Morgunblaðið - 27.05.2006, Side 82

Morgunblaðið - 27.05.2006, Side 82
Fáðu úrslitin send í símann þinn 82 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA „90’s“-kvöld sumarsins verður haldið á Bar 11 í kvöld, en þar verður tónlist og tíska áranna um og upp úr 1990 höfð í hávegum. Það er Curver Thoroddsen sem stendur fyrir uppákomunni ásamt breskri vinkonu sinni, Kiki-Ow, en saman munu þau þeyta skífum frá umræddum tíma. „Það er búin að vera mikil 90’s stemning í loftinu í vetur og það virðist nógu langt liðið frá þessum tíma því fólk er farið að fíla þessa tónlist. Ég tók til dæmis allt í einu eftir því í vetur að ég fór að leita í þetta dót,“ segir Curver, sem vill meina að tíundi áratugurinn sé tekinn við af þeim níunda. „Já 80’s er alveg búið maður. The 90’s are the new 80’s.“ Curver segir lítið hafa verið um þessa stemningu hér á landi, en tí- undi áratugurinn sé hins vegar kom- inn í tísku erlendis. „Ég var til dæm- is úti í Berlín um áramótin og þá var mikið um svona 90’s partí þar. Það er líka mikið um þetta í Bretlandi,“ segir Curver, og bætir því við að tí- undi áratugurinn sé farinn að hafa áhrif á tónlist nútímans. „Ég tek eft- ir því í tónlistinni í dag að menn eru farnir að vitna í þennan áratug og það er eins og þetta sé komið í hring,“ segir hann. „Það er samt skrítið að ég er að spila það sem ég hataði þegar ég var í gaggó, en núna finnst mér þetta ótrúlega skemmti- leg og mögnuð tónlist.“ Að kjósa betri fortíð Curver segir að þótt talað sé um „90’s“ tónlist, eða tónlist frá tíunda áratugnum, sé í raun verið að ein- blína á styttra tímabil. „Það sem við köllum 90’s er tímabilið frá svona 1988 til 1993 eða 1994. Þetta er samt mest svona 1991 til 1993.“ Curver segir að tónlistin á þessum tíma hafi verið mjög sérstök. „Þarna voru tölvurnar komnar inn og það er mjög kalt og hreint sánd á öllu. Svo eru miklu styttri laglínur en tíðk- aðist til dæmis á 9. áratugnum. Síð- an er líka skrítið að þegar maður fer að skoða hljómsveitirnar sem manni þóttu mjög hallærislegar á þessum tíma, eins og til dæmis Technotronic og Snap, og fer að bera þær saman við þær hljómsveitir sem manni þóttu flottar, eins og Primal Scream og Happy Mondays, kemur í ljós að það er eiginlega bara nákvæmlega sama sándið í þessu öllu,“ segir Curver, sem vill meina að tónlist þessa tíma hafi umfram allt verið skemmtileg. „Þarna byrjaði reifið og fólk vildi bara skemmta sér. Það var búið með þunglyndi pönksins, og þetta er líka áður en grunge-ið sló í gegn 1994.“ Aðspurður segir Curver að fjöl- margir listamenn einkenni tímabilið í sínum huga. „Fyrir mér voru það Snap, 2 Unlimited, Technotronic, Primal Scream, Happy Mondays, Underworld og Dr. Alban, og svo auðvitað íslenskar hljómsveitir eins og Bubbleflies sem er náttúrulega alveg ógeðslega flott,“ segir hann, en tónlist þessara listamanna verður í aðalhlutverki á Bar 11 í kvöld. Áherslan verður þó ekki eingöngu lögð á tónlistina því fólk er hvatt til þess að koma í fötum frá tímabilinu. „Við hvetjum fólk til þess að mæta í svona bros-karla fötum og Stüssy- bolum og hvítum gallabuxum með sylgjubelti og í Dr. Martens skóm,“ segir Curver. Aðgangur að Bar 11 er ókeypis, en gleðin hefst um mið- nættið. „Svo er bara að kjósa betri fortíð,“ segir Curver að lokum. Tónlist | Árin 1988 til 1994 í aðalhlutverki á Bar 11 í kvöld Tíundi áratugurinn tekinn við af þeim níunda Morgunblaðið/Kristinn „Já 80’s er alveg búið maður. The 90’s are the new 80’s,“ segir Curver, sem kemur fram á Bar 11 í kvöld ásamt Kiki-Ow. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is NEMENDASÝNING Ljósmynda- skóla Sissu verður opnuð í dag klukkan 16 á Hólmaslóð 6. Ljós- myndaskólinn hefur verið starf- ræktur frá árinu 1997 og er því að ljúka sínu níunda starfsári. Alls sækja skólann um tuttugu nem- endur ár hvert og stendur námið frá september til loka maí. Mikil áhersla er lögð á að virkja sköpunarkraft nemenda um leið og þeim eru kennd fagleg vinnubrögð og undirstöðuatriði í ljósmyndun. Margir af helstu ljósmyndurum landsins koma að kennslu við skól- ann. Sýningin stendur yfir til 5. júní og er opin alla daga frá klukkan 16 til 20. Ein myndanna á sýningunni, tekin af Sigurði Gunnarssyni. Nemendasýning Sissu hefst í dag Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Þau bjuggu til morðingja sem snerist gegn þeim…! eee H.J. Mbl X-MEN 3 kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 12 ára The DaVinci Code kl. 5, 8 og 11 B.i. 14 ára Rauðhetta kl. 2 (400 kr) Saltkráka 4 kl. 3.25 (400 kr) X-Men 3 kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 2, 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11 Cry Wolf kl. 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 12, 6 og 8 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 12, 2 og 4 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 12 og 2 Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU 400krVERÐ ÍSLENSKT TAL LEITIÐ SANNLEIK www.xy.is 200 kr afsláttur fyrir XY félaga HEIMSFRUMSÝNING LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! VINSÆLAST eee S.V. MBL. 50.000 gestir!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.