Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 75 FRÉTTIR ÞAÐ er greinilega kominn mikill kosningaskjálfti í Samfylkinguna,“ sagði Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs á miðvikudag, um and- stöðu Samfylkingar við vatnssamn- ing Kópavogs og Garðabæjar. Bæjarfulltrúar Samfylkingar greiddu atkvæði gegn samningnum, sem gildir til fjörutíu ára og er óupp- segjanlegur af hálfu Kópavogsbæjar. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir að kostnaður Kópavogsbúa verði um 270 milljónir í stofnkostnað en auk þess muni þeir niðurgreiða vatn til Garðbæinga á þessu fjörutíu ára tímabili og sjálfir greiða hærra vatnsgjald fyrir vikið. Fyrstu tíu árin greiði Garðbæing- ar 3.44 kr fyrir hvert tonn, næstu 10 árin þar á eftir 6.08 kr og 20 árin þar á eftir 8,10 kr. fyrir tonnið. Raun- kostnaður sé hins vegar 10 – 12 kr og mismuninn greiði Kópavogsbúar. Þá segir í tilkynningunni að kostnaður Kópavogsbæjar bara til þess að koma vatninu til Garðbæinga sé röskar 90 milljónir. Líklega þurfi svo að bora sérstakar holur fyrir 180 milljónir eða samtals 270 milljónir úr bæjarsjóði í þágu Garðbæinga, fyrir svo utan það að borga niður vatnið þeirra í 40 ár. „Kaldar kveðjur til Gusts“ „Vatnssamningurinn er mjög hag- kvæmur báðum aðilum,“ segir Gunn- ar. „Til að nýtt hestasvæði og nýtt íbúasvæði Kópavogs geti komið til, verður að leggja niður vatnsból Garðabæjar við Vífilsstaðavatn. Kópavogur leggur til vatn á lágu verði fyrstu tíu árin en Garðabær verður framtíðarkúnni Kópavogs með vatn.“ Hann leggur áherslu á að þetta séu kaldar kveðjur til hestamannafélags- ins Gusts frá Samfylkingunni rétt eina ferðina. „Þau vilja greinilega þetta félag feigt. Ef samningurinn gengi ekki eftir væri ekki mögulegt að byggja hesthús á Kjóavöllum og aðra aðstöðu,“ bætir Gunnar við og segir ekki rétt að bora þurfi aukahol- ur, í mesta lagi víkka þær sem fyrir eru, með sáralitlum kostnaði. Samfylkingin sakar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um klúður í málefnum Gusts. Gunnar vísar þeim ásökunum á bug og segir Samfylkinguna hafa samþykkt deili- skipulag fyrir íbúabyggð sem geri hana samseka. „Svo er ljóst að hesta- mannafélagið hefði ekki getað verið til framtíðar beint við hraðbraut og niðri við byggð.“ Hafsteinn bendir á að hægt sé að koma hestum sem nú eru á svæði Gusts, fyrir á Kjóavöllum án þess að færa vatnsverndarlínu. Garðbæingar ætli hvort eð er að stækka hesthúsa- byggðina og hefðu því hag af að færa vatnsverndarsvæðið. Greinir á um hesthús og vatnssamning Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mb.is TALSVERÐAR verðhækkanir hafa orðið í þjónustuverslunum og klukkubúðum matvörukeðjanna þegar bornar eru saman verðk- annanir í matvöruverslunum í jan- úar og nú í maí, að því er fram kemur á vef ASÍ. Mun minni hækkan- ir hafa orðið í lágvöruverðs- verslunum. Segir ASÍ að verð á innflutt- um vörum á borð við kex og morgunkorn, kaffi og ýmsar pakkavörur hafi hækkað talsvert milli kannana, en einnig brauð- meti og drykkjarvörur auk græn- metis og ávaxta. Þá hækkaði verð á osti víðast hvar milli kannana. Skoðaðar voru tvær vörukörfur í mismunandi verslunargerðum tveggja stærstu samstæðnanna á matvörumarkaði. Annars vegar var skoðuð vöru- karfa í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Bónuss og Krónunnar og borið saman verð á henni í könnunum í janúar og maí. Hins vegar var skoðuð önnur vörukarfa í verslunum Tíu-ellefu og Ellefu- ellefu í sömu könnunum, en mis- munur í vörukörfunum ræðst af mismunandi vöruúrvali í þessum verslunargerðum. Í maí kostaði karfan 5.255 krónur í Bónus en kr. 5.329 krónur í Krónunni, en þarna er aðeins 1,4% verðmunur. Meiri munur í janúar Munurinn á vörukörfunum milli þessara verslana var mun meiri í janúar, tæp 9% en þá kostaði karf- an kr. 5.286 krónur í Bónus og kr. 5.758 krónur í Krónunni. Verð körfunnar hefur hækkað mest í verslun Nóatúns síðan í janúar, um 7,6% og um 5,9% í Hagkaup- um, að því er fram kemur á vef ASÍ. Sama vörukarfan í lágvöru- verðsverslunum lækkaði um 7,4% í Krónunni en var nánast óbreytt í Bónus þar sem hún lækkaði um 0,6%. Seinni vörukarfan var aðeins skoðuð í klukkubúðarkeðjunum Tíu-ellefu og Ellefu-ellefu. Ekki var um að ræða sömu vörukörfu í klukkubúðunum og hinum versl- ununum og því ekki unnt að bera saman klukkubúðirnar tvær við hinar verslanirnar. Lítill munur reyndist á verði milli klukkubúða. Í janúar kostaði karfan kr. 6.831 krónur í Tíu-ellefu en 6.862 krónur í Ellefu-ellefu sem er tæp- lega 0,5% verðmunur. Í maí kost- aði karfan kr. 7.152 krónur í Tíu- ellefu en kr.7.125 krónur í Ellefu- ellefu sem er 0,4% verðmunur. Hækkaði karfa um 4,7% milli kannana í Tíu-ellefu og um 3,8% í Ellefu-ellefu. Talsverðar verðhækkanir í þjónustuverslunum og klukkubúðum Kex og kaffi dýrara SIÐANEFND Blaðamannafélags Íslands (BÍ) telur að DV hafi framið ámælisvert brot gegn 3. grein siða- reglna félagsins með fréttum, sem birtust 20. og 23. janúar sl.. Þar var m.a. fullyrt að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja hefði beðið bréfbera í Keflavík að njósna um íbúa. Framkvæmdastjórinn kærði DV til siðanefndar. Frétt birtist á forsíðu DV 20. jan- úar 2006 undir fyrirsögninni: „Magnús Guðjónsson, forstöðumað- ur HES. Bað bréfbera í Keflavík að njósna um íbúa. Ólöglegt segir for- stjóri Persónuverndar.“ Mynd af Magnúsi fylgdi fyrirsögninni og frekari umfjöllun um málið var inni í blaðinu. Magnús sendi blaðamanni DV tölvupóst daginn sem fréttin birtist og kvartaði undan fréttinni sem hann sagði ranga og óskaði leið- réttinga. Þann 23. janúar birtist síð- an á forsíðu DV fyrirsögnin: „Magn- ús H. Guðjónsson. Segir Póstinn bera ábyrgð á njósnum“. Nánari frá- sögn var inni í blaðinu. „Framsetning DV í báðum þess- um efnum, og sérstaklega forsíðu- fyrirsagnir 20. og 23. janúar, er því verulega ónákvæm og villandi og ekki í samræmi við 3. grein siða- reglna BÍ þar sem kveðið er á um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu, segir í niðurstöðu siðanefndarinnar. Ámælisvert brot DV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.