Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 59

Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 59 MENNING Maður rekst á ýmislegtáhugavert á íslenskumbloggsíðum. Um daginn rakst ég inn á síðu þar sem verið var að telja upp sérnöfn sem notuð eru sem samnöfn. Ég veit ekki hver það er sem stendur að baki blogg- inu, enda þekki ég manneskjuna ekki neitt svo ég viti til, en slóðin er skrubaf.blogspot.com. Bloggið þar er kallað „Blogg dauðans“ og sagt „ekki fyrir venju- legt fólk“, en engu að síður er þar að finna pælingar sem ég held að margt venjulegt fólk geti haft gam- an af.    Nýlega var fólk að bera samanbækur sínar með aðstoð bloggarans þar; um orðaforða þeg- ar kemur að því að nota mannanöfn sem hugtök, og þegar ákveðin mannanöfn eru notuð í orðasam- bandi, án þess að verið sé að ræða um tiltekna manneskju. Þannig var tekið dæmi um setn- ingu, sem ku algeng: „Er þetta hægt, Matthías?“. Eftir dúk og disk í blogginu komst sagan að baki þessum Matthíasi á hreint; Matthías á rætur að rekja til Ísafjarðar og hafði eitthvað að gera með getnað barns. „Sorrí Stína“ er álíka orða- samband, sem sjálfsagt fleiri kann- ast við. Hver ætli þessi Stína hafi upphaflega verið?    Njörður er stundum notað ísömu merkingu og enska orð- ið „nerd“. Þannig hafa fleiri íslensk nöfn verið notuð – Jónur, svo dæmi sé tekið. Svo eru það Jói og Dúddi og allir þeir. Erlendis er þetta vissulega líka gert. Hr. Skrubaf byrjaði reyndar umræðuna á blogginu sínu á um- ræðu um að Ástralir notuðu nafnið Sheila um konur almennt. Í umræðum mínum við félaga um þetta mál hefur ýmislegt komið í ljós; að Bretar nota orðið „Brahms“ um að vera drukkinn, þar sem „Brahms and Liszt“ er kunnugt tvíeyki og „Liszt“ rímar við „pissed“. Á sama hátt nota þeir orð- ið „apples“ fyrir stiga, þar sem „apples and pears“ er þekkt tvíeyki og „pears“ rímar við „stairs“. En þar sem hið síðarnefnda er ekki dæmi um sérnöfn á ekki að ræða þetta í þessum pistli!    Þegar matur er annarsvegar hafa ýmis ís- lensk sérnöfn fengið aðra merkingu. Steingrímur er grjónagrautur, ekki satt, Sæmundur er mjólk- urkex og Sæmundur á sparifötunum er notað yfir fínna kex – til dæmis með kremi. Öllu ólyst- ugra er hugtakið Eyvind- ur með hor, sem víst er notað yfir hinn íslenska þjóðarrétt kjöt í karríi. Eyvindur ku gjarnan not- að yfir lambakjöt yf- irleitt, með vísun í Fjalla- Eyvind, og kjötsúpa er því ýmist kölluð einfald- lega Eyvindur eða Ey- vindur og Halla. Svo eru það Sörurnar frægu, en það er ekki runnið af neinni íslenskri Söru, heldur kennt við frönsku leikkonuna Söru Bernhardt. Þar fyrir utan koma Jón og Gunna og Jón Jónsson og Pétur og Páll oft við sögu. Og Gróa á Leiti, Þrándur í Götu, Haukur í horni. Og Rósa frænka.    Ég hef sagt það áður og ég segiþað enn: Íslensk tunga er sprelllifandi. Sæmundur á sparifötunum ’Þegar matur er annarsvegar hafa ýmis íslensk sérnöfn fengið aðra merkingu. Steingrímur er grjónagrautur, ekki satt, Sæmundur er mjólkurkex og Sæmund- ur á sparifötunum er not- að yfir fínna kex – til dæmis með kremi.‘ Fullur. ingamaria@mbl.is AF LISTUM Inga María Leifsdóttir Eyvindur og Halla. Morgunblaðið/Arnaldur skrubaf.blogspot.com ÞEKKTIR listamenn innan kons- eptlistarinnar halda fyrirlestra á Kjarvalsstöðum um helgina. Dag- skráin er í tengslum við sýninguna H.C. Andersen – Lífheimur sem opnuð verður sunnudaginn 2. apríl kl. 14. Kosuth fjallar um Kierkegaard Í dag kl. 17 fjallar Joseph Kosuth um eigin verk og hugmyndaleg tengsl við kenn- ingar danska heimspekingsins Sören Kierke- gaard í vestursal Kjarvalsstaða. Gestum er boð- ið að sitja flötum beinum á hinu risastóra teppi sem Kosuth hefur ofið í ævintýrið um nýju fötin keisarans eftir H.C. Andersen og tilvitnanir í samtíma- mann hans, Sören Kirkegaard. Emilia Kabakov fjallar um eigin verk og mannsins síns Sunnudaginn 2. apríl kl. 13 fjallar Emilia Kabakov í máli og myndum um verk þeirra hjónanna, hennar og Ilya Kabakov. Fyrirlesturinn fer fram í fundarsal Kjarvalsstaða og hefst klukkustund fyrir sýningar- opnun. Af því tilefni verður kaffistofa Kjarvalsstaða opnuð klukkan tólf með tilboði á léttum og girnilegum hádegisverði. Leiðsögn verður um sýninguna alla sunnudag kl. 15. Fyrirlestrar Kosuth og Kabakov á Kjarvalsstöðum Joseph Kosuth

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.