Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 88
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. HNÚFUBAKUR heimsótti gömlu höfnina í Reykjavík um níuleytið í gærkvöld og svamlaði þar í um hálftíma. Að sögn sjón- arvotta var hvalurinn a.m.k. 15 metra lang- ur. Þetta er í annað skipti á tveimur árum sem hnúfubakur heimsækir Reykjavík- urhöfn, en það mun mjög sjaldgæft. „Hann var kannski í hálftíma hér inni, en svo fóru þeir út á eftir honum á hvalaskoð- unarbátnum Eldingu og sáu síðast í hann í hafnarkjaftinum við Ingólfsgarðinn,“ segir Jónas Agnarsson hafnsögumaður í Reykja- víkurhöfn. „Við vorum á leiðinni í land með kennara úr Klébergsskóla á Kjalarnesi, sem voru í sjóstangaferð, þegar við fengum hringingu frá hafnarvörðum um að það væri hvalur í höfninni,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, starfsmaður hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. „Þetta vakti mikla hrifningu hjá fólkinu, sem hafði spurt hvort við gætum farið í hvalaskoðunarferð, en það var ekki tími til þess. Þetta var því mjög óvæntur og skemmtilegur endir á ferðinni. Því við höf- um ekki séð hnúfubak í þrjár vikur í hvala- skoðunarferðum, þótt vissulega höfum við séð aðra hvali.“ Ljósmynd/Elva Sara Ingvarsdóttir Hnúfubakur í gömlu höfninni FÉLÖG í eigu feðganna Björgólfs Guðmunds- sonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar áttu í viðskiptum á hlutabréfamarkaðnum í gær sem nema 14–15 milljörðum króna. Um miðjan dag var tilkynnt til Kauphallarinnar að eignarhalds- félag þeirra, Samson, sem einnig er í eigu Hers- is – ráðgjafar og þjónustu, hefði keypt 110,2 milljónir hluta í Landsbanka Íslands á genginu 21,3. Kaupverð hlutarins nemur því um 2,3 milljörðum króna og er eignarhlutur Samsonar í Landsbankanum orðinn 41,2% eftir viðskiptin. Fari eignarhald eins aðila í 45% myndast yf- irtökuskylda. Annað félag í eigu Björgólfsfeðga, Ópera fjár- festingar ehf., gerði svo samning við Sund ehf. um kaup á 15,55% hlutafjár í Fjárfestingar- félaginu Gretti. Samkvæmt upplýsingum blaðs- lög, öll tengd Björgólfi Thor og Björgólfi Guð- mundssyni, um 37% hlut í Straumi-Burðarási. Sund ehf., sem er í aðaleigu systkinanna Jóns og Gabríelu Kristjánsbarna og móður þeirra, Gunnþórunnar Jónsdóttur, átti svo í frekari við- skiptum við Björgólfsfeðga í gær með tilfærslu á hlutum í Tryggingamiðstöðinni. Sund seldi 32,9% hlut sinn í TM til Blátjarnar ehf.. fyrir um 10,4 milljarða króna, þar sem gengi á hlut var 33,9 kr. en gengi bréfa TM við lok viðskipta í gær var 38,5 kr.. Blátjörn er í 49% eigu Sunds, félögin Novator og Hansa, sem bæði eru í eigu Björgólfsfeðga, eiga 24,5% hlut hvort og Hersir á 2%. Hlutur félaga í eigu feðganna í þessum viðskiptum var því um fimm milljarðar króna. Einnig var tilkynnt sala á 28 milljóna króna hlut TM í sjálfu sér, fyrir um 1,1 milljarð króna. Þar af keypti Samherji tæpar 23,4 milljónir hluta og Óskar Magnússon, forstjóri TM, tæpar 4,7 milljónir, sem var nýting á kauprétti. ins var kaupverðið kringum 7–8 milljarðar króna. Samanlagður hlutur Landsbankans og Óperu í Gretti er nú um 51%, Tryggingamið- stöðin á rúm 31% og Sund hélt eftir 18% hlut. Grettir er stærsti hluthafinn í Straumi-Burð- arási Fjárfestingabanka, með nærri 17% hlut, en sem kunnugt er þá er Björgólfur Thor stjórnarformaður Straums. Ef hlutur Lands- bankans og Samsonar bætist við eiga þessi fé- Breytingar á eignarhaldi í Gretti, Landsbanka og TM Eignarhaldsfélög tengd Samson eiga nú um 37% í Straumi-Burðarási Eftir Kristján Torfa Einarsson og Björn Jóhann Björnsson 8 # .$  + ! # ++ :&$3/ 4;  "  %./#/ !<=./#/ < ./#/  )<> <!> =!<'> #$ 9*,##  &# #&? '>@ A #$#?!>@ SÍMALÍNURNAR hjá Hinu ís- lenska bókmenntafélagi voru nán- ast rauðglóandi á miðvikudaginn þegar frétt um grein Vals Ingi- mundarsonar í Skírni um orrustu- þoturnar í Keflavík birtist. Gunnar Ingimundarson, starfs- maður hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi, sagði að fólk hefði bæði hringt til þess að spyrjast fyr- ir um heftið og áskrift að tímaritinu og talsvert margir hefðu komið til að kaupa sér eintak. Þetta væri óvenjulegt. „Svo virðist sem efni um stjórnmál veki alltaf meiri áhuga hjá fólki en greinar um menningu, – jafnvel þótt skrifað sé um hugsanlegan fund á beinum Eg- ils Skallagrímssonar í Mosfellsdal þá fáum við ekki svona viðbrögð.“ Halldór Guðmundsson hefur tek- ið við ritstjórn Skírnis og er vor- heftið það fyrsta sem kemur út undir hans stjórn. Halldór segir ekki ætlunina að umbylta þessu aldna og virðulega tímariti en áherslur færist auðvitað til með nýjum ritstjóra. Hann segir að sér hafi virst vera aukin eftirspurn eftir alvöru greinum um samfélagsmál og fræði í þjóðlífinu, eins og sjáist af viðbrögðum við bók Andra Snæs Magnasonar, Draumalandinu. „Skírnir á að vera hluti af slíkri um- ræðu um leið og hann er vettvangur fræðigreina,“ segir Halldór og bæt- ir við: „Hann á að vera eins og hljómsveitin í Stuðmannamyndinni, hæfilega þvæld en snyrtimennskan ávallt þó í fyrirrúmi.“ Rauðglóandi símalínur hjá Skírni  Lesbók | 5 KOSNINGAR til sveitarstjórna fara fram í dag og kjörkassar, sem nota á við kosningarnar í Reykjavík, voru fluttir í Ráðhús Reykjavíkur í gær. Þeir voru tilbúnir til notkunar í gær- kvöldi, að sögn Ólafs Hjörleifs- sonar, lögfræðings hjá Reykja- hefst flokkun og talning at- kvæðanna. Þegar kjörstöðum verður lokað, klukkan 22, verð- ur seinni skammtur kassanna fluttur í Ráðhúsið og talningu haldið áfram. Von er á fyrstu tölum skömmu eftir lokun kjör- staða. kassa komið fyrir í hverri kjör- deild. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag en milli klukkan 18 og 18.30 verður skipt um kassa á kjörstöðunum, segir Ólafur, og þá verða notuðu kassarnir flutt- ir í Ráðhúsið og „innsiglaðir með vöskum hópi fólks“ en svo víkurborg. Ólafur sagði að snemma í dag myndu fulltrúar allra hverfiskjörstjórna taka á móti kjörkössunum og kjör- gögnum í Ráðhúsinu og flytja á kjörstaði borgarinnar í lög- reglufylgd. Kjörkassarnir eru 79 talsins og verður einum Morgunblaðið/ÞÖK Gunnar Guðjónsson var meðal þeirra sem unnu að því að koma kjörkössunum fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Kjörkassarnir til reiðu „ÞAÐ verður verra ástand í sumar en er núna. Það er órói og það er kvíði í starfsfólk- inu.“ Þetta segir Anna Stefánsdóttir, hjúkr- unarforstjóri Landspítala – háskólasjúkra- húss (LSH) um skort á hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Þessi skortur hefur verið viðvarandi í nokkur ár, en ástandið er að versna, að sögn Önnu. Nú vantar um 100 hjúkrunarfræðinga til starfa. Önnu reiknast svo til að á næstu 10 árum hætti um 300 hjúkrunarfræðingar sökum aldurs, en þetta er sá hópur sem útskrif- aðist á áttunda áratugnum, þegar mun fleiri voru í hjúkrunarnámi en nú. „Það er ekkert sem bendir til þess að við munum hafa nægilega marga hjúkrunarfræðinga til að taka við þeirra störfum.“ Anna segir að vinnuálag á hjúkrunar- fræðinga hafi aukist vegna fjölgunar sjúk- linga og fjölgunar aðgerða. Sjúklingar á legudeildum séu ennfremur bráðveikari en áður. Álag á hjúkrunarfræðingum sé því mikið og óánægja sé meðal þeirra með laun. Spáir erfiðu ástandi á LSH í sumar  Nauðsynlegt | 44 ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.