Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 37 MENNING www.listahatid.is Opin virka daga kl. 12 til 18, um helgar kl. 12 til 16. Sími 552 8588 – Miðasala á netinu á www.listahatid.is Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir viðburð. Miðasalan Bankastræti 2: Brennandi hjarta Monteverdis í Kirkju og menningarmiðstöðinni Eskifirði í dag kl. 16.00 og Íslensku óperunni á morgun, sunnudag kl. 17.00. Miðaverð: 3.200 kr. Sköpunin eftir Haydn í Kirkju og menningarmiðstöðinni Eskifirði í kvöld kl. 20.00. Samstarfsverkefni með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Sex einsöngvarar og hundrað manna kór. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. í Bretlandi - I Fagiolini Tónlistarhópur ársins Miðnæturmúsík með Tríói Björns Thoroddsen og Andreu Gylfadóttur í Iðnó í kvöld kl. 23.30. Sunnudagsmorgnar með Schumann í Ými í fyrramálið kl. 11.00. Flytjandi: Kristín Jónína Taylor píanó. Skærasta stjarnan í íslensku tónlistarlífi í dag flytur nýtt efni í nýjum búningi með hljómsveit. Á morgun, sunnudagskvöld, kl. 21.00. Miðaverð: 2.500 kr. Danshátíð á Listahátíð Trans Danse Europe Í dag, laugardag í Borgarleikhúsinu: OBSTRUCSONG, Granhöj Dans, Danmörk kl. 17.00. Hélium, Moussoux-Bonté, Belgía kl. 20.00. Á morgun, sunnudag í Borgarleikhúsinu: Magnolia, Dada von Bzdülöw Theatre kl. 20.00. Miðaverð: 2.000 kr. Í kvöld og á morgun: Ástsælustu söngvarar þjóðarinnar, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Bergþór Pálsson ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflytja Le Pays / Föðurlandið. Týnda óperan sem gerist á Íslandi. Seinni sýning í porti Hafnarhússins í dag kl. 16.00. Miðaverð: 3.900 kr. Góða skemmtun! Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Benidorm í lok maí og byrjun júní. Þú bókar og tryggir þér flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú býrð. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 1. eða 8. júní frá kr. 29.990 Síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð 25. maí, 1. eða 8. júní. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herb./stúdíó/ íbúð. Stökktu tilboð 25. maí og 1. júní. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. 8. júní, kr. 5.000 aukalega á mann MATTHÍAS Johannessen skáld heimsótti Svíþjóð í vikunni. Hann hélt fyrirlestur í Uppsölum um al- þjóðavæðingu og ógn við íslenska tungu og las úr verkum sínum á menningarvöku í Stokkhólmi á uppstigningardag. Menningarvakan var haldin í Finnsku kirkjunni í gamla bænum á vegum íslenska sendiráðsins í Svíþjóð. Guðmundur Árni Stef- ánsson sendiherra bauð um hundr- að manns velkomna sem voru komnir að hlýða á ljóðalestur og söng Kórs Flensborgarskólans í Hafnarfirði undir stjórn Hrafnhild- ar Blomsterberg. Á menningarvökunni í Stokk- hólmi fengu gestir að heyra ljóð Matthíasar, Lennon, á sænsku í flutningi leikkonunnar Báru Lyng- dal Magnúsdóttur. Sjálfur las Matthías nokkur ljóð úr nýjustu bók sinni á íslensku, eða „eldgam- alli sænsku“ eins og hann sagði Svía sem hann hitti í Gautaborg eitt sinn, hafa kallað íslensku. Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra var ánægður með menningarvökuna. „Ég kalla það gott að hundrað manns hafi mætt, þar sem uppákomuna bar brátt að á sænskan mælikvarða,“ segir hann brosandi. Hann segir að örugglega muni verða framhald á menningarviðburðum sem þessum í Svíþjóð. Vakti athygli og ánægju Heimir Pálsson, lektor í íslensk- um fræðum við Uppsalaháskóla, kynnti Matthías Johannessen sem kominn var til Svíþjóðar að hans frumkvæði. Heimir sagði fyr- irlestur Matthíasar í Uppsölum hafa vakið mikla athygli og ánægju, en hann var haldinn á veg- um áhugafélags um íslensk fræði sem þar hefur verið starfrækt í hálfa öld. Að sögn Heimis talaði Matthías þar um alþjóðavæðinguna og ógn við íslenska tungu. Stöðu tungu- mála í heiminum, sérstöðu ís- lenskrar tungu og um skyldu Ís- lendinga að varðveita þá tungu. Einnig þá sérstöðu að vera eina þjóðin í Evrópu sem getur lesið svo gamlar bókmenntir. „Þetta var bæði skáldlegt og innblásið erindi um þetta efni og vakti mikla at- hygli,“ segir Heimir í samtali við Morgunblaðið. Að hans mati stóð upp úr hve húmanisminn er áberandi hjá Matthíasi núna. „Það sem stóð upp úr eru helst allar þær tengingar sem Matthías getur gert. Hann er óvenju vel lesinn og vel að sér bæði í samtímamenningu og fornri menningu og getur því búið til tengingar hingað og þangað. Svo hefur hann sitt skáldlega lag og sýn til að tala um mikilvæg efni. Og kannski ekki síst að gamli húm- anisminn verður sterkari og sterk- ari í skrifum hans og það skein mjög í gegn í erindinu. Þetta snýst um húmanisma; um það að vera manneskja og varðveita það.“ Miðstöð í norrænum fræðum Heimir segir mjög mikilvægt að halda úti kennslu í norrænum fræðum í Svíþjóð, en að jafnaði stunda 40–60 manns nám í íslensk- um fræðum við Uppsalaháskóla. Hann er eini háskólinn í Svíþjóð sem hefur fastar stöður kennara í öllum norrænum málum. „Við er- um að berjast fyrir því að á þessu verði framhald, að þarna verði miðstöð í norrænum fræðum.“ Spurður hvort þurfi að berjast fyr- ir því segir Heimir að a.m.k. megi ekki gleyma að tala fyrir því, þar sem skorið sé niður í öllum háskól- um í Svíþjóð. Bókmenntir | Matthías Johannessen heimsækir Svíþjóð Húmanisminn áberandi Morgunblaðið/Steingerður Matthías Johannessen og Guðmundur Árni Stefánsson. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér skáld- söguna Flugdrekahlauparann í kiljuút- gáfu. Bókin kom fyrst út í október síð- astliðnum og seldist upp fyrir jól. Í tilkynningu frá forlaginu segir: „Flugdrekahlauparinn er heillandi skáldsaga um vináttu og svik, ástir og örlög, sakleysi og sekt. Hún er allt í senn: pólitísk og persónuleg, grimm og hlý, harmræn og fyndin. Khaled Hosseini sýnir okkur mannlíf, menn- ingu og sögusvið sem flest okkar þekkja ekki nema af afspurn. Við lif- um okkur inn í frásögn aðalpersón- unnar og sögumannsins Amirs sem tekst á hendur för heim til Afganistan til að gera upp gamlar syndir. Ferða- lagið gæti kostað hann lífið, en Amir sem segir sjálfur að hann sé hvorki göfugmenni né hetja, verður að bæta fyrir brot sem hann framdi þegar hann var strákur, brot sem hefur hundelt samvisku hans alla daga síðan. Sagan um vinina, Amir og Hassan, bregður upp leiftrandi myndum af daglegu lífi í Afganistan frá áttunda áratugnum til dagsins í dag. Við kynn- umst fólki af öllum stéttum, sorgum þess og gleði, draumum og þrám; fólki sem þrátt fyrir stríð, hörmugar og ótrúlega grimmd yfirvalda á hverjum tíma hefur ekki gefið upp vonina um betra líf.“ Nýjar bækur LONDON Oriana-kórinn heldur tónleika í Langholtskirkju í dag kl. 17. Kórinn er einn þekktasti áhugamannakór Breta og hefur haldið tónleika víða um heim, m.a. í Prag og St. Pétursborg. Hugmyndin um að halda tón- leika á Íslandi varð til eftir heim- sókn Mikes Boltons, eins meðlima kórsins, til landsins á síðasta ári, sem hreifst af landi og tónlist hér. Síðan þá hefur kórinn verið önn- um kafinn við að undirbúa ferð sína til Íslands. Stjórnandi kórsins er David Drummond. Á tónleikunum verður fjölbreytt dagskrá, m.a. verður verk eftir samtímatónskáldið Richard Allain, kórtónlist úr óperum Verdi og Bizet og amerískir sálmasöngvar. Einnig verða flutt íslensk verk eftir tónskáldin Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörns- son. Kórinn mun að auki syngja við morgunmessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. maí. London Oriana-kórinn í Langholtskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.