Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLITAKVÖLD Músíktilrauna
2006 verður haldið í kvöld í Loft-
kastalanum, en þá keppa tólf hljóm-
sveitir um vegleg sigurlaun og ýmsa
vegsemd.
Fyrstu verðlaun að þessu sinni
eru tuttugu tímar með hljóðmanni í
Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar,
Mbox 2-upptökutæki og hugbúnaður
frá Hljóðfærahúsinu og 20.000 kr.
úttekt í 12 tónum. Að auki fær sig-
ursveitin að leika á Iceland Airwaves
á góðum tíma og góðum stað, boðs-
miða fyrir alla meðlimi á Reykjavík
Rocks 2006-hátíðina í boði Úngfrú
Uglu og hljómsveitarmeðlimir fá
skemmtiferð til Manchester í boði
Icelandair.
Önnur verðlaun eru 20 tímar
ásamt hljóðmanni í Stúdíói Sept-
ember, Laugavegi 178, 15.000. kr út-
tekt í 12 tónum og miðar fyrir alla
meðlimi á Reykjavík Rocks 2006 í
boði Úngfrú Uglu. Þriðju verðlaun
eru 20 tímar ásamt hljóðmanni í
Stúdíói Ryki, Sóltúni 24 og 10.000
kr. úttekt í 12 tónum. Einnig fá efni-
legustu hljóðfæraleikarar verðlaun,
vöruúttektir frá Tónastöðinni, Hljóð-
færahúsinu, hljóðfæraversluninni
Rín og Tónabúðinni. Auk þessa vel-
ur Tími – Miðstöð fyrir tímalistir þá
hljómsveit sem Tímamönnum þykir
athyglisverðust og gefur henni full-
vinnslu á einu lagi frá A til Ö.
Hljómsveitirnar sem komust
áfram eru Própanól, Tranzlokal, The
Ministry of Foreign Affairs, Antik,
Sweet Sins, We Made God, Who
Knew, Modern Day Majesty, Le
Poulet de Romance, Furstaskyttan,
Ultra Mega Technobandið Stefán og
The Foreign Monkeys.
Eins og getið er verða úrslitin
haldin í Loftkastalanum. Húsið verð-
ur opnað kl. 18:00 og hljóðfæra-
sláttur hefst kl. 19:00, en þá leikur
sigursveit síðasta árs, Jakobínarína.
Ef marka má reynslu undanfarinna
ára komast mun færri að en vilja.
Bein útsending verður á úrslit-
unum á Rás 2 og einnig má horfa á
beina útsendingu á netinu frá
simi.is.
Úrslit Músíktilrauna
TRANZLOKAL
The Ministry of Foreign Affairs
WE MADE GOD
ANTIK
Who Knew
Le poulet de romance
MODERN DAY MAJESTYTHE FOREIGN MONKEYS
„Keyrðum frá LA til Vegas og vorum tvær nætur þar, þessi borg er náttúrulega rugl.
Í einu spilavítanna rákumst við á hasarhetjuna Chuck Norris. Danni óð upp að
honum og kallaði:“You rule, Chuck fokking Norris. „Chuck dauðbrá og hraðaði sér í
burtu.“
1. Apríl