Morgunblaðið - 02.04.2006, Side 45

Morgunblaðið - 02.04.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 45 UMRÆÐAN Í LEIÐARA Morgunblaðsins föstudaginn 17. mars sl. er öryggi borgarbúa gert að umtalsefni. Þar er réttilega vakin athygli á þeim vanda sem skapast hefur og felst m.a. í því að friðsamir íbúar borg- arinnar verða of oft fyrir alvarlegu aðkasti af hálfu ógæfu- samra einstaklinga sem ryðjast fram með ofbeldi. Ástæðuna fyrir þessu ástandi má lík- lega oftast rekja til misnotkunar á vímu- efnum og því ekki mögulegt að fást við málið án þess að taka tillit til forvarnastarfs. Athygli vekur hins vegar að sjónarmið leiðarahöfundar eru býsna mótsagnakennd þegar kemur að afstöð- unni til forvarna. Á einum stað segir höfundur að forvarnir gegn fíkni- efnaneyslu og glæpum henni tengdri séu góðra gjalda verðar. Síðar í greininni kveður við annan tón og er höfundurinn þar orðinn allherskár og æstur í úrræði lögregluríkisins, heldur því fram að forvarnir séu tímafrekar og skili oft takmörkuðum árangri. Úrræði þau sem leiðarahöfundur telur að skili okkur betri og öruggari borg felast fyrst og fremst í þyngri refsingum og sýnilegri lögreglu. Vissulega þarf að ræða og end- urmeta þann refsiramma sem dæmt er eftir þegar glæpir eiga sér stað og vissulega er virk og sýnileg lögregla, ekki síst hverfislögregla í samstarfi við íbúana, hið besta mál. Vandinn verður hins vegar ekki leystur nema að hluta til með þessum hætti. Það eru engin ný sannindi að stór hluti glæpa, s.s. ofbeldisbrot, inn- brot og þjófnaðir, á orsakir sínar í neyslu ólöglegra vímuefna þar sem sjúkir einstaklingar eiga í hlut. Við getum losað okkur við vandann af götunni með því að dæma alla til refsivistar til lengri eða skemmri tíma en það leysir ekki þann brýna vanda sem nú steðjar að íbúum borgarinnar. Jú, við værum laus við þá af götunni, en einhvern tíma koma þeir aftur og eru þeir þá ein- hverju skárri eftir refsivistina? Það kæmi mér ekki á óvart að þeir yrðu jafnvel skemmdari. Ráðaleysið í meðferðarúrræðum og þá ekki síst meðferðarúrræðum barna og unglinga er sá vandi sem brýnast er að takast á við. Af störf- um mínum á meðal grunnskólanema undanfarin ár hef ég því miður of oft fengið að kynnast dapurlegum ör- lögum þeirra sem leiðst hafa út á þá vafasömu braut sem fylgir neyslu vímuefna. Oftar en ekki hafa þessir einstaklingar þurft að bíða vikum og jafnvel mánuðum sam- an til þess að fá við- unandi meðferð- arúrræði. Á meðan á þessari bið stendur, sem sjaldnast er vitað fyrirfram hversu löng er, eru heimilin í upp- námi, skólaganga í mol- um og þessir ungu ein- staklingar sökkva æ dýpra ofan í fen ógæf- unnar. Þegar ungt fólk, jafnvel á grunn- skólaaldri, á í hlut reynir á að koma þeim sem fyrst til aðstoðar, því hver vika og í raun hver dagur sem líður án þess að meðferðarúrræði séu til staðar get- ur skipt sköpum í lífi þeirra og sam- borgara þeirra. Það sem er brýnast í þessum málaflokki er að koma í veg fyrir að við sjáum á eftir fleira ungu fólki inn í þennan frumskóg ógæf- unnar. Ég get tekið heilshugar undir með leiðarahöfundi þegar hann segir það vera mikið hagsmunamál fyrir borg- arbúa að ástandið verði bætt. Það verður hins vegar að gæta hófs í refsigleðinni því ekki verður tekið á þessum málum með lögregluvaldinu einu saman. Það er ekki bara brýnt hagsmunamál borgarbúa að losna við þessa einstaklinga af götunni, það er brýnt hagsmunamál allra að viðunandi meðferðarúrræði séu fyrir hendi um leið og vandinn kemur upp. Og ég spyr: Mætti ekki færa fjár- magn einhvers staðar til í borginni svo koma megi börnum og ungling- um til hjálpar án þess að þau þurfi að bíða vikum saman í óvissu, skað- leg sjálfum sér og samborgurum sín- um? Athugum það. Óreiðan í borginni Jóhann Björnsson skrifar um borgarstjórnarmál ’Ráðaleysið í meðferð-arúrræðum og þá ekki síst meðferðarúrræðum barna og unglinga er sá vandi sem brýnast er að takast á við.‘ Jóhann Björnsson Höfundur skipar 8. sætið á V-lista Vinstri grænna í Reykjavík. FÁTT virðist nú geta komið í veg fyrir að íslenzka Rík- isútvarpið verði gert að hlutafélagi á því þingi sem nú stendur yfir. Það væri mjög mikið óheillaspor, – ekki vegna þess að hlutafélög þurfi alltaf að vera vond í sjálfu sér, heldur vegna hins, að hér á landi hefur hlutafélagavæðing rík- isfyrirtækja nær alltaf verið undanfari einka- væðingar – og sölu, síðar. Í fyrstu grein frumvarps rík- isstjórnarinnar um þetta efni stend- ur að vísu: „Sala félagsins eða hluta þess, sameining þess við önnur félög eða slit þess er óheimil.“ En trúir nokkur lifandi maður slíkri yfirlýsingu? Alveg áreiðanlega ekki þeir sem muna alla svardagana og yfirlýsingarnar sem gefnar voru þegar var verið að gera Landssíma Íslands að hlutafélagi. Og hvers vegna að leggja þessa ofuráherzlu á hlutafélagavæðinguna, en hafna öll- um öðrum lausnum á „málefnum RÚV“, ef ætlunin væri ekki einmitt sú að opna leiðina til einkavæðingar, ef ekki nú, þá síðar? Auðvitað. En jafnvel þótt þessari yfirlýsingu væri trúað, sem fáir munu raunar gera, þá nægir það ekki til. Jafnvel þótt þessi ríkisstjórn nái ekki svo háum aldri hér eftir, að hún fái tíma til þess að einkavæða og selja Ríkisútvarpið, þá er það ekki heldur nóg. Með því að gera stofnunina að hluta- félagi er verið að opna dyrnar í hálfa gátt. Þá gefst íslenzkum pen- ingaöflum, gömlum og nýjum, kærkomið tæki- færi til þess að troða fætinum á milli stafs og hurðar og hremma þennan bita, sem þá hefur svo lengi dreymt um. Brá mönnum ekkert í brún, þegar það fréttist, að nýríkur auðmaður hefði ætlað að kaupa heilt dagblað, til þess eins að leggja það niður? Slík geta örlög svokallaðra „frjálsra“ fjölmiðla hæglega orðið. Sú ríkisstjórn sem nú situr getur ekki, fremur en aðrar ríkisstjórnir, stýrt gerðum þeirra stjórna sem eft- ir hana munu komast til valda. Þess vegna ætti hún ekki undir neinum kringumstæðum að ýta undir neinar þær athafnir komandi ríkisstjórna, sem hún sjálf kynni að hafa van- þóknun á. Ef þessi ríkisstjórn vill ekki selja Ríkisútvarpið – sem hún segist ekki vilja – þá ætti hún ekki heldur að auðvelda öðrum vald- höfum slíkan verknað. Dettur viti bornum mönnum það virkilega í hug í fullri alvöru að stuðla að því nú með orði sínu og at- kvæði að ein merkasta menning- arstofnun íslenzku þjóðarinnar, sjálft Ríkisútvarpið, hljóti þau örlög að vera einkavætt og að lenda – nú eða síðar – á markaðstorgi brasks- ins, þar sem engu er eirt, – verða bit- bein fjármálaafla? Slíku er erfitt að trúa. Og mikill meirihluti íslenzkra kjósenda vill það áreiðanlega ekki. Framtíð Ríkisútvarpsins Valgeir Sigurðsson fjallar um framtíð Ríkisútvarpsins ’… að ein merkastamenningarstofnun íslenzku þjóðarinnar, sjálft Ríkisútvarpið, hljóti þau örlög að vera einkavætt og að lenda – nú eða síðar – á markaðs- torgi brasksins …‘ Valgeir Sigurðsson Höfundur er varaformaður Hollvinasamtaka RÚV. Sigur lífsins - Á slóðum Skaftárelda Dagskrá á Kirkjubæjarklaustri í dymbilviku og um páska 2006 13. apríl, skírdagur 21.00 Kvöldmessa í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar Prestur sr. Elínborg Gísladóttir 14. apríl, föstudagurinn langi 10.00 Á slóðum Skaftárelda, í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar Inngangur: Jón Helgason Erindi : „Jón Steingrímsson og þróun sjálfsmyndar á Íslandi“, Hjalti Hugason prófessor Upplestur úr sögum Jóns Trausta; Holt og Skál og Sigur lífsins og úr Passíusálmum, Gunnar Þór Jónsson og Jóna S. Sigurbjartsdóttir Tónlist: Brian R. Haroldsson organisti Hádegishlé 13.00 Söguganga frá Hunkubökkum að rústum „eldmessukirkjunnar“ í gamla kirkjugarðinum á Kirkjubæjarklaustri. Farið verður með rútu frá Hótel Kirkjubæjarklaustri á útsýnisstað við Holt á Síðu og skyggnst um yfir Skaftáreldahraunið. Ekið til baka að Hunkubökkum og gengið þaðan í stuttum áföngum austur brúnir að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn við Minningarkapelluna, þar sem gangan endar. Fararstjóri: Jón Helgason 15. apríl, laugardagur 13.00 Rútuferð frá Hótel Kirkjubæjarklaustri um Skaftártungu og Álftaver. Litið verður yfir sögusvið Skaftárelda og komið við á kirkjustöðum. Fararstjóri Jón Helgason 20.30 Tónleikar kirkjukórs Prestsbakkakirkju í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli Undirleikari: Brian R. Haroldsson organisti 16. apríl, páskadagur 09.00 Sigur lífsins: Morgunganga frá Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar að Prestsbakkakirkju á Síðu þar sem gangan endar. Fararstjóri: Elín Anna Valdimarsdóttir 11.00 Hátíðamessa í Prestsbakkakirkju. Prestur sr. Elínborg Gísladóttir Þeir sem hafa hug á þátttöku í rútuferðum á föstudegi og laugardegi eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í ferðirnar sem fyrst og í síðasta lagi fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 12. apríl. Þátttaka í gönguferðum er öllum opin. Gönguferðir taka mið af veðri og aðstæðum og er fólki bent á að vera vel búið. Rútuferð á föstudaginn langa, 14. apríl, að Holti og Hunkubökkum, kostar 500 kr. pr. mann. Rútuferð á laugardeginum, 15. apríl um Álftaver og Skaftártungu kostar 2000 kr. pr. mann, hressing innifalin. Frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 487 4645, 892 9650 eða á netfanginu kbstofa@simnet.is og olafiaj@centrum.is. Dagskráin er á vegum Kirkjubæjarstofu, í samvinnu við Guðfræðideild Háskólans og sóknarnefnd Prestsbakkasóknar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.