Morgunblaðið - 13.04.2006, Page 37

Morgunblaðið - 13.04.2006, Page 37
Mikil umræða hefur verið um málefni eldri borgara að undanförnu. Og ekki að ástæðulausu. Það er sjálfsagt réttlætismál að leiðrétta strax lægstu laun þeirra sem vinna að umönnun aldraðra. En einnig er mikilvægt að marka stefnu til framtíðar um það hvernig við viljum búa að þeim sem eldri eru. Við sjálfstæðismenn munum » gera eldri borgurum kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa og efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun » auka val og fjölbreytni í húsnæði fyrir eldri borgara við skipulag nýrra hverfa í borginni » lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði » tryggja að til verði fjölbreytt sameiginlegt búsetuform hjúkrunar-, þjónustu- og leiguíbúða ásamt almennum íbúðum til þess að vinna gegn félagslegri einangrun eldri borgara » gera stórátak í byggingu hjúkrunarheimila í samvinnu við ríkið og byggja 200 þjónustu- og leiguíbúðir fyrir eldri borgara. Þetta er allt á valdi Reykjavíkurborgar að framkvæma. Það er kominn tími til að hætta ásökunum og upphrópunum. Við skulum frekar taka höndum saman um lausn í málefnum eldri borgara. Gleðilega páska leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík TÍMI TIL AÐ LEYSA MÁLIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.