Morgunblaðið - 02.04.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 11
enn erfðabreyttum lífverum og af-
urðum þeirra, áhrifum á umhverfið
og heilsufarsáhrifum fyrir mannslík-
amann. Það sé einungis tíminn og
frekari rannsóknir sem leitt geti í
ljós meira afgerandi niðurstöður en
nú liggja fyrir og við getum þá tekið
ákvarðanir út frá. Í ljósi þess vilja
þeir að farið sé varlega í sakirnar og
náttúran og neytendur látnir njóta
vafans við ákvarðanatöku.
Víða um heim hafa hagsmunasam-
tök neytenda tekið þennan mála-
flokk upp á sína arma og annast að
mestu fræðslu til almennings. Hér á
landi tók hópur fyrirtækja og sam-
taka sig saman fyrir tveimur árum
og nefnir starf sitt Kynningarátak
um erfðabreyttar lífverur og afurðir
þeirra en markmiðið er að fræða og
efla gagnrýna umræðu með öryggis-
og varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Í
hópnum eru Neytendasamtökin,
Náttúrulækningafélag Íslands, Mat-
væla- og veitingasamband Íslands,
Vottunarstofan Tún og Landvernd.
Aðstandendur hans halda úti heima-
síðu um málefnið og hafa staðið auk
þess fyrir málþingum og ráðstefnum
um erfðabreyttar lífverur og mat-
væli.
Gunnar Á. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Túns, er einn þeirra
sem hafa kynnt sér málin ítarlega.
„Við verðum að hafa í huga að erfða-
breytt matvæli koma ekki til sögunn-
ar vegna áhuga eða eftirspurnar
neytenda, heldur fyrst og fremst
vegna áhuga stórra líftæknifyrir-
tækja sem hafa verið að þróa erfða-
tækni og búa til erfðabreyttar lífver-
ur. Síðan koma einnig til sögunnar
smærri aðilar sem höfða til samúðar
og stuðnings með því að kynna sig
sem sprota- og nýsköpunarfyrir-
tæki. Upp úr miðjum tíunda ára-
tugnum urðu söguleg umskipti í
þessum geira því þá voru fyrstu
erfðabreyttu matvælin framleidd og
sett á markað í Bandaríkjunum. Það
er því komin nokkur reynsla á þessa
framleiðslu og hún er ekki sérstak-
lega jákvæð, hvorki frá hagrænu né
umhverfislegu sjónarmiði.“
Erfðabreytt leynist víða í matvælum
Bandaríkin eru einmitt móður-
land erfðatækninnar og erfða-
breyttrar framleiðslu. Þaðan
breiddist framleiðslan til annarra
landa en ekkert land kemst með
tærnar þar sem Bandaríkin hafa
hælana í framleiðslunni. Samkvæmt
tölum frá Alþjóðasamtökum neyt-
endasamtaka ræktuðu Bandaríkin á
um 50 milljónum hektara af landi ár-
ið 2005, Argentína á um 17 milljón-
um hektara, Brasilía á 9,4, Kanada á
5,8 og Kína á 3,3. Erfðabreyttar
sojabaunir, maís og baðmull er uppi-
staðan í framleiðslunni. Af allri
ræktun Bandaríkjamanna er talið að
um 85% framleiðslu þeirra á soja,
76% baðmull og 40% af maís séu
erfðabreytt.
Framleiðsla annarra þjóða á
erfðabreyttum lífverum er lítil enn
sem komið er. Í Evrópu hefur and-
staðan alla tíð verið sterk, bæði við
framleiðslu og neyslu erfðabreyttra
matvæla, einkum á meðal almenn-
ings. Það hefur komið í ljós í nokkr-
um skoðanakönnunum sem gerðar
hafa verið. Meginástæður andstöðu
evrópskra neytenda eru þær að þeir
telja sig lítinn hag hafa af erfða-
breyttum matvælum, þau séu al-
mennt hvorki ódýrari né heldur ekki
næringarríkari og að þeim fylgi
hugsanleg umhverfis- og heilsu-
farsáhætta. Neytendasamtök í flest-
um ríkjunum hafa gert þá kröfu til
stjórnvalda að þau komi á skyldu-
merkingum erfðabreyttra matvæla
og gefi neytendum þannig færi á að
velja.
Í mörgum löndum hafa erfða-
breytt matvæli því verið mikið í um-
ræðunni og komið til kasta stjórn-
málamanna að setja lög og reglur
þar að lútandi. Í löndum innan Evr-
ópusambandsins þarf leyfi til mark-
aðssetningar á erfðabreyttum lífver-
um rétt eins og hér. Einnig þarf
sérstakt leyfi ef ætlunin er að nota
þær eða afurðir þeirra í matvæli og
þá þarf að merkja matvælin sam-
kvæmt því.
Jónína Þ. Stefánsdóttir, matvæla-
fræðingur og sérfræðingur Um-
hverfisstofnunar í erfðabreyttum líf-
verum, segir að slík leyfi hafi verið
veitt fyrir vissum erfðabreytingum á
maís, repju, baðmull og soja. „Það er
Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem
framkvæmir óháð vísindalegt
áhættumat áður en slík leyfi eru
veitt. En sem dæmi um afurðir t.d.
soja má nefna sojaborgara, sojamjöl,
sojaprótein, sojaolíu, súpur og aðrar
afurðir sem innihalda sojabaunir. Þá
getur aukefnið lesitín verið unnið úr
soja en það er í fjölda matvara, t.d.
kakó- og súkkulaðivörum. Erfða-
breytt efni getur einnig verið í
snakki og kexi sem inniheldur maís,
maísmjöl og maísolíu.“
Íslendingar borða
ómerkt erfðabreytt
Bandaríkin og Argentína sem hafa
verið stórtækust í framleiðslu erfða-
breyttra plantna og afurða þeirra
gera ekki kröfur um að merkja
erfðabreytt matvæli sérstaklega eða
að halda erfðabreyttu hráefni frá
hefðbundnu hráefni í landbúnaðar-
framleiðslu þessara ríkja. Matvæla-
framleiðendur eiga því oft erfitt með
að vita hvort þeir vinna með erfða-
breytt hráefni eða ekki.
Jónína segir að íslensk löggjöf um
erfðabreytt matvæli mótist af aðild
okkar að Evrópska efnahagssvæð-
inu. „Í Evrópu hefur svokallað var-
úðarsjónarmið verið gegnumgang-
andi varðandi erfðabreyttar lífverur
og matvæli. Hérlendis voru sett lög
um erfðabreyttar lífverur árið 1996
og ná þau yfir markaðssetningu og
innflutning á óunnum matvælum
sem í eru erfðabreyttar lífverur og
vörum sem innihalda þau. Lögin ná
hins vegar ekki yfir þær matvörur
sem eru t.d. frystar, þurrkaðar eða
soðnar teljist þær til afurða erfða-
breyttra lífvera.“
Íslendingar hafa því haft erfða-
breytt matvæli á borðum sínum í 10
ár?
„Já, trúlega, en matvælin hafa
samt sem áður þurft að uppfylla
ákvæði matvælalaga nr. 93/1995 og
reglugerða sem settar eru út frá
þeim. Þau hafa því þurft að uppfylla
skilyrði t.d. um matvælaöryggi.“
Íslendingar andsnúnir
erfðabreyttum matvælum
Afstaða Íslendinga til erfða-
breyttra matvæla virðist vera
nokkuð skýr og í samræmi við af-
stöðu almennings víða í Evrópu.
Meirihluti Íslendinga vill ekki að
erfðabreytt matvæli séu framleidd
almennt og ríflega níu af hverjum
tíu telja að þarft sé að sérmerkja
erfðabreytt matvæli í verslunum.
Þetta kom fram í könnun sem IMG
Gallup gerði síðastliðið sumar.
„Andinn hér á landi hefur reyndar
markast af nokkru andvaraleysi,
þar til á síðustu misserum, að ís-
lenskur almenningur og neytendur
hafa verið að vakna til vitundar um
það að erfðabreytt matvæli eru
ekki aðeins á þröskuldinum hjá
okkur heldur beinlínis á borðum
okkar án þess að við höfum haft um
það nokkurt val,“ segir Gunnar og
er með því að vísa til innfluttra mat-
væla. Hann segir að víða um Evr-
ópu séu sveitarfélög, landsvæði,
fyrirtæki og bændur að lýsa því
sérstaklega yfir að á landi þeirra
séu og verði ekki ræktaðar erfða-
breyttar afurðir vegna þess að þau
sjá sér hag í því. „Þessi hreyfing
sem kölluð er „svæði án erfða-
breyttra lífvera“ er orðin mjög út-
breidd. Sums staðar þekja slík
svæði heilu löndin eins og Grikk-
land, Ítalía, Pólland og Austurríki.
Í Sviss var það beinlínis ákveðið í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Græn
svæði af þessum toga þekja sífellt
Morgunblaðið/Eyþór
Jónína Þ. Stefánsdóttir, matvælafræðingur og sérfræð-
ingur Umhverfisstofnunar í erfðabreyttum lífverum segir
að afurðir erfðabreyttra lífvera sé að finna í mörgum
matvælum.
Morgunblaðið/Eyþór
Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri vottunarstof-
unnar Túns, er einn þeirra sem gagnrýnt hafa notkun erfða-
tækninnar. Hann vill fræða og efla gagnrýna umræðu í sam-
félaginu með öryggis- og varúðarsjónarmið að leiðarljósi.
Hver er stefna yfirvalda varðandierfðabreyttar lífverur og innflutn-ing á erfðabreyttum matvælum hérá landi? Hverjar og hvaðan eru fyr-
irmyndirnar?
„Lögin um erfðabreyttar lífverur frá árinu
1996 eru auðvitað stefnumótandi. Ég tel að
þau lög hafi verið mjög framsýn og hingað til
hefur ekki þótt ástæða til þess að endurskoða
þau. Það er ljóst að þekkingunni fleygir fram í
þessum málaflokki og nýjar uppgötvanir líta
ört dagsins ljós. Ef og þegar sá tími rennur
upp að við þurfum að endurskoða lögin í ljósi
nýjustu rannsókna, tækni eða uppgötvana
gerum við það að sjálfsögðu. Við stefnumótun
höfum við fyrst og fremst litið til Evrópu og
tekið mið af evrópskri löggjöf. Sú löggjöf er í
raun og veru fremur ströng þar sem Evr-
ópubúar hafa lagt áherslu á varúðarsjónar-
mið.“
Hver er stefna yfirvalda varðandi ræktun
erfðabreyttra lífvera hér á landi? Hvaða meg-
inforsendur liggja þar að baki?
„Sú stefna kemur bæði fram í löggjöfinni og
reglugerð um takmarkaða notkun erfða-
breyttra lífvera, annarra en örvera. Umhverf-
isstofnun gefur út sérstök leyfi um ræktun
erfðabreyttra lífvera hér á landi með mjög
ströngum skilyrðum og að fenginni umsögn
lögskipaðrar ráðgjafanefndar um erfðabreytt-
ar lífverur og Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands.“
Ef við horfum til markaðssetningar Íslands
erlendis og jafnvel íslenskra matvæla, telja yf-
irvöld að það geti farið saman að vera með
erfðabreytta ræktun utandyra samhliða því að
nota slagorð eins og „hreint land“ og „villt
náttúra“? Verða yfirvöld ekki að velja til þess
að landið verði samkeppnishæft, t.d. á hinum
lífræna markaði og jafnvel í ferðaþjónustunni?
„Það er ekkert í tengslum við þær leyfisveit-
ingar sem veittar hafa verið á erfðabreyttri
ræktun utandyra, sem stangast á við það að
landið sé samkeppnisfært í lífrænni ræktun og
samkeppni í ferðaþjónustu. Erfðabreytt rækt-
un utandyra er sáralítil hér og hún er einungis
í tilraunaskyni og undir góðu eftirliti. Við er-
um því ekki í neinni þess háttar framleiðslu á
erfðabreyttum lífverum, og alls ekki erfða-
breyttum landbúnaðarvörum ef við erum að
bera okkur saman við aðrar þjóðir. Hér er það,
eins og áður segir, mörgum ströngum skil-
yrðum háð að fá leyfi til slíkrar ræktunar.
Við Íslendingar erum matvælaframleiðend-
ur og höfum einmitt lagt mikla áherslu á ör-
yggi framleiðslu okkar, hreinleika og hollustu.
Fiskurinn er matvara sem við sækjum í hreina
og villta auðlind náttúrunnar og öll þekkjum
við að framleiðsla á landbúnaðarvörum hér á
landi er háð mjög ströngum reglum og eftirliti
sem allt lýtur að öryggi og hollustu hennar.
Ég tel að sem framleiðsluland höfum við verið
til fyrirmyndar og við viljum að sjálfsögðu
vera það áfram. Öryggi matvæla hefur verið í
fyrirrúmi í allri okkar matvælaframleiðslu.“
Margir telja að neytandinn hafi rétt til þess
að velja en á meðan engin lög gildi um merk-
ingar á erfðabreytt matvæli geti hann ekki
nýtt þennan rétt sinn. Nú var sett reglugerð
nr. 503, 17. maí 2005, kom aldrei til greina í
þeirri reglugerð að setja inn ákvæði um að
merkja sérstaklega erfðabreytt matvæli? Ef
svo er, eða ekki, hvað var það sem mælti gegn
því?
„Það er rétt að enn gilda engar reglugerðir
hér á landi um merkingar á erfðabreyttum
matvælum en það stendur til bóta. Neytand-
inn á rétt á því að vera upplýstur um inni-
haldsefni matvæla. Það eru auðvitað hagsmun-
ir okkar allra hér á landi að fá glöggar og
réttar upplýsingar um matvæli og með því að
merkja sérstaklega matvörur sem innihalda
erfðabreyttar lífverur eða afurðir höfum við
hvert fyrir sig betri möguleika til að velja hvað
við höfum á borðum. Það er engin spurning að
þetta er til góða fyrir neytendur og er hluti af
því að vera vel upplýstur um þessi mál.
Ástæðan fyrir því að slíkt ákvæði var ekki
sett inn í fyrrgreinda reglugerð er sú að verið
er að vinna að því að taka upp í EES-samning-
inn gerðir um þetta efni úr reglugerðum Evr-
ópusambandsins, annars vegar um erfða-
breytt matvæli og fóður og hins vegar um
rekjanleika matvæla og fóðurs sem framleidd
eru úr erfðabreyttum lífverum, en þær tóku
báðar gildi hjá Evrópusambandinu vorið 2004.
Þar verða meðal annars ákvæði um merkingu
matvæla sem innihalda erfðabreyttar lífverur
eða afurðir þeirra. Þessari vinnu er ekki lokið
og að svo stöddu ekki hægt að gefa upp ná-
kvæmlega hvenær þetta verður tekið upp í
EES-samninginn og þá í íslenskan rétt í fram-
haldinu en það gæti orðið innan árs. Við mun-
um þá í tengslum við gildistökuna gangast fyr-
ir fræðslu til almennings um erfðabreytt
matvæli.“
Hvernig hyggjast íslensk stjórnvöld þá
merkja framleiðsluvörur frá löndum utan Evr-
ópusambandsins eins og Bandaríkjunum og
Kanada sem innihalda erfðabreyttar afurðir?
„Stjórnvöld merkja ekki vörur heldur fram-
leiðandi eða innflytjandi. Eftir gildistöku þess-
ara reglna hér á landi mega erfðabreytt mat-
væli frá Bandaríkjunum því aðeins vera á
markaði hér að þau séu merkt sem slík. Inn-
flytjendur matvæla frá Bandaríkjunum verða
þá annaðhvort að geta sýnt fram á að mat-
vælin séu ekki erfðabreytt eða að þau séu
leyfð á Evrópska efnahagssvæðinu. Séu mat-
væli erfðabreytt og fullnægi reglum verða
framleiðendur að sjá til þess að þau séu merkt
hvort sem varan kemur frá Bandaríkjunum
eða framleiðendum á Evrópska efnahags-
svæðinu.“
Sér umhverfisráðherra fyrir sér að Ísland
gæti á einhvern hátt verið leiðandi eða til fyr-
irmyndar er varðar umræðu eða rannsóknir
um öryggi matvæla, erfðabreytt matvæli eða
lífrænt ræktuð matvæli?
„Ég tel að Ísland sé til fyrirmyndar í þess-
um efnum og að óvíða sé að finna öruggari og
hollari matvæli en hér á landi. Miðað við þær
aðstæður sem hér eru og þau áform sem uppi
eru tel ég fulla ástæðu til að ætla að við höld-
um stöðu okkar að þessu leyti.
Ég er jafnframt þeirrar skoðunar að við
verðum að ræða þessi mál í víðu samhengi og
fordómalaust. Við getum til dæmis ekki horft
framhjá því í þessari umræðu að sums staðar í
heiminum er skortur á matvælum og sterk rök
þarf til að hindra aukna framleiðslu matvæla
ef um það er að ræða. Við verðum engu að síð-
ur að fylgja varúðarsjónarmiðum í þessu efni.
Það höfum við Íslendingar gert og munum
gera áfram.“
Erfðabreytt matvæli verða merkt á Íslandi
Morgunblaðið/Ásdís
Innan tíðar munu matvörur sem
innihalda erfðabreyttar lífverur eða
afurðir og verða til sölu á íslenskum
markaði merktar sérstaklega. Sig-
ríður Anna Þórðardóttir umhverf-
isráðherra svarar spurningum um
stefnu yfirvalda varðandi erfða-
breyttar lífverur og matvæli.
Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfis-
ráðherra telur að Íslendingar eigi fylgja
varúðarsjónarmiðum.
’Neytandinn á rétt á þvíað vera upplýstur um
innihaldsefni matvæla.‘