Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 32

Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MAÍ AFTURHVARF til fortíðar er ekki bara í klæðaburði og húsgagnastíl heldur líka í vali á áfangastað í sum- arfríinu, a.m.k. hjá Dönum. Á vef Politiken kemur fram að sumarleyf- isstaðir sem voru vinsælir á áttunda og níunda áratugnum, eins og Rho- dos og Mallorca, séu nú aftur orðnir vinsælir. Tyrkland og Egyptaland hafa ver- ið vinsælir áfangastaðir á und- anförnum árum en vinsældirnar hafa hrapað að undanförnu. Tals- menn ferðaskrifstofa telja að ástæð- an sé hryðjuverk á þessum stöðum, auk þess sem Múhameðsteikninga- málið hafi sitt að segja. Ferða- málafrömuðirnir segja að Mallorca hafi notið vinsælda í öll þessi ár en vinsældirnar hafi enn aukist að und- anförnu. Mallorca nýtur mestra vin- sælda hjá barnafjölskyldum og eldra fólki, helst fyrir stuttan ferðatíma og gott veður. Búlgaría nýtur einnig aukinna vinsælda meðal danskra barnafjölskyldna. Afturhvarf til fortíðar  FERÐALÖG Morgunblaðið/Ómar Upplifun mín af landinu varmjög blendin þó ég hafikomið heim reynslunniríkari. Á tímabili snerist líf mitt um að þrauka því umhverfið er mjög yfirþyrmandi fyrir okkur Vesturlandabúa. Sumir verða ofs- ahrifnir, en aðrir minna hrifnir,“ segir Sigrún Gunnarsdóttir, sem fór ásamt sambýlismanni sínum, Gísla Jónssyni, deildarforseta Guðspeki- félagsins á Íslandi, til Indlands, m.a. til að sækja árlega ráðstefnu í Ady- ar, höfuðstöðvum Guðspekifélagsins í Madras. Adyar-garðurinn nær yfir 108 hektara svæði, sem stendur við sam- nefnda á í Tamil Nadu-fylki við borgarmörk Madras. Fjölmargar byggingar eru innan garðsins sem nýttar eru sem gistihús, skrifstofur, fundasalir, bænahús og bókasafn með yfir 250 þúsund bókatitlum og 20 þúsund ára gömlum handritum, rituð á pálmablöð. Þarna er líka 400 ára gamalt „banyan“-tré og ná greinar þess yfir ríflega fjögur þús- und fermetra svæði. Upplifði strax öryggisleysi Eftir flug frá London og lendingu í Madras tók bílstjórinn Kristófer á móti íslensku ferðalöngunum og flutti á ágætt hótel í borginni þar sem áætlað var að dvelja í þrjá daga. „Ég upplifði strax blendnar tilfinningar og visst öryggisleysi því þarna var maður svo sannarlega komin í annan heim. Mestu monsún- rigningum í 120 ár var að ljúka og trúariðkun heimamanna, sem byrj- uðu að kyrja um miðjar nætur, rask- aði svefnró okkar. Við fundum hins- vegar helstu verslunarmiðstöðina í Madras, Spencer Plaza og þar vor- um við komin í vestrænt umhverfi, sem við könnuðumst við. Við skoðuðum Marina Beach, sem er fögur strönd miðsvæðis í borg- inni. Þar er geysistór markaður, sem gaman er að eyða kvöldstund á. Kristhnamurti Center í Vasanta Vihar, handan Adyar-árinnar, var líka mikið aðdráttarafl, en það er yndislegur garður með snyrtilegum byggingum og gistingu. Þarna í frið- sældinni gátum við horft á mynd- bönd með fyrirlestrum Kristhna- murtis og hugleitt.“ Madras byggist upp úr mörgum borgarkjörnum þar sem íbúarnir eru um sjö milljónir talsins. „Erfitt er að finna eiginlega miðborg og til- tölulega flókið er að koma sér á milli staða. Við notuðum mest þriggja hjóla „rickshaw“, sem eru einskonar leigubílar heimamanna. Þó ég hafi upplifað margt skemmtilegt og fallegt, get ég ekki sagt að Madras höfði til mín. Þar líkist umferðin öngþveiti auk þess sem lyktin, hitinn og mengunin er megn.“ Vægt „sjokk“ yfir aðkomunni Ferðalöngunum var ekið til Ady- ar eftir fyrstu þrjá dagana í Madras og þar var áformað að dvelja í tvær vikur. „Það er óhætt að segja að ég hafi fengið vægt „sjokk“ yfir aðkom- unni, en svo vandist þetta fljótt. Okkur var úthlutað gistirými fyrir Vesturlandabúa í einu af fjölmörg- um gistihúsum garðsins, en á svæð- inu voru á þessum tíma 1.250 manns, auk starfsmanna. 120 manns gistu í sama húsi og við í fjögurra til sex manna herbergjum, sem að- skilin voru með tjöldum en engum veggjum. Tvö rúm með örmjóum dýnum og moskítónetum biðu okk- ar. Lítið viðhald er á byggingunum og ekki bætti úr skák að ég var komin með skordýrabit út um allan líkamann, blöðrur og sogæðabólgu, en læknir Adyar-garðsins náði að bæta líðanina með pensilíni, stera- töflum og sterakremi. Þrátt fyrir allt er stórfengleg upplifun að koma til Adyar og Indverjar eru mjög gestrisnir. Fólk hvaðanæva að úr heiminum frá öllum trúarbrögðum eða engum tóku þátt í sex daga árlegri ráð- stefnu. Fyrirlestrar og umræður fóru fram á daginn og skemmti- dagskrá var á kvöldin. Setning- arathöfnin var einkar áhrifarík og falleg þegar fólk af ólíkum trúar- brögðum steig fram og fór með frið- arbæn á sína vísu,“ segir Sigrún. Fundu óvart flottan lúxus Einn daginn tóku þau sér ferð á hendur til Mahabalipuram, sem er forn hafnarborg, 60 km norður af Madras. „Við keyrðum meðfram austurströndinni og lentum á frá- bærum bílstjóra, sem fræddi okkur alla leiðina. Á leiðinni stoppuðum við m.a. í krókódílagarði, þar sem hægt var að berja allar stærðir krókódíla augum, og handverksmenn, sem unnu í stein, voru víða við iðju sína meðfram þjóðveginum. Við ókum líka um þorp, sem hafði orðið fyrir flóðbylgjunni miklu þar sem íbúar hafast enn við í bráðabirgðaskýlum. Sölumenn og betlarar reyndust ágengir í Mahabalipuram, þar sem er að finna stórkostlegar menjar og höggmyndir frá sjöundu öld. Eftir skoðunarferðina römbuðum við inn í glæsilegan hótelgarð rétt fyrir utan borgina, þar sem við ákváðum að fá okkur snæðing. Þeg- ar betur var að gáð vorum við komin inn í alhliða heilsulind með sund- laug, einkaströnd með hengirúmum, hóteli og veitingastöðum. Við ákváðum að vita hvort hægt væri að fá gistingu á Ideal Beach Resort, eins og staðurinn heitir og er einkar vinsæll meðal Frakka, Þjóðverja og Norðurlandabúa. Þarna dvöldum við í góðu yfirlæti í þrjár nætur áður en við héldum heim.“  INDLAND | Eyddu jólum og áramótum í höfuðstöðvum Guðspekifélagsins í Adyar á Indlandi Öngþveiti og andstæður Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.southindia-tours.com www.ts-adyar.org www.chennai-madras.com www.idealresort.com www.gudspekifelagid.is Sigrún Gunnarsdóttir í Madras á aðfangadagskvöld. Hér er verið að dytta að frumstæðum bát heimamanna í fjörunni. Stórkostlegar höggmyndir frá sjöundu öld er að finna í fornu hafnarborginni Mahabalipuram. Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.