Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 34

Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 34
34 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MAÍ ÞAÐ voru þreyttir, glaðir og stoltir Labbakútar sem glöddust saman yfir mat og drykk á Kirkjubæjarklaustri fyrir skömmu eftir ríflega fimmtán klukkustunda glímu við Hvannadals- hnúk, hæsta tind Íslands. Gengin var svonefnd Virkisjökulsleið, það er inn að Falljökli, þá að Virkisjökli og það- an upp undir Hvannadalshrygg. Hryggnum var síðan fylgt upp fyrir Dyrhamar og þaðan var farið upp bratta snjóbrekku og á sjálfan topp- inn. „Veðurspáin var okkur hagstæð þessa fyrstu helgi í maímánuði og í fyrstu brekkunum í upphafi ferðar var ekki skýhnoðri á himni og glamp- andi morgunsólin vermdi hvern Labbakút, en eftir því sem ofar dró minnkaði skyggnið og kaldur vind- urinn ágerðist í ógreinilegri slóðinni. Áttaviti kom þarna að góðu gagni þegar augu sáu ekkert nema hvítt, hvert sem litið var,“ sagði kennarinn og Labbakúturinn Sigurður R. Ragnarsson í samtali við Daglegt líf. Starfa í Iðnskólanum Labbakútar er lausbundinn fé- lagsskapur starfsmanna Iðnskólans í Reykjavík sem áhuga hafa á útivist. Hvorki er til að dreifa formanni eða meðstjórnendum í félagsskap þess- um heldur er alfarið treyst á framtak þeirra, sem luma á skemmtilegum útivistarhugmyndum, og þá er það þeirra að bera hitann og þungann af skipulagi og framkvæmd sinna hug- mynda. Í sumar eru nokkrar ferðir á döfinni, m.a. hefur verið áformað að ganga á Herðubreið og á Snæfells- jökul og svo í byrjun skólastarfs í haust verður haldið í Lónsöræfi. „Þegar upp á toppinn var komið skein gleðin úr hverju andliti. Eftir að koníaki hafði verið hellt í kúta og góðgæti laumað að mönnum sviptist þokuhulan skyndilega frá og ægifag- urt útsýni opnaðist út á sandana. Ekki var þó stansinn langur á toppi Íslands og haldið var sömu leið til baka. Á niðurleiðinni vék skýjahulan frá útsýninu og við blasti tær feg- urðin. Þarna voru Hrútfjallstindar, Kristínartindar, Virkisjökull, Lóma- gnúpur í fjarska og síðast en ekki síst sjálfur Dyrhamar í sinni ógnandi stærð. Það er vart hægt að lýsa þess- um útverði Vatnajökuls sem virðist umluktur einhvers konar draum- kenndum ógnarkrafti,“ segir Sig- urður og bætir við að hópurinn, sem samanstóð af sautján göngugörpum, hafi sýnt frábæra samheldni þótt út- litið hafi á köflum verið ansi andsnúið frekari för. Fjölskyldugöngur Segja má að saga Labbakúta hafi hafist á vormánuðum í fyrra þegar sjö kennarar skólans ákváðu að halda á Hvannadalshnúk nokkrum vikum síðar. Sjömenningarnir gerðu sér ljósa grein fyrir því að æfa þyrfti fyr- ir slíka göngu og hófust þegar handa við alls kyns gönguferðir og fjallapríl. Áhuginn lét ekki á sér standa og fljótt fór að bætast í hópinn. Fé- lagsskapurinn samanstendur nú af um fjörutíu labbakútum, sem auk styttri ferða gengu m.a. Laugaveg- inn svonefnda sl. haust. Labbakútar hafa það svo fyrir venju að efna til göngudags fjöl- skyldunnar fyrsta sunnudag í hverj- um mánuði þar sem kútarnir gön- guglöðu hittast með fjölskyldur sínar til að ganga skemmtilegar gönguleið- ir.  FJALLGANGA| Gönguglaðir vinnufélagar ætla að ganga á Herðubreið, Snæfellsjökul og Lónsöræfi í sumar Labbakútarnir náðu á hæsta tind landsins Langir morgunskuggar á leið upp á hæsta tind Íslands. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Sigurður R. Ragnarsson lofar hér gjafir skaparans á göngu sinni. Séð yfir beljandi jökulstrauminn, sem beygir niður með Svínafelli. Labbakútar og kennarar við Iðnskólann í Reykjavík á Hnjúknum. MARGIR Íslendingar leggja leið sína til London hvenær sem er ársins og þar er auð- velt að létta pyngjuna. Ef haldið er aðeins út fyrir London er hægt að finna ódýrari merkjavöru, að því er fram kemur á ferðavef Aftenposten. Það er í Bicester, klukku- tímalestarferð norður af London, sem hátt í hundrað búðir bjóða lúxusvöru á allt að 90% afslætti. Um er að ræða svokölluð Outlet frá merkjum eins og Boss, Calv- in Klein, Diesel, Reebok, Tommy Hilfiger, Dior og fleiri. Frá Marylebone- lestarstöðinni í London er hægt að komast á áfanga- stað Ódýr merkjavara  ENGLAND 27.200 Vika í Þýskalandi kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 05 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá Vegakort / Danmörk Pantið beint á heimasíðu okkar www.fylkir.is eða hringið í síma 456 3745 Vinsæla danska vegakortið 2006 er komið Kr. 1.800.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.