Morgunblaðið - 02.04.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 02.04.2006, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR í öldungadeild Bandaríkjaþings ræða nú frumvarp þar sem kveðið er á um hertar reglur um ólöglega innflytjendur. George W. Bush forseti er andvíg- ur þeim flokkssystkinum sínum sem vilja herða reglurnar og legg- ur til málamiðlun. Ýmsir repúblik- anar vilja hins vegar auka réttindi ólöglegra innflytjenda sem eru allt að 12 milljónum. Andstæðingar hertra reglna benda á að ólöglegir innflytjendur séu afar mikilvægir fyrir efnahag landsins, þeir taka gjarnan illa launuð störf sem fáir Bandaríkjamenn vilja sinna. Bush forseti notaði nýlega tæki- færið við athöfn þar sem tugir nýrra ríkisborgarara sóru í Hvíta húsinu eið að stjórnarskránni og sagði að innflytjendur hefðu auðg- að Bandaríkin og þjóðin fagnaði þeim. Samfélagið vildi fremur ýta undir innflutning en amast við hon- um. Bush vill að að margir ólöglegir innflytjendur fái tímabundið land- vistar- og atvinnuleyfi og jafnframt að þeir geti á endanum, ef þeir standist kröfur, fengið ríkisborg- ararétt. Dómsmálanefnd öldunga- deildarinnar samþykkti á mánudag með 12 atkvæðum gegn sex tillögu um fyrirkomulag þar sem ólöglegir innflytjendur gætu orðið vinnu- gestir (e. guestworkers). Geta þá ólöglegir innflytjendur greitt sekt og, að því tilskildu að þeir séu með hreint sakavottorð, sótt um leyfi til að dvelja og starfa í landinu í þrjú ár. Fjórir repúblikanar og átta demókratar studdu tillöguna, and- stæðingarnir voru allir repúblik- anar. Innflytjendur mótmæla Málið er mikið hitamál vestra og um síðustu helgi efndu stuðnings- menn ólöglegra innflytjenda, sem langflestir eru frá Mexíkó og fleiri ríkjum Rómönsku Ameríku, til fjöldafunda gegn frumvarpinu. Alls eru um 14% Bandaríkjamanna, um 40 milljónir manna, frá löndum Rómönsku Ameríku og ljóst að þeir geta haft mikil áhrif í kosn- ingum, einkum í suðvestanverðu landinu þar sem þeir eru flestir. Kosið verður um öll sætin í full- trúadeild þingsins, þriðjung sæta í öldungadeildinni og mörg ríkis- stjóraembætti í haust. Hins vegar eru margir Banda- ríkjamenn mjög ósáttir við að fólk geti dvalið með ólöglegum hætti í landinu og jafnvel notið ýmissa réttinda. Fulltrúadeildin samþykkti í desember frumvarp sem kveður á um að ólöglegir innflytjendur skuli vera taldir glæpamenn. Einnig að vinnuveitendur þeirra skuli greiða háar sektir komist upp um athæfið. Í tillögunni er kveðið á um skyldu vinnuveitenda til að hafa samband við heimavarnaráðuneytið og ganga úr skugga um að útlend- ingar sem þeir ráða hafi tilskilin leyfi, séu ekki ólöglegir í landinu. Einnig að sektir sem þeir greiða sem laumast inn í Bandaríkin verði hækkaðar og refsingar til handa þeim sem koma aftur inn í landið eftir að hafa verið vísað burt verði þyngdar. Afstaða Bush ekki vinsæl meðal repúblikana Innflytjendamálin voru efst á baugi á leiðtogafundi þeirra Bush, Vicente Fox, forseta Mexíkó, og Stephens Harper, forsætisráðherra Kanada, í Cancun á föstudag en um mikið hagsmunamál er að ræða fyrir Mexíkó-menn, eins og gefur að skilja, í ljósi þess hversu mikill straumur fólks er þaðan og til Bandaríkjanna. En áætlað er að af ólöglegum innflytjendum í Banda- ríkjunum séu um sex milljónir frá Mexíkó. Bush ítrekaði á fundinum þann vilja sinn, að innflytjendum verði gert kleift að fá landvistar- og at- vinnuleyfi í Bandaríkjunum. Virt- ust þeir Fox vera á einu máli um að mikilvægt væri að fyrirbyggja, að Bandaríkjaþing samþykkti end- anlega frá sér innflytjendalög í lík- ingu við þau sem fulltrúadeildin samþykkti í desember. Með afstöðu sinni er Bush hins vegar að stuðla að klofningi í Repúblikanaflokknum á kosn- ingaári, en sem fyrr segir skiptast menn þar mjög í tvö horn hvað þessa hluti varðar: aðilar í við- skiptalífinu vilja gjarnan hafa að- gang að ódýru vinnuafli, á meðan aðrir repúblikanar vilja taka upp harðari stefnu gagnvart ólöglegum innflytjendum. Málið hefur verið til umræðu í öldungadeild Bandaríkjaþings í vikunni en nokkrir repúblikanar úr fulltrúadeildinni fóru á fimmtudag afar hörðum orðum um það frum- varp, sem dómsmálanefndin slagði blessun sína yfir á mánudag. Og Bush forseti var ekki undanskilinn gagnrýni þeirra. „Hann hefur eng- ar áhyggjur af því að fá kjósendur upp á móti sér, hann þarf ekki að berjast aftur fyrir endurkjöri,“ sagði Tom Tancredo, fulltrúadeild- arþingmaður frá Colorado, sem einna helst hefur beitt sér í málinu. „Ég vildi óska að hann hugsaði meira um hagsmuni flokksins síns og ég vildi auðvitað líka óska þess að hann hugsaði meira um hags- muni lands og þjóðar.“ AP Innflytjendur frá Rómönsku Ameríku mótmæla afstöðu fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í innflytjendamálum í Nashville í Tennessee í vikunni. Hart deilt um ólöglega inn- flytjendur í Bandaríkjunum Málamiðlun samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar en repúblikanar klofnir                                          !  "#!  $  %   & &"'! ()*+ '' ,-     ' ' . !!"    %     /01   21  031          441   561  0/1   ! "  61   !  /1 #   !       051 $   071 %    041   &'  81 (& ))!*)+       &' $      ,   -  . /0!+        ! , -           -  12   . 9  !           #$$% Eftir Kristján Jónsson og Davíð Loga Sigurðsson Framtíðarsjóður Ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga Engin lágmarksinnborgun Verðtryggður Bundinn til 18 ára aldurs Kjör haldast óbreytt þótt innstæða sé ekki tekin út við 18 ára aldur Vildarviðskiptavinur Sparisjóðsins sem gefur fermingarbarni 5.000 króna gjafabréf í Framtíðar- sjóð Sparisjóðsins eða meira fær 2.000 króna viðbót við gjöfina frá Sparisjóðnum. Gefðu gjöf sem stækkar í pakkanum! Gjöfin vex í pakkanum F í t o n / S Í A F I 1 6 7 1 3 5.000 kr. verða 7.000 kr. Kíktu á spar.is og reiknaðu út ávöxtun á sparnaði í Framtíðarsjóði Sparisjóðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.