft
danskt smørrebröd í middagsmad,
einnig voru þau áskrifendur að öll-
um dönsku vikublöðunum og voru
með danska fána á jólatrénu.
Þegar við systkinin vorum yngri
þótti okkur mikið sport að hjálpa
afa þegar hann var að gera íbúðina
þeirra ömmu í Dalsgerði klára, einu
sinni var Davíð að hjálpa honum og
þeir spjalla um hitt og þetta, svo fer
Davíð að fikta í verkfærunum og afi
hastaði eitthvað á hann, á sinni
skemmtilegu dönsku, þá segir Dav-
íð „Nú skil ég þig ekki, afi minn“.
Þegar afi var barn í Danmörku
fékk hann lungnabólgu, honum var
þess vegna alltaf mjög umhugað um
að við værum vel skóuð og var dug-
legur við að færa okkur hlýja vetr-
arskó og sokka.
Ég var svo heppin að fá að fara
með ömmu og afa til Danmerkur
sumarið eftir fermingu en þangað
fóru þau á hverju ári, það var gam-
an að sjá afa með ættingjum sínum
en þar hitti ég Lauru mömmu hans,
sem var algjör demantur, bróður
hans og dóttur sem var að gifta sig
og afi leiddi inn kirkjugólfið.
Afi hafði sem ungur maður
ferðast vítt og breitt um heiminn,
hafði unnið m.a í Suður-Ameríku og
Afríku, við systkinin gátum setið
endalaust og hlustað á hann segja
okkur sögur af ferðum sínum, með-
an hann spilaði suður-amerísku
plöturnar sínar.
Það er svo skrítið að hugsa til
þess að sjá ekki framar glettnis-
brosið sem læddist fram þegar
hann sá okkur.
Elsku afi Henning, takk fyrir all-
ar samverustundirnar.
Vona að mamma hafi tekið á móti
þér með koníaksglas handa þér.
Hvirfilvindur kveður.
Valgerður María Gunn-
arsdóttir, Davíð Rúnar
Gunnarsson og fjölskyldur.
Elsku Henning afi.
Við krakkarnir viljum þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
höfum átt með þér og ömmu Ragn-
heiði. Það hefur verið afar notalegt
að koma til ykkar á Selið. Við mun-
um svo vel hvað þú varst alltaf glað-
ur að sjá okkur og knúsaðir okkur
þegar við komum í heimsókn. Við
fundum það vel hvað þér þótti vænt
um okkur öll. Það var gaman að
reyna að tala við þig á dönsku og
hlæja saman. Við munum líka eftir
því hvað var gott að sitja hjá þér í
bólinu á meðan amma spjallaði og
þú brostir til okkar og klappaðir á
kollana okkar til skiptis. Það var
notalegt.
Elsku afi Henning, það er erfitt
að kveðja þig en við vonum að þú
hafir það gott hjá guði. Uppi í
ljósbláa himninum er fallegur engill
sem talar dönsku. Það er afi Henn-
ing. Hann er með gleraugu og silf-
urhvíta vængi. Hann er í bleikri
skyrtu og brosandi. Hann vinkar
okkur og flýgur svo með hinum
englunum til Guðs.
Englakveðja
Inga Lind, Móeiður, Ívar
Andri og Hildur Vaka.
HENNING
NIELSEN
Mig langar að
skrifa minningaorð
um Svövu systur
mína sem lést 27. des-
ember sl., en hún hefði orðið 58 ára
í dag og dótturdóttir hennar fædd-
ist daginn áður en að Svava systir
dó og verður í dag skírð Sigríður
Svava Kristinsdóttir, en hún var
nefnd við dánarbeðið hennar.
Svava greindist með krabbamein á
síðasta ári og barðist hetjulega við
þann sjúkdóm í 8 mánuði, en tapaði
fyrir þessum illvíga sjúkdómi.
Svava var elst af okkar 7 systkinum
og var yndisleg systir, sem alltaf
var boðin og búin að aðstoða okkur
hin.
Eins og áður sagði var hún lærð
hárgreiðslumeistari og rak stofu í
nokkur ár og fórum við yngri
systkinin þangað í klippingu til
hennar. Hún giftist Fúsa eftirlif-
andi eiginmanni sínum og eignaðist
3 börn, Kristin Steinar, Ingibjörgu
og Garðar Ingvar. Þeirra fyrsta
heimili var í Ásenda og man ég
hvað mér fannst gaman að koma
þangað því hún var fyrst af okkur
systkinunum sem byrjaði að búa og
var ég að passa krakkana þeirra.
SIGRÍÐUR SVAVA
KRISTINSDÓTTIR
✝ Sigríður SvavaKristinsdóttir
fæddist í Reykjavík
31. mars 1948. Hún
lést á Landspítalan-
um í Reykjavík 27.
desember síðastlið-
inn og var jarðsung-
in frá Vídalíns-
kirkju í Garðabæ 4.
janúar.
Svava og Fúsi voru
búsett erlendis um
tíma vegna starfa
hans og börnin fylgdu
með svo að fjölskyld-
an væri saman. Við
systurnar allar vor-
um samrýndar og fór-
um í útilegur saman
og að veiða með fjöl-
skyldum okkar. Þeg-
ar við skruppum í
kaffi bauð hún ávallt
uppá bakkelsi með
kaffinu og sagði alltaf
skemmtilega frá.
Hún var mjög stolt af börnunum
sínum og studdi þau í hvívetna og
þegar barnabörnin komu í heiminn
fannst henni gaman að dúllast með
þeim, en þau voru orðin 5 þegar
hún féll frá.
Elsku Fúsi, mamma, börn,
tengdabörn, barnabörn og systkini
megi góðar minningar lifa í huga
ykkar og hjarta um Svövu systur
og guð gefi ykkur styrk til að halda
áfram.
Þeir segja þig látna, þú lifir samt
og í ljósinu færð þú að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið þú þurftir að kveðja.
Í sorg og í gleði þú senda munt ljós,
sem að mun okkur gleðja.
(Guðmundur Ingi Guðmundsson.)
Takk fyrir allt og hvíl í friði,
elsku Svava.
Þín systir
Hafdís.
Ástkær eiginkona mín og frænka,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hátúni 8,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 24. mars, verður jarðsungin
frá Stóra-Dalskirkju, V-Eyjafjöllum, laugardaginn
1. apríl kl. 14.00.
Arnór Lúðvík Hansson,
Ragnheiður Sigríður Valdimarsdóttir.
Móðir mín,
BRYNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
áður til heimilis í Hafnarstræti 71,
Akureyri,
lést miðvikudaginn 22. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Ingibjörg Friðjónsdóttir.
Maðurinn minn,
ÓLAFUR ÓLAFSSON,
Rauðalæk 59,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mið-
vikudaginn 29. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigrún Eyþórsdóttir.