Morgunblaðið - 13.04.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 13.04.2006, Síða 1
VERÐBÓLGAN hefur ekki verið meiri hér á landi í fjögur ár og síð- astliðna tólf mánuði hefur verð- bólga verið 5,5%, að því er fram kemur í mælingu Hagstofu Ís- lands. Samkvæmt henni hækkaði vísitala neysluverðs á milli mars og apríl um 1,14%. Verðbólgan síðastliðna tólf mán- uði hefur aukist frá fyrra mánuði en þá var tólf mánaða verðbólga 4,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2%, en það jafngildir 9,1% verðbólgu á ári. Gengisvísitala íslensku krón- unnar hækkaði um 2,22% í við- skiptum gærdagsins og veiktist sem því nemur. Gengi evrunnar er nú 92,3 krónur og hefur ekki verið svona hátt síðan um áramótin 2001 til 2002. „Endimörk góðu áranna“ Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, segir að verðbólguaukningin verði til þess að greiðslubyrði af lánum og skuldum þyngist hjá fólki. Fyrir þá sem eigi peninga, sparifjáreigendur og aðra slíka, muni eignir hins vegar hækka að nafnvirði þótt þær hækki ef til vill ekki að raunvirði. Þá muni verð á vöru og þjónustu hækka í kjölfar verðbólgunnar, þannig að það verði dýrara að lifa. „Það má segja að við séum kom- in að eins konar tímabundnum endimörkum góðu áranna,“ segir Tryggvi. „Þetta gengur yfir á einu eða tveimur árum. Svo byrjar ball- ið aftur.“ Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka úr 15,9 milljónum í 18,0 milljónir 18. apríl nk. Tryggvi seg- ir hækkunina það vitlausasta sem hægt sé að gera í lánamálum núna. Þegar bankarnir hafi loksins dregið að sér hendur varðandi út- lán til íbúðalána komi ríkið og hækki hámarkslánin. „Það er fyrir neðan allar hellur að þetta skuli gert.“ Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði í gær að breytingar á genginu hlytu að ýta undir um- ræðu um að taka upp evruna. Efnahagslífið hér væri viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áhrifum, vaxtakostnaður hér væri alltof hár og það skerti samkeppnisstöðu at- vinnulífsins. Davíð Oddsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir að verðbólguaukningin sé í megin- atriðum í takt við spár bankans, en þó heldur í efri takti þeirra og að búast megi við að nokkurn tíma taki fyrir gengisbreytingarnar að síast inn í verðlagið. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að hækkun krónunnar hafi varað lengur en nokkurn óraði fyrir og að breytingarnar núna séu nauð- synlegar fyrir íslenskan sjávarút- veg og útflutningsgreinarnar. Verðbólgan ekki meiri í fjögur ár Eftir Árna Helgason, Grétar Júníus Guðmundsson og Hjálmar Jónsson  Forsætisráðherra: Breytingar á genginu ýta undir umræðu um evru  Aukning verðbólgunnar í meginatriðum í takt við spár Seðlabankans ÖLL olíufélögin hafa hækkað eldsneytisverð síðustu daga og hefur verð á bensíntanki hækkað um 14% frá áramótum. Eftir síðustu hækkanir er algengasta sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni hjá þremur stærstu olíufélögunum 122,80 krónur og á dísilolíu 117,90 krónur. Skýringar á hækkununum eru hækk- anir á heimsmarkaðsverði og veiking krónunnar. Neytendur eru margir ósáttir. „Það er orðinn stór hluti af mánaðarlegum útgjöldum að reka bíl og þá meira að segja bara hvað bensín varðar,“ sagði Óli Rafn Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðalheiður Jörgensen var á sama máli og sagði hækkanirnar skelfilegar. „Þetta hækkar allt of mik- ið eins og annað sem hefur hækkað undanfarið.“ | 4 Morgunblaðið/Sverrir Óánægja með hækkun eldsneytisverðs STOFNAÐ 1913 102. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Beckett yfir og allt um kring Hann er einn af áhrifamestu rithöfundum 20. aldarinnar | 34 Viðskipti | Mesta verðbólga í fjögur ár  Maðurinn sem felldi pundið Börn | Fyrirmynd Snorra í Idol  Hvað gerðist á páskum? Íþróttir | Axel þjálfar Elverum  Ísland tapaði fyrir Hollandi Viðskipti, Börn og Íþróttir Róm. AFP, AP. | Romano Prodi, forsætisráð- herraefni vinstri- og miðjumanna, kvaðst í gær vera viss um að úrslit þingkosninganna á Ítalíu breyttust ekki þrátt fyrir þá kröfu Silvios Berlusconis forsætisráðherra að 43.000 vafaatkvæði yrðu endurtalin. Prodi viðurkenndi þó að ólíklegt væri að hann gæti myndað ríkisstjórn fyrir miðjan næsta mánuð. Útlit er því fyrir pólitíska óvissu í landinu næstu vikurnar. Prodi sagði líklegt að hann þyrfti að bíða eftir því að nýr forseti Ítalíu yrði kjörinn á þinginu áður en hann fengi umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Sjö ára kjörtímabili fráfarandi forseta, Carlos Azeglios Ciamp- is, lýkur 18. maí og hann kveðst vilja að eft- irmaður sinn veiti stjórnarmyndunarum- boðið. Stuðningsmenn vinstribandalagsins hafa gagnrýnt Berlusconi fyrir að viðurkenna ekki ósigur í kosningunum. Berlusconi áréttaði kröfu sína um endurtalningu í gær- kvöldi og sakaði andstæðinga sína um „kosningasvik“. „Sigur okkar er öruggur,“ sagði Prodi og kvaðst ekki óttast að bandalag hans missti þingmeirihlutann. Hann viðurkenndi þó að bandalagið kynni að þurfa að reiða sig á stuðning sjö þingmanna sem skipaðir voru til lífstíðar í öldungadeildina. Reuters Romano Prodi, leiðtogi vinstribandalags- ins á Ítalíu, á blaðamannafundi í gær. Óvissa á Ítalíu næstu vikur ♦♦♦ Brussel. AP, AFP. | Gróði evrópskra banka af greiðslukortum er „óeðlilegur“ og „óhóflegur“ að sögn Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB). „Alsælunni er lokið,“ sagði Kroes í gær og bætti við að greiðslukortafyrirtæki og bankar þyrftu að bæta úr þessu, ella ættu þeir yfir höfði sér rannsókn á grundvelli laga um auðhringavarnir. Rannsóknin gæti orðið til þess að þeir yrðu knúnir til að koma á úrbótum eða greiða sektir. Framkvæmdastjórnin birti í gær fyrstu skýrslu sína um viðamikla rannsókn á greiðslukortum í aðildarlöndum ESB. Seg- ir þar að greiðslukort hækki smásöluverð um allt að 2,5 af hundraði. Neytendur og fyrirtæki greiði of mikið fyrir debet- og kreditkort vegna of lítillar samkeppni og gróðinn af kortaþjónustu nemi allt að fjórðungi af heildarhagnaði stórra banka. Kroer sagði að það væri mikið hags- munamál fyrir neytendur að bankar ein- skorðuðu ekki þjónustu sína við eitt land og byðu greiðslukort í fleiri löndum. Í nokkrum löndum þyrftu neytendur að greiða helmingi meira fyrir Mastercard- og Visa-kort en í öðrum ESB-löndum. „Alsælunni er lokið“ ESB gagnrýnir gróða banka af greiðslukortum ÚTLIT er fyrir að gott skíðafæri verði víða næstu daga og nægur snjór í flestum fjöllum. Skíðavika Ísfirðinga var sett í 72. skipti við hátíðlega athöfn á Silfurtorgi í gærdag en í kjölfarið var keppt í sprettgöngu Núps sem fram fór í miðbæ Ísafjarðar. Nægur snjór er á skíðasvæðum Ísfirðinga. Allt útlit er fyrir að opið verði í Bláfjöllum í dag og næstu daga en í gær voru átta lyftur af fjórtán í notkun. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið alla páskana og gott færi. Á Dal- vík er búið að snjóa mikið að undanförnu og nægur snjór í brekkunum og fastlega búist við að opið verði yfir alla páskana. Þar verður jafnframt öllum fermingarbörnum boðið frítt á skíðasvæðið yfir hátíðarnar. Í Oddsskarði var í gær í fyrsta skipti í vetur opið í efstu skíðalyftunni og má því búast við að opið verði þar áfram næstu daga og á Ólafsfirði er næg- ur snjór, opið alla páskana og mikil dagskrá. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ís- lands er búist við þokkalegu vorveðri sunn- anlands næstu daga, þar verður hlýjast, minnst úrkoma og sólríkast. Annars er búist við suðaustanátt með einhverri vætu, rign- ingu eða slyddu, á morgun sunnan- og vest- anlands en snýst í norðaustanátt aftur á laug- ardag með snjókomu um landið norðanvert en léttir til syðra. Víða verður næturfrost en að deginum til verður hiti víðast yfir frostmarki. Víða skíðafæri og nægur snjór Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Skíðavika Ísfirðinga var sett í 72. skipti við hátíðlega athöfn á Silfurtorgi í gærdag en í kjölfarið var keppt í sprettgöngu Núps.  Verðbólgan C1 | 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.