Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 21

Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 21 ERLENT Kandahar. AP, AFP. | Talibanar réðust á lögreglubifreið í Austur- Afganistan í gærmorgun og felldu einn mann. Í kjölfarið fylgdi klukku- stundarlangur skotbardagi eftir að lögreglan sendi liðsauka. Að sögn lögreglu féllu tíu uppreisnarmenn Talibana í bardaganum. Árásin var gerð í Ghazni-héraði þar sem upp- reisnarsveitir Talibana höfðu leitað skjóls en voru umkringdar af lög- reglu. Afganskir stjórnarhermenn full- yrtu á miðvikudag að allt að sextíu meintir uppreisnarmenn úr röðum talibana og fimm afganskir örygg- issveitarmenn hefðu fallið í hörðum átökum í suðurhluta landsins á þriðjudag. Átökin urðu í Uruzgan- héraði, að sögn Rahmathullah Raufi hershöfðingja. Talsmaður Banda- ríkjahers sagði hins vegar að aðeins 24 uppreisnarmenn hefðu fallið. Bardagarnir á þriðjudag urðu skammt frá héraðshöfuðstaðnum Tirin Kot á þriðjudag. Mikið mann- fall hefur orðið síðustu vikurnar í sunnanverðu Afganistan og allt að 200 talibanar eru taldir hafa fallið en einnig tugir óbreyttra borgara. Embættismenn segja að átökin á þriðjudag hafi byrjað þegar ráðist var á eftirlitssveit sem samanstóð af hermönnum úr röðum erlendu herj- anna í Afganistan og afgönskum hermönnum. Fjórir afganskir her- menn og lögreglumaður féllu í þeim átökum. Raufi hershöfðingi sagði að í kjölfarið hefðu hermennirnir byrj- að viðamikla leit á svæðinu sem leiddi til þess að tugir talibana féllu. Mannskæð átök í Afganistan Bangkok. AFP. | Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fór þess á leit í gær við herfor- ingjastjórnina í Burma að leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi, yrði sleppt lausri, en hún hefur verið í stofufangelsi um árabil. „Ég treysti á þig, Than Shwe hershöfðingi, að þú gerir hið eina rétta,“ sagði Annan í yfirlýsingu, en í dag þarf herforingjastjórnin að taka ákvörðun um endurnýjun úr- skurðar um að Suu Kyi skuli vera í stofufangelsi eða sleppa henni lausri. Vonir vöknuðu um að Suu Kyi yrði látin laus þegar henni var leyft að eiga fund með erindreka Samein- uðu þjóðanna í síðustu viku. Hafa fjölmargar ríkisstjórnir heims sent yfirvöldum í Burma tilmæli um það nýverið að þau sleppi Suu Kyi úr haldi. Aung San Suu Kyi og lýðræð- ishreyfing hennar unnu mikinn sig- ur í þingkosningum í Burma árið 1990, en fengu aldrei tækifæri til að stýra landinu því að herinn tók öll völd og hefur haldið þeim síðan. Hef- ur Suu Kyi lengst af verið í stofu- fangelsi. Suu Kyi er sextug. Árið 1991 hlaut hún friðarverðlaun Nóbels fyrir bar- áttu sína fyrir lýðræði og mannrétt- indum í Burma. Tveir synir hennar tóku við verðlaununum í Ósló. Verður Suu Kyi sleppt úr haldi? 104732 Flügger tréolía Fljótleg og einföld í notkun www.flugger.is 0,4 ltr. 934 kr. Tréolíu sprey Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Egilsholt 1 EINI hryðjuverkamaðurinn sem komst lífs af í Beslan í Suður-Rússlandi árið 2004 var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi í borginni Vladikav- kaz. Maðurinn er 25 ára gamall trésmiður frá Tétsníu og heitir Núrpashi Kúlajev. Rúmlega 360 manns féllu í Beslan, meira en helmingurinn börn. Maðurinnn segist algerlega saklaus af ákærunum og sýndi engin merki iðrunar. Sak- sóknari hafði krafist dauðadóms en dómarinn, Tamerlan Agúzarov, sagði Rússa ekki lengur leyfa dauðarefsingu. Aguzarov sagði á hinn bóginn að brot sak- borningsins væru þess eðlis að dauðarefsing hefði verið við hæfi. Kúlajev var dæmdur fyrir hryðju- verk og morð en réttarhöld- in yfir honum stóðu yfir í ár. Verjandi hans taldi í gær lík- legt að dóminum yrði áfrýj- að til æðra dómstigs. Atburðirnir í Beslan vöktu óhug um allan heim. Um var að ræða hóp 32 Téts- éna sem lögðu undir sig skóla í Beslan sem er í Norður-Ossetíu í Kákas- us, lýðveldi í rússneska sambandsríkinu. Voru þeir að mótmæla hernaði Rússa í Tétsníu og héldu skólanum og um 1000 manns, börnum, foreldrum og kennurum, í gíslingu í þrjá daga. Svo fór að rússneskir hermenn gerðu árás á skólann og er margt enn á huldu um þau atvik öll. En niðurstaðan varð mikið blóðbað. Núrpashi fannst í felum undir vörubíl nálægt skólanum eftir hryðjuverkið og minnstu munaði að reiðir íbúar tækju hann þá af lífi. „Okkur finnst að þetta hafi verið einstök illvirki og refsa hefði átt fyrir þau í samræmi við það,“ sagði ein móðirin, Aneta Gadíeva. Aðrir sögðu að stjórn- völdum mundi aldrei verða fyrirgefið en margir furða sig enn á því að ódæðismennirnir skyldu komast í gegnum margar varðstöðvar. Dæmdur fyrir hryðjuverkið í Beslan Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Ættingjar reyna að róa konu við dómshúsið í Beslan. Margir kröfðust dauðadóms yfir Kúlajev. Núrpashi Kúlajev

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.