Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 16

Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 16
16 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nylon á Wembley á morgun Þetta er æðislegt og við alveg elskum þetta líf. ÚR VERINU RANNSÓKNIR á veiðarfærum á vegum Hafrannsóknastofnunarinn- ar verða efldar á Ísafirði, þar sem miðstöð rannsóknanna er á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Ráð- inn hefur verið nýr veiðarfærasér- fræðingur að stofnuninni, Ólafur Arnar Ingólfsson. Hann er að ljúka doktorsnámi í Noregi og hefur nú bæst við kjarnann fyrir vestan sem myndar miðstöð veiðarfærarann- sóknanna, ásamt Haraldi A. Einars- syni í Reykjavík. Að þessu markmiði hafa heima- menn, undir forystu Halldórs Hall- dórssonar bæjarstjóra Ísafjarðar- bæjar, unnið árum saman. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði m.a. í ávarpi sínu á fundi, sem haldinn var til að kynna eflingu rannsóknanna fyrir vestan: „Við verðum þess greinilega vör í alþjóða- umræðu að menn hafa skoðanir á virkni einstakra veiðarfæra og áhrif- um þeirra. Til að gera okkur gildandi í þeirri umræðu þurfum við að hafa svör við spurningum manna á reiðum höndum. Þau fást ekki nema með því að beita vísindalegum að- ferðum við að afla þeirra. Við eigum að vera á heimsmælikvarða á þessu sviði. Íslenskur sjávarútvegur er það almennt og ekki er ástæða til að gera minni kröfur til okkar hvað veiðar- færarannsóknir snertir.“ Mikil uppbygging Á fundinum, sem Jóhann Sigur- jónsson forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar stýrði, voru flutt fjögur stutt erindi. Hjalti Karlsson útibússtjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar lýsti uppbyggingu stofnun- arinnar á sviði veiðarfærarannsókna bæði með tilliti til mannafla og tækja. Við stofnunina starfa nú þrír veiðarfærasérfræðingar, tveir á Ísa- firði og einn í Reykjavík, auk þess sem mikið af tækjabúnaði hefur ver- ið keyptur á undanförnum misserum til beinna athugana á veiðarfærum. Ólafur Arnar lýsti í stuttu máli doktorsverkefni sínu sem hann er nú að ljúka við háskólann í Bergen, ásamt því að lýsa rannsóknaá- herslum á þessu sviði í nágranna- löndunum. Því næst gerði Haraldur A. Einarsson grein fyrir þeim verk- efnum sem Hafrannsóknastofnunin hefur unnið að undanfarið og mun sinna í nánustu framtíð. Einar Hreinsson leit síðan að lokum lengra fram í tímann, eftir að hafa gert fundarmönnum ljóst að hann teldi að leita þyrfti nýrra leiða til að leysa að- steðjandi vandamál í veiðitækni. Hvert sæti var skipað á kynningar- fundinum sem liðlega fjörutíu manns sóttu, fulltrúar hagsmunasamtaka í sjávarútvegi, útgerðarmenn, skip- stjórar og fleiri. Í lok fundar var efnt til svonefnds bryggjuspjalls og spunnust þar líflegar umræður. Rannsóknir á veiðarfærum verða efldar á Ísafirði Veiðarfæri Starfsmenn veiðarfærarannsóknanna ásamt sjávarútvegs- ráðherra og forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar: Hjalti Karlsson, Ólaf- ur Arnar Ingólfsson, Einar Hreinsson, Haraldur A. Einarsson, Einar K. Guðfinnsson og Jóhann Sigurjónsson. FIMM skipstjórnarmenn frá Land- helgisgæslunni hafa útskrifast af 4. stigi (varðskipadeild) skipstjórnar- sviðs Fjöltækniskólans. Einn þeirra útskrifaðist sem stúdent um leið. Þetta telst til tíðinda því að nú eru liðin 12 ár frá síðustu útskrift þess- arar deildar en 4. stigið hefur ekki verið haldið síðan þá. Auk skipstjórnarmanna Land- helgisgæslunnar sem útskrifuðust sem lávarðar (lordar), eins og það er kallað, tóku þrír utangæslumenn þetta próf og tveir þeirra útskrif- uðust sem stúdentar um leið. „Landhelgisgæslan fagnar þess- um áfanga enda var orðin brýn þörf á fleiri foringjaefnum í flota Gæsl- unnar. Mikilvægt er fyrir Landhelg- isgæsluna að skipherrar Landhelg- isgæslunnar séu vel menntaðir og vel að sér varðandi nýjustu tækni í þeirri öru þróun sem á sér stað og tengist starfsemi Landhelgisgæslu Íslands í dag,“ segir í frétt frá Gæsl- unni. Gæslan Lávarðarnir ásamt skipherranum á Óðni, þar sem útskriftar- veislan var haldin, og forstjóranum. Frá vinstri: Einar H. Valsson skip- herra, Pálmi Jónsson (einnig stúdent), Jón Páll Ásgeirsson, Guðmundur Rúnar Jónsson, Gunnar Örn Arnarson, Friðrik Höskuldsson og Georg Kr. Lárusson forstjóri. „Lávarðar“ útskrifaðir STÚDENTAR af höfuðborgarsvæð- inu munu njóta 80% forgangs í stúd- entagarða á vegum Félagsstofnunar stúdenta frá og með 1. júní nk. hvað varðar íbúðir í svonefndum Skugga- garði, sem mun rísa við Lindargöt- una. Hingað til hafa stúdentar af lands- byggðinni notið forgangs í íbúðir sem biðlistar eru eftir og munu þeir njóta hans áfram varðandi það hús- næði sem til staðar er, en breytingin tekur, auk Skuggagarðs, til þeirra garða sem munu rísa í framtíðinni. Alls munu 96 íbúðir rísa í Skugga- garðinum auk þess sem Félagsstofn- un stúdenta hefur í hyggju að hefja framkvæmdir á svonefndum Bar- ónsreit en áætlað er að 120 íbúðir verði reistar þar. Núverandi húsakostur FS er um 620 íbúðir og er mest sótt í tvíbýli, stúdíóíbúðir og paríbúðir en stúdent- ar af landsbyggðinni njóta forgangs að þeim íbúðum. Samkvæmt tilkynningu frá Fé- lagsstofnun stúdenta er um ákveðna stefnubreytingu að ræða og er hún hugsuð til þess að leysa úr húsnæð- isvanda stúdenta og útrýma biðlist- um. Vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs framboðs af húsnæði hefur þurft að forgangsraða á bið- lista. Stefna FS er að geta veitt öllum þeim stúdentum sem þess óska hús- næði og er talið að tryggja þurfi 15% stúdenta við skólann, sem eru rúm- lega níu þúsund í dag. FS getur boð- ið 8% stúdenta upp á íbúðir í dag en áðurnefnt 15% hlutfall er það sem miðað er við á Norðurlöndunum og í samræmi við kannanir um þetta efni. Í tilkynningunni kemur fram að FS bíði eftir úthlutun frekara bygging- arsvæðis en að fjármagn til fram- kvæmda sé fyrir hendi. Nýjar reglur taka sem fyrr segir gildi 1. júní, nánar tiltekið á miðnætti þann dag og verður þá unnt að sækja um samkvæmt reglunum. Sú tíma- setning gildir einnig fyrir nýnema sem hefja nám í haust og geta þeir sótt um húsnæði eins og aðrir. Breyttar úthlutunarreglur á Stúdentagörðum Stúdentar af höfuðborgar- svæðinu njóta 80% forgangs GLEÐIN skein úr andliti stúlkunnar þrátt fyrir að flug- drekinn hafi ekki flogið hátt. Flugdrekadagurinn mikli var haldinn í vikunni við Safnahúsið og var fjöldi leik- skólabarna saman kominn á túninu með flugdreka sem þau höfðu gert sjálf. Dagurinn er liður í sameiginlegri dagskrá bókasafnsins og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Morgunblaðið/Eyþór Gleði þrátt fyrir lágflug

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.