Morgunblaðið - 13.04.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.04.2006, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express FÓTBOLTAVEISLA Í MANCHESTER 79.900 kr. INNIFALI‹: 21.–24. APRÍL Laugardaginn 22. apríl mætast Chelsea og Liverpool í undanúrslitum í ensku bikarkeppninni á Old Trafford í Manchester. Hvort liðið kemst í úrslitaleikinn í Cardiff? Ekki missa af þessum hörkuleik! Flug og flugvallaskattar, rútur til og frá Manchester, íslensk fararstjórn, 3 nætur á hóteli með morgunverði og miði á leik Chelsea og Liverpool. Miðað er við að tveir séu saman í herbergi. CHELSEA– LIVERPOOL FÓTBOLTAFERÐ TIL MANCHESTER OLÍS og Shell hækkuðu í gær verð á eldsneyti á bensínstöðvum sínum, degi eftir hækkun Olíufélagsins, og er algengasta verð á bensíni og dís- ilolíu í sjálfsafgreiðslu nú það sama hjá olíufélögunum þremur. Skýring- arnar eru hækkanir á heimsmark- aði og veiking krónunnar. Atlants- olía og Orkan hækkuðu sínar verðskrár í gærkvöldi. Olís hækkaði verð á 95 oktana bensíni um 3,60 kr. á 95 oktana bensíni, og um 2,4 kr. á dísilolíu. Þetta er sama krónutöluhækkun og gerð var hjá Olíufélaginu í fyrradag. Shell hækkaði 95 oktana bensín um 3,50 kr. og dísilolíu um 2,40 kr. Verð hækkaði einnig hjá EGO- sjálfsafgreiðslustöðvunum og ÓB- sjálfsafgreiðslustöðvunum, og er al- gengt verð á lítra af 95 oktana bensíni 121,30 kr. eftir hækkunina, en algengt verð á lítra af dísilolíu 116,50 kr. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni er nú 121 kr. hjá Orkunni og 116 kr. á dísilolíu. Hjá Atlantsolíu er verð á bensínlítra al- mennt 121,3 kr. og 116,5 kr. á dísil- olíu. Eftir hækkunina er algengasta sjálfsafgreiðsluverðið á 95 oktana bensíni hjá Olís, Shell og Olíufélag- inu 122,80 kr. og verð á dísilolíu 117,90 kr. Sé eldsneyti keypt á þessu verði kostar 6.140 kr. að fylla 50 lítra tank af 95 oktana bensíni. Þetta er um 14% hækkun frá ára- mótum, þegar kostaði um 5.400 að fylla sama tank. Ökumenn stórra jeppa og pallbíla geta einnig reiknað með hærri reikningi kjósi þeir að fylla tankinn, því nú kostar 11.790 kr. að fylla 100 lítra tank af dísilolíu. Um áramót kostaði um 10.800 kr. að fylla sama tank og munar því um 9%, eða 1.000 kr., á tankinum hjá eigendum þess- ara bíla. Bensíntankurinn hækkað um 14% frá áramótum                                      FYRIRHUGUÐU setuverkfalli ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilum, sem standa átti í viku frá miðnætti 21. apríl, hefur ver- ið frestað um tæpa viku, fram til 27. apríl. Álfheiður Bjarnadóttir, talsmaður starfsmannanna, segir ástæðuna fyr- ir því að setuverkfallinu var frestað vera þá að góður skriður sé kominn á viðræður og rétt að gefa samninga- nefndum vinnufrið til að komast að samkomulagi. Fulltrúar ófaglærðs starfsfólks funduðu óformlega með fulltrúum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjón- ustu, ásamt fulltrúum stéttarfélags- ins Eflingar, og verður fundahöldum fram haldið eftir páska. Hún segir að nú sé rætt um að koma til móts við starfsmenn með breytingum á stofn- anasamningum, en einhvern tíma geti tekið að fullvinna tillögur. Álfheiður segir ófaglært starfsfólk öldrunarheimila finna fyrir miklum stuðningi í samfélaginu, og hafi al- menningur jafnt sem vistmenn á hjúkrunar- og dvalarheimilum gefið fé til baráttunnar. Aukin hætta á blóðtöppum og legusárum Neyðarástand mun skapast á hjúkrunar- og dvalarheimilum í viku- löngu setuverkfalli ófaglærðra starfs- manna, segir Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistuheimilanna. „Setu- verkfall mun bitna verst á þeim veik- ustu, sem ekki fara fram úr. Þeir eiga á hættu að fá legusár, eða jafnvel á að fá blóðtappa vegna hreyfingarleysis,“ segir Sveinn. Hann segir setuverkfall bitna á þeim sem síst skyldi, eldra fólki sem starfsfólkið sé gjarnan tengt vináttu- böndum eftir áralanga samvist. „Upp til hópa eru þetta alveg frábærir starfsmenn sem bera hag þeirra öldr- uðu mjög fyrir brjósti.“ Hann segir ljóst að þótt verið sé að vinna í málinu sé útilokað að ná lend- ingu á nokkrum dögum. Samninga- nefnd hjúkrunarheimilanna muni funda með fulltrúum Eflingar næst- komandi miðvikudag, 19. apríl, en það taki alltaf tíma að gera breytingar á kjarasamningum. Setuverkfalli ófaglærðra á öldrunarstofnunum frestað til 27. apríl Góður skriður sagður kominn á viðræður ÓLI Rafn Gunnarsson rekur bæði bíl og bifhjól og seg- ir hækkanir á eldsneyti mjög slæmar. „Það er orðinn mjög stór hluti af mánaðarlegum út- gjöldum bara að reka bíl og þá meira að segja bara hvað bensín varðar. Það er rosalega stór póstur,“ segir hann. „Ég bý í Reykjavík og vinn í Hafnarfirði og þetta munar rosalega, bara að koma sér í og úr vinnu. Ferð- irnar innan höfuðborgarsvæðisins eru dýrar svo ég tali nú ekki um ef maður ætlar að kíkja til Akureyrar eða eitthvað slíkt, þá kostar það bara tíu þúsund krónur í bensín fram og til baka og það liggur við að ódýrara sé að fljúga. Þetta er mjög leiðinlegt, ég á foreldra úti á landi og það er til dæmis dýrt að heimsækja þá.“ Óli segir bensínverðið sífellt fara hækkandi en finnst sem lítið gerist í vegaframkvæmdum á móti. „Það eru boruð göng fyrir vestan sem tveir á dag fara í gegnum en það er ekkert gert hér í bænum og á annatíma tekur til dæmis klukkutíma að komast í Hafnarfjörð úr Reykjavík,“ segir hann. „Þetta væri kannski í lagi ef maður kæmist eitthvert fyrir pening- inn.“ Stór hluti mánað- arlegra útgjalda Morgunblaðið/Sverrir Óli Gunnarsson: Dýrt að heimsækja foreldrana. VIÐMÆLENDUR Morgunblaðsins í gær voru almennt á því að hækkanir á bensíni kæmu áþreifanlega við heim- ilishaldið og þá fannst þeim margar nauðsynjavörur hafa hækkað mikið í verði. Aðalheiður Jörgensen var á bensínstöð að velta fyrir sér eldsneytishækkunum dagsins í gær og í fyrradag þegar blaðamaður tók hana tali. „Mér finnst þetta alveg skelfilegt,“ segir hún. „Þetta hækkar allt of mikið eins og annað sem hefur verið að hækka undanfarið.“ Aðalheiður kveðst finna mikið fyrir eldsneytishækk- unum í pyngjunni. „Já,“ segir hún hiklaust. „Ég er ein með tvö börn og hækkanir hafa bæði komið við bílaút- gjöldin og eins matarinnkaupin.“ Í hinum endurteknu hækkunum á eldsneytisverði finnst henni hafa farið lítið fyrir lækkunum að sama skapi og henni finnst hækkanir hafa verið óvenju miklar á stuttum tíma. „Ég hef nú reynt að styrkja Atlantsolíu og farið þang- að en það er ekki alltaf í leiðinni hjá manni,“ segir hún. „Mér hefur fundist þeir standa sig aðeins betur en aðrir.“ Allt of mikil hækkun Morgunblaðið/Sverrir Aðalheiður Jörgensen: „Finnst þetta alveg skelfilegt.“ UNDIRBÚNINGUR fyrir byggingu rannsóknaraðstöðu fyrir fuglaflensu- tilvik er þegar hafinn, að sögn Vil- hjálm Lúðvíkssonar, skrifstofustjóra vísindamála hjá menntamálaráðu- neytinu. Ekki hefur verið gerð tíma- áætlun vegna verksins en Vilhjálmur taldi líklegt að aðstaðan yrði komin í gagnið á næstu 8–10 mánuðum. Rík- isstjórn Íslands hefur ákveðið að veita Tilraunastofu Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum 87 millj- ónir króna til að setja upp annars vegar öryggiskrufningsstofu þar sem m.a. verður hægt að mæla fugla- flensusýni og taka á móti hræjum og hins vegar öryggisveirurannsóknar- stofu þar sem hægt verður að vinna enn frekar með veirur. Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður tilrauna- stofunnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að mikilvægt væri að að- staðan yrði komin í gagnið sem fyrst, en sóst hefði verið eftir þessari aðstöðu í sex ár. Nú þegar hafi sýk- ingar komið upp í nágrannalöndum og líklegt er að sýktir fuglar komist yfir hafið og því sé mikilvægt að vera með rétta aðstöðu, en hingað til hafi sýni verið send til Svíþjóðar. Sigurður sagði ekki vera ljóst hve- nær aðstaðan yrði tilbúin en ljóst væri að byggð yrði framtíðaraðstaða. Hann sagði að í raun væri verið að byggja hús innan rannsóknarstof- unnar þar sem m.a. loftsíur koma í veg fyrir að sýking berist út og loft- straumi er stjórnað. Aðstaða á næstu 8–10 mánuðum Rannsóknarstofa fyrir fuglaflensutilvik SVANURINN sem fannst dauður í Fife í Skotlandi og reyndist sýktur af fuglaflensuafbrigðinu H5N1 reyndist vera svonefndur hnúðsvanur sem hef- ur vetursetu í landinu en heldur sig á sumrin á norðlægari slóðum, m.a. á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort fugl- inn sýktist á Bretlandseyjum eða í öðru landi, líklega Þýskalandi, að sögn AFP-fréttastofunnar. Sumir sérfræðingar telja allt eins líklegt að hann hafi drepist á hafi úti og skolað upp að Skotlandsströnd. Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC. Álftin fannst 29. mars, en síðan hafa engir aðrir fuglar á Bretlandi greinst með H5N1. BBC hefur eftir heimildamönnum að tilgátan sem vís- indamenn gangi nú út frá sé að álftin kunni að hafa drepist yfir Norður- sjónum eftir að hafa sýkst í landinu sem hún flaug frá. Frumniðurstöður rannsókna bentu til þess að álftin hafi verið sýkt af nær sama veiruafbrigði og fuglar sem drápust úr H5N1 á þýsku Eystrasaltseynni Rügen í liðn- um mánuði. Álftir frá Íslandi, Skandinavíu og Norður-Rússlandi hafa vetursetu á Bretlandseyjum, Niðurlöndum og við sunnanvert Eystrasalt. Allmargar álftir hafa verið rannsakaðar á Bret- landseyjum undanfarið, en nið- urstöður í öllum tilvikum verið nei- kvæðar. Binda breskir vísindamenn vonir við að álftin sem fannst í Skot- landi hafi verið einangrað tilfelli. Dauða álftin einangrað tilfelli? SAMKVÆMT skýrslu OECD eru Íslendingar fremstir meðal þjóða innan OECD í fjölda háhraðainter- nettenginga og hafa tekið fram úr Suður-Kóreu-búum sem hingað til hafa verið í fyrsta sæti. Samkvæmt skýrslunni voru 26,7% landsmanna áskrifendur að háhraðainternet- tengingu á síðasta ári en Suður- Kórea fellur í annað sætið þar sem 25,4% landsmanna eru áskrifendur og Hollendingar í því þriðja með 25,3%. Í fjórða sæti, og næst Ís- lendingum á meðal Norðurlanda- þjóða, koma Danir með 25%. Þess- ar niðurstöður eru tákn um aukna eftirspurn eftir háhraðanettenging- um í Evrópu, en Finnar, Norð- menn, Svíar og Belgar eru allir á topp tíu-listanum yfir stærstu markaði í háhraðanettengingum, og til marks um vöxtinn bætti hver þjóð við sig í kringum 6% á síðasta ári. Bandaríkjamenn eru með mest- an fjölda áskrifta innan OECD, eða um 49 milljón áskrifta og er það um 31% allra áskrifta. Mikil aukning hefur verið á há- hraðatengingum innan svæðisins og jókst hún úr 136 milljónum í 158 milljónir frá júní til desember í fyrra. Flestar háhraða- tengingar á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.