Morgunblaðið - 13.04.2006, Side 29

Morgunblaðið - 13.04.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 29 DAGLEGT LÍF Sjáðu hvernig raunveruleikinn lítur út í sjónvarpi Hugsaðu stórt og sjáðu skýrt með HITACHI 42PD7200 42” HD ready plasma sjónvarpi. • Upplausn 1024 x 1024 punktar. Yfir 1000 línur! Mesta upplausn í 42" plasma sjónvarpi í dag. • 68,6 milljarðar lita. Nýr 1024 punkta myndkubbur gerir myndina ótrúlega skarpa og góða. • Allar tengingar til staðar sem hægt er að hugsa sér fyrir sjónvarp. • Uppfyllir öll skilyrði til að vera HD ready og gott betur. • Rafdrifinn snúningsfótur. Glæsileg hönnun. pi pa r / S ÍA Verð kr. 399.995 Ef að líkum lætur má gera ráðfyrir að margir föndripáskaskraut fyrir komandi hátíðisdaga. Daglegt líf leitaði til Jó- hönnu Hilmarsdóttur, deildarstjóra í blómadeild Garðheima, og bað hana um hugmyndir að einföldum skreyt- ingum, sem fjölskyldan gæti samein- ast um að búa til heima. Til varð annars vegar skreyting í glervasa og hins vegar skreyting í gula egglaga páskaskál. Skreyting í glervasa Í botninn á glervasa eru settir lit- aðir steinar, t.d. grænir, og bleiku hænsnaneti er vafið innan í vasann. Ofan á grænu steinana er sett bleikt egglaga kerti, páskalilja á lauk og tveir gulir knúppar af eldlilju. Smá- vegis af vatni er haft í botni vasans. Skreyting í gulri egglaga páskaskál Í botninn er settur blautur oasis- kubbur, sem síðan er hulinn með mosa. Í mosann er stungið nokkrum birkigreinum og afskornum páska- liljum, sem þarf að víra áður en þeim er stungið í oasis-kubbinn. Að lokum er skreytt með páskaunga, sem er í eggi. Gulur borði er bundinn um hæstu birkigreinina og gulri stærri slaufu, sem áður er vírbundin, er stungið í botninn á skreytingunni. Páskalegt á páska- borðið Skreyting í egglaga páskaskál. Morgunblaðið/ÞÖK Skreyting í glervasa. join@mbl.is Vinnufélagarnir vinna ekki nógu vel eða yfirmaðurinn er órétt-látur. Þetta eru umræðuefnin þegar starfsfélagar stinga samannefjum á vinnustaðnum. Blaðið Du & Jobbet eða Þú & vinnan sendi spurningalista til 1.000 manns til að komast að umræðuefni vinnuslúðursins og greint er frá því á viðskiptavef Svenska Dagbladet. 24,57% svöruðu því að aðalumræðuefnið væri leti starfsfélaga og 55% því að umræðuefnið væri oftast vanhæfni yfirmanna eða ósanngirni. Í næstu sætum þar á eftir kemur að vinnufélagarnir taki of langar pás- ur, komi of seint eða hafi forgangsröðina ekki á hreinu. Félagsfræðingurinn Margareta Oudhius segir í samtali við Du & Jobbet að fólk þurfi að hugsa sig tvisvar um áður en það hneykslast á öðrum. Sumir vinni hratt og mikið til að geta tekið lengri hlé á vinnunni og það geti valdið misskilningi. Hún varar einnig við því að fólk leggi of hart að sér, það geti leitt til þess að vinnuveitendur taki því sem sjálfsögðum hlut að leggja mikið á starfsfólk og krefjast yf- irvinnu.  KÖNNUN | Slúður á vinnustað Leti starfsfélaga Morgunblaðið/Ómar Vanhæfni yfirmanns í starfi er algengt slúðurefni á vinnustöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.