Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MAÍ ÞAÐ voru þreyttir, glaðir og stoltir Labbakútar sem glöddust saman yfir mat og drykk á Kirkjubæjarklaustri fyrir skömmu eftir ríflega fimmtán klukkustunda glímu við Hvannadals- hnúk, hæsta tind Íslands. Gengin var svonefnd Virkisjökulsleið, það er inn að Falljökli, þá að Virkisjökli og það- an upp undir Hvannadalshrygg. Hryggnum var síðan fylgt upp fyrir Dyrhamar og þaðan var farið upp bratta snjóbrekku og á sjálfan topp- inn. „Veðurspáin var okkur hagstæð þessa fyrstu helgi í maímánuði og í fyrstu brekkunum í upphafi ferðar var ekki skýhnoðri á himni og glamp- andi morgunsólin vermdi hvern Labbakút, en eftir því sem ofar dró minnkaði skyggnið og kaldur vind- urinn ágerðist í ógreinilegri slóðinni. Áttaviti kom þarna að góðu gagni þegar augu sáu ekkert nema hvítt, hvert sem litið var,“ sagði kennarinn og Labbakúturinn Sigurður R. Ragnarsson í samtali við Daglegt líf. Starfa í Iðnskólanum Labbakútar er lausbundinn fé- lagsskapur starfsmanna Iðnskólans í Reykjavík sem áhuga hafa á útivist. Hvorki er til að dreifa formanni eða meðstjórnendum í félagsskap þess- um heldur er alfarið treyst á framtak þeirra, sem luma á skemmtilegum útivistarhugmyndum, og þá er það þeirra að bera hitann og þungann af skipulagi og framkvæmd sinna hug- mynda. Í sumar eru nokkrar ferðir á döfinni, m.a. hefur verið áformað að ganga á Herðubreið og á Snæfells- jökul og svo í byrjun skólastarfs í haust verður haldið í Lónsöræfi. „Þegar upp á toppinn var komið skein gleðin úr hverju andliti. Eftir að koníaki hafði verið hellt í kúta og góðgæti laumað að mönnum sviptist þokuhulan skyndilega frá og ægifag- urt útsýni opnaðist út á sandana. Ekki var þó stansinn langur á toppi Íslands og haldið var sömu leið til baka. Á niðurleiðinni vék skýjahulan frá útsýninu og við blasti tær feg- urðin. Þarna voru Hrútfjallstindar, Kristínartindar, Virkisjökull, Lóma- gnúpur í fjarska og síðast en ekki síst sjálfur Dyrhamar í sinni ógnandi stærð. Það er vart hægt að lýsa þess- um útverði Vatnajökuls sem virðist umluktur einhvers konar draum- kenndum ógnarkrafti,“ segir Sig- urður og bætir við að hópurinn, sem samanstóð af sautján göngugörpum, hafi sýnt frábæra samheldni þótt út- litið hafi á köflum verið ansi andsnúið frekari för. Fjölskyldugöngur Segja má að saga Labbakúta hafi hafist á vormánuðum í fyrra þegar sjö kennarar skólans ákváðu að halda á Hvannadalshnúk nokkrum vikum síðar. Sjömenningarnir gerðu sér ljósa grein fyrir því að æfa þyrfti fyr- ir slíka göngu og hófust þegar handa við alls kyns gönguferðir og fjallapríl. Áhuginn lét ekki á sér standa og fljótt fór að bætast í hópinn. Fé- lagsskapurinn samanstendur nú af um fjörutíu labbakútum, sem auk styttri ferða gengu m.a. Laugaveg- inn svonefnda sl. haust. Labbakútar hafa það svo fyrir venju að efna til göngudags fjöl- skyldunnar fyrsta sunnudag í hverj- um mánuði þar sem kútarnir gön- guglöðu hittast með fjölskyldur sínar til að ganga skemmtilegar gönguleið- ir.  FJALLGANGA| Gönguglaðir vinnufélagar ætla að ganga á Herðubreið, Snæfellsjökul og Lónsöræfi í sumar Labbakútarnir náðu á hæsta tind landsins Langir morgunskuggar á leið upp á hæsta tind Íslands. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Sigurður R. Ragnarsson lofar hér gjafir skaparans á göngu sinni. Séð yfir beljandi jökulstrauminn, sem beygir niður með Svínafelli. Labbakútar og kennarar við Iðnskólann í Reykjavík á Hnjúknum. MARGIR Íslendingar leggja leið sína til London hvenær sem er ársins og þar er auð- velt að létta pyngjuna. Ef haldið er aðeins út fyrir London er hægt að finna ódýrari merkjavöru, að því er fram kemur á ferðavef Aftenposten. Það er í Bicester, klukku- tímalestarferð norður af London, sem hátt í hundrað búðir bjóða lúxusvöru á allt að 90% afslætti. Um er að ræða svokölluð Outlet frá merkjum eins og Boss, Calv- in Klein, Diesel, Reebok, Tommy Hilfiger, Dior og fleiri. Frá Marylebone- lestarstöðinni í London er hægt að komast á áfanga- stað Ódýr merkjavara  ENGLAND 27.200 Vika í Þýskalandi kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 05 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá Vegakort / Danmörk Pantið beint á heimasíðu okkar www.fylkir.is eða hringið í síma 456 3745 Vinsæla danska vegakortið 2006 er komið Kr. 1.800.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.