Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra afhenti nýlega Vest- urfarsetrinu á Hofsósi tvo góða gripi til varðveislu. Þarna var ann- ars vegar um að ræða mynd og hins vegar útskorið listaverk í valhne- tutré. Báðir þessir gripir koma frá Kanada og tengjast afkomendum Íslendinga þar. Halldór gerði grein fyrir ástæð- um þess að hann kom með þessa gripi. Þegar hann var í heimsókn í Kanada á síðasta ári afhenti Garry Doer, forsætisráðherra Manitoba, honum mynd sem hann óskaði eftir að Vesturfarasetrið varðveitti. Myndin sýnir þann stað við Winni- peg-vatn þar sem fyrstu landnemar Nýja Íslands tóku land 21. október 1875. Á þessum stað fæddist nokkr- um dögum síðar fyrsti Íslending- urinn og þarna hefur verið reist minnismerki um þann atburð. Útskorna listverkið sem ber nafnið Lífsgátan var gert af Tryggva Thorleif Larum og er gjöf hans til íslensku þjóðarinnar. Verk- ið gerði hann til minningar um móður sína, Láru Gunnarsdóttur. Fyrirmynd af verkinu er lítil silf- urnæla sem fannst við uppgröft í Rangárvallasýslu en nælan er talin vera frá tólftu öld. Lífsgátan er fá- gætt listaverk sem lögð hefur verið gríðarleg vinna í. Sagði Halldór að ráðamönnum þjóðarinnar hefði fundist það vel við hæfi að verkið yrði varðveitt í Vesturfarasetrinu. Mikilvægt væri að hafa þar sem flesta muni sem tengdust samskipt- unum við Vestur-Íslendinga. Valgeir Þorvaldsson, for- stöðumaður Vesturfarasetursins, veitti þessum munum viðtöku. Hann sagði í ávarpi við þetta tæki- færi að safnið væri stolt af því að varðveita þessa gripi og það væri ánægjuleg viðurkenning á starfi Vesturfarasetursins að fá slíka muni í húsið. Fágætt listaverk afhent Vesturfarasetrinu Eftir Örn Þórarinsson STOFNAÐUR hefur verið styrktarsjóður í Kanada fyrir Vesturfarasetrið á Hofsósi og var greint frá honum á Þjóð- ræknisþinginu í Victoria fyrir skömmu. Vesturfarasetrið á Hofsósi var opnað fyrir um 10 árum og segir Valgeir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri þess frá byrjun, að sjóðurinn skipti mjög miklu máli. Honum sé ætl- að að styrkja starfsemi Vesturfarasetursins, viðhalda tengslunum og aðstoða fólk sem leitar þangað eftir þjón- ustu. Helstu hvatamenn að stofnun sjóðsins með Valgeiri eru Craig Beveridge, Robert Frederickson og Bill Valgardson frá Victoria og eru þeir jafnframt í stjórn sjóðsins. Styrktarsjóður fyrir Vesturfarasetrið Morgunblaðið/Steinþór Craig Beveridge, Robert Frederickson, Bill Valgardson og Valgeir Þorvaldsson í Victoria. LANDSSTJÓRINN í Kanada, Michaelle Jean, hefur tilkynnt að Guðrún Bjerring Parker í Montreal sé í hópi þeirra sem fái í ár næst- æðsta stig kanadísku orðunnar The Order of Canada. Guðrún verður heiðruð fyrir framlag sitt til kan- adískrar kvikmyndagerðar. The Order of Canada er æðsta opinbera orðan og hefur síðan 1967 verið veitt árlega fólki sem hefur þótt hafa skarað fram úr á ýmsum svið- um. Þátttaka Guðrúnar í kanadískri kvikmyndagerð, fyrst og fremst gerð heimildamynda, spannar um 40 ár og hjá Kvikmyndastofnun Kanada (Canada’s National Film Board, NFB) eru 55 myndir eyrna- merktar henni. Hún var önnur kon- an af íslenskum ættum til að vinna að kvikmyndagerð í Kanada, næst á eftir Margaret Ann Bjornson, sem m.a. vann að heimildasöfnun fyrir NFB vegna stuttmyndarinnar Ice- land on the Prairies (1940). Guðrún segist alla tíð hafa látið sig íslensk málefni miklu varða og segist hafa áhyggjur af landinu vegna átroðn- ings stöðugt fleiri ferðamanna. Foreldrar Guðrúnar, Sigtryggur Olason Bjerring og Sigríður Jóns- dóttir, fæddust á Íslandi, Sig- tryggur á Húsavík 1885 og Sigríður í Mývatnssveit 1886. Þriggja ára var Sigtryggur sendur til Winnipeg, þar sem Sigtryggur Ólafsson og kona hans tóku hann að sér og ólu upp. Foreldrar Sigríðar voru Jón Sig- urðsson frá Gautlöndum og Guðrún Einarsdóttir og flutti hún með móð- ur sinni til Kanada 1893. Guðrún fæddist 1920 og eftir að hafa út- skrifast frá Manitoba-háskóla 1940 hóf hún störf sem blaðamaður hjá Winnipeg Free Press. Fljótlega tók hún viðtal við John Grierson, bresk- an kvikmyndagerðarmann sem vann fyrir kanadísku stjórnina, og hann bauð henni að vera með í að þróa deild fyrir gerð heim- ildamynda hjá NFB. Hún tók boð- inu og byrjaði hjá NFB í Ottawa 1942, bjó reyndar hjá fyrrnefndri Margaret Ann Bjornson til að byrja með, en Gordon Adamson, sem var líka af íslenskum ættum og eig- inmaður Margaret, var einnig í kvikmyndagerðinni á þessum árum. Guðrún og eiginmaður hennar, Morten Parker, stofnuðu eigið kvik- myndagerðarfyrirtæki, Parker Film Associated Ltd., í Montreal og framleiddu fjölmargar myndir áður en þau hættu rekstrinum 1982. Síð- an segist hún hafa notið lífsins en maður hennar býr í New York á veturna, þar sem hann kennir kvik- myndanámskeið við New York- háskóla. Fyrir skömmu komu félagar í Ís- lensk-kanadíska félaginu í Quebec saman í kvikmyndasal NFB í Mont- real til að gleðjast með Guðrúnu í tilefni viðurkenningarinnar. Í hófinu fór Guðrún yfir feril sinn og gestir horfðu á þrjár myndir sem hún stjórnaði, Listen to the Prairies (1945), Opera School (1952) og Stratford Adventure (1954). Guðrún Parker fær heiðursorðu Kanada Haldið upp á áfangann. Frá vinstri: Wilbur Jónsson, Johanna Blondal, Sigrún Harðardóttir, Jóhannes Ólafsson, Guðrún Parker, Rosé, Malcolm Olafson, Bernice Oddson Kinnon og Geneviève ’Sunneva’ Lussier. Morgunblaðið/Steinþór Guðrún Bjerring Parker á heimili sínu í Montreal. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NEIL Ófeigur Bardal er á meðal 12 manns sem fá æðstu viðurkenningu Manitoba-fylkis, The Order of Mani- toba, við hátíðlega athöfn í næsta mánuði. Hann er þriðji maðurinn af íslenskum ættum til þess að hljóta þessa viðurkenningu en hinir eru Dr. Baldur R. Stefansson og John Harvard. Viðurkenningunni The Order of Manitoba var komið á 1999 og er veitt árlega en til þessa hafa 85 manns verið sæmdir henni. Hún er veitt einstaklingum í Manitoba sem hafa skarað fram úr á einhverju sviði og vakið athygli fyrir fram- göngu sína. Peter M. Liba var fylkisstjóri Manitoba 1999 til 2004 og var fyrst- ur til að fá umrædda viðurkenningu en hann var sá eini sem fékk hana 1999, þegar hann tók við embætt- inu. Tveir menn af íslenskum ættum hafa verið sæmdir orðunni. Dr. Baldur R. Stefansson, plöntuerfða- fræðingur, gjarnan nefndur „faðir matarolíunnar“, var heiðraður árið 2000 og John Harvard fékk orðuna þegar hann tók við stöðu fylk- isstjóra 30. júní 2004. Neil Bardal er ættaður frá Svart- árkoti í Bárðardal og hús hans í Húsavík, rétt sunnan við Gimli, heit- ir Svartárkot. Foreldrar hans voru Njáll Ófeigur Bardal og Sigrid Johnson. Afi hans og amma í föð- urætt voru Arinbjörn Sigurgeirsson Bárdal og Margrét Ólafsson. Þau fluttu til Kanada seint á 19. öld rétt eins og móðurforeldrar hans, Helgi Jónsson frá Borgarnesi og Ásta Jó- hannsdóttir. Neil Bardal rekur, ásamt Annette eiginkonu sinni, samnefnda útfar- arstofu í Winnipeg og fetar þannig í fótspor föður síns og afa, en auk þess hefur hann verið mjög virkur í íslensk-kanadíska samfélaginu í fylkinu undanfarna áratugi. Neil hefur látið til sín taka á öllum svið- um þess og alls staðar verið í far- arbroddi. Hann lét af störfum sem kjörræðismaður Íslands í Gimli fyr- ir þremur árum eftir að hafa hafið störf fyrir utanríkisþjónustuna sem aðalræðismaður í Manitoba 1994, en er áfram þungavigtarmaður í flestu sem viðkemur Íslandi og íslenskum málefnum. Hann verður sæmdur orðunni við hátíðlega athöfn í júlí. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Neil Ófeigur Bardal við heimili sitt í Húsavík, rétt sunnan við Gimli í Manitoba. Neil Bardal fær æðstu viðurkenningu Manitoba ÍSLENDINGADAGSNEFND til- kynnti fyrir skömmu að Erla Helgason Wankling yrði fjallkona ársins. Íslenska hátíðin í Gimli fer fram fyrstu helgina í ágúst ár hvert en fyrsta verk fjallkonunnar er að leggja blómsveig að styttu Jóns Sig- urðssonar fyrir framan þinghúsið í Winnipeg 17. júní. „Þetta kom mér mjög á óvart en um leið er það mikill heiður að vera valin fjallkona ársins 2006,“ segir Erla og hlakkar til komandi verk- efna. Foreldrar Erlu voru Sigurveig og Kristján Helgason frá Argyle, suðvestur frá Winnipeg í Manitoba. Foreldrar Kristjáns voru Jónas Helgason og Sigríður Sigurð- ardóttir. Þau bjuggu á Suður- Neslöndum og sigldu frá Vopna- firði áleiðis til Kanada 1887. Afi og amma Erlu í móðurætt voru Hernit Christopherson og Björg Björns- dóttir sem bjuggu skammt frá kirkjunni á Grund í Argyle eins og föðurfjölskyldan. Erla og Jim Wankling voru gefin saman í Grundarkirkju, sem fjöl- skyldumeðlimir hennar áttu þátt í að byggja 1889. Þau eiga tvær dæt- ur og tvö barnabörn. Erla Helga- son Wankling fjallkona ársins Erla Helgason Wankling er fjall- kona Íslendingadagsnefndar 2006.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.