Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 53

Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 53 UMRÆÐAN Sony Ericsson Z300i 11.980 kr. • Fallegur samlokusími • Ytri skjár • Valmyndakerfi á íslensku • Vekjari og dagbók Sony Ericsson W810i 37.980 kr. • 2.0 megapixel myndavél • Walkman MP3 spilari • 512 MB minni • Íslensk valmynd www.siminn.is/davinci Fáðu þér Da Vinci síma KÆRI Hafnfirðingur! Það er komið að tímamótum. Kjördagur er hátíðisdagur lýðræðisins og tækifæri íbúa til að ákvarða hverjum er best treystandi fyrir stjórn bæjarins okkar og að leggja fram áherslur fyrir næstu fjögur árin. Sjálfstæðisflokkurinn býður fram fólk með ólíka reynslu; öflugan hóp fólks sem tilbúinn er til forystu í Hafnarfirði. Í fremstu röð Við sjálfstæðismenn göngum til kosninga með það í huga að ætla að gera góðan bæ betri. Við viljum koma Hafnarfirði í fremstu röð bæjarfélaga. Metnaður okkar og markmið er að hér verði best að búa, þjónustan við íbúana til fyrirmyndar og lífsgæðin eins og best verði á kosið. Það er dýrt að búa í Hafnarfirði og því vilja sjálfstæðismenn breyta. Okkur finnst óviðunandi að Hafnfirðingar greiði einhverjar hæstu álögur á suðvest- urhorninu. Við sjálfstæðismenn treystum okkur til að bjóða fyrirmyndarþjónustu án þess að skattpína íbúana. Þar skilur á milli stefnu sjálfstæðismanna og vinstri aflanna. Í ljósi hagstæðra ytri skilyrða í efnahagslífinu er enn frekari ástæða til að leyfa bæjarbúum að njóta góðærisins í meiri mæli í eigin vasa. Það er hægt að gera með lægri sköttum. Orð skulu standa Samfylkingin í Hafnarfirði lofaði fyrir síðustu kosningar að lækka álög- ur á bæjarbúa. Það var ekki gert og er umhugsunarefni fyrir íbúa á þessum degi. Það er ekki stjórnmálamönnum sæmandi að setja fram kosningaloforð sem ekki er staðið við. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafn- arfirði ætlar að lækka álögur á bæjarbúa fái hann umboð til þess frá kjósendum að stjórna bænum okkar næstu fjögur árin. Samfylkingin hefur reynt að gera þetta kosningaloforð okkar tor- tryggilegt og þá fyrst og fremst til að verjast því að ræða hvers vegna þeir efndu ekki sambærilegt kosningaloforð sem í dag er fjögurra ára gamalt. Hafið þetta í huga þegar þið veljið ykkur listabókstaf í kjörklef- anum. Lýðræðið er dýrmætt Lýðræði er afar dýrmætur hlutur og með því að nýta kosningaréttinn erum við að ástunda lýðræðið. Ég hvet alla Hafnfirðinga til að hafa skoðanir á þeim sem eru að bjóða sig fram til að stjórna Hafnarfirði næstu fjögur árin og hvað þeir standa fyrir. Ég vil að lokum nota tæki- færið og óska okkur öllum til hamingju með daginn! Sjálfstæðisflokkinn til forystu Eftir Harald Þór Ólason Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. ÞAÐ ER ótrúlegt en satt, að þrátt fyrir kuldakastið síðustu daga er sumar í nánd. Óvíða eru vorkvöldin feg- urri en hér við Breiðafjörð og af Snæfellsnesinu. Fegurð sem eru forréttindi okkar sem fáum hennar notið án fyr- irhafnar eða útgjalda úr eldhúsglugg- anum, eða hvar annars staðar sem við er- um stödd hér um slóðir. Mótun og myndun Snæfellsbæjar Með hækkandi sól fara hlutirnir að ger- ast, náttúran tekur á sig nýjar myndir, skammdegisskuggarnir hverfa, birta og bjartsýni tekur hug okkar. Eins er það með mig og flesta aðra. Þegar litið er til baka yfir fjög- urra ára kjörtímabil hef ég notið þeirra forréttinda að taka þátt í mótun og myndun Snæfellsbæjar. Þrátt fyrir erfiðleika sem oft á tíðum hafa virst óyfirstíganlegir vegna bágrar skuldastöðu bæjarfélagsins hefur okkur tekist að hlúa að uppbyggingu bæjarins á fjölmörgum sviðum, Hagsmunir heildarinnar Við sem höfum farið með stjórn bæjarfélagsins sl. fjögur ár höfum á fjölmörgum sviðum borið gæfu til að snúa bökum saman varðandi ýmsa þætti í rekstri bæjarins. Kannski var það neyðin eða erfið fjárhagsstaða bæj- arfélagsins sem sneið okkur þann stakk, að heillavæn- legra væri fyrir bæjarfélagið að bæjarstjórnin öll stefndi að sömu markmiðum. Með þeim afleiðingum, að seinni tvö árin bárum við gæfu til að ganga sameiginlega frá fjárhagsáætlunum með hagsmuni heildarinnar að leið- arljósi en ekki eftir persónulegum metnaði einstakra bæjarstjórnarmanna. Á okkur var hlustað Þróun bæjarmála varð til þess að á okkur J-listamenn var hlustað og ýmsu af því sem við lögðum til hefur verið hrundið í framkvæmd, svo sem: Grunnskólarnir á Hellissandi og í Ólafsvík voru sam- einaðir undir eina stjórn. Gæfuspor fyrir samfélagið og börnin og gerir skólastarfið markvissara og faglegra. Það gleðilega hefur gerst að samkvæmt nýlegri einelt- iskönnun kemur í ljós að einelti, sem er dauðans alvara hverjum þeim sem fyrir því verður, hefur minnkað veru- lega í kjölfar þess að Olweusar-áætlun hefur verið fylgt. Hafin er bygging íbúða fyrir eldri borgara og ráðgert er að byggja við Jaðar á næsta ári. Gengið hefur verið frá gervigrasvöllum fyrir börn og unglinga, sem er liður í markvissu forvarnarstarfi. Fátt er betur til forvarna fallið en skipulögð afþreying svo sem íþróttir og jákvætt og uppbyggilegt skóla- og ung- lingastarf. Bjart framundan Hafinn er undirbúningur að byggingu vatnsátöpp- unarverksmiðju sem áætlað er að veiti allt að 40 manns atvinnu og jafnvel mun fleiri ef vel tekst til. Safnast hafa þrír milljarðar króna í hlutafé erlendis, sem duga til byggingar verksmiðjunnar. Samkvæmt upplýsingum forsvarsmanns verksins eru 99,9% líkur á að verk- smiðjan rísi. Markmið J-listans eru m.a.:  Auka framboð á byggingarlóðum fyrir einstaklinga og verktaka.  Leggja áherslu á að auðvelda fyrirtækjum að hasla sér völl í Snæfellsbæ.  Tryggja fjölbreytilegt búsetuform fyrir aldraða með hjúkrunarþjónustu og góðri og markvissri heima- þjónustu og koma í veg fyrir einangrun eldri íbúa.  Lækkun leikskólagjalda og auðvelda barnafólki að- gengi að leikskólum og dagmæðrum.  Taka til hendinni og bæta aðbúnað nemenda og kennara í skólum bæjarins.  Koma á samfelldum skóladegi þ.m.t. íþrótta- og tón- listarnám í samstarfi við stjórnendur skólanna og íþróttahreyfinguna.  Við viljum gera Snæfellsbæ að sannkölluðum úti- vistarbæ í sátt við náttúru og umhverfi og nýta alla þá möguleika sem Snæfellsjökull og þjóðgarðurinn gefur.  Við viljum gera bæinn okkar að fyrirmyndarbæ með góðu samgöngukerfi með göngustígum fyrir gang- andi og hjólandi og reiðstígum fyrir hestamenn.  Við ætlum að bæta aðgengi fatlaðra um bæinn þ.m.t. að opinberum byggingum. Við viljum hlúa að útivist og íþróttum bæjarbúa og styrkja hestamenn, golfara og knattspyrnumenn til að byggja fjölnota reiðhöll sem hægt er að nýta fyrir allar þessar íþróttagreinar sem ella liggja að meira eða minna leyti niðri yfir vetrarmánuðina. Firrum okkur ekki ábyrgð Við frambjóðendur J-listans munum berjast fyrir því að gera góðan bæ betri á næsta kjörtímabili verði okkur veittur styrkur til þess af kjósendum Snæfellsbæjar. Við firrum okkur ekki ábyrgð á rekstri bæjarins á liðnu kjör- tímabili. Við hikum ekki við að axla þá ábyrgð sem því fylgir að bera ábyrgð á stjórn bæjarins og munum leggja okkur öll fram til að gera gott samfélag betra. Sameinuð erum við afl sem ekkert fær staðist. Vor undir Jökli Eftir Gunnar Örn Gunnarsson Höfundur er oddviti J-listans í Snæfellsbæ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.