Morgunblaðið - 27.05.2006, Side 14

Morgunblaðið - 27.05.2006, Side 14
14 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KENNSLA til B.A. prófs í Austur-Asíufræð- um hefst við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri í haust. Um nýtt, þverfaglegt nám er að ræða og segir Geir Sigurðsson, for- stöðumaður Asíuvers Íslands, að samstarf það sem HÍ og HA muni hafa um námið sé einnig nýjung, en þeir sem stunda námið munu út- skrifast frá báðum háskólunum. Geir segir að þau lönd sem einkum verði lögð áhersla á í náminu séu Kína, Kórea og Japan. Markmiðið sé að nemendur fái góða innsýn inn í menningu, stjórnmál, viðskipti og fleira í þessum löndum sem og öðrum í Austur- Asíu. Þá velji þeir að leggja stund á ann- aðhvort japönsku eða kínversku í náminu. Jap- anska hefur verið kennd við HÍ frá árinu 2003, en kennsla í kínversku hófst við HA í janúar síðastliðnum. „Nemandinn velur sér annaðhvort að taka 20 einingar í japönsku eða í kínversku. Af- gangurinn verða námskeið sem eru ýmist kennd innan japönskuskorar, hjá okkur í kín- verskunni eða þá í öðrum deildum. Til dæmis verður kennt í viðskipta- og hagfræðideild námskeið sem tengist haglýsingu á svæðinu, í guðfræðideild eru við og við kennd námskeið um búddisma eða um asísk trúarbrögð, heim- spekiskor kennir námskeið um kínverska heimspeki, og svona mætti áfram telja,“ segir Geir. Hann segir markmiðið með náminu það að útskrifa einstaklinga með góða þekkingu á Austur-Asíu, sem skortur sé á hér á landi. „Ég veit að fólk í viðskiptageiranum kvartar yfir því að það er ákveðinn þekkingarskortur á þessum heimshluta,“ segir Geir. Þetta sé eðli- legt enda sé Ísland fjarri þessum heimshluta og þá hafi ekki verið boðið upp á nám í Austur- Asíufræðum hér á landi fram að þessu. Að- standendur námsins vonist svo til þess að þeir sem hafa lagt stund á það hér á landi haldi til útlanda í framhaldsnám og komi svo til baka og nýti menntun sína. Geir segir aukinn áhuga á Austur-Asíufræðum í löndunum í kringum okkur. Kínverska sé meðal annars orðin skyldunámsgrein í sumum breskum mennta- skólum og svipað sé uppi á teningnum í öðrum Evrópulöndum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir Ís- lendinga að bjóða upp á námsleið sem fær nemendur inn á þessa braut. Ef við bjóðum ekki upp á þetta á Íslandi eru svo fáir sem fara í þetta,“ segir hann. „Hugsunin að baki er að við séum með eitthvað sem fær ungt fólk til þess að leiða hugann að þessum heimshluta. Ég er vongóður um að þetta eigi eftir að skila miklum árangri.“ Mikill áhugi á kínversku Hann kveðst telja að mikill áhugi verði á náminu hér á landi og vonast til að um 20 manns, hið minnsta, muni skrá sig í það í haust. „Það var strax mjög mikill áhugi við Há- skólann á Akureyri þegar við fórum í gang með kínverskunámið í janúar. Um 50 manns skráðu sig til námsins þótt fyrirvarinn væri ekki nema tvær vikur,“ segir Geir. Spurður um hverjir muni kenna fræðin segir Geir að há- skólarnir eigi í mjög góðu samstarfi við Norð- urlöndin í gegnum Nordplus, auk þess sem góð samvinna sé við aðra evrópska háskóla. Kaoru Umezawa, lektor, sjái um kennslu í jap- önsku við HÍ og kínverska ríkið hafi útvegað kínverskan sendikennara. „Svo þurfum við að leita uppi þá Íslendinga sem hafa verið í þess- um löndum og hafa sérþekkingu á þessum svæðum. Þetta er ekki stór hópur en allir sem við höfum leitað til hafa verið viljugir og spenntir að taka þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Geir. Brautryðjendasamstarf Hann segir að samstarf HÍ og HA um námið sé einstakt. „Það verður boðið upp á sameig- inlega prófgráðu sem ekki hefur verið gert til þessa,“ segir Geir. Í megindráttum verði Há- skóli Íslands áfram með umsjón með japönsk- unáminu og Háskólinn á Akureyri með umsjón með kínverskunáminu, en þetta feli í sér mikla samvinnu. Asíuver Íslands hefur yfirumsjón með náminu, en það er samstarfsstofnun HÍ og HA og er stjórn þess samsett af aðilum úr báðum skólum. „Sumir hafa haft orð á því að þetta kunni að verða brautryðjendasamstarf sem geti leitt til þess að þetta verði gert í fleiri greinum,“ segir Geir. Ánægja með japönskunámið Kaoru Umezawa, lektor í japönsku við HÍ, segir að nemendur sem lagt hafa stund á jap- önsku við skólann hafi verið ánægðir með námið. Að loknu eins árs námi í japanskri tungu hafi margir nemendur valið að halda ut- an til frekara japönskunáms en þeim hafi gef- ist kostur á að fá þær einingar metnar og ljúka þannig 60 eininga japönskunámi frá HÍ. Þá hafa nemendur þann valmöguleika að taka 30 eininga aukagrein og útskrifast með japönsku sem aðalgrein. „Í vor útskrifast fyrsti nemandinn sem tók japönsku sem aðalgrein, en hann skrifaði loka- ritgerðina sína um hinn umdeilda Yasukuni helgidóm í Tókýó,“ segir hún. „Auk námsins skipuleggjum við ýmsa menningarviðburði og nemendur hafa náð að kynnast vel í gegnum námið og líkað það mjög vel,“ segir Kaoru. Sem dæmi mætti nefna að frá því að kennsla í japönsku hófst hér á landi hafi verið haldin japönsk hátíð í janúarmánuði ár hvert, en menningarviðburðirnir hafi verið skipulagðir í samvinnu við japanska sendiráðið og Japani sem búa á Íslandi. „Um síðustu helgi héldum við svo ræðukeppni, þar sem nemendur sem hafa lært japönsku tóku þátt,“ segir hún. Aukin fjölbreytni Kaoru segir að hið nýja nám í Austur- Asíufræðum muni auka valmöguleika þeirra nemenda sem leggja stund á japönsku. „Fjöl- breytnin verður meiri og hægt að öðlast dýpri þekkingu á Japan og öðrum löndum í Austur- Asíu,“ segir hún. „Allnokkur námskeið verða kennd í vetur en við stefnum að því að fjölga þeim og auka enn á fjölbreytnina með tímanum,“ segir hún. Kaoru er bjartsýn á framhald japönskukennslu við HÍ og á vinsældir hins nýja náms í Austur- Asíufræðum í HÍ og HA. „Ég hef tekið eftir því að áhugi meðal ungs fólks á Japan hefur aukist,“ segir hún. Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri bjóða í sameiningu upp á nýtt nám í Austur-Asíufræðum Áhersla á Japan, Kína og Kóreu Morgunblaðið/Jim Smart Japanskur temeistari. Kennsla í Austur- Asíufræðum hefst við HÍ og HA í haust. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÍSLENDINGUM gefst kostur á því að berja augum glæsilega Rolls Royce Phantom bifreið í Ásmund- arsafni um helgina. Er þar um að ræða frumsýningu B&L á bifreið- inni en fyrirtækið er fyrsti söluaðili Rolls-Royce Motor Cars á Íslandi. Bifreiðin sem er til sýnis er af gerðinni Phantom EWB og er 25 cm lengri en upprunalega gerðin. Er hún búin öllum hugsanlegum þæg- indum og hefur að geyma eina full- komnustu V12 vél sinnar tegundar, sem skilar í fullum afköstum 453 hestöflum. Frumsýningin er sú fyrsta sem Rolls-Royce Motor Cars kemur að hér á landi auk þess sem þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1984 sem Rolls-Royce Phantom er flutt hingað til lands – aðeins ein bifreið af þessari gerð hefur áður sést hér á landi í 102 ára sögu Rolls-Royce. Verð á Rolls-Royce bifreiðum get- ur verið nokkuð á reiki eftir því hvernig aukabúnað tilvonandi eig- andi vill hafa en sá sem er til sýnis í Ásmundarsafni um helgina kostar í kringum 70 milljónir króna. Sjötíu milljóna króna Rolls-Royce til sýnis EF iðnaðarmenn í ál- verum hafa 400 þús- und krónur í mánaðar- laun er eðlilegt að leikskólakennarar hafi mánaðartekjur sem eru ekki lægri en 300 þúsund krónur. Þetta segir Ásta Þorleifs- dóttir, frambjóðandi Frjálslynda flokksins í kosningum til borgar- stjórnar, en þetta var meðal þess sem fram kom hjá henni á fundi leikskólakennara með fulltrúum flokkanna sem fram fór á dögun- um. Ásta bendir á að á tyllidögum séu börn sögð „það verðmætasta sem við eigum, en þegar kemur að því að borga fyrir að mennta þau og sjá um þau, um öryggi þeirra, heilsu og menntun, sem er gríð- arlega mikilvægt starf, tímum við ekki að borga fyrir það.“ Ásta bendir einnig á að leikskólinn sé mikil- vægt menntunarstig. Æskilegt sé að börn séu á leikskóla, í því formi sem nú þekkist, frá tveggja og til fjögurra ára aldurs. „Svo taki hreinlega við barnaskóli fyrir fimm til átta ára gömul börn,“ segir Ásta. Þar verði púslað sam- an menntunar- og fag- legum bakgrunni leikskólakennara við grunnskólakennarana og frí- stundaheimilin. „Þannig gæti náðst að skapa umhverfi sem kæmi til móts við uppgötvunarnám og þarfir barna,“ segir Ásta Þorleifsdóttir. Leikskólinn mikilvægt menntunarstig Ásta Þorleifsdóttir Egilsstaðir | Hátt í fimm hundruð skólanemendur af Fljótsdalshéraði tóku þátt í svokölluðum Héraðs- leikum á föstudag, en þá mættu nemendur allra grunnskóla sveitar- félagsins í Egilsstaði og Hallorms- stað og tóku þátt í hvers kyns þraut- um og leikjum, m.a. kajakróðri í sundlauginni, pönnukökubakstri og að síga niður kirkjuturninn á Egils- stöðum. Fjörið stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir og endaði með herlegri grillveislu á grunnskólalóð- inni. Grunnskólarnir á Fljótsdals- héraði eru á Egilsstöðum og Eiðum, í Hallormsstað, Fellabæ og í Brúar- ási í Jökulsárhlíð. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Magnhildur Magnúsdóttir tekst hér á við ögrunina með bros á vör. Kappi att í kirkjuturni Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is LÍTIÐ snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Siglufjörð um kl. 13 í gær. Talið er að spýjan hafi far- ið af stað vegna sólbráðar, en hún stöðvaðist ofan við snjó- flóðagarðinn. Ekki var talið að hætta hefði verið á ferðum, seg- ir Guðgeir Eyjólfsson, sýslu- maður. Hann segist ekki þekkja til þess að snjóflóð hafi fallið áður á þessum stað á þessum árs- tíma, þótt þetta geti alltaf gerst eftir snjókomu eins og verið hafi undanfarna daga. Það hafi þó ekki verið mikill snjór í fjallinu, og ekki sé talin hætta á stærri snjóflóðum. Margar svipaðar spýjur hafi fallið sunnan við bæinn í gær, en þær hafi allar stoppað hátt uppi í hlíðinni. Lítið snjóflóð féll ofan við Siglufjörð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.