Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nylon á Wembley á morgun Þetta er æðislegt og við alveg elskum þetta líf. ÚR VERINU RANNSÓKNIR á veiðarfærum á vegum Hafrannsóknastofnunarinn- ar verða efldar á Ísafirði, þar sem miðstöð rannsóknanna er á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Ráð- inn hefur verið nýr veiðarfærasér- fræðingur að stofnuninni, Ólafur Arnar Ingólfsson. Hann er að ljúka doktorsnámi í Noregi og hefur nú bæst við kjarnann fyrir vestan sem myndar miðstöð veiðarfærarann- sóknanna, ásamt Haraldi A. Einars- syni í Reykjavík. Að þessu markmiði hafa heima- menn, undir forystu Halldórs Hall- dórssonar bæjarstjóra Ísafjarðar- bæjar, unnið árum saman. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði m.a. í ávarpi sínu á fundi, sem haldinn var til að kynna eflingu rannsóknanna fyrir vestan: „Við verðum þess greinilega vör í alþjóða- umræðu að menn hafa skoðanir á virkni einstakra veiðarfæra og áhrif- um þeirra. Til að gera okkur gildandi í þeirri umræðu þurfum við að hafa svör við spurningum manna á reiðum höndum. Þau fást ekki nema með því að beita vísindalegum að- ferðum við að afla þeirra. Við eigum að vera á heimsmælikvarða á þessu sviði. Íslenskur sjávarútvegur er það almennt og ekki er ástæða til að gera minni kröfur til okkar hvað veiðar- færarannsóknir snertir.“ Mikil uppbygging Á fundinum, sem Jóhann Sigur- jónsson forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar stýrði, voru flutt fjögur stutt erindi. Hjalti Karlsson útibússtjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar lýsti uppbyggingu stofnun- arinnar á sviði veiðarfærarannsókna bæði með tilliti til mannafla og tækja. Við stofnunina starfa nú þrír veiðarfærasérfræðingar, tveir á Ísa- firði og einn í Reykjavík, auk þess sem mikið af tækjabúnaði hefur ver- ið keyptur á undanförnum misserum til beinna athugana á veiðarfærum. Ólafur Arnar lýsti í stuttu máli doktorsverkefni sínu sem hann er nú að ljúka við háskólann í Bergen, ásamt því að lýsa rannsóknaá- herslum á þessu sviði í nágranna- löndunum. Því næst gerði Haraldur A. Einarsson grein fyrir þeim verk- efnum sem Hafrannsóknastofnunin hefur unnið að undanfarið og mun sinna í nánustu framtíð. Einar Hreinsson leit síðan að lokum lengra fram í tímann, eftir að hafa gert fundarmönnum ljóst að hann teldi að leita þyrfti nýrra leiða til að leysa að- steðjandi vandamál í veiðitækni. Hvert sæti var skipað á kynningar- fundinum sem liðlega fjörutíu manns sóttu, fulltrúar hagsmunasamtaka í sjávarútvegi, útgerðarmenn, skip- stjórar og fleiri. Í lok fundar var efnt til svonefnds bryggjuspjalls og spunnust þar líflegar umræður. Rannsóknir á veiðarfærum verða efldar á Ísafirði Veiðarfæri Starfsmenn veiðarfærarannsóknanna ásamt sjávarútvegs- ráðherra og forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar: Hjalti Karlsson, Ólaf- ur Arnar Ingólfsson, Einar Hreinsson, Haraldur A. Einarsson, Einar K. Guðfinnsson og Jóhann Sigurjónsson. FIMM skipstjórnarmenn frá Land- helgisgæslunni hafa útskrifast af 4. stigi (varðskipadeild) skipstjórnar- sviðs Fjöltækniskólans. Einn þeirra útskrifaðist sem stúdent um leið. Þetta telst til tíðinda því að nú eru liðin 12 ár frá síðustu útskrift þess- arar deildar en 4. stigið hefur ekki verið haldið síðan þá. Auk skipstjórnarmanna Land- helgisgæslunnar sem útskrifuðust sem lávarðar (lordar), eins og það er kallað, tóku þrír utangæslumenn þetta próf og tveir þeirra útskrif- uðust sem stúdentar um leið. „Landhelgisgæslan fagnar þess- um áfanga enda var orðin brýn þörf á fleiri foringjaefnum í flota Gæsl- unnar. Mikilvægt er fyrir Landhelg- isgæsluna að skipherrar Landhelg- isgæslunnar séu vel menntaðir og vel að sér varðandi nýjustu tækni í þeirri öru þróun sem á sér stað og tengist starfsemi Landhelgisgæslu Íslands í dag,“ segir í frétt frá Gæsl- unni. Gæslan Lávarðarnir ásamt skipherranum á Óðni, þar sem útskriftar- veislan var haldin, og forstjóranum. Frá vinstri: Einar H. Valsson skip- herra, Pálmi Jónsson (einnig stúdent), Jón Páll Ásgeirsson, Guðmundur Rúnar Jónsson, Gunnar Örn Arnarson, Friðrik Höskuldsson og Georg Kr. Lárusson forstjóri. „Lávarðar“ útskrifaðir STÚDENTAR af höfuðborgarsvæð- inu munu njóta 80% forgangs í stúd- entagarða á vegum Félagsstofnunar stúdenta frá og með 1. júní nk. hvað varðar íbúðir í svonefndum Skugga- garði, sem mun rísa við Lindargöt- una. Hingað til hafa stúdentar af lands- byggðinni notið forgangs í íbúðir sem biðlistar eru eftir og munu þeir njóta hans áfram varðandi það hús- næði sem til staðar er, en breytingin tekur, auk Skuggagarðs, til þeirra garða sem munu rísa í framtíðinni. Alls munu 96 íbúðir rísa í Skugga- garðinum auk þess sem Félagsstofn- un stúdenta hefur í hyggju að hefja framkvæmdir á svonefndum Bar- ónsreit en áætlað er að 120 íbúðir verði reistar þar. Núverandi húsakostur FS er um 620 íbúðir og er mest sótt í tvíbýli, stúdíóíbúðir og paríbúðir en stúdent- ar af landsbyggðinni njóta forgangs að þeim íbúðum. Samkvæmt tilkynningu frá Fé- lagsstofnun stúdenta er um ákveðna stefnubreytingu að ræða og er hún hugsuð til þess að leysa úr húsnæð- isvanda stúdenta og útrýma biðlist- um. Vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs framboðs af húsnæði hefur þurft að forgangsraða á bið- lista. Stefna FS er að geta veitt öllum þeim stúdentum sem þess óska hús- næði og er talið að tryggja þurfi 15% stúdenta við skólann, sem eru rúm- lega níu þúsund í dag. FS getur boð- ið 8% stúdenta upp á íbúðir í dag en áðurnefnt 15% hlutfall er það sem miðað er við á Norðurlöndunum og í samræmi við kannanir um þetta efni. Í tilkynningunni kemur fram að FS bíði eftir úthlutun frekara bygging- arsvæðis en að fjármagn til fram- kvæmda sé fyrir hendi. Nýjar reglur taka sem fyrr segir gildi 1. júní, nánar tiltekið á miðnætti þann dag og verður þá unnt að sækja um samkvæmt reglunum. Sú tíma- setning gildir einnig fyrir nýnema sem hefja nám í haust og geta þeir sótt um húsnæði eins og aðrir. Breyttar úthlutunarreglur á Stúdentagörðum Stúdentar af höfuðborgar- svæðinu njóta 80% forgangs GLEÐIN skein úr andliti stúlkunnar þrátt fyrir að flug- drekinn hafi ekki flogið hátt. Flugdrekadagurinn mikli var haldinn í vikunni við Safnahúsið og var fjöldi leik- skólabarna saman kominn á túninu með flugdreka sem þau höfðu gert sjálf. Dagurinn er liður í sameiginlegri dagskrá bókasafnsins og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Morgunblaðið/Eyþór Gleði þrátt fyrir lágflug
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.